Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.05.1900, Blaðsíða 2
74
Þjóðviljinn.
XIV, 19.
al nýja öldin komi með aól og sumar,
andlega og likamlega, og þá koma tímar,
og þá koma ráð“ ....
Línur þessar hyggjum vér, að orðið
geti almenningi íhugunarefni, og því er
brófkafli þessi birtur.
Bezt er jafnan, að hlutirnir sjáist, sem
þeir eru.
Efrihólahundurinn og amtmennirnir.
Eptir sira Halldór Bjarnarson.
(Framh.) Þá er „Isafold“ að sletta
með það, að Þorsteinn hreppstjóri í Núpa-
sveit hafi verið sýknaður af landsyfir-
rétti í máli, sem eg „hafi fengið höfðað
gegn honum af hálfú réttvísinnar“, og vill
kenna mér um málið; en það er sönnu
fjarri, því engu ræð eg um sakamálshöfð-
anir. Vinur blaðsins, sá fyrir lítið skjall-
aði Páll Briem, á heiðurinn af þeim og
vanheiðurinn, þegar svo fellur, en ekki
eg. Annars held eg Páll eigi ekkert last
skilið fyrir það mál, miklu fremur mætti
finna að því, hve hægfara haDn var í
það. Þorsteinn var dubbaður upp í
hreppstjórn hér, eptir að hann hafði borið
falskan vitnishurð gegn mér í júlíanska-
briemska sakamálinu, og byrjaði hrepp-
stjórnina þar eptir með því, að vilja ekki
taka lögtak fyrir mig. Ekki kærði eg
hann fyrir þetta, eins og „Isafold“ segir,
heldur bað eg amtmann sjá til, að hann
gerði skyldu sína. Lögtökin voru ekki
tekin að heldur. Þar á móti fór amt-
maður í smiðju til mín — sendi mór
svar Þorsteins, „til að gefa upplýsÍDgar“,
sem engra var vitanlega þörf í jafn ó-
brotnu máli, allra sízt er hreppstjórinn
játaði yfirsjónina upp á sig — og þá vís-
aði eg honum á paragraffana, og eins hitt,
að æðri og betri þekkingu væri að fá hjá
landshöfðingja, ef hann ekki treysti sér
sjálfum. Svona var farið í þetta mál;
farið í það upp á skýra og ótvíræða
játningu Þorsteins, að hann hefði van-
rækt skyldu sína, og er það óaðfinnan-
legt. Hitt eru meiri býsn, að hann skuli
nú sýknaður af landsyfirrétti, samt kann
svo að fara á endanum, að þetta verði
eina sakamálið úr Núpasveit, sem Páll
hafi sóma af, því landshöfðinginn hefúr
nú skotið því fram til hæztaréttar.
Af lögtökunum er það aptur að segja,
að þau eru ótekin enn. Kirkjugjöldin,
sem voru í lögtaksbeiðni minni, var þjón-
andi prestur látinn plokka inn löngu
seinna, eptir að eg hafði fært þau kirkju
til taps, af þvi eg ekki fengi lögboðna
aðstoð; en tekjur mínar hafa verið látnar
eiga sig, þó eg hafi sagt amtmanni, að
eg vildi fá þær teknar, er hann hefur
hvað eptir annað grennslazt eptir því.
Þeir eiga það með róttu amtmenn-
irnir báðir, sem Júlíus amtm. Havsteen
sagði um sjálfan signýlega: „Þeir gera
margt annað, en skyldan býður þeim“.
Politiskar nýjungar.
Dr. Valtýr og Vesimanveyingar. — Tákn tím-
anna: gamli Ljótur og Hjaltalín. — Hjalt-
eyrarfundurinn. — Undirróður i Barða-
strandarsýslu.
Vestmanneyingar hafa tekið af öll tvírnseli;
þeir kjósa dr. Valtý, hvað sem hver segir, og
landritari Jón Magnússon hættir við, að hjóða
sig þar fram, þar sem % allra kjósenda þar á eyj-
unum hafa skriflega skorað á dr. Valtý nú ný
skeð, að hjóða sig fram, og heitið honum ein-
dregnu fylgi.
