Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Page 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Page 6
178 Þjóðviljinn ungi. kvað hafa yfir lýst við ráðherrann í fyrra, er hann fór utan. Slík politisk tvöfeldni af fulltrúa stjórnar- innar er allt annað, en viðfelldin, svo að fuli von er, að ýmsir kunni þessu ílla, enda voru nú ýmsir þingmenn, að því er heyrðist; mjög á báðum áttum um það, hvort þeir ættu að þiggja boð hans, og eru þeir þó fæstir að því þekktir að hafna veizlu og góðgjörðum. Endalokin urðu þó, að flestir fóru, samkvæmt hinni gullvægu íslenzku reglu, að styggja ekki þá, sem í völdunum sitja. Skiptir slíkt og í sjálfu sér litlu, ef sama reglan væri þá ekki mun víðtækari, og næði einnig til afskipta margra af almennum málum. Læknapróf. 21. júní siðastl. lauk Þw-ður Edí- lonnson frá Bíldudal embættispróíi við lækna- skólann í Reykjavík, og hlaut II. einkunn (84 stig). Yesturfarir. Svo er að sjá, sam vesturfarar- hugurinn sé nú aptur að lifna, því að lO.júní síð- astl. lögðu umlOO vesturfarar af stað frá Reykja- vik með póstgufuskipinu „Laura". Af' vestur- förum þessum voru nær 50 úr Myrasýslu, og 19 af Alptanesi, en hitt flest úr ýmsum sýsl- um sunnanlands. Prestsvígsla fór fram í Reykjavíkurdóm- kirkju 19. júní, og voru þá þessir þrír presta- skólakandídatar vígðir af Hallgrími biskupi Sveinssyni: Jón Stefánsson til Lundarbrekku, Þorvarður Þorvarðarson til Fjallaþinga og Pétur Þorsteinsson, sem aðstoðarprestur fóður síns, sira Þorsteins Þórarinssonar í Eydölum. Strokumenn. Með gufuskipinu „Laura“, er 19. júní iagði af stað frá Reykjavík til útlanda, strauk síra Bjarni Þórarinsson á Utskálum til Yesturheims, með því að honum mun ekki hafa litizt ráðlegt, að biða dómsákvæðis hæztaréttar í sakamáli sínu. — Var þetta auðvitað hyggi- lega ráðið af síra Bjarna Þórarinssyni, og furð- aði marga, að hann skyldi ekki hafa strokið iöngu fyr, þar sem eptirlitið af lögreglustjórn- arinnar hálfu var ekki burðugra, en raun er á orðin. Með sama skipi ætlaði og ritstjóri „Dagskrár11, Sig. Júlíus Jóhannesson, að forða sér vestur um haf, til þess að komast undan sekta- og fang- elsis-dómum í meiðyrðamálum ýmsum, út af strákslegum rithætti í „Dagskrá", en með því að hann var, sem fyr, í peningavandræðum, og átti eigi fyrir fargjaldinu, var honum sleppt í land í Vestmannaeyjum, og sat þar, er síðast fréttist. — Er það hálf-ómyndarlegt af hr. Bev, Sveinssyni, og flokksbræðrum hans, er notað hafa Sigurð Júlíus til skammanna, að skiijastekki betur við hann, en þetta, og mæiist sú meðferð þeirra á manninum hvívetna hið versta fyrir. Ensk lierskip við ísland. Enska herskipið „Gaiatea" er nú fyrir nokkru lagt af stað heim- leiðis, en i þess stað hafa Bretar sent hingað annað minna herskip, er „Blonde" heitir, og liefur það lengstum legið á Reykjavikurhöfn, síðan það kom, og hafst ekki að. Laust prestakall. Svo sem áður hefur verið frá skýrt hefur síra Hafsteinn Pctursson í Winnipeg afsalað sér Goðdölum, og með því að hinn umsækjandinn, síra Brynjólfur Pétursson, vill nú heldur ekki hafa það, hefur prestakall þetta verið auglýst að nýju, — það er metið 770 kr. 77 aurar. Drukknnn. Vinnumaður frá Hvítárvöllum í Borgarfjarðarsýslu drukknaði ný skeð í Grímsá. íslenzku Vesturheimsprestarnir, síra Jón Bjarnason og sira Friðrilc Bergmann dvelja um hríð hér á iandi í sumar, og komu til Reykja- vikur með gufuskipinu ,,Botnía" 28. júní síðastl. -----oOC^OOo------ VII, 44.