Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.05.1900, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.05.1900, Blaðsíða 3
XIV, 19. Þjóðviljinn. 75 á Strandseljum í Ögursveit, Sigurður, Asgeir, Valgerður og Sigurborg. —■ Guðrún heitin var systir Sannveigar, konu Ásgeirs keitins Magn- ússonar á Kleifuin i Seyðisflrði, og þeirra mörgu systkina. 18. s. m. andaðist hér i kaupstaðnum konan Kristjana Þorláksdöttir, Daðasonar í Hnifsdal, rúmlega þrítug. — Hún dó úr taugaveiki. — Ekkili hennar er Benedikt Schram, husmaður hér í kaupstaðnum, og eiga þau hjón 1 barn á lífi. Kufuskipið „Einar Símers'' kom 19. þ. m. til Önundarfjarðar, og með þvi skipi kom hr. Hans Ellefsen hvalveiðamaður frá útlöndum. Strandbáturinn „Skálholt", skipstjóri Aasberg' kom hingað að sunnan 20. þ. m. — Meðal far- þegja hingað með „Skálholti“ voru: sýslumaður H. Hafstein, og frú hans, verkfræðingur Sig- urður Thoroddsen, Bjarni skipstjóri Jóhannsson frá Stykkishólmi, verzlunarmaður Jón Jónsson úr Reykjavík, og ungfrú Elízábet Guðmundsdótt- ir úr Æðey. „Skálholt lagði af stað héðan norður aðfara- nóttina 21. þ. m., og tók Ijósmyndari Björn Pálsson, og frú hans, sér far með þvi til Ak- ureyrar. „Inlluenzan“ hefur geysað hér í héraðinu nú um hrið, og fjöldi manna, sem dregst á fót- um með veikum burðum. — Veikin hefur lagzt þungt á margt gamalt fólk, og virðist vera mjög langvinn, og þrálát, tekur sig á sumum upp aptur og aptur. Verkfræðingur Sig. Thoroddsen kom hingað með „Skálholti“ í þeim erindum, að gera mæl- ingar og áætlanir um brimgarð i Bolungarvík, en sýktist þegar af „influenzu“, og hefur því enn eigi getað byrjað neitt á því starfi. •j- 14. þ. m. andaðist að Kleifum i Seyðis- firði unglingsstúlkan Anna Einarsdóttir, 19 ára að aldri. —■ Hún var elzta dóttir Einars Jóns- sonar, og konu hans, er lengi hafa húið að Kleifum, og var Anna heitin talin efnisstúlka. — Það var lungnahólga, afleiðing „influenza"- veikinnar, er hana dró til bana. 20. s. m. andaðist úr sams konar veiki ungl- ingsmaðurinn Þorgeir Baldvinsson, sonur Baid- vins heitins Jónssonar, fyrrum hónda a Strand- seljum, er andaðist 80. marz síðastl. (shr. 15. nr. hlaðs þessaf. — Þorgeir heitinn var við sjóróðra í Bolungarvík, og andaðist þar. Ekkja Baldvins sáluga, Halldóra Sigurðardóttir á Þórðareyri, hefur því á yfirstandandi ári misst hæði mann sinn, og tvo uppkomna sonu, því að annar sonur hennar lézt í síðastl. jan- úarmánuði, og er það ærið sárt skarð höggvið á eigi lengri tíma. Skipstrand. „Ólafur“, eitt af hinum minni þilskipum Á. Ásgeirssonar verzlunar, rak í land í Keflavik á Rauðasandi í norðanhretinu 4. þ. m., og brotnaði þar i spón. —Mennhjörg- uðust allir. — Skipið kvað eigi hafa verið í sjóáhyrgð. Úr Bolungarvík er ekrifað: „Þar sem í 13. nr. „Þjóðv.“ er minnzt á fríkennsluna í Bol- ungarvík, og á málfundafélagið þar, þá hefur láðzt að geta þess, að hr. Sturla F. Jónsson skipstjóri hefur haft fríkennsluna á höndum, jafnframt hr. Þorgrími Sveinssyni. — Sömuleiðis her þess að geta, að téður Sturla F. Jónsson er einn i stjórn málfundafélagsins, en ekki hr. Magnús Bárðarson í Kálfavík". -}- 21. þ. m. að kvöldi andaðist að Heimabæ í Hnífsdal útvegshóndinn Páll Halldórsson, einn af ötulustu og merkustu hændum í héraði þessu. — Helztu æfiatriða þessa merkismanns verður síðar getið hér i blaðinu. — Hann dó úr lungna- hólgu. 20. s. m. andaðist í Vatnsfirði í Vatnsfjarð- arsveit Jökanna Pálsdóttir, um sextugt, systir Guðm. hónda Pálssonar í Jfremi-i-Hnífsdal. — Hún dó úr afleiðingum „influenza"-veikinnar. Aflilbrögð. Síðustu viku voru aflahrögð prýðisgóð, opt 2—4 hundruð með hát á dag, á Snæfjallaströndinni, og í verstöðunum innan Arnarness í vestanverðu Djúpinu, þar sem skel- íiski er heitt. í ytri verstöðunum við Djúpið hefur aptur á móti verið mun tregara um afla, vegna heituskorts, þar sem hrognkelsa-aflinn er farinn að verða mjög stopull, enda skemmd- ust net margra til muna, eða eyðilögðust, í norðanhretinu i öndverðum þ. m. Sild fékkst loks nokkur í Skötufirði nú fyr- ir helgina, líkl. um 40—50 tn., svo að aflabrögð- in fara nú vonandi að lifna í Út-Djúpinu, þar sem heituleysið hefur verið tilfinnanlegast. -þ Aðfaranóttina 25. þ. m. andaðist hér á hæjarspitalanum Páll Halldórsson, sonur hjón- anna