Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1899, Blaðsíða 2
130
ÞjÓÐVILJIWV UlíQI.
Vlir, 33.
En oss blöskrar það áhugaleysi, sem
sýnt liefur verið í máli þessu, og það
þvi frernur sem þetta er ekki einsdæmi,
heldur reka menn sig svo þráfaldlega á
það, hve raunalega þjóðina brestur áhuga,
og fylgi við mál þau, sem á dagskrá eru.
Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra,
og þarf að breytast í betra horf.
Á 10 ára timabilinu 1879—1889 voru alls háð
2739 einvígi í Ítalíu. — Af einvígum þess-
um voru 93°/0 háð með lagvopnum, en að eins
7°/0 með skotvopnum. — Ben urðu alls 3901 að
tölu, og reyndust 50 þeirra banvæn.
Pestin, sem gengur á Indlandi, er nú einn-
ig komin til Jeddah, sem er hafnarbær borg-
arinnar Mecca á Arabalandi. — Til Mecca sækir
árlega mesti fjöldi pílagríma, úr öllum löndum
Múhametstrúarmanna, svo að margir bera kvíð-
boga fyrir, að pestin kunni að berast með þeim
til Egyptalands, Sýriands og Tyrklands, þar
sem sóttvarnirnar í Jeddah eru sagðar nijög ó-
fullkomnar.
Einkennilcg lind er í fylkinu Nevada í
Bandaríkjunum, með því að vatnið úr lind þess-
ari þekkist ekki frá beztu hæsnasúpu, þegar
stráð er í það dálitlu af salti og pipar. — Hef-
ur þetta reynt verið á veitingahúsum, og gest-
irnir eigi orðið þess varir. — Sagt er, að Indí-
anar hafi þekkt lind þessa í meira en 100 ár,
og fært þangað sjúka menn til iækninga; en
hvítir menn vissu ekkert af henni, fyr en ár-
ið 1868. ___
í blaðinu „La Svisse“, sem gefið er út í
Genf í Svissaralandi, er ný skeð skýrt frá dæmi
einu, er sýnir, hve ótrúlega lengi sumar sótt-
veikis-„bacteríur“ geta lifað. Arið 1660 gekk
„svarti dauði“ í bænum Haarlem á Hollandi, og
dóu þar þá út heilar fjöiskyldur; meðal þeirra
var ættin Gloux, sem jörðuð var í múrhvelfingu
í kirkjunni, svo sem tít.t var um heldra fólk í
þá daga. — En nú fyrir 30—40 árum var graf-
hvelfingin farin að bila, svo að múrarar voru
fengnir, til þess að múra hana upp aptur, og
voru þeir þá í graf hvelfingunni rúman dag; brá
þá svo við, að þeir sýktust allir, og komu fram
á þeim sömu sjúkdómseinkennin, sem „svarta
dauða“ fylgja, enda þótt þeir kæmu til heilsu
aptur, eptir all-langa sjúkrahússvist.
í þýzka timaritinu „Centralblatt fiir Anth-
ropologie“ segir, að nýjustu rannsóknir vís-
indamanna bendi helzt til þess, að bústaður
sálarinnar muni vera í apturhluta heilans, í stað
þess er menn áður hugðu, að sálarlífið byggi
einkum í fremri hei lapartinum. — Annars er
spurningin um tiiveru sálarinnar ein af þeim
ráðgátum, sem vísindin hafa enn eigi leyst úr
tii fullnustu.
Bókafregn.
Á r s r i t liins íslenzka kvennfélags.
Fjórða ár. R.vík 1899. — Ársrit félags-
ins er að þessu sinni ekki eins stór-poli-
tiskt, eins og það var í fyrra, þegar það
flutti órökstuddu öfgagreinina um stjórn-
arskrármálið, sem fjöldi af vinutn kvenn-
félagsins hneixlaðist á, og mun hafa gert
því töluverðan baga.
Ritgjörðirnar í ár halda sér allar nokk-
urn veginn við jörðina, og eru þær þessar:
Fremst er æfisöguágrip amerískrar
stúlku, Lucy Stone, sem nær því hálfa
öld barðist öfluglega fyrir auknum rétt-
indum kvenna í Bandarikjunum á þessari
öld, og fékk ýmsu góðu til leiðar komið,
svo að kvennþjóðin mun jafnan minnast
hennar með þakklátssemi.
