Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst 60 arka) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr 50 cmr.,og j í Ameríku doll.: 1.50. j Borgist fyrir júnímán- aðarlok. M 14.-15. ÞJOÐVILJINN UNG-L - |:= ÁTTUNDI ÁE9AN8UR. =r|,„ --- --1—EITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. -s- ÍSAFIRDI, 12. DES. Uppsiign skriftcg, ógikl nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dagjúní- mánaðar. og kaupandi samhliða vppsogninni horgi skvld sína fyrir blaðið. 18 9 8. Landsíiöfðingjadæmið. Þegar landshöfðingjadæmið byrjaði tilveru sína hér á landi, var því í Reykja- vík heilsað með svörtum fána, er dreginn var upp á flaggstöng sjálfs landshöfð- ingjans. Þetta var að vísu einstakra manna verk, en lýsir því þó einkar vel, hvernig menn litu almennt á þessa stjóroar- stofhun. í tugi ára hafði þing og þjóð háð baráttuna fyrir sjálfstjórn landsins, og jafnan mætt sama þvergirðingshættinum frá stjórnarinnar háifu, og svo slær stjórn- in þjóð og þing beint á nasirnar með því, að setja hér á laggirnar nýtt embætti, landshöfðingjadæmið, án þess leitað hefði verið álita alþingis um það á löglegan hátt, svo sem stjórninni var þó skylt, samkvæmt alþingistilskipuninni. Landshöfðingjadæmið var því valdboðin stofnun, sem ólögleg var frá upphafi vega sinna. En það var ekki að eins þessi ólöglega tilorðning landshöfðingjadæmisins, sem gerði mönnum það hvimleitt. Hitt var ekki síður orsökin, að menn sáu glöggt, live afar-hœttulegt þetta embætti gat orcíið fyrir sjálfsforræði þjöðarinnar yfir höfuð, og fyrir réttindi og persónu- frelsi einstakra manna. Hér var settur á laggirnar áhyrgðar- laus embættismaður, sem samkvæmt er- indisbréfum landshöfðingja frá 29. júní 1872 og 22. febr. 1875 átti að vera hægri hönd útlends ráðherra í hvívetna, gera tillögur um öll mál, er til stjórn- arinnar úrskurða kæmu, hafa vald, til að vikja hverjum embættismanni landsins úr embætti um stundarsakir, o. s. frv. Þar sem eins var ástatt, eins og hér er, að ráðherrann sjálfur er útlendingur, gagnókunnugur háttum landsins, sem ekki skilur mál landsm&nna, og hvorki getur þvi kynnt sér það, sem fram fer á alþrógi, opinberum mannfundum, né um- ræður blaðanna, þá var auðsætt, að lands- höfðingi hlyti i reyndinni að verða sá> er mestu réði um úrslit flestra landsmála. Skýrslur landshöfðingja, eins og þær koma fyrir í Jeynilegum embættisbréfum, var hið eina, sem fyrir ráðherrans sjónir kom, og sem hann, gagnókunnugur út- lendingurinn, auðvitað gat í fæstum til- fellum dæmt um, en varð nauðugur vilj- ugur að fara eptir. Landshöfðinginn hlaut því í reynd- inni að verða ofur-lítil smá-útgáfa af rússneskum einvaid. Heí'ði þjóðin sjálf, eða þing hennar, átt vald á að ráða þvi, hver í landshöfð- ingjasessinn væri skipaður, þá liefði mátt segja, að landshöfðingjadæmið hefði ver- ið innlent einveldi. En þar sem það er útlenda valdið, sem eitt hefir þar atkvæði, án þess Islend- ingar fái þar nokkru um ráðið, þá er landshöfðingjavaldið, svo sem hirðstjóra- og höfuðsmanna-valdið fyrrum, íitlent váld. Það er „hræsnisupphefðarlögmálið", sem skipunin i það embætti fer eptir. I sjálfstjórnarbaráttu Islendinga hafði það verið rauði þráðurinn frá fyrstu, að fá stjbrnarstörfin lögð í hendur þeimmönn- um, er hœru áhyrgð gjörða sinna gagnvart fulltrúum þjóðarinnar, þinginu. Með stofnun landshöfðingjadæmisins var því sjálfstjórnarkröfum þjóðarinnar greitt eitthvert versta rothöggið, sem hugs- azt gat, því að þar sem ókunnugleikinn (útlendi ráðherrann) situr við háborðið með ábyrgðarleysið (landshöfðingjann) til hægri bandar, þar er öll sjálfstjórn ó- möguleg. Slík staða, sem landshöfðingjastaðan er, að leika hvíslingaleik við gagnbkunnug- an útlending, og geta svo gagnvart þjbð sinni í fiestum tilfellum slegið sökinni á útlendinginn, þegar húið er að gáhha hann út í einliverja vitJeysuna eða bliæfuna, er beinlínis freistandi til gjörræðis og strákskapar. Og sú hefir einnig raunin orðið ólýgn- ust, að landshöfðingjadæmið hefir yfir- leitt reynzt þjóð vorri hið óþarfasta. Líti menn í