Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1899, Side 4
104
ÞjÓÐVrLJINN UNGI.
ísafirði 25. marz ’99.
Tíðarfar. Síðan síðaata nr. blaðs þessa kom
út hefur all-optast verið kulda- og frosta-tíð,
og norðanhret öðru hvoru. — Snjór er og afar-
mikill á jörðu hér vestra.
j- Einn af yngri, en efnilegustu formönn-
um héraðs þessa, Björn Hjaltason að nafni, and-
aðist í Súðavik hér i sýslu 12. þ. m., eptir
viku legu í brjósthimnubólgu. — Hann var
formaður og fyrirvinna bjá föður sínum, merk-
isbóndanum Hjalta Sveinssyni í Súðavík. — Ekkja
Björns heitins er Matthildur Þórðardóttir, alþm.
Magnússonar, er fyr var í Hattardal. — Þau
hjón áttu eigi hörn á lífi.
Strandferðaskipið „Tbyra“, skipstjóri Ryder.
kom hingað að morgni 22. þ. m., og bafði þá
farið á allar hafnir á Austur- og Norður-landi,
er skipið skyldi koma á, eptir strandferðaáætl-
uninni. — Með „Thyru" kom ritstjóri blaðs
þessa, er siglt hafði til útlanda með „Lauru“
i f. m. — Meðal farþegja með „Thyru“ var
ekkjufrú Þóyrhildur Tórmsdóttir, ekkja Helga
lectors Hálfdánarsonar, er dvalið bafði i vetur
hjá tengdasyni sínum, amtmanni Páli Briem á
Akureyri, en var nú á heimleið til Reykjavíkur.
— Hingað komu og með skipinu ýmsir sjómenn
að norðan; ýmist til þilskipa, eða til róðra hér
við Djúpið.
Héðan tóku sér far með skipinu frú Theó-
dóra Thoroddsen, snögga ferð til Bíldudals, og
ungfrú Sigríður Þorvaldsdóttir, læknis Jónsson-
ar, til Önundarijarðar, á leið til útlanda, o. fl.
Sama attatregðan, sem verið hefur, helzt
enn við Djúp, nema hvað nokkur fiskreita hefur
fengizt fyrir innan Bkelfiskslínuna (úr Arnar-
neshamri í Snæfjallahryggju), og þó að eins, ef
skelfiski er beitt.
En nú komu hingað með „Thyru“ 50—60 tn.
af síld norðan af Eyjafirði, og réttist því von-
andi ögn úr með aflabrögðin í svip.
Þetta nr. blaðsins var að kalla f'uli-sett, og
albúið til prentunar, er ritstjóri blaðsins kom
heim, og hefur alþm. sira Sig. Stefánsson í
Vigur sóð um ritstjórn þess að mestu. —
Gufnskipið „Barden", flutningaskip hr. Hans
Ellefsens, kom 13. þ. m. til Önundarfjarðar. —
Með skipinu kom frá útlöndum consul S. H.
Bjarnarson.
-j- í siðastl. janúarmánuði andaðist að Kvíum
í Grunnavíkurhreppi Hermann Hermannsson,
maður á þrítugsaldri, er síðastl. haust kvongað-
ist Jatcobínu Samúelsdóttur frá Kvíum, er nú lifir
hann, sem ekkja. — Þau hjón voru barnlaus.
í þ. m. lézt og að Kvíum Guðrún Tómasdóttir,
ekkja Alexanders sál. Vagnssonar á Höfða, —
A lifi er eitt barn þairrahjóna: Kristín Júlíana,
kona Jóns Jakobssonar á Kvíum.
——^^^^i^——
Stálvírsstrengir, einn þumlungur að
ummáli, ágostir í plógstrengi og spil, fást
nú i verzluninni í lœknisgötu.
T . XX li. XX r fœst, sem stend-
ur, í sömu verzlun. — Jarðepli einnig
nýkomin til sömu verzlunar.
r
Islenzk umboðsverzlun
kaupir og selur vörur einungis fyrir
kaupmenn.
Jakob Gunnlögsson,
Niels Juelsgade 14,
Kjobenhavn K.
pflp" Líkkístur af fullri stærð, frá
16 krónum. — Sömuleiðis smákistur,
mjög ódýrar, fást hjá
Jóakim snikkara.
Til heiítialitunar
viljum vér sérstaklega ráða mönnum til
að nota vora pokkaliti, er hlotið hafa
verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum
litum fram bæði að gæðum og litarfegurð.
Sérhver, sem notar vora liti, má ör-
uggur treysta því, að vel muni gefast.
I stað hellulits viljum vér ráða mönn-
um til, að nota heldur vort svo nefnda
„Castorsvartu, því þessi litur er miklu
fegurri og haldbetri, en nokkur annar
svartur litur. Leiðarvisir á islenzku fylg-
ir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaup-
mönnum alstaðar á Islandi.
Buchs Farvefabrik, Studiestrœde 32,
Kjobenhavn, K.
Takifl eptir!