Næsta ritgjörðin heitir „stærsta kvenn-
félag heimsins,“ og er um hið svo nefnda
„kristilega alheimsbindindisfélag kvenna“,
er stofnað var á fundi í Cleveland i Banda-
rikjunum 17—20. nóv. 1874, og síðan
hefur náð afar-mikilli útbreiðslu í ýmsum
löndum, fyrir ötula forgöngu forstöðu-
konunnar Frances Willard. — Aptan við
ritgjörð þessa hnýtir svo höfundurinn,
ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir, all-ýtarlegri
bindindishugvekju, og bendir á það, sem
sérstaklegt hlutverk kvenna, að standa
framarlega í fylkingu, til þess að fá á-
fengisbölinu útrýmt.
Loks flytur og ársritið ritgjörð um
„vinnuna“, einkar þarfa hugvekju um
það, að láta sér ekki þykja skömm að
líkamlegri vinnu.
Hið íslenzka garðyrkjufélag hefur i ár,
eins og að undanförnu, gefið út ofur-lít-
inn pésa, og er aðal-ritgjörðin um
kartöfluræktina. — Ritgjörðin er eptir
Einar Helgason garðfræðing, og ræður
hann mönnum að reyna aðferð, sem vel
kvað hafa reynzt í Alaska, að breiða lag
af þangi ofan á beðin, þegar sáð hefur
verið, og láta þar ofan á lausa mold,
nokkura þumlunga á þykkt.
I pésanum eru og ýmsar bendingar
um blómplöntur, sem líklegastar eru til
þess, að þróast hér á landi, o. fl.
Aptast í pésanum skýrir formaður fé-
lagsins, lector Þórhállur Bjarnarson, frá
því, að stjórn félagsins hafi í hyggju, að
leggja það til, að sjóður, áhöld og aðrar
eigur Garðyrkjufélagsins gangi til hins
almenna búnaðarfélags (landbúnaðarfé-
lagsins), þegar það sé komið á stofn, gegn
þeirri kvöð, að það taki að sér að sjá
fyrir nægu og góðu fræi, og leiðbeini
mönnum í garðrækt; en þetta teljum vér
miður heppilegt, þar sem allsherjarbún-
aðarfélagið mun hafa í svo mörg horn að
líta, að hætt er við, að garðræktinni verði
þá ekki eins mikill gaumur gefinn, eins
Og af sérstöku garðyrkjufélagi. — Menn
ættu því heldur að snúa sér að því, að
reyna að blása nýju og meira lífi í garð-
yrkjufélagið, svo að það gæti orðið af-
kastameira, og fullnægt betur sínum
þarfa og lofsverða tilgangi.
Fiskiyeiðalög'brot. Auk botnverpinga þeirra
tvoggja, er getið var í 30. nr. blaðs þessa, bafði
danska berskipið „Heimdal“ í öndverðum þ. m.
náð I botnverping, er var að botnvörpuveiðum
í landhelgi, og var hann sektaður um 1000 kr.,
en afli og veiðarfæri gjört upptækt. —
Tvö önnur útlend fiskiveiðaakip, er fiskuðu
með línum í landhelgi, færði og „Heimdai11 um
sömu mundir til Beykjavíkur, og voru skip-
stjórarnir sektaðir um 324 kr. hvor.
Maguús sýslumaður Ketilsson (f
18. júlí 1803) segir meðal annars á einum
stað í ritum sinum: ,,Nú á fáum árum
hefur sjálfræði og kostavendni vinnumanna
og vinnufólks rnikið farið í vöxt; bjóða
vinnumenn birginn, og fara í þessari
sýslu (Dalasýslu) út undir Jökul, og gipt-
ast þar í þurrabúðum; en sunnar fara þeir
i Reykjavík, hvar sjálfræði og íllur lifn-
aður hefur að frásögn tekið yfirhönd, þvi
nú er ei annað, en tukthússtraff, er eng-
inn aktaru.
Svona ritaði Magnús Ketihson við
byrjun þessarar aldar, og myndi honum
að líkindum eigi þykja ástandið glæsi-
legra, ef hann mætti nú líta upp úr gröf
sinni.
ísafirði 29. apríl ’99.
Tíðarfar. Þrjá fyrstu dagana af þessari viku
var hér norðangarður, en síðan stillt veðrátta,
og jafnan frost nokkur.
Hafísinn, sem liggur hér iiti fyrir, spillti
veiðarf'ærum nokkurra formanna i Bolungarvik,
er lóðir áttu í sjó I norðanveðrinu síðasta. —
Fjórir formenn, sem yzt áttu, misstu gjörsam-
lega veiðarfæri sín, er þeir höfðu orðið að hleypa
frá I byrjun garðsins; og auk þess sópaði ísinn
burtu nokkurum duflum. — 22. þ. m. í byrjun
garðsins var ísinn kominn inn á djúpmið Bol-
víkinga, inn á svo nefnda „Hnúa“, og sá þá
hvergi út yfir ísbreiðuna; en síðan kvað ísnum
liafa lónað eitthvað frá.
