Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1899, Blaðsíða 2
146
Þjóðviljinn U.Vðl.
VIII, 37.
að ganga sér til hressingar á þilfarinu á
vissum timum, o. s. frv.
Mál þetta er því komið á bezta rek-
spöl, og má öllum vera það gleði-efni,
að tekizt hefur að lokum að greiða úr
öllum fals- og svika-vefnum, svo að sann-
leikurinn er leiddur í li'ós.
Aðal-falsararnir, Sandherr og Henry,
eru nú báðir dauðir, en hinir, sem mest
hafa verið við klaekina riðnir, munu flest-
ir hafa forðað sér úr landi. -—
Skáldið Emile Zola, sem með grein
sinni: J’accuse“ („Jeg ákæri“) kom fyrst-
ur verulegri hreifingu á mál þetta, en
fór úr landi, er fangelsis- og sekta-dóm-
urinn var kveðinn upp yfir honum í Ver-
sölum í fyrra, sneri nú aptur heim til
Parísar 4. júní, og þykir nú líklegt, að
stjórnin láti eigi fullnægja hegningar-
dóminum yfir honum, úr þvi sem kom-
ið er.
Bálítið uppþot varð í París 4. júní,
daginn eptir dómsuppsögnina. — Loubet
forseti, frú hans, og höfðingjarýmsir,höfðu
ekið til Auteuil, til að horfa þar á veðreið-
ar, og æptu þá ýmsir úr múgnum að for-
seta: „panama“, „niður meðLoubet“ o.s.fr.,
og einn ætlaði að berja hann með göngu-
priki sínu. — Lögregluliðið reyndi auð-
vitað þegar að tvistra hópnum, og hlutu
þá lögreglumenn nokkrir meiðsli nokkur,
og fjöldi manna voru teknir fastir.
Sagt er, að uppþot þetta hafi verið
af völdum þjóðvinafélagsins og félagsins
„kongsliðarnir ungu“, sem gramir eru
forsetanum, síðan þeir Deroidede og Habert
voru teknir fastir, sbr. 26. nr. blaðs þessa;
en mál þeirra lyktaði með sýknudómi
um mánaðamótin síðustu. — —
f Látinn er 3. júní sönglagasmið-
ur Johan Strauss, fæddur 1825. — Hann
dó í Vínarborg.
Krinsruni hnöttinn á lijúlliesti heitir ný út-
komin ferðasaga eptir Englending nokkurn,
Foster Fraser að nafni, er reið á hjólhesti 19
þús. enskar milur, gegnum Evrópu, Armeníu,
Persaland, Indland, Kína, Japan og Norður-
Amerík*. — Ferðin stóð yfir í 774 daga.
Af skipinu „Belgica11, sem er á rannsóknar-
ferð í suðurheim8kautahéruðunum, eru ný skeð
komnar þær fregnir, að fundizt bafi ýms áður
óþekkt lönd í Weddel-hafinu, gjósandi eldfjöll
O. fl. — Auðan sjó kvað og skipverjar hafa séð
langt suður eptir. — Skipið snýr ekki heimleið-
is, fyr en að vetri.
Hraðskeyt byssa. í frakkneska blaðinu
„Revue d’ Artillerie1* er skýrt frá byssu einni,
er frakkneskur maður, Humhert að nafni, hafi
ný skeð fundið upp, og má með henni skjóta
allt að 20 skot á mínútunni. — Enginn hvell-
ur heyrist, þegar skotið ríður af, og okki sést
heldur neinn blossi eða reykur.
Skotfimi sína hefur maður einn, M. Kook að
nafni, ný skeð verið að sýna í ýmsum borgum
á Bretlandi. — Lætur hann binda fyrir augu
sér, og hæfir þó jafnan sett mark, enda þótt
markið hreifist fram og aptur.
Frá þingmálafundum.
Alþingismenn (xullbringu og Kjósar-
sýslu_héldu þingmálafund í Haíharfirði
9. júni, og var stjbrnarskrármálið, sem
vænta mátti, aóal-málið á dagskrá.
