Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.04.1899, Blaðsíða 2
126
Þjóðviljixx ungi.
VIII, 32.
greiðlega, enda er Þjóðverjum áskilinn
iéttur til þess, að íá þann hluta brautar-
mnar, er um þeirra lönd liggur, til full-
kominnar eignar, án alls endurgjalds,
eptir 40 ár.
Dreyfusarmálið er enn óútkljáð,
og æsingarnar út afþví máli jafn roiklar,
sem fyr. — Blaðið „Fígaro“ birti ný skeð
málsskjöl öll, er fram hafa komið í mál-
inu, og hefur stjórnin skipað að láta
rannsaka, hvernig blaðið haíi kornizt yíir
þau, þar sem skjöl þessi eigi áttu að
vera í neins manns höndum, nema þeirra,
er um málið ijalla við réttinn.
Kona Dreyfusar reyndi ný skeð að
fá þremur af dómendunum vikið úr dóm-
arasæti í málinu, með því að þeir hefðu
áður greitt atkvæði gegn endurskoðun
málsins, er ráðaneytið Brisson leitaði álits
þeirra o. fl. um það; en rótturinn synjaði
þeirri kröfu frúarinnar. — Þykir Dreyfus-
féndum þetta góðs viti.
Annars er einatt að koma upp kvis
um ný og ný falsskjöl, er Dreyfus hafi
verið dæmdur eptir, og er ekki gott að
vita, hvað hæft er í hverju einu að svo
stöddu.
Á Filippseyjum eru öðru hvoru
smáorustur milli Bandamanna og eyjar-
skeggja, sem verja frelsi sitt af ýtrustu
kröptum, þótt við ofurefli só að eiga.
25. marz síðastl. stóð orusta í nánd við
borgina Manila, og féllu þar af Banda-
mönnum yfir 100 manna, en mannfallið
af eyjarskeggjum sagt meira, og urðu
þeir undan að þoka. — Foringi þeirra
Aquinaldo er þó enn hinn ótrauðasti, og
getur sjálfsagt liðið langur tími, áður
Bandamenn fái friðað eyjarnar, þar sem
eyjarskeggjar hafa víða örugg hæli í
fjöllum og skógum.
Finnlendingar fá nú æ betur og
betur að sjá, að Nicolaj keisari, og stjórn
hans, muni einráðin í því, að traðka rétt-
induin þeirra. — Aður hafa þeir haft
sérstök frímerki, en nú hefur keisari
fyrirskipað, að rússnesk frímerki skuli
eingöngu notuð þar í landi.
Eíkispingi Dana var slitið 29. marz,
og höfðu fjárlögin þá náð samþykki
beggja þingdeilda, sem nýjung má telja
þar i landi. — Miklar ákúrur fékk ráða-
neytið í fólksþinginu, út af fé þvi er
það tók ólöglega til víggirðingar Kaup-
mannahafnar síðastl. sumar, og vildi þing-
ið að vonum eigi samþykkja þær tiltektir.
Meðal laganýmæla, er samþykkt voru
á rikisþinginu, eru markverðust ny al-
Jjyðuslcölulög, og löy um fjárráS giptra
kvenna, sem sniðin eru að mestu eptir
lögurn Norðmanna um það efni, svo að
líklega þurfum vér íslendingar nú ekki
til lengdar að bíða eptir svipaðri róttar-
bót, fyrst Danir eru orðnir á undan.
Ekki heyrist neitt kvis um ráðherra-
skipti, þó að stjórnin hafi lítinn byr á
þingi, og situr því að líkindum allt við
sama í Danmörku fyrst um sinn.
Lausn frú oinbætti. Sýslumaður Franz
Síemsen í Hafnarfirði hefur fengið lausn frá
embætti frá 1. okt. næstk.,vegna hoilsubilunar,
og með eptirlaunum, samkvæmt eptirlaunalög-
unum.
Gjaldþrot. Kaupmaður Thor Jensen á Akr»-
nesi hefur í öndverðum þ. m. fram'selt hú sitt
til skiptameðferðar, sem þrotahú.
