Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1899, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1899, Side 2
2 Þjóðvil jinn. Jiretar eiga sem mest að vinna í Afrílcu, til þess að leggja undir sig Persálcmd, og ef til vill Afghanistan, ■ þvi að jafnan hefur þeim verið það rikt i kuga, að auka ríki sitt þar suður á bóginn, og ná sér í hafnir við persneska íióann. Þykja Bretum þetta hinar verstu fréttir, með því að yfirráðum þeirra á Indlandi getur þá verið hætta búin, ef Bússar komast í nágrennið; en á hinn bóginn örðugt, að keyja ófrið í tveim heimsálfum í senn. — — í Danmörku or ný skeð látinn Nutzliorv amtmaður. — Hann var tvi- vegis dómsmálaráðherra Dana, á árabil- inu 1860—’70, og stýrði þá jafn framt málefnum Islands, svo sem venja er um þá herra. í fjárlagafrumvarpi því, er stjórnin lagði fyrir rikisþingið í haust, er farið fram á aukna fiárveitingu til strandgæzlu hér við land, og er sú tilætlunin, að „Heimdallur“ verði þá 21/2 mánuði leng- ur við strandgæzluna, en að undan förnu. — Sagt er, að þessi tillaga stjórnarinnar muni fá góðan byr hjá ríkisþinginu, og styðja aðfarir botnverpinga á Dýrafirði í síðastl. októbermánuði ekki hvað minnst að því. Yngsti sonur konungs vors, Valdemar prinz, er fyrir skömmu lagður af stað til Síam, með fríðu föruneyti, á herskip- inu „Valkyrjen11, og er það einkum til þess gjört, að auka Verzlunarviðskipti Dana við Asíu-þjóð þessa. — Hafaýms- ir Danir hafst þar við á síðari árum, og grætt þar stórfé á verzlun. — Konurig- urinn í Síam hefur og sent syni sína til Kaupmannahafnar, til þess að læra þar hernaðar-íþrótt o. fh, og ýmsir Danir eru hjá honum í miklum metum, því að hann álítur sér vinfengið við smáþjóð, sem Danir eru, hættulaust, en þarf að koma mörgu í lag í ríki sínu, sem Dan- ir geta leiðbeint honum við. ----- Norðmenn hafa nú loks áunnið það, að sambandsmerkið, í einu horninu á fána þeirra, fellur burtu, og hinn „hreini norski fániu blaktir hér eptir á skipum þeirra. — Hafði stórþingið þrí- vegis samþykkt lög um þetta efni, og þurfti ekki konungssamþykkis við, sam- kvæmt grundvallarlögum Norðmanna, enda hefur nú Oscar konungur, þrátt fyrir mótmæli hinna sænsku ráðherra sinna, skipað að láta lögin koma til framkvæmdar. Stórkostlegt manntjón varð í Noregi föstudaginn 13. okt. og aðfara- nóttina 14. okt. síðastl. Fyrir utan mynni Þrándheimsfjarðarins liggur eyja- klasi, er Titteren nefnist, og nokkru ut- ar lá 13. okt. mesti fjöldi báta, enda svo hundruðum skipti, og seglskip nokkur og ^gufuskip, og voru allir að síldarveiðum (i reknet); en flest voru skipin frá eyj- unum Hitteren og Fröjen, og höfðu menn sótt mjög djarft sjóinn, þótt veður væri ískyggilegt, œeð því að aflazt hafði all- vel rétt áður, og síld var í afar-háu verði. En seint um kvöldið 13. okt., og nóttina þar á eptir, gerði aftaka norð- vestan rok, svo að flestir misstu þegar net sín, og tóku að sigla til lands; nóttin var koldimm, sjórokið afskaplegt, svo að ekki sá til vita eða leiðarljósa, en fjörð- urinn víða mjög skerjóttur, og braut víða, vegna stórsjóanna. — Fbrust þar um 60--80 slcip alls, án þess nokkurri hjörgun, eða mannhjálp, yrði við lcomið, og drukkn- uðu alls um 250 manna, með því að sum skipin sigldu livert á annað í náttmyrkr- inu og ósjónurn. -- Fm skaði sá, er orð- ið hefur á slcipum og veiðarfærum, slciptir hundruð,um þ úsunda. í sama veðrinu varð og annar mann- skaðinn frá eyjunni Rövær, sem er dálit- ið fiskiver skammt frá bænum Haugasundi. Eyjarskeggjar voru alls um 100 að tölu, og hafði einn þeirra misst konu sína, og flutt likið til gréptrunar til Haugasundi. og hafði 4 elztu börnin ineð sér, en 3 voru heima. Flest fullorðið fólk á eyj- unni hafði og farið til Haugesund, til að fylgja líkinu til grafar, og hélt fólk þetta svo allt af stað, að groptraninni af staðinni, að kvöldi 13. okt., en tyndist hvert mannsbarn á heimleiðinni, svo að á þessari litlu eyju sitja nú eptir 11 ekkjur og 35 fóðurlaus börn. Alls liafa því á þessari einu nottu far- izt nálœgt 800 manns, og mun þetta þvi vera eitthvert stórkostlegasta og voða- legasta slysið, sem orðið hefur við