Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Blaðsíða 7
VIII, 44,—45. ÞjÓeVILJINN UNGI. 179 enda er víðast hvar byrjað á túnaslœtti fyrir nokkru. §j^F" Stálvírsstrengir, einn þumlungur að ummáli, ágætir í plógstrengi og spil, fást nú í verzluninni í lœknisgötu. lF»eir, er eiga mér skuldir að lúka, og sem eigi hafa samið við mig sérstaklega, aðvarast- um tafarlaust að greiða þær, því að öðrum kosti verða þær innheimt- ar með lögsókn. Onnur aðvörun en þessi, verður ekki gefin. ísafirði 15. jiilí 1899. H. S. Bjarnarson. MjólkurskilYindan ALFA COLIBRI er hin bezta handskilvinda, sem til er, og er brúkuð alstaðar, þar sem menn eru komnir lengst i smjörgjörð. Danir brúka hana eingöngu. Alfa Colibri liefir fengið 450 fyrsta flokks verðlaun, og meir en 160,000 eru í brúki af henni út um allan heim. Kostar með öllu tilheyrandi 150 krónur. Vér höfum fengið fjöldamörg vottorð frá Islandi, og bera þau öll með sér, að þessi hlutur sé alveg ómissandi fyrir landbóndann. Prófastur Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað skrifar: Mjólkurskilvindan Alfa Cólibri hefir um tíma verið notuð á heimili mínu, og reynzt mjög vel. Hún gefur meira og betra smjör, og sparar vinnu, og mun þvi að likindum borga sig á 1—2 árum, þar sem nokkur talsverð mjólk er. Jeg tel þvi vél þessa mjög þarflega eign fyrir hvern þann, sem hefir efni til að kaupa hana. Grenjaðarstað 19. des. 1898. B. Kristjánsson. Hinn alkunni og ágæti búmaður síra Arnljótur Olafsson skrifar: Mér er sönn ánægja að votta, að skil- vindan og strokkurinn Alfa Colibri liafa reynzt mér ágætlega i alla staði, og því tel jeg hiklaust, að þessi verkfæri sé hin þarfasta eign fyrir hvern búandi mann hér á landi, er hefir meðal mjólkurbú, eður stærra, með því þau spara mikið vinnu, drýgja smjörið töluvert, og gjöra það að góðri og útgengilegri vöru; þau fyrirgirða, að mjólkin skemmist í sumar- hitunum af súr, og óhreinkist i moldar- húsum, með því að mjólkin er þegar sett úr skepnunni í skilvinduna, og þar af leiðir einnig, að mjólkurilát vor þurfa eigi framar. En það álít jeg nauðsyn- legt, að leiðarvísir á islenzku fylgi hverri skilvindu. Sauðanesi M. marz. 1899. Arnljótur Olafsson. Mjólkurskilvindan Alfa Colibri fæst nú við allar verzlanir Orum og Wulfs, við Qrams verzlanir, og hjá kaupmönnunum Birni Kristjánssyni i Reykjavík, Sh'da Thoroddsen á Isafirði, Kristjáni Gíslasyni á Sauðárkrók, Halldóri Gunnlögssyni á Oddeyri, Stefáni Stefánssyni á Seyðisfirði, og Friðrik Möller á Eskifirði. Engir aðrir, en þessir menn, eða þeir sem einkasalinn síðar kann að fela það, hafa leyfi til að selja mjólkurskilvinduna á Islandi. Yér höfum iíka stærri skilvindur, til að snúa með hestafli vatns-eða gufu-afli, og sömuleiðis hinn ágæta AIFA STEOKK. Leiðarvísir á islenzku er sendur öllum hreppsnef'ndum á íslandi. Einkasöluna til íslands hefir •Takoto Cxunnlögsson, Niels Juelsgade 14, Kjobenhavn K. THE North British Ropework C o m p a n y Kirkcaldy í Skotlandi b íi a t i 1 rússneskar og ítalskar fískilínur og fojri. Manilla og kaðla úr rússneskum hampi. Allt sérlega vel vandað. Einkaumboðsmaður fyrir Island og Færeyjar. .Tal«>to («iimiÍOgsson, Kjobenhavn K. 162 „I hreinskilni að segja, já! farirðu varlega með þig, muntu aldrei fá snert af þessu framaru. „En hvers vegna kvíði jeg þá svona fyrir að koma til Lundúna? Já, en það er ekki vert að hugsa meira um það. Jeg fer með síðustu eimreið á miðvikudags- kvöld, og þá þarf jeg ekki að dvelja nema fáa tíma i Lundúnum. En viltu nú gjöra bón mína: fara héðan snemma á miðvikudag, hitta Judith, og segja henni, að við munum ekki hittast fyr en í kirkjunni“. „Jú, ef þér er það áhugamál. En er ekki betra, að þú skrifir henni um það?“ „Jú, það hefi jeg líka liugsað mér. En það er ýmislegt annað smávegis, sem þú verður að koma í lag fyrir mig. Að vísu hefi jeg fengið leyfisbréf, en þú verður að gjöra kirkjuþjóninum aðvart um það; sömu- leiðis verðurðu að tala við sameignarmenn mína, þeirn mj-ndi að vonum þykja það kynlegt, ef jeg gipti mig og ferðaðist burtu, án þess að láta þá vitau. Þar eð jeg áleit að hollast væri, að hann fengi vilja sinn, lofaði jegað gjöra eptir beiðni hans. Strax og jeg kom til Lundúna, gekk jegbeinaleið upp til frú Despard, og var mér kært að fá tækifæri til að tala við hana i einrúmi. Jeg ætlaði sum sé að biðja hana að bera umhyggju fýrir Claud, svo ekki yrði hann fyrir slíkum taugasjúkdómi, sem jeg nú hafði læknað á lionum. — Hún leit ekki eins vel út, og þegar jeg sá hana síðast, það var sern sífelld ókyrrð væri á henni, og hún virtist taka það nærri sór: að vera róleg. Hún lét ekki i ljósi með einu orði, að hún fýndi sig móðgaða af hinu kynlega atferli Clauds, að vilja ekki koma tii höfuðstaðarins, fyr en gipt-ingarathöfnin átti að 159 inn, eða hinn aðsvífandi dauði, dauði af manna völdum skín út úr hverjum drætti. Allt er afmyndað af sárs- auka. Augun ætla út úr höfðinu, hálsinn þrútinn af áreynzlu. Mikla dökka hárið liggur slótt og vott að höfðinu, þunnu varirnar hreifast, þær sýnast hreyta úr sér óbænurn, þótt ekkert hljóð heyrist. En hvers vegna keinur það til mín, hvers vegna einmitt til mín? Hver er þessi framliðni maður, sem eyði- leggur líf mitt með augliti sínu? Frank, bróðir minn, sé þetta veikleiki eða brjálsemi, þá læknaðu mig, só það eitthvað annað, þá láttu mig deyjau. „Claud“, sagði jeg, „þetta er mesta bull, sem þú ferð með. Lækna þig! Jeg skal svei mér lækna þig. Átt-aðu þig nú vel, og segðu mér svo hvernig þessi hugsjón sýnir sigu. „Sýnir sig! Hvernig það sýnir sig? Það dregst saman i einhverju horninu á herberginu, það myndast og fær lögun, það starir á mig frá þilinu, það lítur t-il mín upp úr gólfinu. Ætíð og æfinlega sama voðalega náföla ástjónan, ógnandi, formælandi, stundum hæðandi. Hvað getur það verið?“ Jeg hafði nú þegar útskýrt fyrir vesalings drengn- um orsakir þessarar sjónar, svo jeg sá til einkis að ítreka orð mín. „Segðu mér, hvenær þú sérð þaðu, spurði jeg, „að nóttunni í myrkri?u Hann hikaði við að svara, og virtist hálf óþreyju- fullur. „Neiu, sagði hann svo, aldrei að nóttunni eða í inyrkri. Að eins i dagsbirtunni. Það, sem mest kvelur mig, er hin vaxandi skelfing, sem þvi fylgir. Kæmi það yfir mig að nóttunni, gæti jeg álitið að það væri

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.