Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1900, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1900, Blaðsíða 2
38 Þjóðviljinn. XIV, 10. irstöðu, að prestar geti rækt embætti sín í alla staði sómasamlega, sem reynzlan og befur sýnt. Sama er að segja um það, þótt prestar taki nokkurn þátt í ýmsum veraldlegum störfum, t. d. sveit- arstjórn í sóknum sínum, enda tekur og stjórn fátækramála beinlínis til embættis- afskipta þeirra. Margt af því, sem þetta afskiptaleysi presta af öllum sköpuðum blutum, nema embætti þeirra, befur verið rökstutt með, gengur öfgum næst. Eins og til þess verður að ætlast af prestum, að þeir ekki vasist í svo mörgu, að þeim verði litt mögulegt, að rækja embætti sitt vel, eins er óbætt að fullyrða, að presturinn getur í mörgum þeim störfum, sem ekki beinlínis snerta embætti bans, gjört eigi all-lítið, og enda eins mikið og í prédik- unarstólnum, til andlegrar uppbyggingar safnaðar síns. Hann getur verið prestur og sálusorgari optar og víðar en meðan bann er í hempunni eða kirkjunni; bann getur með afskiptum sínum af allsendis ókirkjulegum málum unnið mikið að and- legum framföium sóknarbarna sinna. Því viðar, sem presturinn getur sýnt i verk- inu ávaxtarsaman kristindóm, því viðtæk- ari geta ábrif bans verið til stuðnings því, sem gott er og uppbyggilegt. Yér bikum oss því ekki við að fullyrða, að sá prestur, sem lætur ljós sitt skína, ekki einungis í prestsverkum sinum utan kirkju og innan, beldur og í búskap, sveitar- stjórn, fátækrastjórn og hverju öðru, sem sóknarbörnum bans má að gagni koma, er að öllu samtöldu uppbyggilegri mað- ur, bæði fyrir kirkjufélagið og þjóðfélag- ið, en binn, sem hliðrar sér hjá öllum veraldlegum störfum, þótt bann ræki em- bætti sitt sómasamlega. Jafnhliða þeirri breyting á launum prestanna, sem framan nefnt frumvarp fer fram á, er sjálfsagt að jafna tekjur prestakallanna miklu meira, en nú er. Eins og veitingum brauða er nú komið, mega prestar búast við, að sitja í sama prestakallinu allan sinn aldur, þótt þeir standi að öllu leyti beiðarlega i stöðu sinni. Það er þvi mjög ósanngjarnt, að laun prestanna séu eins misjöfn og þau nú eru, og sumir prestar verði alla sína æfi, að lifa við önnur eins sultarlaun, og mörgum prestaköllum nú fylgja, þarsem aðrir prestar engu verðugri geta alla sina embættistíð notið all-hárra launa. Það má jafna prestaköllin án nokkurra verulegra útgjalda fyrir landssjóðinn kæmist þessi breyting á. Við árgjöld frá brauðum ættu prestar sömuleiðis alveg að losna. Það gæti og komið til mála, bvort ekki mætti lækka nokkuð aðal-upphæð þá, sem landssjóður, samkvæmt þessu frumvarpi, á að greiða. Þótt tekjur margra binna betri prestakalla yrðu töluvert hækkuð, um leið og þessi breyting kæmist á, væru þau full sómasamlega launuð, og það því fremur, sem tekjurnar yrðu vissari. Það teljurn vér sjálfsagt, að slengja ekki þessum útgjöldum á landssjóðinn án þess, að sjá honurn fyrir auknum tekj- um. Það eru beldur engin sérleg van- kvæði á, að fá þær tekj ur. Þingið hefur þegar tekið það ráð, til að auka tekjur landsins, að leggja innflutningsgjald á ýmsar útlendar vörur, og virðist sú að- ferð vinsælli, en beinir skattar. Vér böfum um ærið margt að velja, sem eins vel mætti leggja töluverðan innflutnings- toll á, eins og kaffið og sykurinn. Með svo sem belmingi bærri tolli, en kaffi- tollurinn er, á öllum öðrum nýlenduvör- um, fengist meir en helmingur þessarar uppbæðar að frá dregnum innheimtulaun- um, og virðist litil ástæða til, að blífa þeim fremur en kaffinu og sykrinu. Þá væri og ekki mikið á móti því, að leggja drjúgan toll á alla útlenda álnavöru sem bingað flyzt, því verri og óheilnæmari óþarfi fyrir líf og beilsu landsmanna, en t. d. sirzin og léreptin, kemur varla út í íslenzkt veður. Yrði töluverður tollur lagður á þessar vörur næmi hann miklu meiru, en uppbæð þeirri, sem hór ræðir um; en eins og fjárhagshorfur landssjóðs nú ,eru, kæmi sá tekju-auki sannarlega í góðar þarfir. Tollur á þessum vörum gæti og ef til vill stuðlað að því, að vór fleygðum siður ull vorri á útlendan mark- að fyrir smánar-verð, til þess að fá fyrir bana útlend sirz og lérept, oss til lítils skjóls en mikils beilsutjóns. En bæði þetta, og margt annað er