Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.03.1899, Side 3
VIII, 25.
Þjóðviljinn ungi.
99
ins, en landtakan gjörir þessa veiðistöð
eina kina hættulegustn fyrir eignir og
lif sjómanna. Það er dýrt spaug, þegar
40—60 skip með 230—300 manns verða
að ligga í landi dögum saman við vara-
ruðninga, og ekki nóg með það, að þetta
er all-optast þá dagana, sem rnest er um
fisk, nl. eptir sjógarða, heldur vinna sjó-
mennimir opt og tíðum allsendis fyrir
gýg, með því að svo ber opt við, að
ryðja verður hvað eptir annað railli sjó-
ferða, þvi það kemur opt fyrir, að ekki
sést fyrir vörum eptir eitt sjóarfall.
Það er kviðvænlegt fyrir sjómenn
eptir opt langar og strangar sjóferðir, að
lenda í þessari urð, þar sem þeir ávalt
geta búist við að mölbrjóta skip sin ef
ekki er ládeyða. Það hefur líka optar
en einu sinni komið fyrir á Bolungar-
vikurmölum, að menn hafa slasast í lend-
ingu, er brimið hefur kastað þeim til og
frá. Enn hefur það ekki ósjaldan borið
við, að skip hafa farist með allri áhöfn
rótt fyrir framan landsteinana, þótt flairi
hundruð manna hafi staðið á landi, Og
horft á; það hefur sem sé engum lifandi
manni verið fært að komast fram, sök-
um sjávarrótsins, sem hægt hefði verið,
ef varnargarður hefði verið gegn land-
briminu. Bolungarvík er sú veiðistöð,
sem allt ísafjarðardjúp sækir til, þangað
er flúið þegar alstaðar er fisklaust á inn-
miðum, sem opt er farið að verða, nú
upp á siðkastið.
Varnargarðurinn þyrfti á að gizka að
vera 60—80 faðma langur frá framfjöru.
ísafjarðarsýsla geldur mest allra sýslna
landsins í landsjóð, þangað hefur hingað
til einna minnst runnið af landsjóðnum
til verklegra fyrirtækja; hér er um stór-
nauðsynlegt fyrirtæki að ræða, sem mikið
fé þarf sjálfsagt til; allt þetta teljum vér
sjómenn í Bolungarvík ærið til þess, að
landsjóður styrki þetta fyrirtæki rífiega.
Vér berum það traust til þingmanna
vorra, að þeir flytji þetta nauðsynjamál
vort á uæsta þingi, einnig finnst oss
sjálfsagt að sýslan leggi það af mörkum,
sem henni er unnt.
Bolungarvík í febrúar 1899.
Einn af liinnm eldri formönnnm í Bolnngarvik.
*
■ * *
Bitstjórn „Þjóðviljans“ er hinum
heiðraða liöfundi fyllilega samdóma um
nauðsyn þessa máls, og telur sjálfsagt að
sýslunefndin taki það til meðferðar á
næsta aðalfundi sínum. Það verður að
vera komið undir áliti verkfróðs manns,
hvort nokkur tök eru til að gjöra varn-
argarð í Bolungarvík, er geti komið að
liði, ætti því sem allra bráðast að láta
slíkan mann skoða lendinguna þar.
Yrði það álitið, að bæta mætti lending-
una frá því, sem nú er, teljum vór land-
sjóði vissulega skylt, að hjálpa til þess
með riflegri fjárveiting. ísfirðingar ein-'
ir eiga hér ekki hlut að máli, lieldur
mikill fjöldi annara landsmanna, er haust
vetur og vor sækja lífsbjörg í þessa eink-
ar fiskisælu veiðistöð. Hór er þvi um
mikið og almonnt nauðsynjamál að ræða.
Iiitstj.
Þingmálafundirnir í vor.
Það líður að þeim tíma, að kjósend-
um gefst kostur á, að segja í heyranda
hljóði álit sitt um stjórnbótatilboðið, er
lá fyrir siðasta þingi, og það hafnaði.
Alþingismennirnir munu bráðum taka
að kveðja kjósendur sína til skrafs og
ráðagerða, bæði um þetta mál, og önnur,
áður en þeir fara til þings í sumar.
Verkefni þingmálafundanna að þessu
sinni er því all-mikilvægt, undir því,
hvernig þeir líta á þetta mál, er mjög
mikið komið.
En hvernig svo, sem þjóðin tekur
þessu tilboði, þá verður ekki annað sagt,
en að hún hafi hagað sér mjög skynsam-
lega gagnvart því, síðan þingi sleit 1897.
Hún hefur látið öll ærzlin og gaura-
ganginn eins og vind um • eyrun þjóta;
hún hefur horft ofúr-róleg á gamla politiska
fjandmenn fallast í faðma og taka saman
höndum til að frelsa fösturjörðina frá
Valtýs landráðunum svo nefndu; hún
hefur hlustað á hrópin um Þingvallafund
og miðlunarnöldrið frá 1889, en hvorki
hrært legg nó lið til að fara á Þingvöll, eða
til að gina yfir miðlunarflugunni gömlu,
sem þegar hún flaug út úr Vinaminni í
þinglokin 1897 var þó orðin að all-
álitlegu kaupmannsfiðrildi.
Þingvallafundurinn fæddist aldrei, og
kaupmannsfiðrildið lifði skamma stund,
og komst lítið út fyrir Landakotstúnið.
