Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1899, Page 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1899, Page 2
102 Þjóðviljinn ungi. YIII, 26. þau í kendur sérstökum ráðherra með lögákveðinni ábyrgð fyrir alþingi Islend- inga. Það hlýtur að verða Islendingum til falls og foráttu, að sá ráðherra hafi sér- mál Islands með höndum, er ekki hefur öðrum stjórnarstörfum að gegna, og getur því eingöngu gefið sig við þessum málum, og orðið þeim, og öllum högum Islands gagnkunnugur, í stað þess að nú eru þessi mál í höndum bráðókunnugs manns, sem hefur þau i hjáverkum, og engin tök hefúr á því, að kynna sér þau, eða þarfir Islands til nokkurrar hlítar. Það hlýtur að verða Islandi til falls og foráttu, að hinir tveir málsaðilar lög- gjafarvaldsins, alþingi og ráðherrann, geti persónulega unnið saman að hverju einasta löggjafarmáli, í stað þess að nú er slík samvinna alveg ómöguleg. — Það er glæfraspor á sjálfstjórnarbraut- inni, að lögleiða þá breytingu á stjórn- arhögum vorum, að alþingi geti gjört ábyrgð gildandi gegn ráðherranum, fyrir hverja þá stjórnarathöfn hans, er það telur koma í bága við velferð þjóðar- innar. Það er ennfremur glæfraspor, að taka þeim bótum, sem fáanlegar eru á stjórn- arfyrirkomulaginu, er allir telja lítt við- unandi, í stað þess að liggja í árangurs- lausu rifrildi þjóðinni til skaða og skammar. -— Svo vel samrýmast þessar kenningar „Þjóðólfs“ við meginatriði Valtýzkunnar. En það er eptir að athuga sannanir „Þjóðólfs“ fyrir þessum staðhæfingum. Já athuga sannanirnar, — sannanirn- ar vanta alveg nú, sem fyrri. Þær hafa enn ekki verið teknar með í rökfræði andstæðinga stjórnbótarinnar 1897. Það er ekki auðvelt, að hugsa sér heilskyggnan mann í öllu meiri ógöng- um, en þetta, í nokkru máli. — Hrein og bein þrotalýsing töluvert betri. — 8. St. „Til búfræðingsins mikla“. Eg þakka herra Birni Björnssyni fyrir lesturinn um mig og horfellislögin í „Þjóðólfi“; honum segist þar alveg eins og við var að búast af honurn. Mér þykir ekkert undarlegt, þótt honurn kunni að vera í nöp við horfellislögin, eða þó hann færi að mér fyrir vanþekkingu á búnaðarmálefnum. Það sé því fjarri mér, að skattyrðast nokkuð við þennan hálærða búfræðing, út af horfellislögunum nýju, og það því síður, sem ekkert það er með rökum rekið, er jeg hefi um þau sagt. Eg vissi það svo sem áður, að þessi bú- spekingur myndi ekki telja búnaðarþekk- ing mína á marga fiska, og mér kemur heldur ekki til hugar, að jafna mér við hann í þeirri grein. Að vísu hefegenn kornizt svo af í búskaparhokri mínu, að eg hef ekki verið kærður fyrir grimdar- fulla meðferð og liordráp þess litla bú- penings, er eg hef haft undir höndum, túnkraginn minn hefur enn ekki staðið i sinu, og matjurtagarðsholu hef eg mynd- azt við að rækta, i stað þess að lána hana öðrum til ræktunar. En hvað er að telja þetta móti afrekum Reykjahvolsbóndans gamla, sem hefur svo áþreifanlega sýnt, hvilíkur afburða búfræðingur hann er, þó ekki væri nema vorið 1897, að hann má vel úr flokki svara, maðurinn sá, sér- staklega þegar um meðferð á skepnum er að ræða. Eg skal líka lofa honum því, að taka ekki fram í, þegar hann hefur orðið um búnaðarmálefni, sérstak- lega um horfelli; eg veit, að hann talar þar af meiri þekkingu og reynslu, en eg. Kveð eg svo þennan einstaka bústólpa og erkibúfræðing með vinsemd og sér- stakri virðingu fyrir hans miklu búnað- arverðleika. Yigur 16. marz 1899. Sigurður Stefánsson. ----ooojgooo--- Fiskley siö. Það er útlit fyrir, að þessi vetur ætli að verða einn hinn erfiðasti hér við Djúp, þar sem svo má heita, að fiskilaust hafi verið, síðan á haustnóttum. Langvinnt fiskileysi getur þetta að vísu ekki enn þá talist, en það er lang- vinnt eptir því, sem vér Djúj>menn eig- um að venjast. Oss bregður við, ef forðabúrinu er lokað i nokkrar vikur, og erum líka all- flestir illa