Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Page 2
54
Þjóðvhjiní* ungi.
YIII, 14.—lp
einstæðar, og að engu leyti sýnishorn
þjóðarviljans.
Það er og aðgætandi, að slíkt stjórn-
arástand, sem nú er á landi hér, er afar-
frjóvur jarcfvegur fyrir fleðusltap, lirœsni
<>g y'mis Jconar varmennsltu.
Það eru svo margir, sem vilja hafa
þá sér hliðholla, er mestu ráða í svipinn,
því að á þann hátt getur svo margt
hrotið af, er þeir ella færu á mis við.
Slíkt þekkist í hverju landi, og þróast
að því skapi betur, sem ástandið er
rotnara.
Það var því ekki annað, en hver
maður gat sagt sjálfum sér, að ýmsir
myndu snúast gegn stjórnarumbótunum,
sem í boði voru í fyrra, úr því lands-
höfðingi snerist gegn þeim. — Hefði
hann fylgt þeim, þá hefðu þeir gert slikt
hið sama.
En af sjálfstœðum mönnnrn munu þeir
fáir, er ekki sjá það, að það er þjóð
vorri skihnm og sltaði, þetta landshöfð-
ingja-einveldi, sem rikt hefir, og rikja
hlýtur, í flestum greinum, meðan stjórn-
arfyrirkomulaginu eigi fæst breytt.
Það er beinlínis þjóðarhneisa, að búa
undir landshöfðingjavaldinu í þess nú-
verandi formi, þessu valdi, sem rneðal
annars — eins og Jón Olafsson tók rétti-
lega fram í „Grönguhrólfiu forðum —
„getur áhyrgðarlaust rægt frá embætti,
hvaða embœttismann landsins, sem er, hvað
dæmin sanna“.
Takið því höndum sainan allir góðir
Islendingar, og látum það vera fyrsta
atriðið, að kippa ábyrgðarleysinu burtu
úr þeim einvaldssessi, er það, vegna ó-
kunnugleika útlends ráðherra, nú situr í.
Norðmenn börðust fyrir því í tugi
ára, að fá ráðherra sína, til þess að mæta
á þingi, og fyrst með þeim tíma, er
þeirri kröfu fókkst framgengt, hefst þing-
ræði þeirra.
Hjá oss verður það eins að vera fyrsta
krafan, að ráðherrarm mæti sjálfur á þingi,
og beri ábyrgð gagnvart þvi á allri
stjórnarathöfninni.
Hin atriðin í stjórnbótakröfum vorum
eru þess eðlis, að fremur má bíða, að
um þau sé deilt.
En þessi aðal-krafan, að fá ábyrgðar-
leysinu og landshöfðingjaeinveldinu burtu
rutt, þolir eigi bið.
-----oOO^OOo----
Smágreinar uni landbúnaðinn,
eptir alþm. Srn. Stefánsson.
2. VerzJunin og Landbúnaðurinn.
Þetta ár, se. j. er liðið, siðan innfiutn-
ings' nið á lifandi f< til Englands tók
að hafa áhrií é. sauðaverzlun landbænda,
hefir verið kveinað og kvartaó uin það,
hve verzlunin væri óhagstæð, og mark-
aðsleysi fýrir lifandi fé.
Innfiutnings<.uanið kom vissalega ó-
þægílega á svona iL. áðina En að land-
búnaðurinn sé á heljarþrömio < <i sökum
þess, er næstum ótrúlegt, og þatí því held-
ur, sem nú í haust hefir mátf teljast þol-
anlegur markaður fyrir sauðakjöt víðast
hvar á landinu.
Só þess enn fremur gætt, hvernig
verzlunin hefir verið fyrir landbændur
nú um allmörg undanfarin ár, þá hefir
hún í raun og veru verið allt annað, en
óhagstæð.
Síðan verzlunarviðskipti vor hófust
við Englendinga, liafa landbændur ár frá
ári fengið bæði hesta og sauðfó all-optast
ágætlega vel borgað. Síðast liðin 10—15
ár hafa mörg mátt teijast veltiár í verzl-
un fyrir landbúnaðinn.
Aður en hestaverzlunin hófst, mátti
heita, að hestaeign fram yfir brúkunar-
þörf bænda, væri gagnlaus að mestu, og
enda skaðleg fyrir landbúnaðinn, þar sem
hinn mikli stóðhrossa fjöldi setti slægjur
bænda í örtröð, auk þess sem stóðhrossa
eignin var mörgum bændunum til hinn-
ar mestu minnkunar, er þessar skepnur,
sem all-optast voru að eins settar á „guð
og gaddinnu hrundu niður úr hor og
harðrétti á klakanum.
En nú í mörg ár hefir hestaeignin
verið ein hin stærsta peningalind lands-
manna i mörgum hóruðum, og er þó
synd að segja, að enn só miklu til henn-
ar kostað, þótt miklu betur sé, en aður.
Hrossaverzlunina má þvi sjálfsagt
telja stórhapp fyrir landbúnaðinn, er bæði
beinlínis og óbeinlínis hefði mátt verða
honum til stórmikilla framfara. Þá hefir
ekki verið gjört lítið úr þvi hagræði, sem
landbúnaðurinn hefði af sauðfjár sölunni
til Englands.