Halldórs heitins Pálssonar og Sigríðar Özz- ursdóttur í Búð í Hnífsdal. — Var hann fluttur hér á spítalann fyrir fáum dögum, fárveikur af taugaveiki, og dró sótt sú hann til bana. — Páll heitinn var ötull formaður, og dugnaðar- maður í hvivetna, sem hann átti kyn til, og má það þykja ærið sviplegt og sorglegt, að þeir Búðarhræður hafa þannig látizt þrír, allir upp- komnir og mannvænlegir, á siðustu þrem mán- uðum. ý 14. dag maimán. andaðist á Grundum í Hólsbreppi konan Elízabet Brynjólfsdóttir, 65 ára gömul, ekkja Jens Sigfússonar, sem andaðist í Bolungarvík 31. jan. 1880. Elízabet var greind kona og guðhrædd, og einstaklega hrjóstgóð við alla hágstadda; en efnahagur hennar var jafnan erfiður, því hún þjáðist allan síðari hluta æfi sinnar af heilsuleysi (sinnisveiki), sem eigi varð hót á ráðin. Hún lætur eptir sig 5 hörn, 3 syni og 2 dætur, öll uppkomin. (Þ.) f Látin er 25. þ. m. að Sandeyri í Snæ- fjallahreppi konan liagnhildur .Jakobsdóttir, á 27. aldursári, dóttir bjónanna Jakobs heitins Kol- heinssonar og Elísahetar Þorleifsdóttur við Berjadalsá. — Ekkill hennar er Guðm. Helgi Jósepsson á Sandeyri, og eiga þau hjón tvö hörn á lífi, hæði í hernsku. — Ragnhildur heitin hafði legið veik, síðan um sumarmálin. Til verzlunar lar. Ir. ierlofson’s á Dvergasteini í Álptaflrði eru nú komnar miklar birgðir af vönd- 48 þó verið leitað að þeim, eins og að saumnáí, alls staðar í skóginum“. „Já, það er margt kynlegt og óskiijanlegt, sem farið er að koma fyrir í héraðinu því arna“, inaelti Niklos hestamaður, því að bæði í Míava, Brezova, ogvíðar, hafa ungar stúlkur verið að smá-hverfa þessi síðustu ár- in, án þess að foreldrar þeirra viti agnar-minnstu ögn um það, hvað af þeim hefur orðið. Þeir eru því grátandi og óhuggandi, aumingjarnir þeir arna. Sennilegast þykir mér, að einhvers staðar hér í grenndinni hafist við stigamannahópur, er rekur ábata- sama þrælaverzlun til Tyrklands, og gjörist æ djarfari og ósvífnari, eptir því sem lengur líður, án þess glæp- irnir verði uppvisirÁ Um leið og hestamaður sleppti þessum síðustu orð- um, stóð hann upp, setti loðskinnshúfuna á höfuð sór, og mælti svo: „En mér er nú líklega mál, að koma mér út í hesthúsið, og líta eptir hestunum“. Niklos tók síðan í hendur þeim feðgum, og mælti: „Verið þið nú sælir, og látum oss vona, að bráðlega róttist úr ölluu. Hestamaðurinn gekk síðan út, og voru þeir feðgar þá einir eptir. „Heldurðu, að ungu stúlkurnar séu seldar til Tyrk- lands?u spurði Lajos gamla skógarvörðinn. Skógarvörðurinn ypti öxlum, svo sem efaðist hann um það. „í bænum Pösteny eru menn annarar skoðunar“, 45 um. „Greifafrúin er voðalega æst til skapsmunanna, og fólkið í höllinni titrar og skelfur af hræðslu, hvenær sem það sór hana. Hver yfirsjón, hve lítilfjörleg, sem hún er, er látin sæta grimmustu refsingu, og það er að eins Fitzka, Ludka gamla, og þessi langa og magra förukerling, sem dvalið hefur þar í höllinni tvö síðustu árin, er verða fyrir skaplegri meðferðu. „Nú, hvað hyggurðu þá, að greifafrúin hafi fyrir stafni?u spurði skógarvörðurinn lagsbróður sinn, er Niklos hót, og var hestamaður greifafrúarinnar. „Þú býrð nú þarna í höllinni, og ert einn í þeirra hóp, sem sofa með opin augun. Fæst hún við galdra, rekur hún út ílla anda, leitar hún að vizkusteininum, eða að einhvers konar æsku-„elexír?“ Só flökkukerlingin með í spilinu, þá er ekkert af þessu óhugsandi, þvi að þetta förufólk, sem hór er á reiki, trúir hvorki á guð né góða titla“. Niklos vaggaði gráa kollinum fram og aptur, signdi sig í krók og kring, og anzaði síðan: „Já, ef menn þekktu nú það; en það er víst eng- inn, sem eptir því hefur grennslazt, og svo mikið er víst, að ekki leiðir sú iðjan neina blessun inn í höllina. Grreifafrúin er af Bathory-ættum, og allir af þeirri ættkvísl hafa verið drambsamir og grimmir. Það er að eins á kvöldin, þegar stórmennin eru í boði, og fallega kvennfólkið safnast saman til dansleika og skemmtana í skrautsölum hallarinnar, að greifafrúin er með glöðu bragði, og hlífir oss við þessum voðalegu dutlungum, sem ella gengur á allan daginnu. „Hefurðu séð hana, er hún stendur frammi fyrir gestum sínum?u spurði skógarvörðurinn. „Ekki hefi jeg nú séð það sjálfur, en þýzki þjónn-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.