Með öðrum orðum, þjóðin lét sig allt
þetta engu skipta; skoðaði það sem hel-
beran hégóma, liggur næst að ætla, og
enn í dag er það óráðin gáta, hvernig
landsmenn yfirleitt líta á stjómbótatil-
boðið frá 1897.
Vór teljum þetta að vissu leyti vel
farið.
Allan þennan tíma hafa smásaman
komið fram mjög þýðingarmiklar upp-
lýsingar í þessu máli, mörg mikilsverð
atriði í stjómhótamáli voru hafa verið
skýrð betur, en nokkru sinni áður, og
röngum skoðunum og rótgrónum hleypi-
dómum þar með kollvarpað i augum
allra lieilskyggnra manna. Má þar til
nefna afstöðu ráðherra Islands til ríkis-
ráðsins danska, og meðferð íslenzkra mála
i rikisráðinu.
Um þessi atriði hefur bæði alþingi og
kjósendum verið lítt kunnugt, og vaðið
þar í miklum reyk.
Nú vita allir landsmenn, sem ein-
hverju láta sig þetta mál skipta, að ís-
lenzk löggjafarmál eru alls ekki löggð
undir atkvæði hinna dönsku ráðgjafa,
heldur er íslands ráðgjafinn þar i raun
og veru einn um hituna.
En þetta atriði hefur hingað til verið
brennipunkturinn í allri stjórnarskrár-
deilu vorri við dönsku stjórnina. Ríkis-
ráðið danska og afskipti þess af málum
vorum höfum vór mesta óbeitina lxaft á,
og fyrst og fremst viljað losast við. —
En hér höfum vór að miklu leyti
barist við tómar ímyndanir.
Að þessu leyti stendur bæði þing og
þjóð betur að vígi, en nokkurn tíma fýr,
einum stærsta steininum er að mestu
leyti rutt úr götunni. — —
Hvað stjórnin gerir á næsta þingi, eða
hvort hún lætur nokkuð til sín heyra
um þetta mál, er enn þá leyndardómur.
En ólíklegt er það ekki, að hún minn-
ist eitthvað á það, þar sem hún taldi
það áhugamál sitt 1897. Annars er lítið
að marka, hvað hún segir. —
En hvað um það, þingmenn verða að
vera við því búnir, að mál þetta verði aptur
tilmeðferðar á næstaþingi; og kjósendur
hafa nú haft svo góðan umhugsunartima,
og þingið svo góðar upplýsingar, að
þeim ætti ekki að vera vorkunn á, að hafa
myndað sér ákveðna skoðun á því. —
Og þessa skoðun ber þeim að láta
uppi á þingmálafundunum í vor, hiklaust
og röksamlega. —
En til þess að fá nokkurs virðandi
þjóðarálit í þessu máli, ríður á því, að
kjósendur ræki nú þá skyldu sina, að
sækja þingmálafundina alminnilega.
Hverjum þeim manni, sem lætur sig
nokkru skipta hag ættjarðar sinnar, ætti
einmitt nú að vera það mikið áhugamál,
að láta alþingi hafa fulla vissu um vilja
þjóðarinnar í þessu máli.
Það mun verða nóg að deila um á
næsta þingi, þótt ekki yrði hægt að rif-
ast um álit kjósendanna á stjórnbóta-
tilboðinu 1897.
Stjórnarskrármálið er auk þess kom-
ið í hið mesta óefni, hin gamla endur-
skoðunarstefna hefur nú orðið sárlítið
fylgi, miðlunarstefnan frá 1889 alveg ó-
möguleg, og þeir fáu, sem berjast vilja
fyrir þessum stefnum, vita það ofurvel,
að sú barátta hlýtur að verða árangurs-
laus um óákveðinn tíma, þar sem stjórn-
in er þeim allsendis mótfallin, og yfir
höfuð allir stjórnmálaflokkar í Danmörku.
A nú að liefja nýja baráttu, eða réttara
saf/t, hdlda áfram rifrildinu og deilunum
um það, sem oUum lilýtur að Jcoma saman
um, að rnjög lítil MJándi séu til að fáist
framgengt, þött þing og þjöð yrðu um það
ásátt, og eyða með því fé og lcröptumþjöð-
arinnar frá mörgum öðrum bráðnauðsyn-
legum málum?
Eða á að taka þeim stjörnarbótatilboð-
um, sem þegar eru fram Jcomin frá stjórn-
arinnar Jxatfu, að ósJcertum öllum
vorum réttindum. —
Úr þessu eiga þingmálafundirnir í vor
að sJcera.
Séu þessi tilboð þegin, er bcett úr Jiinum
tilfinnanlegustu agnúum á hinu núver-
andi stjörnarfyrirJcomulagi, og baráttunni
með því lokið að minnsta Jcosti í Jrráðina,
og ef til vill um langan aldur. —
Sé þeim. Jiafnað stendur allt í stað, satni
óJcunnugleiJcinn, sama vanþeJcJcingin, og sama
gjörræðið og Jiingað til í Jiinni œðstu stjórn
íslenzJcra mála. —
Þetta verða kjósendur að gjöra sér
vel ljóst áður en þeir koma áþingmála-
fundinn í vor.
Og umfram allt verða þeir að gjöra
sór það vel ljóst, hversu afar-áríðandi það