Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1899, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1899, Side 1
Vtsð árgangsins (minnst 60 arka) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN UNGrl. —— "~=|= ÁtTUNDI ÁBOANÖUB. =:| ===- -—t—gaoa|:iEE RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =ls<6g-—I- Vppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dagjúní- mánaðar. og kaupandi I samhliða uppsögninni | borgi skuld síwi fyrir J blaðið. M 21. ÍSAFIBÐI, 31. JAN. 18 9 9. iæ I|irTl[anpefl(liir a(f yfirstandandi áttunda árgangi „Þjóðv. unga“ cettu að gefa sig fram sem atlra fyrst, með því að mjög hœpið er, að þeir geti ella fengið árganginn frá byrjun. Hið einkar skemmtilega sögusafn, er fylgdi síðasta árgangi lilaðsins, geta nyir kaupendur fengið ókeypis, ef þeir óska. Til þess að gera mönnum hœgra fyrir með borgun blaðsins, einkum liér vestan- lands, munu verelunarinnskriptir eptirleiðis verða teknar, sem gild borgun, og nntn síðar verða auglyst, við livaða verzlanir má skrifa inn blaðverðið. Htj tollpolitík. Það er um þessar mundir mikið um það spjallað, hve atvinnuvegirnir séu landsmönnum örðugir, og hve efnahagur almennings sé bágborinn. Allir finna, að eitthvað þarf til bragðs að taka, og sitt leggur hver til málanna. En hvergi höfum vér orðið þess varir, að neinn hafi bent á það, að tolllöggjöf landsins þyrfti umbóta, og að með hyggi- legri tollpolitík mætti nokkuð kippa í liðinn, reisa við atvinnuvegina, og tak- marka brúkun á ýmis konar óþarfa og munaðarvöru, sem landsmenn brúka nú um efni fram. Vér teljum rétt, að hafin sé ný stefna í tollmálum, eða réttara sagt, að menn fari að koma sér niður á fastri stefnu í þeim málum, þvi að til þessa hefir i raun og veru um enga ákveðna stefnu verið að ræða. Vér tollum áfengi og tóbak, og er það rétt, þar sem um slíka óþarfa. vöru er að ræða; en hvorttveggja tollurinn mætti vera hærri. Á sykur var einnig tollur lagður fyr- ir fáum árum, til þess að afla landssjóði tekna; en þar sem sykur er nauðsynja- vara, sem landsmenn geta með engu móti án verið, þá er það í raun og veru ekki rétt að tolla hana. Um kaffið má lengi þrátta, hvortþað sé nauðsynleg, eður ónauðsynleg vara, og ætlum vér sannast, að telja það nauð- synjavöru hjá þurrabúðarfólki, en miður nauðsynlegt hjá bændum, er næg mjólk-> urrað hafa, þó að landsvenjan, og vax- andi heimtufrekja vinnufólks, neyði marga til að brúka það um þörf fram. Að öllu vel athuguðu teljum vér þó, að sá 10 aura tollur, sem nú er á kaffi og kaffibæti, megi haldast óbreyttur. — Hann getur verið almenningi bending um það, að kaffið sé vara, sem eigi að sparast. Útflutningstoll látum vér sjómenn greiða af fiski, og er það stór-hneixli, þar sem fiskur er aðal-útflutningsvara, er þeir þurfa að afla sér matvöru, og annarar útlendrar nauðsynjavöru, fyrir. Mun skynsamlegra væri þjóðinni, að fara að dæmi Frakka, og styrkja sjávar- útveginn með því, að greiða verðlaun nokkur af hverju útfluttu fiskskpd. Sama hneixlið er það og, að láta greiða útflutningsgjald af laxi, og fleiri fiskafurðum*. En hvaða stefnu ber oss þá að að- hyllast í tollmálum? Vér eigum að tolla allar ónauðsynja- og munaðar-vörurnar, sem vtr getum að skaðlitlu án verið, og það enda þótt sum- ar þeirra geri mönnum lífið að ýmsu leyti þægilegra. Mikið af eymd og fátækt landsmanna stafar einmitt af sívaxandi og heimsku- legri brúkun ýmsrar óþarfa- og munaðar- vöru, sem dembt er inn í landið gegn- um verzlanirnar, og almenningur kaupir og notar um efni fram. Landið liggur opið og óvarið