Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1899, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1899, Qupperneq 4
84 Þjóoviljxnx ungi. VIII, 21. All-mikil vaða segja sumir sjómenn, að nú sé i Djúpinu, og telja nokkrir það orsök til fiskleysisins, sem nú er, með því að fiskurinn hlaupi undan selnum út úr Djúpinu. Ný prentuð eru í prentsmiðju „Þjóðv. unga“: Ijóðmæli eptir Jóliann Magnús Bjarnason, eitt af aðal-skáldum Yestur-Islendinga.— Ljóðmælin fást hjá ritstjóra „Þjóðv. unga“, og verða með fyrstu strandferðum send bóksölum víðsvegar um land. ” Bókbindari Eyjólfur Bjarnason kaupir báu verði brúkuð íslenzk frí- merki. Undirskrifaður hefur nú til sölu Líkkistur mjög ódýrar. Rúmstæði. Kommóður. Maskínukassa. Bollaskápa. Borð o. fl. Ólafur Halldórsson. ♦ Taliö eiitir! ❖ Þar sem jeg hef komizt i samband víð stóra Leður-garferi-fabrikku í útlönd- um, þá hef jeg í hyggju, að setja upp stóra skósmíðaverkstofu á næstkomandi vori, og geta 3—4 vanir og reglusamir skósmiðir fengið atvinnu á vinnustofú þessari; en semja verður við mig um vinnuna fyrir 1. apríl næstk. Enn frem- ur tek jeg að mér, að selja fyrir leður- fabrikuna leður út um land, en bið minnsta, sem selt verður fyrir í einu, er 500 kr.; en aðgætandi er, að engum get- ur komið til hugar að geta selt eins ódýra og góða vöru, eins og þetta áður nefnda bús. Það befir eingöngu „Forbindelseu við Ameríku. Menn ættu að eins að spyrja um prísana á leðrinu lijá mér, áð- ur en þeir fara annað, og munu þeir þá sjá binn stóra mismun við það, sem áður befir verið. ísafirði 4. janúar 1899. M. S. Árnason. Hér með tilkynnist mínum beiðruðu skiptavinum, að prísar á vörum þeim, sem jeg hef auglýst i síðastliðnum des- embermánuði haldast óbreyttir áfram, og ættu menn að nota tímann, meðan hann er að fá. ísafirði 2. janúar 1899 M. 8. Árnason. Jnlíus Nielsen Holbergsgade 17 Kjobenhavn Kv umboðsmaður hlutafólagsins „J. Marten- sens Eftf.“ í Trangisvogi á Færeyjum, tekst á hendur umboðsmennsku fyrir íslenzka kaupmenn, er kynnu að óska að hafa umboðsmann, til þess að annast kaup og sölu á vörum í Kaupmannahöfn. Vottorð. Jeg bef lengst æfi minnar verið mjög veikur af sjósótt, en hef opt orðið að vera á sjó í misjöfnu sjóveðri; kom mér því til hugar, að brúka Kína-lifs-elexír berra Yaldemars Petersens í Eriðriksböfn, sem hafði þau áhrif, að jeg gat varla sagt, að jeg fyndi til sjósóttar, þegar jeg brúkaði þennan heilsusamlega bitter. Yil jeg þvi ráðleggja öllum, sem eru þjáðir af veiki þessari, að brúka Kina- lífs-elexlr þennan, því bann er að minni reynzlu áreiðanlegt sjósóttarmeðal. Sóleyjarbakka. Br. Einarsson. Ivín:i-1 if!s-e 1 ixii-irir 1 fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hirm ekta Kína-lífs-elixir, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að —^,F* standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir binu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas i bendi, og firma nafnið Yaldemar Peter- sen Erederikshavn, Danmark. Hvernig fá menn bragðbeztan kaffi- bollaf Með því að nota Finosto sltaiicliiinvislx Export Kaffe Surrogat, sem engir bxia til, nema F. Iljor'l lr & Co. Kjebenhavn, K. PRBNTSMIÐJA PJÓÐVILJANS UNGA 82 skáldskap yðar á prenti, en getið engan útgefanda feng- ið, og hafið ekki efni á því, að kosta sjálfur útgáfuna. — Svona liggur í þvi; er ekki svo? Það er vanalegi sorgaróðurinn allra óþekktra ljóðasmiða. Meðan sjónleikaböfxmdurinn lét dælu þessa ganga, gaut hr. Lacenair augunum við og við á bann mjög heiptarlega; og um leið og hann rétti fram handritið með vinstri hendinni, var sem hægri höndin titraði mjög kynlega, og hann gaut hornauga til hurðarinnar. Þjónninn var genginn út úr herberginu. Scribe fletti nú sundur handritinu, og leit i snatri yfir nokkrar blaðsíðurnar, unz hann tók aÖ lesa með talsverðu athygli. „ Jú, vísurnar yðar eru sannarlega fallegar, og prýð- is vel kveðnar, — mörgum pörtunum betri, en þessi magnlausu stef, sem ýmsir eru svo opt og einatt að ó- náða mig með. — Mér er þvi sönn ánægja að því, að stuðla nokkuð að því, að þér komið ljóðunum á prent, og bið eg yður þvi, að þiggja af mér seðil þenna, sem ofur-lítinn styrk í því skyniu. Með þessum orðum rétti Scribe komumanni 100 franka seðil, er hinn greip mjög áfergislega, og tjáði honum þakkir fyrir með fögrum orðum. En í sömu svipan rann opinn, langur og biturlegur sjálfskeiðingur ofan úr frakkaermi komumanns, og féll niður á gólfábreiðuna. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði Scribe felmt- ursfullur. Unga skáldinu varð og í fyrstu hálf-hverft við, en áttaði sig þó vonum bráðar, tók hnífinn upp af gólfimi, lokaði honum, stakk honum á sig, og mælti: 83 „Kæri hr. Scribe! Þér megið fyrir alla muni ekki láta yður detta neitt ljótt í hug, því jeg skal segja yður hreinskilnislega, hvernig í öllu liggur. - Með lofsorð- unum um ljóðin mín, og með yðar höfðinglegu gjöf, hafið þér frelsað líf mitt! Hefði yður farið, sem svo ótal-mörgum öðrum, að þér hefðuð miskunnarlaust vísað mér burtu, var jeg, hinn ógæfusamasti allra frakkneskra skálda, einráðinn í því, að reka hnífinn i brjóst mér, og enda þannig æfi mina hér, í sölum hins gæfusamasta allra frakkneskra óðmæringa! Hafið því enn á ný alúðar-þakkir mínar, lir. Scribe!u Að svo mæltu hneigði hann sig mjög hæversklega, og fór út úr herberginu. Og Scribe fannst, sera hann drægi andann mun léttar, er hann heyrði hurðina smella aptur á eptir þess- um ógeðfellda manni. Kom honum það þó sízt til hugar, að hann hefði sjálfur, við burtför manns þessa, sloppið úr yfirvofandi lífsháska; en síðar fékk hann þó vitneskju um, að svo hefði verið. Hundrað frankarnir, er Scribe gaf Lacenair, stóðu auðvitað stutt við hjá honum. Að nota fé þetta, til þess að koma ljóðmælunum á prent, kom Lacenair eigi til hugar, enda hafði það aldrei verið tilgangur hans. Og hví ekki það? Af þvi að þessi andríki maður, þessi menntaði heimspekingur, þessi fjölliæfi óðsnillingur, mátti með sönnu kallast tígrisdýr í mannsmynd. Ellefu morð hafði hann þegar á samvizku sinni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.