Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1899, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1899, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst 60 arka) 3 kr. 50 awr.; erlendis 4 kr 50 aur.,og l Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN UNGI. Áttundi áköanouk. Uppsögn skri/leg, ógild nema komin sétilútgef- anda fyrir 30. dagjúní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. -f----JSXX2! RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSE N. —í- M 41. ÍSAFIKÐI, 15. JÚNÍ 18 9 9. tJtlönd, Fáar eru nýjungar frá fitlöndum um |)essar mundir, og eru þessi helztu tíð- indin, sem vér höfum orðið varir við í útlendum blöðum: D a n m ö r k. Þar er nú ekti um annað tiðræddara, en um vinnufcdlið miJda (rLock-outu), er hófst í Kaupmannahöfn 25. mai siðastl., og virðist mnnu breiðast þaðan til annara bæja í Danmörku. Vinnufall þetta er að því leyti ólíkt verkfollunum, sem svo opt heyrist minnzt á, að nú eru það ekki verkamennirnir, heldur vinnuveitendurnir, sem upptökin hafa. — Þótti vinnuveitendum verka- menn orðnir svo kröíúharðir, að því er kaup og vinnutíma snertir, og óviðráð- anlegir að ýmsu leyti, að þeir tóku sig saman, og ráku ofan nefndan dag 30 þúsundir verkamanna (trésmiða, múrara o. íl.) úr vinnu, og nema vinnulaun þess- ara manna um 1 milj. króna um vikuna, en fjöldi manna hefúr af þessu stórtjón, þar sem byggingar standa hálf-gerðar, o. s. frv., og sagt, að um 100 þús. manna muni nú „brauðlausir“, þegar skyldulið verkamanna er með talið. — — Mjög rnælist það illa fyrir, að ráða- neytið Hörring hefur nú ný skeð skipað sakamálsrannsókn á hendur skáldinu og stjórnmálamanninum dr. Eðvarð Brand.es, af því að ný skáldsaga eptir hann, „Det unge Blodu, þykir á sumum stöðum koma í bága við almennt velsæmi. Kalla vinstrimenn þetta ofsóknir gegn einuin sínum bezta manni, og hugsa því ráða- neytinu þegjandi þörfina. — — Það slys vildi til í hermannaverkstofu („laboratoriumu) á Kristjánshöfn 23. mai síðastl., að húsið sprakk í lopt upp, og biðu 8 inenn bana, en 2 urðu sárir. —- Höfðu menn þessir verið að fylla sprengi- kúlur fýrir herinn inni í húsinu, er slys- ið bar að.------- Leunbach heitir sá, er biskup er orðinn í Lálands og Falsturs biskupsdæmi, i stað Styhr’s kennslumálaráðherra. — Bókhaldari við málverkasölusafn i Kaupmannahöfn, Petersen að nafni, varð ný skeð uppvís að því, að hafa svikið húsbændur sina um rúmar 30 þúsundir króna, og gerast slíkir fjárprettir all-al- mennir í útlöndum á seinni árum.------- 80 ára varð Victoría gamla Bretadrottning 24. maí síðastl., og voru þá mikii hátíðahöld á Bretlandi, og víðar í liinu víðlenda brezka ríki, enda hefur Vidoría jafnan verið góður stjórnandi, gætt þess nákvæmlega, að fylgja jafnan þingræðisreglum, láta þingflokkana skipt- ast um völdin, og hefur þvi brezka ríkið blómgazt afar-mikið um hennar daga, þar sem vitrustu og hæfustu menn þjóð- arinnar liafa fengið að ráða, og neyta krapta sinna. - — — Morðvargur. I síðastl. maímánuði myrti verkmaður einn í B[elsingfors í Svíþjóð 6 menn, þar á meðal 2 börn, og flýði síðan, og var ónáður, er síðast fréttist.--------- Kínverjar hafa ný skeð tekiðaðláni hjá ensk-þýzku auðmannafélagi 7. milj. 400 þús. pund sterling, sem þeir ætla að verja til járnbrautalagninga; af láninu greiðist 5% vextir, og skal það endur- borgað á næstu 50 árum. Bretar og Rússar hafa nú jafnað á- greiningsmálefni sín í Kína, og samning- um bundið, í hvaða héruðum hvorir um sig skuli ráða. — — í „Andra“-leit lagði prófessor Nat- horst af stað frá Svíþjóð seint í maímán- uði, og er ferðinni heitið til austurstrand- ar Grænlands. — — Á ítalíu skipaðist svo, að Pelloux tók að sér, að halda áfram að veita ráða- neytinu forstöðu, en losaði sig að eins við ýmsa embættisbræður sína, og fékk sér nýja menn í þeirra stað. — — — Nýtt verkfall. 