Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1900, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1900, Blaðsíða 4
40 Þjóðviljinn. XIV, 10. Jensen & MeUer Kjobenhavn C. Biscuit- Cakes- Drops- & Konfecture-fabriker. Vort fortrinlige, ved flere Udstillinger með Guld- og Sölv-medailler hædredey Fabrikata anbefales som særlig egnende sig for Export. Störste Fabrikation, kun for Export, af prima Kommenskringler og Tvebakker. drykkju. Lækningin er byggð á því, að mikil áfengÍBnautn valdi eins konar eitrun í blóði djrykkjumannsins, sem hafi þau áhrif á hann, að hann langi því meira í áfengið, þvi lengur sem hann neytir þess. Eáðið til að losa mann- inn við þessa fýsn sé meðal, sem drepi þetta áfengiseitur i hlóði hans. Þetta meðal þykjast læknar þessir hafa fundið. Með þvi að láta ýms dýr neyta áfengis iðulega, hafa þeir kom- izt að raun um, að þau verða með tímanum alveg eins sólgin i áfengið, eins og drykkju- maðurinn. Þeir hafa þannig tekið hest og gefið honurn áfengi stöðugt í vaxandi skömmtum, þar til hann var orðinn alveg „forfallinn11 eins og versti drykkjurútur. Þá drápu þeir hest- inn og spýttu blóðinu úr honum, sem auðvitað var fullt orðið af áfengiseitri, eða hinu svo kallaða „serum“ úr því inn undir húð annara dýra, sem líka voru orðin ofdrykkjudýr. Ahrif þessarar innspýtingar eða bólusetningar reynd- ust þau, að dýrin fengu þegar hinn mesta við- bjóð á öllu áfengi, hversu sólgin sem þau voru orðin í það, án þess þau að öðru leyti sýktust nokkra vitund. Nú reyndu þeir þetta ámestu drykkjumönnum, og þar fór eins; mennirnir fengu megnasta viðbjóð á öllu áfengi, máttu ekki finna lykt af bitter eða brennivini, jafn vel ekki sjá brennivínsflösku, fengu innan skamms beztu matarlyst og góða heiisu. — Meðal þetta er enn lítið reynt, með þvf að það er ný fund- ið, en reynist það einhlýtt, þá er hérvissulega um þarfa uppfundning að ræða. Meðalið kalla þeir „Antiæthylni". t Jón Einarsson frá G ar ðsstöðum. Hve dulræð eru nú drottins rök — Við Ðjúpið er sjaldan ein báran stök.— Og járnhjarta’ á dauðinn, jeg sé það nú: hann Jakób og Gunnar og Finnbogi’ og —þú, þið liggið nú fyr’ honum fallnir. Mig furðar ekki á því þótt Ögurvík af ólgandi sogum og stunum só rík, og skuggar sig grúfi við bárunnar barm, — hver borið í hljóði fær slikan harm, að horfa’ á þig ganga til grafar? Því þú áttir í hjarta þér glóandi gull, af göfugum hugsjónum sál þín var lull, þú lifðir í framsókn og lífsterkri trií og ljúfmenni og stórmenni í einu vast þú; það fáorð en sannorð er saga. Jeg dvel ei með harmtölum húsið þitt við; af harmi’ er þar nóg og grátþrungnum klið, en gæti jeg þerrað þar grátnar brár, já, gæti jeg stillt þar eitt einasta tár, jeg glaðari gengi til hvílu. Jeg dvel ekki lengi við leiðið þitt: sér lyptir í himininn auga mitt, og skínandi opnast mér sjónarsvið, — jeg sé þig við Gunnars og Finnboga hlið og Jakobs þú hallast að hjarta! Guðm. Guðmundsson. -------------- Fyrirspurn. Jeg sá nýlega auglýst í einhverju sunnan- blaðinu, að konsulení Sigurður Sigurðsson ætlaði að halda fyrirlestur um sveitalíf í Danmörku og Noregi. Mætti eg spyrja yður, herra ritstjóri, hvað þetta orð „konsuient“ þýðir og hvers stands maður þetta muni vera? Jeg hef aldrei heyrt þetta nafn og skil það ekki, jeg er reynd- ar iila að mér í móðurmálinu, en jeg efast samt um, að þetta sé íslenzkt orð. Mig iangar til að skilja það sem jeg ies, en fyrirgefið fá- vizku mína. — Bóndi. * * * „K onsulent" eða „Consulent" er útlent orð, og þýðir ráðanautur, „ráðgjafi11 þýðir Konráð það. Hvað þenna konsulent í Reykjavík snerí- ir, þá vitum vér reyndar ekki með vissu, hverra ráðgjafi hann er, en maðurinn mun vera Sig- urður Sigurðsson búfræðingur, sá, er ferðaðist um Noreg og Danmörku i fyrra. Annars höf- um vér heyrt, að hið nýja „Búnaðarfélag ís- lands" hafi kvatt sér til ráðaneytis einn eða fleiri búfræðinga, og má vel vera, að Sigurður þessi sé einn þeirra, þvi að hann er talinn bú- fræðingur mikill. En viðkunnanlegra væri, að starfsmenn þess félags nefndu sig þeim nöfn- um, sem almenningur skilur. Sé nafnið bú- fræðingur ekki viðunanlegt, eptir að i þessa stöðu er komið, sem vel má vera, þá mætti þó nefna sig á íslenzku t. d. „ráðgjafi Búnaðarfé- lags íslands11, það skilja bændur, og þar með er þá líka fenginn alinnlendur ráðgjafi, sem hefur aðsetur í landinu sjálfu. — líitstj. 