Langcygir eru nú fiestir farnir að verða ept-
ir vorbatanum, sem enn sjást engin merki til,
og er mjög hætt við, að skepnum fai'i víða að
fækka að mun, ef sömu harðindunum fer fram
viku eða hálfum mánuði lengur, og þarf því
miður má ske ekki svo lengi að bíða á sumum
heimilum.
Húsbruni. Aðfaranóttina 27. þ. m. kviknaði
hér í kaupstaðnum í húai því. er kaupmaður
Guðmundur Br. Guðmundsson hefur haft sölubúð
sína í. — Var sölubúðin niðri í norðure.nda
hússins, en uppi á loptinu var húsið notað til
íbúðar, og bjó stýrimaður Jón Jónsson, og fjöl-
skylda hans, í suðurendanum, en fyrnefndur
kaupmaður, og Kr. Nielsen verzlunarmaður, sváfu
í suðurendanum. — Eldurinn ætla menn, að
komið hafi upp í sölubúðinni, líklega á þann
hátt, að eldspítu hafi verið fleygt þar óvarlega,
og kveikt í hálmrusli, er þar var á gólfinu. —
Sá eldinn fyrstur maður einn, er var á gangi
um miðnættisbilið, og gerði þegar aðvart; var
norðurendi hússins þá brunninn svo niðri, að
ekki varð þar út komist, og björguðust þe-ir
fíuðm. Br. Guðmundsson og Kr. Nielsen mjög fá-
kiæddir út um gluggann uppi. en stýrimaður
Jón Jónsson, og íjölskylda hans, komat út um
bakdyr á suðurenda hússins.
Veður var lygnt, svo að eldurinn breiddist
eigi til annara húsa, enda var og slökkvilið
bæjarins eitthvað að myndast við að verja næstu
húsin; en sjálft brann húsið til kaldra kola á
3—4 kl.stundum, án þess nokkru teljandi yrði
bjargað.
Húsið sjálft, og verzlunarvörur hr. Guðm.
Br. Guðmnndssonar, var hvorttveggja í eldsvoða-
ábyrgð, en stýrimaður Jón Jónsson missti þar
það litla, sem hann hafði umleikia, fékk að eins
bjargað einni sæng, kodda, og 2—3 flíkum.
Kvillasamt er víða hér vestra um þessar
mundir, enda varla við því að búast, að menn
og málleysingjar haldi heilsu í slíkri tíð, sem
gengið hefur.
Ailabrögð. Við norðangarðinn, fyrstu daga
þessarar viku, virðist hafa kippt töluvert úr
aflabrögðunum, og fiskurinn að líkindum dreg-
ið sig út undir ísinn. — Aflabrögðin hafa því
síðan verið reitingslegri hér við tJt-Djúpið, en
þó all-vel öðru hvoru, 1—2 hundruð, hjá stöku
skipum, er vel hafa fengið af hrognkelsum, sem
annars er mjög tregt um.
Skipakoma. 26. þ. m. kom seglskipið „Cari“
frá Kaupmannahöfn, fermt. ýmis konar vörum
til Leonh. Tang’s verzlunar.
Aðalfundur sýslunefndarinnar í Norður-ísa-
fjarðarsýslu hefst hér í kaupstaðnum á mánu-
daginn kemur (1. maí).
Ungfrú Sigríður Sigurðardóttir í Hníf'sdal
skrifar ritstjóra „Þjóðv. unga“ 23. þ. m. svo
látandi bréf: „Sökum þess aðjegerekki, veik-
inda vegna, maður til að finna yður, að því er
snertir grein þá, um hvarf Sigurðar Bjarnasonar,
er stóð í „Þjóðv. unga“ 10. apríl, vil jeg biðja
yður að breyta framburði fréttamiðils yðar, því
að jeg hef aldrei verið heitmey Sigurðar. — Svo
vil jeg biðja yður að bendft mér á þenna ásta-
miðil minn, sem greinin um getur, því að það
vita bæði guð og menn, að jeg var hjá Sigurði
þessi tvö árin nauðugri, en svo, að jeg gæti
nokkurn tíma beitist honum, eins og þau vitá
manna bezt húsbændur mínir, er voru, áður en
jeg fór til hans, og sem hann leigði hjá árið,