Verzlun M. S. Árnasonar á ísafirði
hefur nægar birgðir af skótaui, skóm og
vaðstígvélum handa sjómönnum, hand-
unnum hér; er hvergi selt eins ódýrt,
til dæmis: ný vaðstígvél á 20 kr., karl-
mannsfjaðraskór 8—9 kr., og vatnsleðurs-
skó á 7—8. Sólningar á karlmannsskóm
og vaðstígvélum 2 kr. 25 au., sólningar
á dömuskóm 1 kr. 75 au. og aðrar skó-
viðgerðir hér eptir. Skósmíðaverkstof-
unni sem jeg hef byrjað á við verzlan
mína veitir hr. skósmiður Hallgrimur
Jónsson forstöðu, og skal allt sem af
henni kemur vera vel vandað.
Sama verzlun hefur og til sölu .á-
gætan hákarl.
ísafirði 10. marz 1899.
M. S. Árnason.
brúkuð, óskast til kaups með eptirfylgj-
andi verði:
3 aura á 21/„ eyri, 5 aura á 2 aura, 6
aura á 4 aura, 10 aura á 2 aura, 16 aura
á 10 aura, 20 aura á 6 aura, 40 aura á
10 aura, 50 aura á 35 aura, 100 aura
á 75 aura. Þjónustufrímerki: 3 aura á
3 aura, 5 aura á 5 aura, 10 aura á 6
aura, 16 aura á 16 aura, 20 aura á 12
aura, 50 aura á 40 aura.
Menn eru beðnir að snúa sér til
Premierlieutenants F. Gartz, Helsingor,
Danmark. Borgun verður send með
næsta póstskipi.
Crawfords
ljiifl'eng'a,
BISCUITS (smákökur)
tilbúið af CBAWFOED & SONS
Edinburgh og London.
Einkasali fyrir Island og Færeyjar
F. Hjorth & (Á
Kjobenhavn K.
“Tlfá cölibbi,
mjólkurskilvindan, er sú bezta handskil-
vinda, sem til er, og ryður him sér til
rúms um allan heim. Danir nota hana
eingöngu, og býr engin þjóð til betra
smjör en þeir. Hún var dæmd bezt af
öllum skilvindum á Bergens-sýningunni
næstliðið sumar.
VIII, 26.
Hlutafélagið Separator í Stokkhólmi,
sem býr til þessa skilvindu, hefur feng-
ið 450 fyrsta flokks verðlaun fyrir hana,
og nú eru meir en 150,000 í brúki úti
um allan heim.
Alfa Colibri skilvindan skilur við 30
stiga hita á Celcius og 50 snúninga með
sveifinni á mínútu:
200 mjólkurpund á klukkustundu.
Kostar með öllu tilheyrandi 150 krónur.
Leiðarvísir á islensckn um notk-
un þessarar skilvindu er sendur öllum
hreppsnefndum á Islandi.
Alfa strokka höfum vér einnig til sölu.
Aðal-umboðsmaður fyrir Separator er
Fr. Crentzbergs maskínuverzlun, en
einkasöluna til íslands hefir
.Takob Gunnlögsson,
NTiels Juelsgade 14,
Kjébenhavn K.
Skilvindurnar fást hjá þessum útsölu-
mönnum vorum á íslandi:
I Reykjavík bjá herra Birni Kristjánssyni
Á ísafirði — — Skúla Tlioroddsen
- Sauðárkrók — — Kristjáni Gíslasyni
- Eyjafirði — — Halldóri Gunnlögssyni
- Seyðisfirði — — Stefáni Stefánssyni
- Eskifirði — — Friðrik Möller
- Berufirði, Fáskrúðsfirði, Húsavík og Yopna-
firði hjá hlutafélaginu Örum & Wulff.
Okkar tilbúna
Fluostc sí Itnnclinavisili
Export Kaffe Snrrogat,
hefur náð ákaflega mikilli útbreiðslu.
Reynið það, ef þér ekki þegar hafið not-
að það.
F. Hjorth & Co Kaupmannahöfn K.
öll og ullararainpr
er* keypt
af r». Larsen
Korsgade j\ii> 35 & 36,
Trondhjem, Norge.
Vottorð.
Jeg hef lengst æfi minnar verið mjög
veikur af sjósótt, en hef opt orðið að
vera á sjó i misjöfnu sjóveðri; kom mér
því til hugar, að brúka Kina-lífs-elexír
herra Valdemars Petersens i Friðrikshöfn,
sem hafði þau áhrif, að jeg gat varla
sagt, að jeg fyndi til sjósóttar, þegar jeg
brúkaði þennan heilsusamlega bitter.
Vil jeg þvi ráðleggja öllum, sem eru
þjáðir af veiki þessari, að brúka Kina-
lífs-elexlr þennan, því hann er að minni
reynzlu áreiðanlegt sjósóttarmeðal.
Sóleyjarbakka.
Br. Einarsson.
Iviti:i-liÍM-<‘lixii inn fæst hjá
flestum kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera vissir um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixár, eru kaupendur
beðnir að líta vel eptir því, að
sfeendi á flöskunum í grænu lakki, og
eins eptir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kinverji með glas i
hendi, og firma nafnið Valdemar Peter-
sen Frederikshavn, Danmark.
PRENTSMIÐ.TA PJÓÐVII.JANS UNGA