stjórnartíðindin, þá má fljótt sjá, að lagasynjanirnar, sem þjóð- inni haía að vonum orðið mjög hvimleið- ar, hafa flestar átt rót sina að rekja til landshöfðingja, eru beinlínis byggðar á tillögum hans, svo sem glöggast hefir sézt þessi siðustu árin, eptir að þingið fékk þvi framgengt, að tillögur hans væru í sumum tilfellum birtar i B.deild Stj.tíðindanna. Og ekki nóg með það, að landshöfð- ingjadæmið hefur þannig, frá upphafi vega sinna, í flestum greinum verið and- stæðilegt þjóð og þingi, og þannig verið gróðrarstía óþjóðrækninnar, heldur sýna og dæmin, deginum ljósari, að það hefur á stundum verið gróðrarstía rógburðar, og enda lögbrota og strálcslegra óknytta*. *) í grein, sem hr. Jón Olafsson. ritstjóri „Nýju aldarinnar11, ritaði í danska hlaðið „Poli- tíken“ siðastk sumar, farast honuœ að vísu orð á þá leið, að synd væri að segja. að landshöfð- ingjar vorir hefðu misheitt valdi sínu (!!). Yér höfum lieyrt marga lilæja dátt að þessum vitnishurði hr. Jóns Ólafsscmar, og hrjóta hugann um það, hvað hann ætlaði sér nú að hafa gott af landshöfðingja. Yfir höfuð eru menn hér á iandi hættir að taka politiskar ritsmíðar hr. .7. 01. alvarlega. Má og' til samanhurðar við ofan ritaðan vitn- Sumir kunna að vísu að segja, að þetta sé að byggja um of á því, sem fyrir kunni að hafa kornið, en að svo þurfi eigi að verða í framtíðinni; slíkt fari eptir því, hver i embættinu sé í það eða það skiptið. Satt að visu, að valinkunnur og sam- vizkusamur maður i landshöfðingja sæti getur ef til vill í þeirri stöðu orðið þjóð- inni að sínu leyti eius þarfur, eins og misyndismaðurinn getur reynzt óþarfur. En að byggja framtíð heillar þjóðar á þess konar getu, mun þó fæstum þykja hyggilegt, er af alvöru skal talað. Að minnsta kosti telja menn ekki nú á tímum, að óbundið einveldi sé mennt- uðum þjóðum heppilegt, og verður því þó ekki neitað, að risið gœtu upp stöku ágætis einvaldar, sem einmitt vegna einveldisins gætu komið miklu góðu til leiðar. Menn skyldu þvi ætla, að væri þjóð vor á annað borð samdóma um nokkuð, þá væri hún, með sína eigin reynzlu fyrir augum, samdóma um það, að landshöfð- ingjavaJdið í þess niíverandi formi þyrfti sem állra fyrst að liverfa úr söyunni. Burt með ókunnugleikann og ábyrgð- arleysið úr æðstu stjóro landsins! Aðál-krafan, sem á undan öllu öðru verður að ganga, hlýtur að vera sú, að stjbrnarherrann tnæti á alþingi, skilji mál vort, eigi ko'st á að kynna sér þarfir vorar og óskir með sínum eigin augum og eyrum, og heri áhyrgð stjbrnarathafna sinna. Þessa nauðsyn munu og i raun og veru allir betri menn þjóðarinnar sjá. Raddirnar, sem á móti haf'a mælt, — svo sem stöku blaðagreinar, og ritl- ingar þeirra Boga og Arnljóts* — eru ishurð hans minna á. hvað hann sagði forðum í „Gönguhrólfi“, út af emhættisafsetningu Benedikts Sveinssonar o. fh, hvað hann sagði í .,Þjéðólfi“, er landshöfðingi svipti hann opin- heru auglýsingunum, o. fi. o. fl. Hr .7 01. befir því margsinnis manna hezt sannað hið gagnstæða því, sem hann — af ó- vissum ástæðum — hefir talið hentugast, að hera á horð f'yrir danska lesendur 1 „Politiken“ síðastl, sumar. — Bitstj. *) Ritlingur Arnljóts prests, er prentaður var á næstl. vori, hefir sætt svo almennri lítilsvirð- ingu, að blöðin hafa ekki einu sinni virt hann umtals, nema eitt hlað eitthvað lítilsháttar, rétt til þess að henda á, hve langt mætti ganga í vitleysunni. — Launahœkkwi nokkurra embætt- ismanna í Reykjavílc, sem landshöfðingi ráðfæri sig við um ýms landsmál, án þess hann þurfi nokkuii eptir ráðnm þeirra að fara, er öll stjórn- arbótin, sem Arnijótur telur þjóð sína þarfnast!! Líkur er Ljótur sjálfum sér! Enginn minnist og heldur á Boga-pésann — — 3600 kr. sögustyrkspésann(!) —, um aukningu landshöfðingjavaldsins, nema þá som á hverja aðra fásinnu. Hann sýnist að vera dáfær um að meta þýðingu sagnfræðislegra atvika, svo sem þýðingu landshöfðingjadæmisins, pilturinn sá! Myndi ekki réttast. að hækka sagnfræð- isstyrkinn, fyrst aðal-ritverkið er útkomið'?

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.