Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Page 3
Þjóðviljlvn r.voi.
55
Vni, 14.—15.
það verður affarasælla fyrir landbóndann,
að lifa sem mest á hinni hollu og góðu
fæðu, sem sauðabúið gefur af sér, en að
skipta henni fyrir opt miður vandaða og
miður holla útlenda matvöru, eins mjög
°g gjört hefir verið, siðan sauðfjár-salan
til Bretlands hófst. Þessi verzlun hefir
verið misbrúkuð, og þess vegna sór kosta
hennar, fram yfir gömlu slátrunarverzlun-
ina við kaupmenn, engan stað. Þegar
bændum áður þótti lágt kjötverðið hjá
kaupmönnum, þá lögðu þeir meira af
sláturfé sínu til búsins, og tóku minna
hjá kaupmönnum. Þá var það ekki eins
algengur siður, eins og nú er í kaupfé-
fólögunum, að taka allar nauðsynjar sín-
ar „upp á krit“ að vorinu og sumrinu,
og verða svo nauðugir viljugir að láta
kindurnar til Bretlands að haustinu,
hvort sem útlitið er gott eða vont með
að fá nokkurt verð fyrir þær. Það var
að hreinum, þótt stundum þætti hörðum,
kostum að ganga hjá kaupmönnum;
bændur lifðu ekki í neinum glæsilegum
vonum eða verzlunardraumum um dugn-
að og ágæti útlendra umboðsmanna, er
nú þykir mest gróðavon, að setja alla
sína von og traust á í verzlunarefnum.
3. Löggjöfin og landbúnaðurinn.
Það heyrist ekbi all-sjaldan, að al-
þingi gjöri lítið, til að efla landbúnaðinn,
því só sýnna nm að mylgra landsjóðnum
í bitlinga og launahækkanir til embætt-
ismanna, enda só ekki við góðu að búast,
þar sem bændur sóu svo fáliðaðir á þingi
gagnvart embættismannaflokknum. Að
þvi leyti, sein þessar og þvi líkar kvárt-
anir koma frá bændum, mega þeir vissu-
lega sjálfum sér um kenna, livernig þingið
er skipað; þeir geta alveg ráðið þvi i
all-flestum kjördæmum, hverjir á þing
fásta, og þeir snoppunga því sjálfa sig
með aðfinnslum um skipun þingsins.
Það er sjálfsögð skylda þingsins, að
hlynna að landbúnaðinum á allar lundir
að svo miklu leyti, sem í þess valdi
stendur; en það má líka gjöra vanhugs-
aðar og ósanngjarnar kröfur til þingsins
i þessu efni, og vissulega. er það líka
skylda landbændanna, að vera þinginu
samtaka í öllu því, er á einhvern hátt
miðar þessum atvinnuvegi þeirra til efl-
ingar.
Þingið getur með fjárframlögum stutt
landbúnaðinn á ýmsan hátt, svo sem með
því, að leggja fram fé til menntunar
bændaefnuin í landinu, með styrkveit-
ingum til landbúnaðarlegra framkvæmda,
sem einstökum mönnum er um megn, og
fjárveitingum til fólagsskapar og sam-
taka til búnaðarlegra framfara Það get-
br og samið lög, sem að ýmsu leyti
miða landbúnaðinum til eflingar. —
Þetta getur þingið gjört, og þetta
hefir þingið líka gjört.
En þingið getur ekki gjört bændurna
að íramtakssömum, sparsömum og fyrir-
liyggjusÍHTmm búmönnum; það getur ekki
gjört að þvi, hvort þjóðin færir sér ráð-
stafanir þess vel eða illa í nyt.
Slikt er einstaklinganna sjálfra.
Hin síðari ár hefir þingið veitt tölu-
vert beinlínis til eflingar landbúnaðinum.
Á núgildandi fjárlögum standa þessar
upphæðir:
Til búnaðarskólanna á ári . . . kr. 10,000,00
— búnaðarfélaga - — ... — 18,000,00
— búnaðarfélagsSuðuramtsinsáári— 2000,00
— útgáfu búnaðarrits á ári . . — 240,00
— búnaðarfélags landsins, verði það
stofnað..............., . . . — 4000,00
Laun handa tveim dýralæknum á ári —• 2400,00
Þóknun til aukadýralæknis ---------- 300.00
Ferðastyrkur tiltveggja mannaáiand-
búnaðarsýninguna i Björgvin 1898— 1000.00
kr. 37940,00
Auk þessara árlegu fjárveitinga til
landbúnaðarins, stendur sveitarfélögum
til boða 30,000 króna lán úr landssjóði
til jarðabóta, með mjög vægum vaxtá- og
afborgunarkjörum.
Þetta er auðvitað ekki til að láta sér
vaxa í augum, er um annan aðal-atvinnu-
veg landsmanna er að ræða, en það er
heldur ekki rótt, að álasa þinginu fyrir
nápínuskap við landbúnaðinn.
Yæri öllu þessu fó vel varið, þegar
til bnikunarinnar kemur, þá gæti það ef-
laust komið landbúnaðinum að all-mikl-
um notum
Fyrir nokkrum árum komst þingið að
þeirri niðurstöðu, að gagnvænlegra væri
fyrir landbúnaðinn, að hafa færri búnað-
arskóla í landinu, en nú eru, en styrkja
þá þess riflegar. Bæði þá og síðan hafa
verið færð töluverð rök fyrir þessari
stefnu í búnaðarskólamálinu.