Skipstrand. Frakkneska spílalaskipið „St.
Paul“ (Sankti Páll) strandaði fyrir skömmu á
Meðallandsfjöru, en skipshöfnin komst þó lífs
af. •— í>að er sama skipið, sem fyrir 2 árum sleit
upp á Reykjavíkurliöfn, og þá var lappað upp á.
Kolavandræði bafa verið mjög tilfinnanleg í
Reykjavík í vetur, og hvert skpd. selt þar á 5
kr. gegn peningum. — Leit ekki út fyrir
annað í öndverðum þ. m., en að hakarar hæjar-
ins yrðu að hætta allri brauðagjörð, vegna kola-
leysis, og að þilskip yrðu að setjast upp, en þá
fékkst eitthvað lánað, rétt af náð, af kolum
þeim, er danska herskipið átti þar geymd, og
hjálpaði það í svip. — Þykir þetta, sem von er,
all-ómyndarlegt í liöfuðstaðnum sjálfum.
Dönsk heiðursmerki. Héraðslæknir Þorvald-
ur Jónsson er orðinn riddari, en hreppgtjóri
Hallgr. Jónsson í Guðrúnarkoti á Akranesi, alþm.
Sighv. Arnason í Eyvindarholti og Brynjólfur
Jönsson á Minna-Núpi gjörðir að dannehrogs-
mönnum.
Þilskipin við Faxaíióa hafa yfirleitt aflað
mjög litið í vor, og stafar það mest af storma-
samri tíð.
(AÐSEXT).
Um ferðir „Asgeirs Iitla“. Opt hafa heyrzt
miklar umkvartanir um ferðir gufubátsins „Ás-
geir litli“, en aldrei eins og nú. — Flestir út-
róðrarmenn í Bolungarvík bjuggust við, að
ferðaáætlunarnefndin mundi verða svo hugul-
söm, að láta hann koma aðra hvora fyrstu ferð-
ina á Bolungarvík, þar sem fjöldi manna úr
öllum hreppum við vestanvert Djúpið sækir
bjargræði þangað að vorinu, og hart var víða
orðið um bjargræði heima fyrir, bæði fyrir menn
og skepnur, eins og nærri má geta, þar sem
haust og vetrarafli hefur að telja má algjört
brugðizt.
Það má vist fullyrða, að vart hafi einn ein-
asti maður getað fært heimili sínu á páskunum
svo mikið, sem í eina einustu soðningu; og er
það fólki því fremur skapraun, að vita bátinn
alltaf vera að strunsa til og frá á sömu staðina,
og frétta ekki einu sinni neitt af sjómönnun-
um, hvað þá heldur að hann færi nokkra björg
frá þeim.
Báturinn ætti að koma við í Bolungarvík í
annari hvorri ferð, sem hann fer inn Djúpið,
meðan vorvertíðin stendur yfir, og fara þá á víxl
inn á firðina, t. d. aðra ferðina inn í Kálfavík
í Skötufirði, og að Skálavík í Mjóafirði, en hina
ferðina inn á Seyðisfjörð, og inn að Laugabóli
á Isafirði, 'sökum þess að viða er karlmannafátt
heima að vorinu, til að sækja langar leiðir til
bátsins.
Það er því vonandi, að nefndin athugi þetta
betur, þegar hún sezt við að semja næstu á-
ætlun. — Utróðrarmaður.
ísafirði 25. apríl '99.
Tíðarfar. Enn haldast sömu frosthörkurn-
ai', og snjódyngjurnar einn samfastur skafl frá
fjalli til fjöru, svo að hvergi sér auðan blett.
— Sumarið heilsaði oss 20. þ. m. með grimmd-
arfrosti (11 stigum á reaumur), og síðan haf*
frosthörkurnar haldist meiri og minni. — Þó
hafa sjófrostin tekið út yfir, og æfi sjómanna
vorra verið í kaldara lagi.
llafisinn. Skipin, sem inn eru að koma,
segja hafís hér með öllum norðvesturkjálkanum,
og landfastan við Horn. — Bót er það samt í
máli, að ísinn kvað vera mjög gisinn, mest-
megnis hroðais, svo að talið er víst, að strand-
báturinn „Skálholt" muni hafa getað smog-
ið norður fyrir.