A fundinum mætti alþingismaður Ben.
Sveinsson, er gerði allt, sem í hans valdi
stóð, til þess að aptra því, að stjórnbóta-
stefnan yrði þar ofan á, og studdi búfr.
Björn Bjarnarson í Reykjakoti þá við-
leitni hans af veikum mætti, en síra
Þorkell Bjarnason á Reynivöllum var
helztur til andmæla, og sýndi glöggt og
rækilega, hve óforsjált og vanhugsað það
væri, ef þjóðin hafnaði þeim mikilsverðu
stjórnarumbótum, er í boði væru.
Að loknurn umræðum var með öllum
þorra atkvæða samþykkt svo felld fund-
arályktun:
„Eundurinn skorar á þingmennina að stuðla
að þvi, að þingið í sumar afgreiði stjórnar-
skrármálið á þann liátt, að þegið verði, ef í
boði er frá stjórninni, tilhoð um sérstakan
ráðherra, er skilji og tali islenzka tungu,
mæti á alþingi, og beri ábyrgð á allri stjórn-
arathöfninni".
Kl.tíma ræða hr. Ben. Sveinssonar, er
krydduð var hinum alkunnu öfgum hans
og vitleysum, um landsréttinda-uppgjöf(!),
svika- og véla-politík(!) o. fl. o. fl., bar
því engan árangur, og kvað hann hafa
riðið þaðan af fundinum í hálf-gerðu
fússi, og heldur en ekki niðurlútur.
Fundur þessi er því nýr og gleðileg-
ur vottur þess, að þjóðin muni ekki flek-
ast láta af stóryrðum í stjórnarskrármál-
inu, og ætti því að vera hr. Ben. Sveins-
syni, „Þjóðólfi“, og þeirra nótuin, bending
um það, að nota fremur vitið, en strák-
skapinn.
Fyrsta bók Móse. (Genesis). I
nyrri þyáinyu eptir frumtextanum. Gefin
út af hinu íslenzka biblíufélagi.
Þetta er sýnishorn af biblíuþýðingu
þeirri, sem cand. theol. Haráldur Níélsson
hefur verið að starfa að, síðan biblíufé-
lagið réð hann til þess starfa haustið 1897,
og hefur nefnd manna, er biblíufélagið
kaus: biskup Hallgrmmr Sveinsson, lector
Þórhállur Bjarnarson og yfirkennari Stein-
grímur Thorsteinsen, yfirumsjá alla með
verkinu.
Hvernig þýðingin hafi tekizt, borið
saman við hebreska frumtextann, er auð-
vitað fárra meðfæri að dæma, en óhætt
mun að fullyrða, að starfi þessi sé í hönd-
um hæfustu manna, sem hægt var að fá,
og felst þar í trygging fyrir því, að verk-
ið verði vel og samvizkusamlega af
hendi leyst.
Hvað málið á sýnishorni þessu snertir,
leynir það sér ekki, að það er yfir höfuð
mun vandaðra, viðfelldnara og liprara,
en málið á núgildandi biblíuþýðingu
vorri, sem prentuð var í Lundúnum 1866.
Sumar breytingar nefndarinnar virðast
þó óþarfar, svo sem að lofa Móses gamla
ekki að halda sínu gamla nafni, þar sem
hann er nú skírður upp og kallaður
Móse (Mósi).
Annars hefði það sjálfsagt verið rétt-
ara af bibliufélaginu, og mælzt betur
fyrir, að láta byrja að lagfæra þýðinguna
á nýja testamentinu, sem hefur margar
gullfagrar kenningar að geyma, en láta
það gamla eiga sig, sem fæstir munu
lesa sér til andlegrar uppbyggingar, og
varla er í hiisum hæft, vegDa ýmsra
siðleysisfrásagna o. fl.