að þessu máli lítur, þarf rækilegrar íbugun- ar og undirbúnings; verðum vór að telja það vel farið, að þetta launamál fór ekki lengra á siðasta þingi. Nú gefst bæði þjóð og stjórn kostur á að athuga það til næsta þings. Kirkjustjórnin befur nú, samkvæmt tilmælum þingsins, lagt það undir áiit og atkvæði allra safnaðaþjóð- kirkjunnar; er lítið efamál, að landsmenn munu yfirleitt vilja aðbyllast þessa breyt- ingu, svo gjarnan vilja menn nú losast við alla beina skatta, þótt réttlátari séu, en þessi gjöld. Það kemur því til lands- stjórnarinnar, að búa málið undir næsta þing, og munu margir óska, að bún leysi það verk sem bezt af bendi. Hér er um það mál að ræða, sem miklu varðar alla þjóðina. . -oOOg^OOo--- Hugleiðingar um verzlunarefni. Það virðist nú vera kominn timi til, að vór fyrir alvöru reyndum að fara að laga galla þá, sem eru á ýmsum atvinnu- greinum hjá oss, og lótum hin „praktisku“ spursmál sitja i fyrirrúmi íyrir flestu öðru. Skórinn er nú farinn að kreppa að, svo það er ekki annað sýnilegt, en að tölu- verður bluti þjóðarinnar verði ósjálf- bjarga, ef ekki verður bráðlega eitthvað breytt til i búskapnum, lifnaðarháttunum og verzlunaraðferðinni. Peningar eru ekki til í iandinu, bank- inn er þurr-ausinn, og fjöldinn af jörð- unum veðsettar. Verzlunarskuldirnar vaxa jafnt og þótt, hvort sem lætur ílla i ári eða ekki; landbúnaðinum fer ekki fram, en þarfirnar fjölga og útgjöldin vaxa, kaupgjald bækkar, vinnufólkseklan fer í vöxt, og afurðir landbúnaðarins eru i lágu verði. Verzlunin er að því leyti betri en áður, að samkeppnin er orðin miklu meiri, svo vörurnar eru seldar með minni ágóða, en áður befúr verið. En verzlunin bef- ur ekki fylgst með tímanum, bvað fyrir- komulagið snertir, því enn böfum vór sömu vöruskipta-verzlunina, sem vér böf- um haft frá því sögur hófust, — þótt allar aðrar siðaðar þjóðir séu bættar við bana —, og þar með hin skaðlegu verzl- unarlán, sem eru gengin svo vítt, að all- ur hávaði landsmanna er i meiri og minni verzlunar-skuldum. Allt er skrifað í „reikninginn". Menn skyldu ætla, að kaupfólögin befðu reynt að koma verzluninni í skyn- samlegra borf en áður, og alls ekki verzl- að með lánsfó, en reynzlan hefur orðið allt önnur. Þar er sama skuldasúpan og við eldri verzlanirnar, og þótt útlend- ar vörur bafi í gegnum þau fengist eitt- bvað billegri, en bjá fastaverzlununum, þá er ekki bægt að sjá, að þeir sóu bet- ur staddir í efnalegu tilliti, sem eingöngu hafa verzlað við þau, og stafar það kann ske af enn meiri óþarfakaupum þar. Þar, sem hefur þurft að panta svo löngum tíma íyrirfram, bafa kann ske hlutir ver- ið keytir, sem menn, þegar þeir loks komu, befðu getað án verið, eða þá meira að vöxtunum, en menn hefðu keypt ella. Nokkuð er það, að ekki verður nú séð, eptir 15 ára reynzlu, að kaupfélögin bafi unnið neitt verulegt að því, að efnahag- ur almennings yrði betri. Nú er eins og Islendingar sóu svo fávísir í verzlunarsökum, að þeir viti ekki, að til þess að reka skynsamlega verzlun þarf böfuðstól eða vinnufé. Pyr- ir 30 árum síðan vissu menn þó þetta. A þeim árum var Gránufélagið stofnað með 2000 blutabrófum á 50 kr. hvert, eða 100,000 króna böfuðstól. Þetta fyrsta spor þess var þá stígið í rétta átt. En það leið ekki á löngu, áður enn allt var sokkið í skuldir upp fyrir höfuð. Eptir fá ár varð fólagið að veðsetja allar sínar eigur, og hefur síðan verið í stór-skuld- um erlendis, sem nú skiptir hundrað þús- undum króna, og sem ekki eru líkur fyrir, að það komizt nokkurntíma úr. Það befur því i mörg ár verið mjög ó- sjálfstætt fólag, og í rauninni alveg liáð sínum lánardrottni; befur það þvi í öll seinni ár ekki verið landinu til neins gagns fremur en bver önnur útlend verzl- un. Kaupstjóri þess getur varla skoðast öðru vísi en sem undirtylla lánveitand- ans, sem á að líta til með verzlunarstjór- unum. „Austri“ var fyrir nokkru að bæia þessu félagi og kaupstjóta þess. Félagið befði nú eflaust verið vel efnað, ef það befði getað sneitt bjá verzlunarlánunum. Núverandi kaupstjóra fólagsins mun varla takast að gjöra það sjálfstætt, þótt hann, að því er sagt er, bafi lag á því, að græða fó sjálfur. Reynzlan befúr því áreiðanlega sýnt,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.