En þegar þetta mál var að tilhlutun
þingsins borið undir bændur, þótti ekki
i mal takandi, að fækka búnaðarskólun-
um, Hreppapolitíkin, hóraðarýgurinn, og
liagsmunagát einstakra manna, tókust i
hendur, til að koma i veg fyrir þessa
breytingu.
Endilega að iiafa búnaðarskóla fyrir
hvern fjórðung, og búta svo niður þann
styrk, er gæti komið tveimur búnaðar-
skólum að góðu haldi, svo til þeirra mætti
gjöra þær kröfur, sem gjöra má til góðra
búnaðarskóla, milli þessara fjórðungs-
skóla, sem hvorki eru heilt nó hálft.
Island er að visu, með þessu, að lík-
induin hið mesta búnaðarskólaland í heimi
í orði kveðnu, og á nú þegar sjálfsagt
flesta búfræðinga, í samanburði við fólks-
fjölda.
En sá er gallinn á gjöf Njarðar, að
bændur sjálfir telja allan fjöldann af þess-
um búfræðingasæg fáfróðan, og lítt kunn-
andi í því, sem reglugjörðir búnaðar-
skólanna mæla fyrir, að kenna skuli á
skólura þessum, og það sé líka svo sem
segin saga, að þeir fari flestir á höfuðið,
er þeir byrji búskap.
Þetta er og all-eðlilegt.
Hvernig eiga aumingja mennirnir að
verða vel að sér í búfræðinni, þegar þeir
fá lítið meir en helming þessa tveggja
ára námstíma til búfræðisnámsins, en
vinna hinn tímann, sem óbreyttir hús-
karlar, að þeim störfum, sem læra má á
hverju alminnilegu bændaheimili.
Fó því, sem varið er til slikra skóla,
er ekki vel varið.
En hverjum er að kenna?
Bændunum sjálfuin, sem heldur vilja
hafa óþarflega marga búnaðarskóla, ílla
úr garði gerða, en fáa, en þó nógu marga,
vel iir garði gerða af landsjóði.
Þá hefir þingið fengið orð i eyra fyrir
rýmkvun vistarbandsins; telja sumir það
næstum banatilræði við landbúnaðinn.
Nýju lausamannalögunum er kennt um,
hve erfitt sé orðið að fá vinnuhjú í árs-
vistir.
Yistarbandið er óeðlilegt ófrelsisband
á einstaklings og atvinnufrelsinu, og ætti
í raun og veru að vera alveg úr lögum
numið, svo hverjum fulltíða karli og
konu væri heimilt að vera laus, alveg
ókeypis.
Standi og falli landbúnaðurinn að
miklu leyti með þessari hepting á at-
vinnufrelsi mikils hluta þjóðarinnar, þá
er hann að því leyti hvorki á traustum
né eðlilegum grundvelli byggður. — En
hér er farið með öfgar einar, og hafi
vistarhandið verið ein sterkasta afltaumn
O
i landbúnaðinum islenzka, þá hafa engir
aðrir en bændurnir sjálfir veikt þessa
taug um langan tíma. —
Lausamennskulögin frá J863hafaver-
ið fótum troðin af landsmönnum. Fjöldi
manna hefir verið laus i laumi; bændurn-
ir hafa hylmað yfir lagabrot þessara
manna, og þannig hjálpað þeim, til að
fara i kringum lögin. Yæri vel, ef þetta
væri ekki enn nokkuð tíðkað, gagnvart
nýju lausamannalögunum, þótt minni á-
stæður sóu til.
Sé nú rýmkvun vistarbandsins skað-
vænleg fyrir landbúnaðinn, þá hafa bænd-
urnir sjálfir riðið í broddi fylkingar gegn
sínum eigin atvinnuvegi, með þetta skað-
ræði, með þvi að brjóta gömlu latisa-
mennskulögin eins stórkostlega, eins og
gjört hefir verið.
En hér er um ekkert skaðræði að ræða.
Má vera, að þessi rýmkvun á frelsi
vinnulýðsins eigi nokkurn þátt í þvi nú
í bráðina, að örðugra er að fá fólk i
ársvistir.
En hér keinur fleira til greina, og
ekki livað minnst hin mikla skólafýkn í
þjóðinni. Það getur illa samrýmzt vinnu-
hjúastöðunni, að ganga á búnaðarskóla,
kvennaskóla, alþýðuskóla, gagnfræðaskóla,
hússtjórnarskóla, og hamingjan veit, hve
marga skóla, þar sem sumir læra það
bezt, að verða svo sár-fínir, að þeir geta
ekki tekið á neinu algengu verki.
Geti bændur fengið nægan vinnukrapt
þann tíma ársins, er þeir. einkutn þurfa,
vor og sumartímann, þá er landbrmaðin-
um engin hætta búin, þótt árshjúunum
fækki að miklum mun.
Það er vissulega eins holt fyrir land-
bændur, að haga íólkshaldi sínu eptir því,
hve miklar annir þeir hafa, og h afa því
fleira fólk annatima ársins, en að vetrin-
um. Hjúin eru bændunum til lítillar
uppbyggingar, þegar lítið eða ekkert er
til að gjöra fyrir þau.