Slysfarir. Það slys vildi til á hvalveiða-
stöð hr. Hans Ellcfsens í Önundarfirði 17. þ. m.,
að maður nokkur, Pálmi Gnimundsson að nafni,
varð undir snjóskafli, er féll fram, og beið þeg-
»r hana af; var Pálmi þessi, ásamt fleiri verka-
mönnum, að grafa tunnur út úr skaflinum, og
sprakk hann þá fram »ð þeim óvörum, og varð
Pálmi þar undir. — Annar verkamaður hlaut
og meiðsli nokkur.
í f. m. vildi og það slys til á Flateyrarhöfn,
að sænskur maður féll ofan í lest á gufuskip-
inu „Barden“, og meiddist svo af byltunni, að
hann lézt eptir rúmt dægur.
Stnindbáturinn „Skálholt, skipstjóri Aasberg,
kom hingað að sunnan 20. þ. m., og lagði af
stað héðan aptur að kvöldi sama dags norður
um land. — Meðal farþegja með skip-
inu var Jóihann kaupmaður Möller á Blönduósi,
á heimleið frá Kaupmannahöfn. —Hingað kom
og margt sjómanna.
Afsaka verður missögn eina, sem slseðzt lief-
ur inn í síðasta nr. blaðsins, þar sem sagt er,
að þeir Þorvarður heitinn á Bakka og Þórður
sál. Sigurðsson í Tungu hafi verið bræður; það
var Guðrún, kona Þórðar bónda, sem var systir
Þorvarðar.
Seglskipið „Ocean Belle“, 282,93 smálestir,
skipstjóri Davíd Baker, kom liingað 22. þ. m.
með saltfarm, og lítið eitt af kolum, til „kaup-
félags ísfirðinga" o. fl. — Skipið hafði lagt af
stað frá Skotlandi 3. þ. m., en komið við á Akra-
nesi, og skipað þar upp nokkuru salti. — Illa
lét skipstjórinn yfir kuldanum síðustu dagana,
og kvaðst aldrei myndu leggja af stað optar til
íslands um þenna tíma árs, hvað sem i boði
væri. _______
Allabrögð voru all-góð hér við Djúpið síðastl.
viku, nema aflatregt síðustu dagana, sem vafa-
laust hefur stafað af sjófrostunum og ótiðinni.
Jarðarpartar til sölu.
Hér með auglýsist, að eptir nefudir
jarðarpartar eru til sölu: 6 hundruð að
fornu mati í jörðinni Folafótur í Súða-
víkurhreppi, 4 hundruð að fornu mati í
jörðinni Höfðaströnd í Grrunnavíkur-
hreppi, og 4 hundruð að fornu mati í
jörðinni Efstabóli í Mosvallahreppi.
Þeir, sem óska að kaupa jarðarparta
þessa, eða einhvern þeirra, snúi sér sem
fyrst til undirritaðs, sem hefur umboð
eigandans, til að sjá um söluna.
Hnífsdal 17. apríl 1899.
Karl Olgeirsson.
Öllum þeim, sem sýndu mér hlut-
tekningu við fráfall og jarðarför míns
lieitt elskaða sonar, Einars Snorrasonar, og
sérstaklega samþjónum hans, og öðrum
úr verzlunarstéttinni hér á ísafirði, votta
jeg mitt innilegasta hjartans þakklæti.
ísafirði 19. apríl 1899.
Margrét Olafsdöttir.
Vottorð.
í rúm 8 ár hefur konan min þjáðst
mjög af brjóstveiki, magaveiki og slœmri
meltingu, og hafði liún þess vegna reynt
ýmisleg meðöl, en árangurslaust. Jeg
tók því að reyna hinn heimsfræga Kína-
lífs-elexír hr. Valdemars Petersens í Frið-
rikshöfn, og keypti jeg því nokkrar flösk-
ur hjá J. B,. B. Lefoli á Eyrarbakka.