vest- urstrendur Noregs á þessari öld. ■— Dr. Andróe, norðurfarinn, er nú al- mennt talinn af, og hefur embætti hans í Svíþjóð því þegar verið veitt öðrum. Bréf frá Berlin. Eptir Þorvald Thoroddsen. Berlin 11. október 1899. Það er nú all-títt, að vísindamenn úr ýmsum löndum hafa fundi með sér, nokk- urs konar allsherjarþing, til þess að ræða vísindaleg málefni, kynnast hver öðrum, og gera ákvarðanir um ýmislegt, er snert- ir vísindin. Á slíka fundi koma menn úr öllum áttum, þar er engin úlfbúð eða þjóðarígur, ekki hugsað um neitt, nema aukning þekkingarinnar. Sérstak- lega eru náttúruvísindin alþjóðleg; þau ná yfir jörðina alla, og rannsóknirnar hafa jafnt gildi, hvar sem þær eru gjörð- ar, ef þær að eins eru dyggilega af hendi leystar. Fundir landfræðinga og jarðfræðinga eru optast mjög fjölmennir, því þær fræðigreinir eru nú stundaðar af miklu kappi um allan heim. Á slíka fundi koma frægir ferðamenn og land- kannarar, berserkir og vígamenn sunn- an úr Afríku, jarðvöðlar og klakaklárar norðan frá heimskauti, og á slíka menn er múgnum jafnan starsýnt; landfræð- ingafundir vekja því vanalega meiri eptirtekt hjá alþýðu og blaðamönnum, en aðrir visindafundir. Fundir þessir eru ekki haldnir nema 4. eða 5. hvert ár, og aldrei nema i höfuðborgum stórþjóðanna; XIY, 1,—2. er þá allt gjört til þess, að gjöra fundina svo hátíðlega, sem föng eru á, og er út- lendingum sýnd hin mesta gestrisni og kurteisi í hvívetna. Seinasti landfræð- ingafundur var haldinn i London 1895, og var þar mikið um dýrðir; þó ber öll- um saman um, að landfræðingaþing það í Berlín, sem nú er lokið, hafi borið af öllum slíkum samkomum, bæði að ytra og innra gildi. Ber margt til þess, að fundarhald þetta hefur svo heppilega tekizt, og það helzt, að Þjóðverjar eru landfræðingar mestir allra þjóða, og má ovo heita, að vísindaleg landfræði hafi skapazt í Þýzkalandi, og hefur þar þeg- ar náð miklum þroska. Þessi hin nýja landafræði er með öllu byggð á náttúru- vísindum, fæst við allt eðli jarðarinnar og lögmál lífsins á jörðunni, grennslast eptir orsökum þess, sem nú er, hvernig yfirborð landa hefur breyzt og til orðið, og hvernig lífig hefur þróazt og útbreiðzt um jörðina. Þessi landafræði er því allt annað en það, sem því nafni er nefnt í skóla, og á ekkert skylt við þann þurra- bruðning staðanafna, sem Halldór og Granzow kenna. Hinn 23. september fórum við hjónin til Berlín, og vorum þar á landfræðinga- fundinum, sem stóð frá 27. sept. til 5. október. Eg rita þessar línur af því eg held, að einhverjum þyki ef til vill gam- an að heyra um þessa glæsilegu sam- komu, og um BerJínarborg, liina skraut- legu höfuðborg eins hins voldugasta ríkis. Þó Berlín só nærri Höfn, koma þangað tiltölulega mjög fáir landar, og enn færri rita um það, sem þar er að sjá. Búms- ins vegna verð eg að fara fljótt yfir, því um annað eins efni mætti skrifa stórar bækur. Þó vegalengdin sé all-mikil frá Kaup- mannahöfn til Berlínar, (60 milur dansk- ar; eins og frá Reykjavík norður á Langa- nes), þá er það þó fljótfarið, lestin fer frá Höfn kl. ÍO1/* f. h., og kemur til Berlín kl. 9 um kvöldið. Það má því heita, að stutt dagleið só frá Höfn til Berlín. Leiðin liggur beint suður Sjá- land til Gjedser, sem er mjór oddi á Falstri, syðsti tangi Danmerkur. Sjáland er mjög frjósamt land og matarlegt, hvergi sézt á stein, og hvergi er órækt- aður blettur; þar eru eintómir akrar, garðar og engi, með dreifðum snotrum byggingum og bóndabýlum, en þorp og kirkjur á stangli. Á landamerkjagörðun- um milli akranna eru raðir af víðitrjám, en annars er fremur lítið um skógar- bletti á Suður-Sjálandi; Norður-Sjáland er aptur frægt fyrir hina fógru beyki- skóga. Þó eru á þessari leið líka tré á stangli, og sumstaðar greniplantanir all- stórar. Yið Masnedsund fer járnbrautar- lestin út á ferju, sem ber hana með öllu dauðu og kviku yfir á Falster, þá þeyt- ist maður aptur áfram um fögur akur- lönd, unz komið er til Gjedser; þar er stígið á skip. Milli Gjedser og AYarne- miinde ganga þýzk póstskip, fremur litil og ósnotur. Sundið millum Danmerkur

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.