Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.06.1900, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.06.1900, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 anr., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. Fjóktándi arganour. -§s»= == RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =l&oeg-^ i Uppsögn skrifieg, óyild J nema komin sé til útgef- anda fyrir30. dagjúní- mánaðar. og kaupandi 1 samhliöa uppsögninni borqi skuld sina fyrir blaðið. M 2i. ÍSAPIRÐI, 14. JTÍnÍ. 19 0 0. tJtlönd Útlend blöð, sem ná til síðustu mán- aðamóta, geta þessara tíðinda: Búa-stríðið. Meira og meira tek- ur nú að þrengja að Búum, sem von er. Eins og getið var í 19. nr. blaðsins flýði Stejn forseti frá Kroonstad, og flutti stjórnaraðsetrið til borgarinnar Lindley, en varð skömmu síðar að flýja þaðan fyrir Broadwood herforingja, er tók borgina orustu- og mótspyrnu-laust, og vita menn nú ógjörla, hvar Stejn forseti hefst við, en Bretar lýstu því yíir 28. maí, að Oranje-frírikið væri eigi lengur til, en gert að brezku lýðlandi. Loks hefur og Breturn 17. maí tek- izt að stökkva Búum frá Mafekiny, eptir 7 mánaða umsát, frá 16. okt. síðastl. Hafði Mahon ofursti 4. mai verið sendur leynilega af stað frá Kimberley, og hitti Plumer foringja á leiðinni, og héldu þeir svo báðir hersveitum sinum til Mafeking, og sáu Búar þá eigi annað vænna, en láta undan síga, og hafa búizt fyrir nokkurum mílum austar í landi. Bretar fögnuðu því mjög, er Mafeking var borgið, og guma ensk blöð mjög af því, hve hreystilega og hyggilega Baden- Poivéll hafi tekizt að verja borgina í fulla 7 mánuði, og hafa drjúgum hækkað hann í hertigninni. Þá hafa og Bretar á þrem stöðum brotizt yfir ána Vaal, og inn í Transvaál. - Komst French hershöfðingi fyrstur norður yfir ána, á afmæli Victoriu drottn- ingar, 24. maí, og 2 dögum síðar Hamil- ton hershöfðingi, með sínar hersveitir. — Loks hélt og Rbberts hershöfðingi 27- maí yfir Vaal með aðal-herinn, og komst mótspyrnulaust að kalla alla leið til Johannesburg, demantsborgarinnar frægu, ©g hélt þar innreið sína 30. maí. Frá Johannesburg eru taldar tvær dag- leiðir til Prætoriu, höfuðborgarinnar í Transvaal, sem Búar héldu áfram að víggirða í óða önn, er siðast fréttist. Munu Búar að líkindum veita þar það viðnám, sem auðið er, en kvað ann- ars fastráðnir í því, að halda meginlið- inu upp til fjalla, verjast þaðan í lengstu lög, og heyja „guerilla“-ófrið við Breta, en hætta sér hvergi til aðal-orustu, og getur Bretum þá enn orðið ærið sein- unnið, að vinna landið til fulls. Sum ensk blöð eru þegar farin að leggja það til, að flytja gamla Kriiger til St. Helenu, og hafa hann þar í haldi, það sem eptir er æfinnar; en nógu snemm virðist þó sú ráðagjörð, meðan karlfugl- inn er enn ónáður, og er vonandi, að hann komi sér öðru vísi fyrir, ef ílla fer, því að fullkunnugt er honum, að Bretar hata hann manna mest. Sendinefnd Búa er nú komin til Bandaríkjanna, og hefur verið tekið þar einkar vel af öllum, nema af — Mc- Kinley, og stjóm hans, sem ekki kveðst geta haft nein afskipti af málum þeirra. —• A hinn bóginn hefur öldungadeild Bandamannaþingsins, með 40 atkv. gegn 26, vottað Búum hlýjan hug sinn, og margar þúsundir skólabarna i Bandaríkj- unum hafa sent gamla Kriiger heilla-ósk- ir, og sent dreng einn úr sínum hóp, James Smith að nafni, til að færa honum ávarpið, og var hann þegar kominn til Delagoa í Suður-Afríku, er síðast fréttist. A Prakklandi eru sveitarstjórnar- kosningar nýlega um garð gengnar um land aJlt, og unnu mótstöðumenn Waldeck- Rousseau ráðaneytisins sigur í París, svo að búast er við, að ráðaneytið verði eigi langlíft úr þessu, þótt örugt fylgi hafi það enn utan höfuðborgarinnar. Hermálaráðherrann, Gállifet