Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1899, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1899, Blaðsíða 1
Vtrð árgangsins (minnst 60 arka) 3 kr. 30 aur.; trlendis 4 kr 50 aur.'og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN UNGrl. ...-1= ÁTTUNDI ÁB8AN8UB. —| =- --1—RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|s*g-H— I Uppsögn skrifleg, ógild ! nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dagjúní- \ mánaðar, og kaupandi í samhliða uppsögninni I borgi skuld sína fyrir I blaðið. M 26. ÍSAFIBÐI, 25. MABZ 18 9 9. trtiöna. Felix Faure, ríkisforseti Frakka, látinn. — Loubet kjörinn fm-seti. — Derouléde tékinn fastur. — Húsrannsoknir. — „Flenzan11. — Báðherraskipti. Þau eru helztu tíðindin frá útlöndum að þessu sinni, að Felix Faure, ríkisfor- seti Frakka, andaðist 16. febr. síðastl. Hann sat á ráðherrastefnu fyrri part dags- ine, og var þá alfrískur, að því er séð varð, en kenndi sér skyndilega meins kl. 6 e. h., og var örendur kl. 10J/a um kvöldið. — Banameinið talið heilamátt- leysi. Þetta sviplega fráfall æðsta þjóðhöfð- ingja Frakka vakti, sem von var, all- mikla sorg þar í landi, og ætluðu sumir, að Dreyfus-féndur, eða áhangendur keis- ara- og konung-dóms, myndu sæta þessu færi, til þess að reyna að koma fram stjórnarbyltingu, og hafði Dupuy-ráða- neytið þvi hraðann á, og stefndi til nýrrar forseta-kosningar i Versölum 18. f. m. — G-ekk þar allt skaplega, og hlaut Loubet, forseti seDatsins (efri málstofunnar), kosn- ingu. Loubet er málfærslumaður, og af bóndaættum, hefur lengi við þingmál fengizt, en verður ekki talinn með af- burðarmönnum Frakka, enda farast ýms- um blöðum svo orð, að hann hafi verið kosinn, ekki af því, að hann væri bezti maðurinn, er Frakkar hefðu átt völ á, heldur af því, að hann þætti liklegur til þess, að gera ekki skaða. Felix Faure var fæddur 1841, og stundaði iðnað og verzlun lengi fram ept- ir æfinni. — Hann varð þingmaður 1881, og sjóliðsráðherra 1884, og var kjörinn rikisforseti á öndverðu árinu 1895, er Casimír Périer lagði niður völdin. — Það er almæli, að Faure hafi verið drengur góður, og tekizt vel að synda milli flokk- anna, koma á jöfnuði og friði, og er slíkt þarft verk á Frakklandi, þar sem svo lít- ið þarf til þess, að koma öllu í bál og brand. Jarðarför Faure’s fór fram í París 23. febr., og var hin fjölmennasta og virðu- legasta. — Var það þá um kvöldið, að skáldið Paul Derouléde, forseti þjóðvina- félagsins frakkneska, er kunnur er af þjóðverjahatri sínu, reyndi að fá Poget hershöfðingja, og herdeild hans, til þess að vóita sér fylgd til forsetahallarinnar Elysée, til þess að koma Loubet forseta úr völdum, og breyta stjórnarskipaninni, að því er blöðin segja; en Boyet hers- höfðingi lét eigi til leiðast, og var De- rouléde, og Ilabert vinur hans, teknir fastir, og sitja enn í varðhaldi, sem sakaðir um landráð. Ut af þessu hofur nú Dupuy ráðaneyt- ið látið lögreglumenn vaða inn í hús þjóðvinafélagsins, taka skjöl þess og plögg, og gera húsrannsóknir hjá helztu fylgismönnum Orleaninga og Bonapart- ista (konungs- og keisara-áhangendum). — Tvennum fór um það sögunum, hve fengsælir lögreglumennimir hefðu verið í leitum þessum; en þó var fullyrt, að náðst hefði listi yfir embættamenn, er skipa skyldi, er hertoginn af Orleans kæmi til valda, og var Deroidéde ekki nefndur á þeirri skrá, enda þykir og vafalaust, að hann hafi ekki staðið í neinu sambandi við Orleaninga, heldur flanað þetta í heimsku upp á eigin spítur, og án alls undirbúnings. Óútkljáð er enn um mál Dreyfusar, og situr hann á Djöflaey, enda var öllum aðgjörðum og rannsóknum í máli hans frestað um hríð, og var sú orsök til þess, að Beaurepaire, forseti æðsta réttar, sagði fyrir skömmu af sér embætti, og