18. maí hættu um 3 þús. póstsveina vinnu i París, af því að efri málstofa þingsins („senatriðu) hafn- aði frumvarpi, er fulltrúadeildin hafði samþykkt, ura launahækkun þeim til handa. — Brá almenningi í París heldur en eigi ílla við, er enginn fékk póstbréf sin, og voru samningar enn eigi á komn- ir um þetta mál, er síðast fréttist.------ Læknafundur hófst í Berlin 24. maí, til þess að ræða um tæringarsjúk- dóminn („tuberkulose“), sem virðist fara vaxandi i ýmsum löndum, og opt og tíð- um mjög bráðdrepandi. — — Dreyfusarmáli enn ólokið, er síðast fréttist, en Dreyfusféndur heldur að gugna. — I Grenoble veittist borgarmúg- urinn 19. maí að ýmsum liðsforingjum, varpaði að þeim grjóti, og bað herstjóm- arráðinu bölbæna, en æpti i sífellu: „Lifi þeir Dreyfus og Picquart!11 Dóms i málinu vænta menn nú fyrri part júní- mánaðar.--------- Eldsvoði varð í Dawson City í Clondyhe (gulllandinu) 25. apríl, og sagt, að bærinn hafi gjöreyðst að mestu.-------- Annar eldsvoðinn varð í þorpinu Fura-Humora á Balkanskaga, og brunnu þar á svipstundu yfir 200 hús. — — Járnbrautarslys varð ný skeð hjá þorpinu Excter í Bandarikjunum, og létust þar 34 menn, en um 50 meiddust. Ofsaveður, er gekk yfir Hondo-hér- aðið í Mexico i síðastl. maímán., varð 22 mönnum að bana, en særði yfir 100, og olli afar-miklu eignatjóni.------ í efnafræðislegri verksmiðju í Lan- cashire í Englandi kviknaði 12. maí í lopttegundum, sem verið var að fara með, og biðu 3 menn bana, en 20 særðust all-vofeiflega. — * * * Eptir að ofan ritaðar útlendar fréttir voru stýlsettar hefúr oss borizt í hendur eitt tölublað af enska blaðinu „The Eastern Morning Newsu frá 5. jiíní, og er getið þar þessara lielztu frétta: í Dreyfusarmáli var dómur loks kveðinn upp laugardaginn 3. júní, og var herréttardömurinn yfir Alfred Dreyfus frá 23. des. 1894 þá dœmdur ómerhur og ógildur, og málinu vísað til nyrrar og lög- legri meðferðar við annan lierrétt, er halda á í Rennes. Fjöldi manna var viðstaddur, er dóm- urinn var upp kveðinn, en allt fór þó mjög friðsamlega og stillilega í dóms- salnum. Af ónýtingardóminum er það auðsætt, að engar sannanir eru fram komnar um landráð af Dreyfusar hálfu, þar sem öll þau skjöl, er fyrri herréttardónlurinn var byggður á, hafa reynzt falsskjöl, svik °g lygí- Um eitt aðal-málsskjalið, hið svo nefnda „bordereauu, sem haldið var, að Dreyfus hefði ritað, og mest var byggt á, hefúr nú Esterliazy greifi einnig lýst þvi yfir, bæði i blöðunum „Timesu og „Daily Chronicleu, að hann hati sjálfur shrifað það, eptir shipan og fyrirsögn eins yfirmanns síns, Sandherr að nafni, og hafi fleiri í herstjórnarráðinu verið i vit- orði um glæp þenna. Þessa sömu játningu hefur og Ester- hazy sent núverandi hermálaráðherra Frakka, og boðizt til að koma til Parísar, og færa þar sönnur á mál sitt, og leysa betur frá skjóðunni, ef sér sé fyrir fram heitið því, að mega fara óáreittur aptur til Englands. Að dóminum uppkveðnum átti ráða- neyti Frakka þegar fúnd með sér, og var þar ályktað, að senda herskipið „Sfaxu þegar af stað til „Djöflaeyjaru, til þess að sækja capt. Alfred Dreyfus, og flytja hann heim til Frakklands, og var talið, að skip það myndi koma til eyjar- innar 8. eða 9. júni, svo að Dreyfus er nú að líkindum ný kominn heim aptur til Frakklands. Ollum sögnum ber saman um það, að þetta nýja mál gegn Dreyfus verði að eins til málamynda, og sé sýknudómur sjálfsagður, enda skipaði stjórnin svo fyrir, að á heimleiðinni skyldi að öllu leyti fara með hann, svo sem liðsforingja sæmdi; skyldi hann hafa liðsforingjaher- bergi út af fyrir sig, hafa leyfi til þess,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.