-45. ísafirði ló. júlí '99. Tíðarfar. Mikil rigninga- og óþurrka-tið hefur haldizt hér vestra, að undanförnu, unz í gcer breyttist til þerris, sem enn helzt. Aflahrögð góð hér við Ut-Djúpið, sem að undanförnu, þegar á sjó er farið, en beituskort- úr öðru hvoru, þá sild ekki f'œst; við Inn-Djúpið kvað vera hlað-afli á skelfisksbeitu. f I júní síðastl. andaðist að heimiii sínu, Fremri-Bakka á Langadalsströnd, Guðni bóndi Bjarnason. í s. m. lézt gamalmennið Arni Rafnsson að Kirkjubóli í Laugadal. ý 8. þ. m. andaðist að Kirkjúbóli í Skut- ulsfirði Jón Bjarnason, sem um mörg ár hefur búið á Fossum i Skutulsfirði. — Jón beitinn sýktist' i fyrra sumar, og var í haust fluttur til R.víkur til lœkninga; fluttist síðan hingað vest- ur fyrir skömmu, en versnaði þá svo, að hann eigi varð fluttur lengra en að kirkjubóli, og dó þar. .Tón heitinn lœtur eptir sig eltkju og 6 börn. j 9. þ. m. andaðist liér í hœnum unglings- stúlkan Sigriður Guðmundsdóttir (Gislasonar frá Stakkanesi); var hún við nám i Reykjavik fyrripart vetrar, en sýktist þar, og var flutt hingað veik til móður sinnar og venslafólks. ý 11. þ. m. andaðist hér í bœnum skósmið- ur Geir Tómasson, norðlenzkur að oettum, sonur Tómasar sál. Jónassonar bónda í Þingeyjarsýslu. — Geir heitinn var ungur að aldri, en þójafn- an heilsulitill um œfina. * Seglskipið „Nekken11 skipstj. Dreioe, lagði af stað héðan til Englands 8. þ. m., fermt hálf- verkuðum saltflski frá ritstjóra blaós þessa. (íuí'uskipin „Botnia" og „Skálholt11, komu hingað 5. þ. m„ og urðu samferða héðan áleiðis til R.víkur 7. s. m.; síðan hefur engin ferð fall- ið þangað suður. Grasspretta er prýðisgóð hér vestanlands, 158 svo broslegt, heldur öllu heldur til þess, að sýna með því drengaumingjanum, hve fjarri öllum sanni eg áliti þetta, sem liann sagði mér. „Já, það sækja að mér vofur! Það lætur hálf- hlægilega i eyrum, en annað orð get eg þó ekki yfir það haft; það sækja að mér vofur!u „En hvað er það þá, sem að þér sækir?u Hann gekk að mér, þreif utan um handlegginn á mér, og hvíslaði í hásum róm: „Það er hræðileg, ógurleg vera, sem gengur af mér dauðum, og stendur í vegi fyrir gæfu minni. Af aleíli hefi eg barizt gegn ófreskju þessari, talið um fyrir sjálfum mér, og hlegið að heimsku minui, en allt hefur Joað orðið árangurslaust, — já, árangurslaust! Að visu hverfur það stundum, en kemur svo apt- ur, — kemur aptur“. „Þetta er andleg ofþreytau, svaraði jeg, „sem staf- ar af svefnleysi, of miklum vindlareykingum, næturvök- um, og — ef jeg ekki þekkti þig að því, að vera stakasta reglumaim — myndi eg bæta hér við: af of mikilli nautn æsandi drykkja, og af of lítilli næringu. — En hefurðu annars nokkurt sérstakt atvik að halda þér að?“ „Já, víst hefi eg þaðu, anzaði hann hálf-önugur? „eða hefi jeg ekki sagt þér, að þetta muni drepa mig?u „En hvað er það þá, sem ætlar að drepa þig?u Hann spratt upp, gekk fram og aptur um gólfiý staðnæmdist fyrir framan mig, þreif aptur í handlegginn á mér, og mæiti: „Asjónau, sagði hann, og starði á mig tryllingslega, „karlmanns andlit, hræðileg náföl ásjóna, sem nálgast mig, afmynduð af dauðastríðinu, fol, skelfileg, ljót. Dauð- 168 byrja. Spurningar hennar viðvíkjandi liðan Clauds, báru vott um angist og umhyggju, og hvað létt varð yfir henni, er jeg sagði að hann mætti lieita albata, sann- færðu mig betur en nokkur orð um, hversu vænt henni þætti um hann. Hún leit á mig, augun voru hálf-lokuð, en þó gat jeg séð að augnaráðið var angistarfullt. „Hann sá andlitu, sagði hún, „sér hann það ekki framar?u „Hefur hann sagt yður nokkuð um hinar kynlegu hugsjónir, sem ónáða hann“, spurði jeg forviða. „Nei, ekki beinlínis, en það hefur stöku sinnum borið við, er hann hefur setið hjá mér, að hann allt í einu hefur stokkið upp og tautað: „Æ, þessi hræðilega ásjóna, þetta voðalega and'lit! Jeg þoli þetta ekki leng- ur!“ og svo hefiir hann þotið burtu, sem óður væri. Hvers konar ásjóna getur það verið, sem hann sér, doktor Mortenu. Jeg leitaðist við að telja um fyrir henni, og hélt fyrir henni ekki svo stuttan fyrirlestur, þar sem jeg út- skýrði fyrir henni allar orsakir til slíks heilaspuna. Hún hlýddi með athygli á orð mín, og virtistað fá hug- fróun við þau. Jeg kvaddi hana svo, og kvaðst vona að sjá hana næsta dag. Gfiptingin átti fram að fara í mestu kyrrþey, og þar eð jeg heyrði, að frú Despard ætti hvoiki frændur né vini, sem gætu leitt hana upp að altarinu, þá bauð jeg henni, þótt ekki væri það samkvæmt tizkunni, þar jeg var bróðir brúðgumans, að koma næsta morgun og fylgja henni til kirkjunnar, og tók hún því boði feginshendi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.