hershöfð- ingi, hefur nú og orðið að sleppa völd- um, vegna heilsuleysis, og þykir eptir- maður hans, er Andre er nefndur, miklu minni atkvæðamaður. Nú er mælt, að Frakkar séu alvar- lega farnir að hugsa til landa í Marokko, á norðvestur strönd Afríku, og muni ef til vill sæta færinu, meðan Bretar eiga í ófriði í Suður-Afríku, enda vill nú og svo vel til, að nokkurir þjóðflokkar í Marokko hafa hafið uppreisn gegn Midaj Abdul Aziz soldáni, og vilja koma Midaj Muhamed, bróður hans, til valda. Soldán er ungur, og sagður lítt reynd- ur, og hefur ný skeð misst aðal-styrktar- mann sinn Síd Ahmed Ben Musa stórvesír, sem látinn er, svo að ekki þykir ólík- legt, að Frakkar fái átyllu til að skerast í leikinn, og er þá eigi að efa, hver end- irinn verður, jafn svívirðileg sem stór- veldapolitíkin nú er orðin. — — í Kína er hafin uppreisn í norður- hluta ríkisins, og uppreisnarmenn þegar sagðir vera á leiðinni til höfuðborgarinn- ar Peking. — Uppreisnarmenn þessir eru sagðir mjög fjandsamlegir öllu útlendu, og ramm-gamalkínverskir í anda, og vilja gera alla útlendinga útlæga úr Kína. Hafa þeir þegar" víða eyðilagt járnbraut- ir og fréttaþræði, og drepið ýmsa Evrópu- menn, er þeir hafa náð í, tekið t. d. þorpið Laj-Shun, er kristnir Kínverjar búa í, og kastað sumum þeirra lifandi á bál. Það rekur því ef til vill að því, að önnur riki skerast í leikinn, og fá sér þá líklega sneið af „himneska ríkinu“ um leið. Segir sagan, að Rússastjórn hafi þeg- ar um 30 þúsundir vígra manna til taks i Port Arthur, sem skorizt geti í leikinn, er minnst vonum varir, og verður þvi að líkindum tíðinda að vænta þaðan austan að, áður langt um líður. — — Úr Danmörku er að frétta lát skáldsagnahöfundarins Carl Brösböll, er ritaði skáldsögur sínar undir dularnafn- inu „Carit Etlar11. — Hann andaðist 9. maí þ. á., kominn á níræðisaldur, fædd- ur 7. ágúst 1816. — — Verkföll. Yagnstjórar í Berlín hættu í vor allri vinnu um tíma, og kröfðust betri launakjara. Horfði þar til vandræða um hríð, unz borgarstjóranum tókst loks að miðla málum, og fengu vagnstjórar þá ýmsum af kröfum sínum fullnægt að nokkru. ÍPétursborg, og fleiri bæjum á Bússlandi, var og að því komið, að verk- foll yrðu, en stjórnin gerði sér lítið fyrir, og lét þegar varpa forgöngumönnunum í fangelsi, og búist við, að þeir verði sendir til Síberíu. Svo er nú persónufrelsið þar! — Vinnu-stöðvun. (,,Lock-outu) sögð fyrir höndum í Stokkhólmi, eins og í Kaupmannahöfn í fyrra. Ráðgera vinnuveitendur, að láta hætta allri vinnu að hiisagjörðum um hríð, til þess að verkmennirnir verði viðráðanlegri og sanngjarnari í kröfum, og hafa því beðið vinnuveitendur í Kaupmannahöfn, og víðar, að sjá um, að þeir, sem frá vinnu verða reknir, fái enga atvinnu þar. Það er farið að verða alvarlegt í meira lagi verkmannamálið, og biturt vopn, sem hvorir geta beitt þar gegn öðrum, verkmennirnir og vinnuveitend- urnir. Uppreisnir í Columbia og i Vene- zuela mega nvi heita um garð gengnar í báðum þessum Ameríku lýðveldum. I Columbia hófst orusta milli upp- reisnarmanna og stjórnarliðsins 11. maí, og var barist í 70 kl.stundir; féllu þar mörg hundruð af uppreisnarmönnum, og 1200 voru höndum teknir. — Meðal hinna föllnu voru hershöfðingjarnir Herrera og Leal. I Venezuela hefur Hernandez hers- höfðingi, foringi uppreisnarmanna, verið höndum tekinn, og er uppreisn þeirri þar með lokið. —------ Oscar Svía-konungur hefur verið á ferð á Englandi, og átt þar góðum við- tökum að fagna, verið gerður heiðursdoctor í lögfræði af háskóla þar. Nikolaj Kússakeisari kvað ætla að bregða sér á Parísarsýninguna í sumar, og þangað ætlar einnig Spánar-kóngurinn ungi. Ashantar sátu enn um borgina

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.