bar þeirri deild réttarins, er um Dreyfusar- mál fjailaði, hlutdrægni á brýn, kvað suma dómarana vilhalla í garð Dreyfusar. — Ekki tókst dómaranum að vísu að rökstyðja þessar ákærur sinar, og er ætl- að, að Dreyfusarféndur hafi fengið hann til þessa, til þess að reyna að gera strik í reikninginn, og tálma endurskoðuninni. — - En allt um það leiddu þó ákærur þessar til þess, að Dupuy-ráðaneytið, sem ekki vill styggja hershöfðingjana, lagði frumvarp fyrir þingið, er fal hæztarétti i heild sinni (en ekki sakamálsdeildinni einni) að fjalla um endurskoðun málsins. Þessar tiltektir stjórnarinnar hafa víð- ast mælzt hörmulega fyrir, en þó náði frv. fram að ganga á þingi. Annars hefur Beaurepaire þessi ný- lega gefið út bók eina, þar sem hann bendlar Loubet við Panama-fjárdráttinn, segir hann hafi hylmað yfir með ýmsum fédráttarmönnum, er mál það var til rannsóknar fyrir nokkurum árum, og hjálpað þeim undan hegningu. — Lítur svo helzt út, sem ýrasir vilji reyna að hræða Loubet, til þess að segja af sér forsetatigninni, af því að þeir munu ótt- ast, að hann sé endurskoðun Dreyfus- málsins hlynntur. — Influenza („flenzanw) hefur í vetur gengið á Norðurlöndum, og létust eigi all-fáir, bæði í Noregi og Svíþjóð, úr af- leiðingum sýkinnar, er síðast fréttist. — I Danmörku var veikin nokkru vægari. — Sömu „flenzuu-fréttirnar berast frá New York, og fleiri borgum i Ameríku. — Ráðherraskipti eru nýlega um garð gengin á Spáni, og hefur Sagasta sleppt völdum, en Silvela heitir sá, er hinu nýja ráðaneyti stýrir. -- Hefur hann leyst upp þingið (Cortes), og efnt til nýrra kosn- inga, til þess að vita, hvort honum bæt- ast ekki fylgismenn. — — I Ungverjalandi hefur Banffy-véfa,- neytið sleppt völdum, og heitir nýi ráða- neytisforsetinn Koloman von Szell. — Vetur hefur verið einkar mildur í Evrópu, en stormasamur í meira lagi, svo að eigi all-fá gufuskip hafa farizt í Atlantshafi, og skiptir tjón ábyrgðar- félaganna mörgum hundruðum þúsunda. Ymislegt er nú fleira smávegis að firétta, sem bíða verður næsta blaðs. ----<XX>§§OCo I ógöngum. Svo rækilega hafa allar mótbárur gegn stjórnbótatilboðinu 1897 verið tætt- ar í sundur, að öllum þorra hugsandi manna mætti vera orðið ljóst fánýti þeirra. Það hefur ekkert verið tilsparað, að hjálpa mönnum úr ógöngum rangra skoðana, órökstuddra ályktana, og rót- gróinna hleypidóma. Töluverðu hefur þegar orðið ágegnt; en þó vaða sumir í villu og svíma í þessu máli. Það er að vísu raunalegt, að sjá góða, og í raun og veru skynsama, menn fara villur vegar, þar sem ekki þarf nema að bregða upp ljósi heilbrigðar skynsemi, til að komast á rétta leið. En það verður að segja svo hverja sögu, sem hún gengur, og þessi er því miður sagan um afstöðu „Þjóðólfsw til Yaltýzkunnar: I 8. tölubl. þ. á. leggur hann enn af stað gegn Yaltýzkunni, en lendir í sömu ógöngunum, að því er oss virðist. Yaltýzkan rígbindur Island enn fastar við Danmörk og rikisráðið. Yaltýzkan hlýtur að verða Islending- um til falls og foráttu. Yaltýzkan er glæfraför á sjálfstjóm- arbraut vorri. Þetta er aðal-kjarninn í þessum sið- asta stjórnarmálsleiðara „Þjóðólfs„ jafn- framt allhörðum ákúrum til þings og þjóðar fyrir það, að hafa horfið frá end- urskoðunarstefnunni gömlu, sem öllum var þó orðið ljóst, að ekki myndi leiða til neins árangurs um óákveðinn tíma, og jafnframt því, að hann helzt virðist vilja leggja stjórnbótamálið á hylluna. Sem snöggvast skal litið á þaðr hvernig þessar „Þjóðólfs“ setningar um Yaltýzkuna koma heim við meginatriðin í stjórnarbótatilboðinu 1897. Það er að rígbinda Island enn fastar við Danmörk og ríkisráðið, að taka öll sérmál Islands úr höndum hins ábyrgð- arlausa danska dómsmálaráðherra, og fá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.