Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.03.1899, Síða 4
100
Þjóðvlljinn tjngi.
VIII, 25.
er, að sækja vel þessa fundi, og segja
þingmönnum þar skýrt og skorinort álit
sitt, bæði á þessum og öðrum velferðar-
málum þjóðarinnar.
Vér megum ekki vera svo nízkirvið
þjóðfélag vort, að vér ekki tímum að sjá
af einum degi, eða stund úr degi, þegar
hin alvarlegustu mál þess kveðja oss til
skrafs og ráðagerða, eða svo latir, að vér
heidur kúrum aðgerðalitlir heima, en að
mæta á fundi þegar skyldan kallar eins
hátt á oss, og einmitt nú. S. St.
Prentsmiðju sína hefur Jón Ólafsson selt
hr. Davið 0stlund; adventista trúhoðanum, og
segir „Island“ að Jón muni nú ráðinn til að taka
við stjórn ísafoldarprentsmiðju, hvað sem i því
er hæft.
Uankaþjdfurinn Stefán Yaldason frá Kóra-
nesi er dæmdur í héraði í eins árs betrunar-
hússvinnu og 850 bróna endurgjalds til bankans,
sem og málskostnað.
Botnverpingar tvennir leituðu fyrst hafnar
í Reykjavik 21. f. m., og eru því víst væntan-
legir fleiri úr þessu.
Yeðrátta hin sama á Suðurlandi og hér
vestra í janúar og febrúarmánuði, sífelldar still-
ur og frostvægð.
Fisklaust í öllum veiðistöðum sunnanlands.
„Dagskrár“ ritstjðrinn Sig. Júlíus Jóbann-
æsson hef'ur verið tekinn fyrir til sakamáls-
vannsóknar út af óskilum á peningum, er
honum hafði verið trúað fyrir. Sat hann í
gæzluvarðhaldi frá 4. febrúar til 13. s. m., var
honum þá sleppt, með því að þeir, sem pening-
ana áttu er misfarÍBt höfðu, fóru ofan af öllu
tilkalli til hegningarábyrgðar á hendur honum,
af því að féð hafði verið greitt meðan hann sat
í fangelsinu. í „Dagskrár“-peningabasli sínu
hefur þessi ungi maður liklega gripið til þess-
ara peninga, í von um að geta endurgreitt þá
að vörmu spori, er hann fengi peninga fyrir
blaðið, en svo hefur sú von brugðist, eins og
svo margar peningavonir blaðamanna.
Boilleau barón frá Hvitárvöllum hefur, auk
lands þess er hann hefur keypt fyrir ofan
Reykjavíkurbæ, að sögn í hyggju að kaupa
all-stóra landspildu á Alptanesinu sunnanverðu.
IJpp í Kjós kvað hann og nýlega hafa veríð að
ferðast í jarðaskoðun.
Bátstapi. Bátur úr Fljótum í Skagafirði
fórst á þrettánda dag jóla með 8 mönnum flest-
um kvæntum. Var á leið utan úrFijótum inn
í Hofsós. Fregnir enn óljósar af' skiptjóni
þessu. —
Mann :il :Vt.
Hinn 22. jan. þ. á. andaðist að Berja-
dalsá á Snjæfjallaströnd ekkjan Guðrún
Jónatansdóttir 68 ára gömul. Hún lifði
í hjónabandi með Stefáni járnsmið At-
aninssyni í 14 ár, og eignaðist hún með
honum tvo sonu Lárus og Gísla Hjört.
•Guðrún heitin var góð eiginkona og ást-
uík móðir, og yfir höfuð vel látin af öll-
um, er eitthvað kynntust henni. Synir
hennar minnast hennar með ást, virðing
og þakklæti. „Synir hinnar látnu“.
Hinn 22. febrúar andaðist að Hvíta-
nesi í Ögurhreppi Ijósmóðir Hildur Tyrf-
ingsdóttir. Hildur sál. var fædd í Tungu
i Skutilsfirði árið 1832; var hún dóttir
Tyrfings bónda Hinrikssonar bróður Sig-
nrðar Hinrikssonar á Seljalandi og þeirra
systkina. Hildur heítin var mesti þrek-
ivennmaður til lifs og sálar, atkvæða
verkkvennmaður í hverju, sem hún gekk
að. Drenglynd var hún, og svo brjóst-
góð að hún mátti vart nokkuð aumt líta,
að ekki reyndi hún að veita þar hjálp,
sömuleiðis var hún mjög trygglynd og
ræktarsöm við þá, er hylli hennar náðu.
Ljósmóðurstörfúm gegndi hún milli 30
og 40 ár, og fórust þau yfirleitt vel úr
hendi; hafði þó ekki notið annarar mennt-
unar, en sem hún sjálf aflaði sér, og
reynzlan veitti henni. Hildur heitin
giptist aldrei en eignaðist tvo sonu: As-
geir bónda Einarsson á Hvítanesi og
Guðjón skipstjóra Jónsson á Isafirði.
8. f. m. andaðist í Kaupmannahöfn
kaupmaður H. Th. A. Thomsen í Reykja-
vík; á kaupmannastétt vor þar á bak að
sjá einurn hinum nýtasta stéttarbróður
sínum.