900 ára kristindémsminning. Samkvæmt ályktun siðasta synodus, hefur herra biskupinn með umburðarbi éfi til allra presta landsins mælt svo fyrir, að þess skuli hátíðlega minnst i öllum aðalkirkjum landsins 1. s.d. eptir Trini- tatis, 17. júni næstkomandi, að Island hefur verið kristið í 900 ár; er sérstakur ræðutexti fyrirskipaður við þetta tækifæri. Sænsk-norsknr vicekonsull er skipaður Th. Thorsteinson kaupmaður í Reykjavik i stað Guðbrandar heitins Finnbogasonar. Þeir Zöllner og Tídalín ætla, að því er heyrst hefur, að hætta botnvörpuútgerð sinni hér við land, svo ílla hefur þeim þótt hún heppnast þetta eina ár, enda er mælt, að þeir hafi tapað stórfé á henni. Úti er því að líkindum um þá skemmtun fyrir alþingismenn og Beykvíkinga að Vidalín „trolli“ með þeim vestur á Sviði milli pistils og guðspjalls ein- hvern sunnudaginn, eins og síðastliðið sumar. —— ísafirði 10. marz 1900. Tíðarfar gott um undanfarinn háifs mánaðar tíma; optast logn og frostleysur. — í dag suð- vestan hvassviðri. Démur er fyrir nokkru kveðinn upp í hrennumáli Bárðar Guðmundssonar; er hann dæmdur i tveggja ára betrunarhús og allan málskostnað. Með „Lauru“ um daginn kom umboðsmaður Wards hins enska, er keypt hefur fisk hér við Djúp að undanförnu, hr. Jóhannes Pétursson, vill bann nú kaupa allan fisk í sumar, sem só málfisk, smáfisk og ísu, fullverkaðan fyrir sama verð og kaupmenn gefa, og borgar í pen- ingum, eins og hann hefur gjört. Hefur Jó- hannes ferðast um ytri verstöðurnar hér við Djúpið, til að finna menn að máli; er mælt, að Bolvíkingar hafi lofað töluyerðu, od þeir eiga víst flestir eptir að fá það, þvf að til skamms tíma hefur almenningur þar látið hvern drátt blautan. II vulveiðamcnn koma í ár ekki fyr en síðast i þessum mánuði og fyrst i apríl, eptir því, sem þeir hafa skrifað. Aflabrögð mjög treg um allt Djúp, og því sjaldróið þessa dagana. -j- Látinn er 5. f. m. Bjarni Jónsson, bóndi á Eyri í Mjóafirði. 2. þ. m. andaðist að Búð í Hnífsdal Össur Halldórsson; hann var á þrítugsaldri og talinn efnilegur maður. 6. s. m. lézt hér í bœnum unglingsstúlka, Anna að nafni, dóttir Helga gullsmiðs Sigur- geirssonar. Misprentast hefur í 8. nr. blaðsins 29. bls. 3. dálki 3. 1. n.: „Umdsmönnumu, en á að vera: „landaurum". IS It andinavis lt 13 * 1> o rt lt nlf c S-urrogat fæst nú alstaðar á íslandi. Kjabenhavn. — P. Hjorth & Co. 1P(F“ Undirritaður hefur nú til sölu stórt upplag af konunóðum. — Enn fremur Iiúni, skápa, borð o. fl. — Eins og að undan fórnu eru líkliist ixr- allt af til af mismunandi stærðum, mjög ódýrar, J. Jóakimsson. Ðakkarávarp. Hér með votta eg undirrituð mitt innileg- asta þakklæti öllum þeim, sem með gjöfum réttu mér hjálparhönd. og á einn, eður annan. hátt sýndu mér hluttekningu í hinni þung- bæru sorg minni, yfir missi ástríks eiginmanns míns, Jóns Bjarnasonar, er andaðist að Kirkju- bóli 8. júli f. á. Sérstaklega finn eg mér skylt, að þakka foreldrum mínum Jóni Halldórssyni og Rannveigu Olafsdóttur, fyrir þeirra ástúðlegu hluttekningu, og hvernig þau, mitt í sínum eigin harmi, hafa á allan hátt leitast við að hugga mig, og gjöra mér þetta þunga mótlæti bærilegt, með aðdáanlegri þolinmæði og stillingu. Algóður guð blessi þá af ríkdómi sinnar náðar, og launi þegar þeim mest á liggur. Fossum 1. febr. 1900. Ólof Jönsdóttir. Crawfords ljúff'enga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORD & SONS Edinburgh og London. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & C£ Kjobenhavn K. Eptir að hafa brúbað nokkrar flöskur af Kína-lífs-elixir frá hr. Yaldemar Pet- ersen í Frederikshavn, finn eg mér skylt að votta það opinberlega, að eg hefi fengið mikla bót á brjóstveiki þeirri og svefnleysi, sem eg áður hefi þjáðst svo mjög af. Holmdrup pr. Svendborg. P. Bassmusen, (bóndi). Kjína-lifs-elexíi*inn fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kina-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Yaldemar Petersen, Nyvej 16 Kjöbenhavn. PRBNTSMIÐJA PJÓBVILJANS

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.