Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1900, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1900, Blaðsíða 2
BO Þjóðviljinn. XIV, 8. frumvarp til nýrrar skipunar á presta- köllum landsins; var það samþykkt af þinginu, og þannier fæddust prestakalla- lögin 27. febr. 1880. Samkvæmt þessum lögum var presta- köllum á Islandi fækkað niður í 141, síðan hefur þeim verið fjölgað aptur um eitt, svo nú í aldarlokin eru þau 142. Tilgangur laga þessara var auðvitað sá, að bæta hag prestastéttarinnar; ráðið, sem til þess var haft, var að jafna presta- kö!lin að tekjum, leggja sum þeirra nið- ur, steypa brauðum saman, og taka frá einu og leggja hinu. Með þessu móti hækk- uðu tekjur hinna rýrustu brauðanna all- mikið, og að því leyti var veruleg bót að lögum þessum. En brátt kom það samt í ljós, að hvorki prestar nó söfn- uðir voru yfir höfuð ánægðir með lög þessi. Úr öllum áttum hafa komið kvart- anir yfir hinum rniklu samsteypum og árgjöldum, og óskir um að sundra því aptur, sem sameinað hafði verið, enda hefur næstum á hverju þingi verið hringl- áð aptur og fram með lög þessi, án þess þó, að nokkrar verulegar bætur hafi með því fengist á hag prestastéttarinnar. Lög þessi eru og að ýmsu leyti bund- in stórmiklum annmörkum fyrir prestana Argjöldum þeirra prestakalla, sem ekki höfðu nógar jarðir til útlagningar, verða prestar að svara landssjóði í peningum, hvernig sem þeirn gengur að ná tekjun- um; þeim er með lögum þessum lögð á herðar gjaldheimta fyrir landssjóð. Þetta er slæm viðbót við þeirra eigin gjaldheimtu; enda hefur margur prestur- inn síðan 1880, komizt í hann krappann við landssjóðinn, og mun af alhug hafa óskað þess, að vera laus við þessa inn- heimtu, það þótt tekjur hans væru tölu- vert minni, að þessu árgjaldi frá dregnu, en þær eru á pappírnum. — Lög þessi hafa bakað prestum áhyggjur og and- streymi, og gjört suma þeirra að van- skilamönnum, af því að þeirn hefur verið litt mögulegt, að standa í skilum. — Hinar miklu sameiningar prestakall- anna hafa leitt til þess, að sum presta- köll hafa orðið svo víðlend og örðug, að sæmileg þjónusta þeirra er lítt möguleg, og er það hvorki holt fyrir presta nó söfnuði. En það, sem einkum veldur því, að lög þessi koma prestum að minna haldi, en skyldi, er það, að engin breyting eða bót hefur enn verið ráðin á launum presta að öðru leyti; þar situr allt við sama, og fýrir meir en hundrað árum. Launalög allra annara embættismanna landsins eru marg-endurbætt og endur- samin nú á nokkrum árum, og því snið- in eptir efnum og ástæðum lands og þjóðar, og þörfum embættismannanna. Launalög prestanna eru á annað hundr- að ára gamlar forordningar, sem alls ekki eiga lengur við þessa tíma, og eru því orðin óhentug og ranglát, bæði fyrir presta og gjaldendur. III. Samkvæmt gildandi brauðamati munu tekjur allra prestakalla landsins nema um 187 þúsund krónum; verða það um 1300 krónur að meðaltali á hvert prestakall. Á pappírnum er þetta, að voru áliti, full-viðunanleg upphæð fyrir prestastétt- ina, og væri allar þær tekjugreinir, sem fólgnar eru í þessari upphæð, byggðar á sanngjörnum og vissum grundvelli, Og engin vafi á gjaldskyldu landsmanna, það er til þeirra kemur, og að öðru leyti eins mikil trygging fyrir því, að prestar fengju þessi laun, sem þeim eru ákveð- in, eins og aðrir embættismenn þjóðarinn- ar, þá væri lítil ástæða fyrir þá, að æskja breytingar á launum sínum. Það er og sjálfsögð skylda þjóðfélags- ins við verkamenn sína, að setja fullar tryggingar fyrir því, að þeir fái þau laun skilvíslega greidd, sem þeim eru lofuð eða ákveðin; annars fer þjóðfélaginu eins og óskilsömum húsbónda, sem refjast um kaupgjald hjúa sinna. — Yór dirfumst að segja, að prestar liafi um langan aldur sætt líkri meðferð, og hjúin hjá óskilvísu húsbændunum. Eins og kunnugt er, er fullur þriðj- ungur allra presta-teknanna, eða hinar svo nefndu sóknar-tekjur, offur, dagsverk, lambseldi, tíund og lausamannagjald, að mestu leyti byggðar á æfar-gömlum og úreltum laga-ákvæðum. Reglugjörð frá 17. júlí 