Thomsen var fæddur í Keflavík í
Gullbringusýslu 14. október 1834. Fað-
ir hans var kaupmaður Ditlev Thomsen,
er fyrst rak verzlun í Keflavík og síðan
í Reykjavík. Hann drukknaði með póst-
skipinu „Sölöven“ 27. nóv. 1857, tók þá
Thomsen sál. við verzluninni, og rak
hana síðan til dauðadags, með slíkri ráð-
deild, lipurð og áreiðanleik. Þótt verzl-
un þessi væri lítil í fyrstu, er hann tók
við henni, blómgaðist hún stöðugt undir
forsjá hans, og er nú með stærstu verzl-
unum í Roykjavik.
Þótt Thomsen heitinn væri af út-
lendu bergi brotinn var hann sannur
Islendingur að mörgu leiti, og lét sér
annt um hag íslands og framfarir. Thom-
sen sál. var vel menntaður maður einkum
vel fær í útlenzkum tungumálum. Hann
var maður örgeðja, en mjög brjóstgóður
við þá, er bágt áttu. Hann var trygg-
lyndur og vinfastur. Við verzlunarþjóna
var hann mjög nærgætinn og hugull og
vildi gagn þeirra í öllu.
Hann var kvæntur danskri konu og
átti 3 börn á lífi, er eitt þeirra Ditlev
konsull í Reykjavík. —
22. f. m. lézt í Reykjavik konsull
Guðbrandur Finnbogason verzlunarstjóri
Fisehersverzlunar; maður vel að sér,
vandaður og vel látinn. —
--------------
ísafirði 11. marz 1899.
Tíðarfiir. Sífelld. norðan-átt með fannkomu
mikill* hefur haldist hér vestra síðastl. hálfan
mánuð, en þó alltaf fremur frostvægt. — í gær
frostlaust og milt veður.
Aflabrög'ð heldur betri í Bolungarvík síð-
ustu dagana, en aflalaust að kalla í öðrum veiði-
stöðum hér við Djúp.
Jarðskjálfti. 2G.—28. febr. síðastl. varð bér
vart við nokkra smá jarðskjálfta-kippi.
Stofubrullaup. í heimahúsum eru ný gipt
hér í bænum:
19. febr. síðastl. ungfrú Petrína Bárðardóttir
og hr. Jóhann Þorlcelsson skipstjóri.
26. s. m. fröken María Nielsen og hr. Maynús
B. Guðmundston snikkari.
3. þ. m. ungfrú Arnfriður Ólafsdðttir og hr.
Stefán Runólfsson prentari.
Ofan rituðum brúðhjónum óskar blað þetta
til hamingju.
Hór með tilkynni eg heiðruðum vin-
um og viðskiptamönnum þá sorgarfregn,
að faðir minn elskuiegur, H. Th. A.
Thomsen kaupmaður, andaðist í Kaup-
mannahöfn 8 þ. m,
Verzlunum þeim, sem um langan
tíma hafa verið reknar í Reykjavík og
á Akranesi, undir nafni föður míns sál-
uga, verður haldið áfram undir sama
nafni, og án nokkurrar breytingar, og
vona eg, að heiðraðir skiptavinir sýni
verzlununum sömu velvild og sama traust,
sem að undanförnu.
Reykjavík þ. 19. febrúar 1899.
I >- Thomsen.
Tombóla
sú, sem áður hefur verið auglýst í blaði
þessu, verður haldin í Bolungarvík laug-
ardaginn marz næstk.
Agóðanum varið til byggingar hinnar
fyrirhuguðu Ós-brúar.
Tonibólunefndin.
Lífsábyrgðarfélagið
„STAR“
er almennt viðurkennt að vera hið hag-
felldasta og bezta félag, sem menn geta
átt kost á að tryggja líf sitt í, bæði
fyrir fullorðna og börn á unga aldri.
Allar nauðsynlegar upplýsingar gefur
undirritaður umboðsmaður félagsins.
Jón Helyason, verzlunarm. á Isafirði.
r
Bslenzk umboðsverzlun
kaupir og selur vörur einungis fyrir
kaupmenn.
Jakob Gunnlögsson,
Tíiels Juelsgade 14,
Kjnbenliavn K.
Takifl epíir!
Yerzlun M. S. Arnasonar á Isafirði
hefur nægar birgðir af skótaui, skóm og
vaðstígvélum banda sjómönnum, hand-
unnum hér; er hvergi selt eins ódýrt,
til dæmis: ný vaðstígvél á 20 kr., karl-
mannsfjaðraskór 8—9 kr., og vatnsleðurs-
skó á 7—8. Sólningar á karlmannsskóm
og vaðstígvólum 2 kr. 25 au., sólningar
á dömuskóm 1 kr. 75 au. og aðrar skó-
viðgerðir hór eptir. Skósmíðaverkstof-
unni sem jeg hef byrjað á við verzlan
mína veitir hr. skósmiður Hallgrímur
Jónsson forstöðu, og skal allt sem af
henni kemur vera vel vandað.
Sama verzlun hefur og til sölu á-
gætan hákarl.
ísafirði 10. marz 1899.
M. S. Árnason.
Fjármark Magnúsar Jónssonar á
ísafirði er: boðbilt, aptan hægra, og boð-
bílt aptan vinstra.
TIIE IUXII3NJX3UX1LG-XI
Roperie & Sailcloth Company Limited
stofnað 1750.
Verksmiðjur í Leibli og ( » »\y.
Búa til
færi, strengi, kaðla og segldúka.
Vörur verksmiðjanna fást hjá kaup-
mönnum um allt land.
Umboðsmenn fyrir Island ogFæreyjar:
l \ I ljoi-th & Co-
Kaupmannahöfn K.
I’RKNTSMIDJA PJÓÐVILJANS UNGA