Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1899, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1899, Blaðsíða 4
72 JÞjÓfiVILJINN UNGI. En hin ástæðan er sú, að hætt sé við, að lögin myndu gera það örðugt, og á sumum stöðurn, svo sem í Reykjavík, jafn vel ómögulegt, að fá rótt til áfeng- issölu!! Það er með öðrum orðum sama sem landshöfðingi segði: „Það er, sem stend- ur, ekki drukkið hór svo afskaplega mik- ið; en yrðu lög þessi staðfest, kynnu þau að gera mönnum ómögulegl að ná sér í brennivín“. Það er dáfallegur hugsunarháttur það! Um fyrri ástæðuna, sem landshöfð- ingi virðist hafa tekið að láni hjá vini sínum ÓJafi sáiuga Súrt-smér, er i alþing- isræðu kvað eitt sinn svo að orði, að „drykkjuskapur væri i apturför á landi hér“, er það að segja, að þó að bindind- ishreyfingin hafi nú breytt tíðarandanum svo, að menn i ýmsum hóruðum lands- ins skirrist fremur við það, en áður, að láta sjá sig viti fjær af fylliríi á almanna- færi, þá sýna þó hagskýrslur vorar, að drykkjuskapur er enn mikill i landi hér, og hefir aukizt að mun siðustu árin, þar sem vínfangakaupin hafa árin 1880 —’96 verið, sem hór segir: 1880 ................. 295 þús. krónur 1881—’85 (að meðaltali) 285 — 1886—’90 (—--------) • 296 1891—’95 (— -------) . 409 1896 ................. 484 Það er því nokkuð djarft af kunningja vorum, að kveða svo að orði, sem hann gerir, í bréfi sinu til ráðherrans, einmitt í sömu andránni sem hagskýrslur vorar sýna, að vinfangakaupin i landinu hafa farið drjúgum vaxandi. Og svo er þessi makalausa ástæða, að drykkjuskapurinn só „ekki mjög algeng- ur löstur“. Landshöfðingi sýnist því vera alveg sálar- og tilfinninga-laus fyrir því, þótt drykkjuskapurinn eyðileggi farsæld fjölda margra heimila á landi hér, og baki þannig þjóðfólagi voru ómetanlegt tjón, að eins ef hann þykist geta staðhæft, að drykkjuskapurinn só „ekki mjög al- mennur löstur“. Og svo er hin ástæðan, livaðu vand- ræði það neru, ef lögin yrðu til þess, að stöðva nokkrar brennivínslindirnar t. d. i Reykjavík. Sú hugsunin finnst landshöfðingjanum drepandi. Það er engu líkara, en að hann álíti það þjóðinni lífsspurningn, að hafa brenni- vínslindirnar sem viðast. Slíkar og þvilikar ástæður! Bótin er, að Islendingar eru orðnir því svo vanir, að heyra svo margt frá landshöfðingja þessum, að þeim ofbýður nú orðið ekkert. Annars skyldu menn ætla, að það væri óhugsandi, að nokkur embættismað- ur leyfði sór að bera fram í opinberu embættisbréfi, um þýðingarmikið þjóð- mál, jafn fávíslegar átjdlur, sem lands- höfðÍDgi hefir boríð á borð fyrir ráðherr- ann í máli þessu. En hvað um það? Þó að synjunar-átyllurnar séu, eins og þær eru, þá hefir hann þó fengið sínu fram gengt, pilturinn. Brennivínslindirnar verða galopnar. Og þannig hefir hann þá tekið á lierðar sér nokkuð af bölvan þeirri, er ofdrykkjan leiðir yfir land þetta á ókomn- um timum. ----oOO^OOo----- Um stjórnarskrármáliö hefir hr. Einar Benediktssou, uppgjafa-ritstjóri „Dagskrár“, látið prenta greinarkorn eitt í danska blaðinu „Politíken“ 1. nóv. síð- astl., og á grein sú að vera svar upp á „miðlara“-grein þá, er hr. Jón Ólafsson birti í téðu blaði siðastl. sumar. Þessi grein hr. Ein. Ben. er yfirleitt mjög ómerkileg, og er aðal-efni hennar, að færa dönskum blaðlesendum þá kenn- ingu, að það, sem öll íslenzka þjóðin só ásátt um í stjórnarskrármálinu, sé það, að ráðherra Islands eigi ekki sæti i danska rikisráðinu, en að öðru leyti telji menn hitt skipta minna, hvernig stjórnarskip- uninni sé að öðru leyti fyrir komið. Það er, eins og menu sjá. „fieygla,,- uppfundningin frá síðasta alþingi, sem hr. Ein. Ben. hér á við, og lætur sem só aðal-þrá þjóðarinnar í stjórnarskrár- málinu. En hvenær hefir íslenzka þjóðin und- irskrifað þá stjórnmálastefnu? Aldrei þann dag í dag. Og hvernig sem einstakir menn, er halda vilja núverandi stjórnaróstandi ó- breyttu, beija bægslunum, þáervonandi, að aldrei takist að fá þjóðina, eða meg- inpart hennar, til þess, að gera stjórnar- skrárbaráttu vora að