Svo fór um sjóferð þá!
Og heiður og þökk sé Vestmanneyingum
fyrir þessa röggsamlegu frammistöðu.
Nú er sagt, að gamli Ljótur á Sauðanesi sé
að hugsa um þingmennskuframhoð í Norður-
Þingeyjarsýslu, og skólastjóri Jón Hjaltalín
dorgar og dorgar við Eyfirðinga.
Allir þekkja politiska fortíð þessara herra.
Þeir hafa verið einlægir við kolann, að berj-
ast á móti stjórnbótakröfum landa sinna.
En nú þykir þeim hlýða, að hjóða sig fram
í Norður-Þingeyjarsýslu og i Eyjafirði, einmitt
i þeim kjördæmum, þar sem verið er að gaspra
um, að Islendingar eigi að spenna bogann hærra,
krefjast meiri stjórnréttinda.
Já, þeir vita, hvað þeir syngja, þeir piltar.
Vita þetta vænlegasta ráðið, til að halda
öllu óhreyttu.
Það er sama aðferðin, sem höfðingjaflokkur-
inn (,,Patricíí“) notaði hjá Rómverjum til forna,
er aptra skyldi gagnlegum nýmælum.
Þeir vita, að allur árangurinn af slíku „yfir-
boði" verður núll, og það er aðal-atriðið.
Já, framhoð þeirra Arnljóts og Hjáltálíns, eru
ágæt tímanna tákn!!
A politiskri fundarnefnu, er haldin var að
Hjalteyri í Eyjafirði í aprílmánuði, kváðust
þessir höfðingjar(!) mundu bjóða sig fram við
þingkosninguna í Eyjafirði í haust: Kl. Jóns-
son, Hjáltalín, Fr. Kristjánsson kaupmaður, Sig-
urður á Bakka og Stefán í Fagraskógi. „Þó
kvaðst Hjaltalín varla hjóða sig fram, nema því
að eins, að hann héldi, að meiri hluti kjósenda
væri með sér. því hann hefði tilboð, til að vera
studdur til þingmennsku i annari sýslu“ (sbr.
„Stefni“ 28. apríl).
Tveir hinir síðast nefndu munu vera óþekkt-
ar „stærðir“ í politíkinni, en hr. Fr. Kristjáns-
son er sagður vera Víðdælingur, að því er poli-
tiska trúarjátningu snertir.
Hver hæfa er í geipi hr. Hjáltálíns, um ept-
irspurnina(!) eptir honum, vitum vér eigi, en
sennilegast þykir, að karlinn só að slá þessu
fram, til að koma þeirri flugu í munn kjósend-
anna, að þar sem hann sé, þá sé þó eptir nokkru
að slægjast!
Fundurinn var eindreginn með „yfirboðs-
politíkinni11, og hr. Hjaltalín var nú orðinn ein-
dreginn heimastjórnarmaður — auðvitað!
En því miður mun þess eigi að vænta, að
Eyfirðingar taki þessum „núll-kandidötum“,
sem skyldi.
Að hafna öllum þessum herrum, og kjósa í
staðinn sjálfstœða menn, er láta sér í verkinu
umhugað um, að hæta stjórnarhagi þjóðarinnar,
það væri þó drengskaparbragð, Eyfirðingum
samboðið.
Úr Vestur-Barðastrandarsýslu höfum vér
fengið víshendingu um það, að útsendari Vida-
linsliðsins í Þingeyjarsýslu, síra Guðm. Guð-
mundsson í Gufudal, bafi i kyrrþey verið að
reyna, að spilla fyrir þingkosningu Sigurðar
prófasts Jenssonar i FJatey.
Þingmannsálit síra Sig. Jenssonar stendur þó
á fastari fótum, en svo, að slikur undirróður
fái nokkuð áunnið, enda þekkja Barðstrending-
ar manna bezt, h ve lítið er í málskraf og mælgi
sira Guðmundar spunnið, að sálusorgara þeim
ólöstuðum að öðru leyti.
Fréttir.
