Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1899, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1899, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (mimist 60 arka) 3 kr. 30 mm\; erlendis í kr 50 am\, og í Ameríku dóll.: 1.50. Borgist fyrkr jmrnmrn- aðarlok. ÞJOÐVILJINN UNGrl. -" • » |-= Áttundi ÁBÖANGUK. ——— --f—RITSTJÓRI: SKÚLI THOEODDSEN. =t^-*- M 33. ÍSAITBBI, 29. APBÍB Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrvr 30. dagjúrú- | mánaðar. og kmtpmuU i samhliða uppsögnitmi | borgi skwld sVna furir ! blaðið. 1899. Ein mótbáran, Þær eru tvenns konar, mótbárurnar gegn stjórnarskrárbreytingunni, aðrar þær, sem fram eru bornar í blöðunum, og hinar, sem stagast er á munnlega manna á inilli. Ein af siðast nefndu mótbárunum er sú, að það sé svo sem sjálfsagt, — eptir því sem embættavirðingarnar gangi tíð- um öfugt, eða niður á við, hér á landi —, að Magnús landshöfðingi Stephensen, og enginn annar, verði fyrsti íslenzki rað- herrann, ef stjórnarskrárbreytingin komist á, og þá sé svo sem sýnilegt, að breyt- ingin verði að engu liði, þvi að ekki breyti hann sinni sinu við það, en verði má ske þvert á móti öllu verri viðfangs, en áður. Það er vist og áreiðanlegt, að þessar og þvílíkar hugleiðingar hafa haft tals- vert að segja hjá sumum, hafa fælt ýmsa þá frá fylgi við málefnið, sem ella hefðu verið því eindregið sinnandi. Vantraustið á þessum virðulega em- bættismanni vorum virðist vera svo rikt í huga margra, að þeim finnst það óþol- andi, að hugsa sér þann mögulegleika, að hann verði sá, er fyrstur verði Islendinga til þess kvaddur, að standa við stjórn- völinn. Það er því full þörf á þvi, að mót- bára þessi sé athuguð ögn opinberlega. Eyrst er þá þess að geta, að í jafn þýðingarmiklu máli, sem stjórnarskrár- málið er, ættu menn fyrir aila muni að reyna að halda öllu persónulegu úti, og líta að eins á málefnið sjálft. Persónurnar á leiksviði lífsins skiptast fljótt, og opt fyr en varir, en þjóðfélag- ið heldur þó áfram að standa, og þarfn- ast sinnar stjórnar og lögskipunar, eins fyrir það. Það er því jafn fráleitt, að berjast gegn stjórnarskrárbreytingunni af otta fyrir því, að einhver ákveðinn maður, sem menn ekki treysta, kynni þá að komast til valda, eins og að berjast fyrir henni af þeirri sök einni, að menn byggj- ust við, að fá þá einhvern ágætismann- inn í ráðherrasessinn. Hvorttveggja vonin gæti reynzt alveg eins fallvölt. Vér verðum því að lita á það eitt, hvort breytingin sjáf er svo vaxin, að hún só líkleg til þess að verða til bóta, miðað við ástandið, sem er. Só hún það, svo sem opt hefur verið rökstutt hór í blaðinu, þá eigum vór að taka henni, án alls tillits til persónanna. Auk þess er það nú engan veginn víst, að Magnús landshöfðingi Stephensen yrði fyrsti íslenzki ráðherrann, eða ekki virðist hann að minnsta kosti hafa litið svo á sjálfur. Það er konungurinn einn, sem það ákveður, hver ráðherrann verður, þegar þar að kemur. Hvort Magnús Stephensen verður ráð- herra veit þvi enginn að svo stöddu; vér getum að eins sagt, að það getur orðið og getur eklá orðið. En setjum nú svo, að vér ættum það alveg víst, hefðuin áreiðanlegt himnabréf, bæði fyrir því, að hann lifði, og yrði fyrsti íslenzki ráðherrann, ættum vér þá að láta það standa i vegi, og hafna stjórnarskrárbreytingunni þeirra hluta vegna? Ejarri fer því. Setjum oss snöggvast í spor þeirra manna, er lítið bera traustið til höfðingja þessa, — og það er nú ritstjóra „Þjóðv. unga“ ekki svo ýkja örðugt —, og sjá- um svo, hvort betra — eða réttara sagt verra — er, að hafa hann sem lands- höfðingja, með því stjórnarfyrirkomulagi sem