slíku hégómamáli, að láta liana snúast um ríkisráðssetuna eina, sem bæði er margsýnt, að standa myndi öllurn öðrum, bráðnauðsynlegum stjórnarumbótum í vegi, og hefir auk þess enga, eða að minnsta kosti sára litla praktista þýðingu, eptir því sem tilhög- unin í ríkisráðinu er, að þvi er íslenzk sérmál snertir. En óþokkastrik er það af Einari Bene- diktssyni að vera að breiða út i döDsknm blöðum slíkar kenningar, sem ekki hafá við snefil af sannleika að styðjast. Arbók hins islenzka fornleifafélags fyrir árið 1898, sem komin er á prent fyrir skömmu, hefir þessar ritgjörðir að færa: 1. Skrá yfir eyðihýli í Landsveit, Rany- árvallasveit og Holtasveit í RangárvaUa- sýslu eptir Brynjbf Jbnsson, sem ferðazt liefir um héruð þessi til fornleifarann- sókna. — Telur hann, að býli þau, sem lagzt hafa í eyði, og eigi byggzt aptur, séu 19 í Landsvoit, 45 í Rangárvallasveit, og 3 i Holtasveit, og er ritgjörðin lýsing á eyðibýlunum, bæði þeim er eDn eru í eyði, og þeim, sem byggzt hafa aptur. 2. Hofalýsingar í fornsögutn og goða- líkneski, eptir dr. Finn Jbnsson, all-fróðleg grein, en tnálið slæmt og stirt, eins og reyndar á fleiru, sem dr. Finnur skrifar VIII, 18.—19. á islenzku, og þyrfti þessi virðulegi mál- fræðingur að vanda málið betur á því, sem hann skrifar; slíkt er ekki hvað sizt heimtandi af þeim, er við málfræði fást. ■— 3. Leiði Ouðrúnar Osvífsdóttur eptir dr. Jbn Stefánsson. I hinum forna kirkju- garði á Helgafelli, sem enn sést marka fýrir þar í túninu, er leiði eitt, sem nefnt er Guðrúnarleiði, og ganga um það þau munnmæli, að það só leiði Guðrúnar 0- svífsdóttur, er Laxdæla segir, að grafin hafi verið á Helgafelli. I júnímánuði 1897 rannsakaði dr. Jón Stefánsson, og enski málarinn W. G. Collingwood, leiði þetta, og fundu líkur til, að það væri kvennmannsleiði frá 11. öld. - Telur dr. J. St. sterkar líkur til þess, að munnmælin séu sönn, og að Guðrún Osvífsdóttir hafi grafin verið á þessum stað, sem við hana er kenndur. — Aptast í árbókinni er skýrsla um muni, er Eorngripasafninu hafi bætzt á árinu 1897, reikningar fólagsins o. fl. Sem fylgirit fylgir árbókinni á dönsku skýrsla um ferðir Dáníels Bruun liór á landi 1897, og hefir grein sú áður prent- uð verið i danska tímaritinu „Geografisk Tídsskrift“. — Enn fremur er í fylgirit- inu önnur ritgerð eptir Daníel Bruun, rituð á íslenzku, er heitir: „Nokkurar eyðibyggðir í Arnessýslu, Skagafjarðar- dölum og Bárðardal“, og eru greinar þessar báðar all-skemmtilegar og fróð- legar. Bæði árbókinni sjálfri, og fylgiritinu, fýlgja ýrnsar myndir. — Yfir liöfuð virðist fornleifafélagið starfa mjög ötullega að takmarki þvi, sem það hefir sett sér, og er mikill bagi, hve fjár- skortur hamlar gjörðum þess. ------------ Frá dögum forfeöranna. Frá Eyjólfi prcsti Kolbcinssyni. (Niönrl.) Eptir það síra Eyjólfur sleppti embætti, var honurn áskilinn þriðjungur af föstum tekjum brauðsins, og Hafrafell til afnota. Yar hann siðan á Kirkjubóli i Skutilsfirði um 14 ár hin siðustu, @r hann lifði. Sama vorið sem hann dó, ritaði hann sendibréf gleraugnalaust til dóttur sinnar, Jóhönnu Friðrikku i Flat- ey, og er það dagsett á Kirkjubóli 4. júní 1862; segist hann þá vera 93 ára gamall, og hefir hann ekki munað það alveg rétt, ef fæðingarár hans er rétt sagt hér að framan, sem er tekið eptir æfiágripi hans, þá hann vigðist, og fleiri heimildarróttum. Bréfið hefi eg enn í höndum (1898), og er furða, hvað vel það er ritað af manni á tíræðis aldri. Þá segist hann vera „að kalla í ráminu nótt og dag, hefi litla brúkun skilningarvitanna; heyrn, ilman og smekk hefi eg mjög misst, en sjón á bók hefi eg furðu góða, en þekki ekki heimilisfólkið, nó hvar eg á að stíga; enda ef eg dett, get eg reist mig við sjálfur, eða risið upp án annara manna hjálpar. Ekki get eg breitt fötin á mig í rúminu, né smiið mér sjálfur, og þó hefi eg párað þessar línur í dag, án gler- augna. Svo ástríkur er minn himneskur faðir, að taka frá mér veraldleg leiðindi,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.