fyrir hvaða glingri og óþarfa, sem er. Með tolllöggjöfinni á að leitast við að gera menn forsjálari og hyggnari í meðferð efna sinna, eða lofa þeirn þá að minnsta kosti, ef þeir eigi vilja án ó- þarfans vera, að borga drjúgum í lands- sjóðinn, svo að honum aukist vel fé, er verja megi atvinnuvegunum til styrktar. Enn fremur eigurn vér og að leggja aðflutningstoll á þcer vörur, sem vér sjálfir getum framleitt nóg af, og eigi þurfum til annara að sækja, svo sem er lérept, og vefnaðarvörur ýmis konar, jarðepli, niðursoðið ket- og fisk-meti o. fl. o. fl. A þann hátt verndum vér vora eigin atvinnu, í stað þess er vér með hinu nú- verandi tollfrelsi gerum allt til þess, að drepa vorar eigin vinnustéttir, látum þær standa varnarlausar gegn hvers konar samkeppni útlendinga. Tollun lérepta, og annara vefnaðarvöru- tegunda, er og aðal-skilyrði þess, að ull- arverksmiðjuiðnaður geti náð hér nokkr- um verulegum blóma. En land vort, með öllu sínu fossaafli, er einmitt sem skapað verksmiðjuland, þegar þjóðinni vex dugur og hyggindi. Það er og meiningarlaust, að láta Þjóðverja, Breta, Dani o. fl. sauma oss fatnaðina, gera oss skóna, smíða oss kommóður, kistur, og járnvörur ýmis *) Um útflutningsgjald af livalafurðum er þó öúru máli að gegna, þar sem hvalaveiðarnar eru allar í höndum útlendinga, þótt búsetu háfi hór að nafninu. konar o. fl., þar sem vér höfum heima fyrir gnótt atvinnulítilla kvenna og karla. Þetta er í fáum orðum sú nýja toll- politík, sem ritstjóra „Þjóðv. unga“ virð- ist nauðsyn tímans krefja, og sem blaðið „Þjóðv. ungi“ þvi mun liefja baráttuna fyrir. Síðar mun oss gefast færi á, að skýra tollmálastefnu þessa nákvæmar i einstök- um atriðura, og sva-ra mótbárum þeim, er gegn henni kunna fram að koma. Yæntum vér, að bændur, iðnaðarstétt- ir landsins, og aðrir góðir menn, muni sjá nauðsyn þessarar nýju tollmálastefnu, og því styðja hana öfluglega, með blaði voru, í ræðu og riti. ■OOC^OOO---- Nokkrar attiugasemdir um alþýöumenntunarmáliö. Eptir alþm. Sig. Stefáxsson. (Niðurlag.) Það gat opt verið fróðlegt fyrir ung- lingana að taka eptirumræðum fullorðna fólksins, er verið var að lesa fornsögur vorar á hinum löngu kvöldvökum, um sögu viðburðina, og hver atvik og hvatir lágu til þeirra að dórai þess. Fólkið dáð- ist að hinum göfugu söguhetjum, og fékk aldrei fulllofað dáð þeirra og drengskap, en varmennunum var aptur á móti út- húðað á allar lundir. Þetta vakti hjá unglingunum virðingu fyrir göfuglyndi, hetjuskap og hreinskilni, en fyrirlitning fyrir varmennsku og vanskörungsskap. Þessi lestur var unglingunum inarga kvöldstundina til miklu meiri menntunar, en margir kennslutímar hjá óvöldum um- ferðarkennara. Þeim unglingum fækkar nú óðum, þótt komnir séu um tvítugt, sem vita nokkur veruleg doili á hinum glæsilegu söguhetjum vorum. Þeir hafa ef til vill heyrt einhvern gamlan karl eða kerlingu nefna einhverja af þeim Njáli, Gunnari, Kjartani, Halli af Síðu, Flosa, Snorra goða, G-uðmundi ríka, Einari Þveræring, og öðrum slíkum mikilmennum og göf- ugmennum meðal forfeðra vorra; en meira vita þeir ekki. Það er mjög ílla farið, ef þessi þjóð- legi siður legst alveg niður; með honum hverfur fleira fagurt, þjóðlegt og gott úr fari þjóðar vorrar, og nafnið söguþjóð eigum vér ekki með réttu til lengdar, úr því að hann er alveg lagstur niður. En það er annar lestur, sem fer óðum í vöxt, og sem dönsku námið hefir leitt til. Það er rómanalesturinn. Það er ekki ótítt, að konur og karlar meðal unga fólksins koma af skólunum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.