Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1899, Síða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1899, Síða 8
8 ÞjÓÐVIL 3 INN. XIY, 1.—2. LE81Ð! YiS undirritaðir auglýsum hér með, að við höfum komið okkur saman um, að selja hór eptir allt, sem við smiðum, bæði nýtt og gamalt, með sama verði, og ept- ir fóstum verðlista. Hvað verðið snertir, þá er það svo lágt, sem unnt er. Útlán eiga sér ekki stað, en innskrift tökum við hór í flestum verzlunum, ef ekki er hægt að borga i peningum. ísafirði -‘2/? 1899. 13. Benónýsson, Skúli Einarsson. THE North British Ropework Company Kirkcaldy í Skotlandi * búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur og focri. Manilla og kaðla úr rússneskum hampi. Allt sórlega vel vandað. Einkaumboðsmaður fyrir Island og Færeyjar. .Takob Grunnlögsson, Kjobenhavn K Jeg hafði í hór um bil 15 ár þjáðzt af taugaveiklun og þunglyndi (geðveiki), svo að jeg varð á endanum að liggja stöðugt rúmföst í eitt ár samfleytt. Jeg leitaði ráða hjá mörgum læknum, og keypti meðul af þeim, en það kom allt fyrir ekki. Þá tók jeg það til bragðs, að kaupa Kína-lifs-elixir frá herra Valdi- mar Petersen, Frederikshavn, og eyddi jeg fyrst úr nokkrum glösum, en við það brá mér svo til heilsu, að jeg fór dagbatnandi. Jeg hefi nú tekið þessa magadropa að staðaldri í 3 ár samfleytt, og fengið fyrir það fullan bata, og vona, að jeg verði alveg jafngóð, ef jeg held áfram með hann. Það er mér sönn ánægja að geta borið þetta, og jeg vil því ráða hverjum þeim, sem eitthvað líkt gengur að og að jjmér gekk, að neyta þessara magabropa. Hrafntóptum. Sigríður Jónsdóttir. IYína-líís-olexíi*inn fæst bjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lifs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir því, að Vþ,r'' standi á flöskunni i grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafhið Yaldemar Petersen, Nyvej 16 Kjöbenhavn. Til lieimalitunar viljum vér sórstaklega ráða mönnum til að nota vora pokkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því, að vel muni gefast. I stað hellulits viljum vór ráða mönn- um til, að nota heldur vort svo nefnda „Castorsvart“, þvi þessi litur er miklu fegurri og haldbetri, en nokkur annar svartur iitur. Leiðarvísir á íslenzku fylg- ir hverjum pakka. Litimir fást hjá kaup- mönnum alstaðar á Islandi. Buehs Farvefabrik, Studiestræde 32, Kjebenliavn, K. Jörð til ábúðar. Jörðin Þjóðólfstunga í Hólshreppi, 12 hundruð að f. m., fæst til ábúðar frá næstk. fardögum. Semja má við Jens bónda Olafsson í Þjóðólfstungu. — Fundizt hefur á Arnardalshálsi svipa nýsilfurbúin. — Réttur eigandi getur vitjað hennar til undirskrifaðrar, mót því að borga sanngjörn fundarlaun og auglýsingu þessa. Arnardal 1S/14 ’99. Sigríður Þorleifsdóttir. Notið Fineste n Itívncl iiiíiviBlt Export Kaffe Surrogat ódýrasta og bezta kaffi-drýgir sem fæst i verzlununum. F. Hjorth & Co Kaupmannahöfn K. PRBNTSMIBJA UJÓÐVII.JANS 2 þrítugur, og því hætti eg þá líka við lögfræðisnámið, sem eg hafði lagt stund á um hríð, og holaði mér niður í húskytru einni uppi í sveit, og sökkti mér þar niður í vísinda-grúskanir. Svona var nú hag mínum komið, þegar jeg fékk þá fregnina, að jeg væri eigandi ^orðinn að höllinni Thurnau, og fann eg þá lítt, að mig langaði til hí- býlaskiptanna. En þessa óbeit mína á bústaðaskiptunum fann eg þó, að öllu vel yfirveguðu, að jeg hlaut að yfirvinna, með því að mér sómdi eigi, að skorast undan skyldum þeim, er eign hallarinnar lagði mér á herðar. Jeg flutti því til hallarinnar, og tók einkavini mína, bækurnar, með mér. Höllin Thurnau liggur á Norður-Þýzkalandi, þar sem flatlendið er einna mest. I fyrndinni, áður en farið var að nota fallbyssurn- ar, hefur þar án efa verið bezta virki, því að höllin var þá urakringd af flóa á alla vegu, sem fullur var af hættulegum dýjum, er örðugt var að varast. Það var ekki á annara færi, en duglegra og þaul- kunnugra leiðsögumanna, að þræða eptir stígunum og styllunum yfir flóann, sem víða voru kuldir sefi og háu grasi. En þótt íllt væri viðfangs, að þerra upp þetta kviksyndi, tókst það þó með tímanum, og skurður var grafinn, til þess að veita saman ánum, er r. nu þar i grenndinni. Höllin sjálf var ferstrend, dökk til að sjá, og í miðaldar átýl, byggð úr rauðum steini, er wkk á sig blóðlit, er hann vöknaði. 3 Umhverfis höllina hafði verið sýki, sem á þrjá vegu var nú orðið upp þornað, og þreifst þar nú mæta vel alls konar illgresi og engjablóm. Já, það var víst um það, að villijurtunum geðjað- ist vel að jarðveginum þeim; en aldrei gat jeg samt skilið i því, að frændi minn skyldi hafa unað því, að sjá allt þetta íllgresi umhverfis húsið sitt. Á einn veginn var hallar-sýkið aptur á móti djúpt, sem í fyrri daga, og lá þar nií yfir það trébrú, með há- um og fáránlegum trégrindum, í stað hengibrúarinnar, sem fyr hafði verið. Múrveggir hallarinnar voru fjarska þykkir, svo að dimmt var í húsinu inni. Ærið var þar inni af gömlum og þunglamalegum hús- gögnum, en fátt eitt, er til prýðis eða þæginda gat talizt. Að eins í einu herberginu, í herberginu, sem frændi minn hafði búið í, voru tveir hægindastólar með uýrra sniði, fáeinir fallegir bikarar, og nokkurar fágætar eir- stungumyndir. Niðri í húsinu var salurinn, borðstofan, og tvö önnur herbergi, minni. Svefnherbergin voru uppi á loptinu, og vinnufólk- ið hafðist við í nýrri útbyggingu, bak við höllina. Sjálfur hafði eg valið mér til ibúðar turn einn, er gnæfði fram af einu horni hallarinnar. Yaldi eg turn þenna sumpart af því, að herbergin voru þar viðfelldin og björt, og sumpart af því, að þar hafði jeg áður búið, þegar jeg á æskuárunum hafði heim- sótt frænda minn sáluga. Úr turni þessum þótti mér opt yndislegt á að líta, hvernig síðustu kvöldsólar geislarnir sökktu sér ofan í

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.