Prestskosning er nýlega um garð gengin að
Saurbæ á Hvalíjarðarströnd, og hlaut síra Einar
Thorlacíus í Fellsmúla kosningu. — Auk hans
voru í kjöri: síra Ólafur Ólafsson á Lundi og
síra Sigurður Jónsson á Þönglahakka.
Mannalát. Látin er ný skeð prófastsfrúin
Margr'et Daníelsdóttir á Hólmum í Reyðarfirði,
kona Jóhanns L. Sveinbjörnssonar prófasts. —
Hún var dóttir síra Daníels Halldórssonar, er
lengi var prestur að Hrafnagili í Eyjafirði, en
síðar að Hólmum í Reyðarfirði, og systir þeirra
hræðra: Halldórs hæjarfógeta og síra Kristinns
á Söndum. —
Látin er og i þ. m. prestsmadl!!! Elín Björns-
dóttir, kona síra Eyjólfs Jónssonar í Árnesi. —
Börn þeirra hjóna, sem lifa, eru: sira Eyjólfur
Kolbcins á Staðarhakka, Jón, gullsmiður á ísa-
firði, Böðvar, Lseópoldíwi og Þórunn.
—--------
i=jóönvöt.
Burt hrindum dofa’ og deyfð,
og dugum okkar föðurleifð,
fram, íslands ungu synir!
fram, íslands mennta vinir.
í félagsskap vor vinnum verk,
þá verður framtaks höndin sterk.
Þú íslands unga þjóð!
nú endurlífga dug og móð;
ver hugsterk, guð þér gefur
gull í mund, ef ei sefur;
því treystu Drottni’, ’ann til þín sér,
og tem þér allt, sem göfugt er.
Þótt kalt sé klaka láð,
ei kulnuð hurtu vor er dáð.
Sem fönn og svellin slakna,
sem hlóm af dvala vakna,
svo endurvakin eru blið
vor áform góð, og hjörtun þýð.
Vor ei er úti von;
vér eigum margan göfgan son
sem berst með öflgum armi,
með unga sál í barmi,
og hjartað hrynjað hug og þor
til heilla starfa meðal vor.
íslandi veitum vörn,
og verjum djarft þess frjálsu hörn.
Liðhlaupa litt vér spörum,
landræka vér þá gjörum;
þeir baka okkur auðnurán,
þeir eru lands og þjóðar sinán.
Burt áþján, hroki, háð!
— þitt herfang skal ei okkar láð, —
tvidrægni, lymska, lýgi, —
vér leitum oss að vígi,
og verjumst ykkar vonda fans
með vigri guðs og sannleikans.
Þótt geysi eldur, el,
vér okkar sögu geymum V6Ú
hún sannleik hreinan heíur,
og helgan rétt oss gefur.
Já, hefjum egghvast andans stál,
með ást í hrjósti, lif í Bál!
Benjamín Jóhannesson.
----------------
ísafirði 28. maí 1900.
Tíðarfar. Siðastl. viku hefur haldizt hér
köld norðvestanátt, og öðru hvoru jafn vel hreytt
snjó úr lopti; mild tíð þó 3—4 síðustu daga.
Hafíslnn er sá vondi þursi, er vorkuldunum
veldur, því að hann hefur legið hér skammt
undan landi. — 21.—22. þ. m. rak ísbroða inn
á Önundarfjörð og Dýrafjörð, og Súgandafjörður
sagður fullur af ís. Djúpið er aptur á móti ís-
laust enn, með því að vindur hefur hlásið á
móti honum úr Jökulfjörðum.
•þ 16. þ. m. andaðist að Markeyri í Skötu-
firði húsfreyjan Guðrún Ólafsdóttir, rúmlega
sextug að aldri. — Ekkill hennar er Þórður
Gíslason, og bjuggu þau bjón mostan sinn bú-
skap að Hestfjarðarkoti í Hestfirði, og síðan að
Hjöllum i Skötufirði, unz þau brugðu búi vorið
1898, og fluttu þá í tómthúsmennsku að Mark-
cyri. — Þeim hjónum varð alls 10 harna auðið,
og eru 5 þeirra á lífi: Ólafur, kvongaður hóndi