En hvar sjást svo ávextír þessara
miklu hagræða fyrir landbúnaðinn?
Hefir hagur landbænda almennt batn-
að þessi góðu verzlunarár? hafa þeir rutt
af sér skuldum, lagt upp fó, eða aukið
bústofn sinn? —
Beinast lægi við að játa öllum þess-
um spurningum, beinast lægi við, að
ætla, að landbúnaðinum hefði aukizt svo
bolmagn þessi ár, að hann ekki væri í
voða staddur, þótt verzlunin væri eitt-
hvað óhagstæðari eitt eða tvö ár í bili.
Þetta liggur beinast við, nema því
að eins, að ómögulegt sé að hafa ofan
í sig af landbúnaði á Islandi, nema rétt
i veltiárum að árferði og verzlun, og
bændur hljóti því, þegar út af því ber,
að lifa við sult og seyru.
Hljóðið í landbændunum núna virðist
óneitanlega fremur benda á þetta síðast
nefnda, og þaðan af verra. —
Jafn skjótt og sauðfénu ekki verður
rutt eins gengdarlaust til Englands og
að undanförnu, er látið svo, sem land-
búnaðurinn sé i voða staddur, og flest
sund honum til bjargar lokuð.
Astandið er sjálfsagt miklu verra, en
við mætti biiast eptir þetta verzlunar-
góðæri.
Bændur eru almenut stórskuldugir,
ekki einungis við kaupmennina, heldur er
nú allur þorri islenzkra bænda, sökum
kaupfólagsskaparins, sein mest hefir ver-
ið gumað af, bundinn á skuldaklafa hjá
einum eða tveimur auðkýfingum í út-
löndum, sem því hafa ráð íslenzku kaup-
félaganna í hendi sér. Auk þessa er og
annar nýr lánardrottinn kominn til sög-
unnar, landsbankinn. Þrátt fyrir pen-
ingastrauminn frá Bretlandi hafa bændur
hópum saman leitað til hans, og fengið
lán gegn veði i jörðum sínum, til að
borga með gamlar og nýjar verzlunar-
skuldir. Svo eru sömu vanskilin byrjuð
við hann, eins og kaupmennina, hvorki
staðið í skilum með vexti nó afborganir,
jarðirnar veðsettar, án þess að peninganna
sjái nokkurn stað, sem ekki er heldur
von, þar sem þeir eru uppetnir, áður en
lánið er tekið.
Þegar á allt er litið, getur það verið
nokkurt álitamál, hvort hin mikla sauða-
sala til Bretlands hafi verið landbúnað-
inum .til mikillar uppbyggingar. Að
minnsta kosti sjást ekki liinir góðu á-
vextir liennar langt tilsýndar.
Auðvitað þarf slíkt ekki að vera af
því, að þessi verzlun só í sjálfu sér ó-
holl landsmönnum; það getur líka kom-
ið til af því, hvernig menn hagnýta sér
hana. —
Yerzluninni verður ekki með réttu
um það kennt, þótt bændur eyði því
meira i útlendan varning, bæði þarfan og
óþarfan, sem þeir hafa meiri kaupeyri
handa á milli, og auki því ekkert frem-
ur efni sin í góðu verzlunar árunum, en
hinum lakari. Það er kunnugra, en frá
þurfi að segja, að síðan sauðfjársalan til
Bretlands hófst, hafa landbændur gengið
svo nærri bústofni sínum, að þeir hafa
lagt miklu minna, en áður, af kjöti feit-
meti og skæðaskinni til búa sinna. I stað
hinnar hollu og góða fæðu, er sauðkind-
in veitir liúsbændunum, liafa bændur nú
hin síðari ár mest megnis lifað á útlendu
lóttmeti, og gengið á útlendu skæðaskinni,
banvænu fyrir búpening þeirra. Því fer
fjarri, að þessi breytti lifnaðarháttur
hafi orðið bændum nokkru ódýrri, held-
ur þvert á móti. Mikill hluti hins selda
fjár hefir gengið til að kaupa fyrir þessar
útlendu vörur, sem, þegar litið er á nær-
ingargildi þeirra, bæði verða dýrari og
ódrýgri i bú að leggja, en sauðkindin.
Auk þess hafa munaðarvörúkaup lands-
manna vaxið stórum.
Hagræði það, sem landbúnaðurinn
hefði getað liaft af verzlun þessari, hefir
því orðið minna, en skyldi. Kaupfólags-
skapurinn, með hinni góðu verzlun fyrir
sauðina, og hinum ódýru kaupum, er
kölluð liafa verið á útlenda varningnum,
í samanburði við kaupstaðarprísana, hefir
freistað bænda til aukinnar eyðslu og
brúkunar á útlendum vörum. Efnahag-
urinn hefir ekki batnað hótið minnsta,
og þegar ekki gengur allt upp á
hið bezta, ekki fást 12—14 krónur fyrir
hverja veturgamla kind, og 16—20 krón-
ur fyrir hvern sauð, og þaðan af meira,
þá er allt í voða, enda þótt 16 til 18
aurar fáist næstum í hverju kauptúni
landsins fyrir hvert pund af almennilegu
sauðakjöti. —
Það er sjálfsagt enginn efi á því, að