1782, með heilli halarófu af kóngsbrófum, eru enn hin gildandi lög hvað þessar tekjur snert- ir. Eptir þessum lögum eiga prestarnir sjálfir að innheimta þessar tekjur sínar. Svo mikið og margt hefur breyzt hér á landi í þau 117 ár, síðan þessi reglu- gjörð var út gefin, að engann þarf að furða á því, þótt hún só fyrir löngu orðin ó- hentug og úrelt lög. Lifnaðarhættir og atvinnuvegir lands- manna hafa breyzt stórkostlega á þessari öld. Heilir fiokkar manna hafa myndast, sem ekki voru til fyrir síðastliðin alda- mót, og sem því reglugjörð þessi ekki nefnir á nafn. Ef semja ætti ný lög um greiðslu þessara gjalda, mundi engum löggjafa detta annað i hug, en að gjöra þessa menn gjaldskylda ásamt þeim, sem hin eldri lög skýlaust nefna; að sleppa þeim, væri hið mesta ranglæti gagnvart hinum eldri gjaldendum. En nú eru engin lög til um gjald- skyldu þessara manna, og þess vegna sleppa þeir ýmist alveg við þessi gjöld, eða sum þeirra eru tekin af þeim sam- kvæmt venju, sem myndast hefur smátt og smátt til uppfyllingar hinum úreltu lögum. Auðvitað eru margir þessara borgara þjóðfélagsins eins vel og betur færir til, að inna gjöld þessi af hendi, og þeir, sem þessi fornlög ákveða, að gjalda skuli. Hér af flýtur því hið mesta ranglæti, þar sem sumir landsmenn verða að gjalda þessi gjöld, en aðrir sleppa alveg við þau, þótt í engu séu ófærari að inna þau af hendi. I annan stað leiðir af þessu hina mestu róttaróvissu um gjlld þessi, svo bæði prestar og gjaldendur vaða opt í villu og svíma, hvað löglegt só i heimtu og lúkning sumra þeirra. — Enn fremur koma sum þessi gjöld, t. d. offrið, lainbsfóðrið og dagsverkið, mjög ójafnt niður á gjaldendum, og mega úemur teljast ósanngjarn nefskattur, en sanngjarnar álögur, byggðar á efnum og gjaldþoli gjaldendanna; liefur þetta verið svo marg sýnt og sannað, að vér fórum ekki frekar út i það hór. A hverjum kemur nú þetta úrelta og rangláta fyrirkomulag þyngst niður? Á prestunum; á því er enginn efi. Þeim eru veitt prestaköll með ákveðn- um launum, sem að miklu leyti eru byggð á þessum óvissa grundvelli, og þessi laun eiga þeir sjálfir að sækja í vasa hvers gjaldenda, þar sem aðrir em- bættismenn landsins fá sín ákveðnu laun útborguð upp á eyri í peningum úr landssjóði. I þessari gjaldheimtu reka prestarnir sig opt á Óvissu og vafaspurningar, í stað klingjandi myntar, og þegar þeir svo bera þessar vafaspurningar upp fyrir yfirboðurum sínum, þá verða þeir all- optast litlu fróðari, nema hvað þeir tið- ast fá það svarið, að spurningin „heyri undir úrsit dómstólanna“. Eptir því, sem þessu máli er varið, er ekkert að setja út á slík svör, þau eru í alla staði eðlileg og engin afsvör; en vasi fatækra presta þyngist lítið við þau. Þeir munu all-optast heldur fella niður fjárheimtuna, en sækja það og það dagsverkið með laga-aðförum við sókn- arbörn sín, enda er sú leið heldur ekki viss til heppilegra úrslita fyrir þá, eins og liór er máli háttað. Enn er það og ótalið, að prestar munu næsta opt tapa töluverðu af tekjum sín- um, sökum þess, að gjaldendur, vegna fátæktar, ekki geta innt þau af hendi, þótt þeir fegnir vilji, og enginn vafi só á gjaldskyldu þeirra, en þetta teljum vór þó minna um vert, en það, sem áður er nefnt. Reyndar myndu hinir embættis- mennirnir verða súrir á svipinn, ef„Sjóð- ur gamliu segði um einhver mánaðamót- in, er þeir koma til hans eptir launum sínum: „Hú get jeg ómögulega borgað yður góðir hálsar, þvi að buddan mín er alveg tóm, og jeg hef enga von um að fá neitt í hana fyrst ura sinnu. Hin nýja löggjöf liefur gætt þess vandlega, að svipta presta öllum þeim hlunnindum, sem þeir höfðu samkvæmt eldri lögum, án þess að bæta þeim það upp með einum eyri. En viðþau, gömlu lögin, verða þeir að búa þann dag í dag, sem valda því, að meiri og minni hluti þeirra launa, sem þeim eru ákveðin með lögum, kemur aldrei í þeirra vasa. Það eru kjörin, sem hin „frjálslynda og þjóðlega prestastétt“ Islands á við að búa í lok 19. aldarinnar. (Meira.)

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.