nú er, eða sem ráðherra, ef stjórn- breytingin kemst á. Athugum, hvort betra sé, að hafa hann, sem ábyrgðarlausan, en mikils ráð- andi millilið, sem all-optast getur skellt skuldinni af sór yfir á annan, eða að hafa hann sem ráðherra, með lögákveð- inni ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum sínum. Af tvennu íllu skal taka hið skárra. Og það er vafalaust miklum mun skárra, að maðurinn komi til dyranna, eins og hann er, en að hann geti, alls- endis ábyrgðarlaus, leikið þetta laumuspil við útlendan og ókunnugan ráðherra, sem þjóðin getur rninnst um vitað. Græti lika hugsazt, að maðurinn reynd- ist þá allt annar, en nú, er lrann bæri sjálfur allan veginn og vandann af stjórninni. Það er sitt hvað, að vera fyrsti mað- urinn, eða annara undirtylla. Má ske gæti sú breyting orðið þjóð- inni til heilla, og manninum sjálfum til siðferðis betrunar. ----oOO^OOo------ H'dskólasjcðurinn. Skýrsla um liáskólasjóðinn birtist loks í „Þjóðólfi“ 7. apríl þ. á. Skýrslan er undirrituð af hr. Trgggva GunnArssgni, er virðist hafa haft fjár- geymslu sjóðsins á höndum frá fyrstu, og nær til síðustu ársloka. — Telur hún sam- skotin þá alls orðin 2945 kr. 68 a., og er þar í inni falin 500 kr. gjöf frá hr. L. Zotlner í Newcastle, og 260 kr. fyrir orgel, er norskur maður gaf; við upphæð þessa bætast svo 402 kr. 02 a. vextir, en apt- ur eru útgjöldin við prentun boðsbréfa o. fl. talin 143 kr. 36 a., svo að sjóður- inn átti alls við síðustu áramót 3204 kr. 34 a* Eins og kunnugt er var sjóður þessi stofnaður á alþingi 1893, svo að nú er þá loks séður árangurinn af þessu 5—6 ára starfi. Og öllu lólegri var naumast hægt að hugsa sér hann, því að þó að gert væri ráð fyrir, að íslendingar hefðu sjálfir gefið upphæð þá, sem skýrslan ekki gef- ur neina vísbendingu um, frá hverjum só, þá hafa þó samskotin ekki numið meira, en rúmum hálfum egri á manns- harn á ári, og ná auðvitað hvergi nærri þeirri upphæð, þegar þess er gætt, að dálitil samskot hafa þó borizt frá Þýzka- landi, og öðrum löndum. Háskólastofnun er eitt þeirra mála, sem alþingi vort hefur talsvert fjallað um, og enginn getur neitað því, að slík stofnun myndi mjög auka vísindalegt líf hér á landi, og afla þjóð vorri álits og frama í augum erlendra þjóða. Innlendur háskóli er stofnun, sem vér naumast geturn án verið til langframa, ef vér viljum sæti eiga í menntaðra þjóða röð. En mál þetta hefur strandað á mót- spyrnu erlendrar stjórnar, sem vill ríg- binda menntamál vor, eins og fleira, við Danmörku. Og þingmenn, sem standa magnlausir gegn stjórninni í þessu máli, sem öðrum, taka svo það ráðið, að skjóta málinu til þjóðarinnar, og leita hennar ásjár. „Sýnið nú rögg af yður, landar góð- ir“, segja þeir „skjótið sjálfir saman fénu, sem með þarf, og sýnum þannig Danastjórn, að vér viljum og getam kom- ið þessu i framkvæmd, hvað sem hiin segir“. Og svo verður svar þjóðarinnar jafn liörmulega liugsunarlaust og nánasarlegt, sem raun er á orðin! Heldur islenzka þjóðin, að það sé á þenna hátt, sem hún aflar sér álits, og styður að framgangi þjóðmála sinna? Sé svo, þá er það mikill misskiln- ingur. Slíkar undirtektir spilla fremur, en bæta, fyrir framgangi mála, og baka þjóðinni virðinga skort. Hvað blað vort snertir, þá hefur það aldrei gjörzt neinn sérstakur forgöngu- maður þessa máls, enda aðrir til þeirrar forgöngu kvaddir. *) Tombóluíé kvennfélagsins, sem nemur nú, með áföllnum vöxtum, 2025 kr. 14 a.. er kér elcki með talið, e.nda lagt hinum tilvonandi háskóla i alvog sérstökum filgangi, að eins til st.yrktar konum, er menntaveginn ganga.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.