Slysfarir. Bátur fórst í vor úr Ólafsvík í
Snæfellsnessýslu, og drukknuðu 5 menn: for-
maðurinn, Þorsteinn Kristjánsson að nafni, kvænt-
ur barnamaður í Ólafsvík, bróðir hans Þorleif-
ur, sömuleiðis kvæntur, Guðleifur Ernsmusson,
gamall formaður i Ólafsvík, Kristján nokkur
Magnússon sunnan af Kjalarnesi, og Benóní
nokkur, úr Staðarsveit í Snæfellsnessýslu.
4. júní síðastl. vildi það slys til á einu af
botnvörpuveiðagufuskipum fiskifélagsins „Isa-
fold", að skipstjóri og stýrimaður flæktust í
atkerisfesti skipsins, á innsiglingu til Akra-
ness, og hrukku báðir útbyrðis. Drukknaði
stýrimaðurinn, en skipstjóri náðist, og þó all-
meiddur.
Botnvcrpinginn einn tók „Heimdaliur11 ný
skeð að iandhelgisveiðum milli Vestmanneyja
og Ingólfshöfða, rak liann undan sér til Eski-
fjarðar, og var hann þar sektaður um 1000 kr.,
en afli og veiðarfæri gjört upptækt.
Enskt herskip, „Galatea11 að nafni, flotafor-
ingi Cross, kom til Reykjavíkur 26. mai, og
dvaldi rúma viku hér við land. — Sagt er, að
skipið hafl rekið sig á ýmsa enska botnverp-
inga að landhelgisveiðum, og getur því flutt
sólarsöguna heim af þeim piltum.
Annað enskt herskip nokkru minna kvað
væntanlegt hingað, til þess að líta eptir, að
enskum botnvörpumönnum sé í engu misboðið.
Aðstoðarprcstur. Sira Jón Þorsteinsson, er
vikið var frá prestskap í vetur, af því að hann
hljóp frá brauði sínu, er af biskupi skipaður
aðstoðarprestur síra Arnljóts Olafssonar á Sauða-
nesi.
Prcstskosning. Síra Hafstcinn Pétursson,
prestur Tjaldbúðarsafnaðar i Winnipeg, kvað
hafa verið kjörinn prestur í Goðdalaprestakalli,
en jafnframt segir sagan, að hann muni nú
hættur við að flytja sig, og sitja kyrr i Winnipeg.
Hallærislánbeiðslur. 4 hreppar í Gull-
bringusýslu sóttu í vor um hallærislán til
sýslunefndar, vegna aflaleysisins við Faxaflóa;
mun það hvorttveggja, að ástandið er orðið all-
bágt þar syðra, enda fólkið næsta framkvæmda-
og úrræða-lítið, að því er kunnugir segja.
Stórstúkuþing var haldið í Reykjavík 6.—7.
júni, og mættu þar um 80 fulltrúar frá Good-
templarastúkum víðsvegar um land. Guðs-
þjónustugjörð f’ór fram í dómkirkjunni, áður en
fundurinn hófst, og sté sonur biskups, síra
Friðrik Hallgrimsson, í stólinn.
Drukknun. 3- júnímánaðar drukknaði maður
í Þorskafjarðará í Kollabúðardal í Barðastrand-
arsýslu, Gunnlaugur að nafni, faðir Árna bónda
á Kollabúðum.
Sjálfsmorð. Maður nokkur frá Fossnesi í
Árnessýslu, Eiríkur Jómsson að nafni, hvarf
fyrir skömmu frá heimili sínu, og ætla menn,
að hann hafi fyrirfarið sér í Þjórsá, enda hafði
hann lengi verið vanheill á geði.
Mannalát. Seint 1 maímánuði
síðastl. andaðist merkisbóndinn Þórður
Jönsson á Breiðabólsstað á Fellsströnd í
Dalasýslu, rúmlega sjötugur. — Hann
lætur eptir sig ekkju, Jöfríði að nafni,
og tvö uppkomin börn: Kristján, bónda
á Breiðabólsstað, og Hálldóru.
Ný skeð er og látinn Kristján bóndi
Kristjánsson á Höskuldsstöðum í Dala-
sýslu, sonur merkisbóndans Kristjáns
Tómassonar á Þorbergsstöðum í Laxár-