við því búnir. Yæri búist við vetrinum, þó ekki væri nema með meðal fyrirhyggju, sem harðasta tíma ársins, þá ætti 4—5 mán- aða fiskleysi ekki að hafa þegar í för með sér almenn vandræði. En við því er að gjöra, sem er, hér byrjar fjöldi manna veturinn með tvær hendur tómar, treystandi því, að vetur- inn verði ekki síður en sumarið bjarg- ræðistími. Þessi von hefir líka mjög opt ræzt; á vetrum hefur opt borizt hér eins mikil og meiri björg á land, en að vorinu og sumrinu. En búmannlega er ekki við vetri-búizt á þennan hátt. Ognúþreifar almenningur á því, að þessi von, eins og aðrar, geta brugðizt. En það er fyrir oss Djúpmönnum, eins og reyndar svo mörgum Adamsbörn- um, að ineðan vel lætur, er lítið hugsað um, hve skjótt getur skipt um. I góðu árunum hugsa menn allt of lítið um að búa sig undir vondu árin; þvi meira sem berst í bætur, þess meira er brúkað hjá miklum fjölda fólks. Hin síðari árin hefur tómthúslýðnum fjölgað mikið hér við Djúpið, fólki, sem ekkert hefur að lifa af, og sumt hvað ekki vill af öðru lifa, en því, sem úr sjónum fæst þann og þann daginn. — Það eru auðvitað þessi keimilin, sem skorturinn keimsækir fyrst, þegar sjórinn bregst; varla svo aumt landbúhokur, að ekki sé skár statt. Oftraust má það að vísu kallast á sjónum, að hann fullnægi daglega öllum þörfum heilla heimila um hávetrartímann, þegar tíðin opt og einatt ekki leyfir sjó- sókn tímum saman, enda þótt ekki sé aflalaust. En með þessu trausti eyðir því miður margur maðurinn sumrinu sér til lítils gagns, og byrjar veturinn. Og hvað er svo sjálfsagðara, en sultur og seyra, þegar sjórinn bregst, þar sem svona mikið er á honum byggt. Þessa eru dæmin einmitt nú, þau heimilin eru víst þegar orðin ærið mörg, sem heita meiga vita bjargarlaus. En þau voru líka bjargarlítil í haust sum hver. Astandið hér við Djúp verður innan skamms voðalegt, rætist ekki bráðlega úr með afla. Það verður heldur dauflegt að lifa, þegar svo er ástatt á mörgum heimilum, að heimilisfeðurnir vita ekki af hverju lifa skal þann og þann daginn, og horuð og svöng börn heimta brauð. En skorturinn og bágindin geta jafn framt orðið mörgum manni, sem annars eitthvað hugsar um lífið, lærimeistari til betri hagnýtingar á tíma sínum og efnum. Og í þeim efnum höfum vér Djúp- menn vissulega mikið að læra. Aflaleysið ætti að kenna oss, að treysta ekki of mjög upp á sjávaraflann; hann getur alveg eins orðið svipull við Isa- fjarðardjúp, eins og annars staðar. Það ætti að kenna oss að hagnýta oss sem bezt öll tækifæri til að sjá þörf- um vorum borgið á heiðarlegan hátt. Hve marga stundina, sem annars er gagnslaus, gætu menn ekki gjört sér arð- sama, með því að leggja meiri rækt við jörðina. Margur óræktar-móinn og grasleysis- holtið lijá oss, sem nú er vita gagnslaus, gæti á skömmum tíma orðið blómlegur matjurtagarður, er margfaldlega launaði fyrirhöfnina við hann. Með því að brúka tómstundir vorar frá sjóróðrunum, sem opt eru ærið marg- ar, til þess að pæla í sundur þessa móa og girða þá, i stað þess að ganga með höndur i vösum, getum vér á skömmum tíma fengið mjög mikið af hollu og nota- legu bjargræði, og sparað oss margar krónur í dýrum matvörukaupum hjá kaupmanninum. Það eru tómar viðbárur vorrar eigin ómennsku, að hér við Djúp geti garð- yrkja ekki fullvel heppnast, hvort sera er rófna eða jarðeplarækt. Reynslan hef- ur sýnt, að fá má hálfa til heila tunnu af jarðeplum upp úr hverjum 10 fer- hyrningsföðmuin, næstum á hverju ári, auðvitað með all-góðri rækt. Hver tunna af jarðeplum er oins góð í bú að leggja, einkum fyrir sjávarbænd- ur og tómthúsmenn, eins og :i/4 tunna af rúgi, og stórum notalegri búdrýgindi, þar sem mikið er brúkað af nýjum fiski. Þetta bjargræði getur fjöldi manna hér veitt sér, án þess að sleppa nokkrum tíma niður frá öðrum arðvænlegri störf-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.