Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.06.1900, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.06.1900, Blaðsíða 2
82 ÞjÓÐVILJINN. XIV, 21. Kumassí á Grullströndinni, er síðast frétt- ist, og befur landstjóri Breta þar syðra gert Bretastjórn aðvart um, að hann hljóti að gefast upp, ef hann fái eigi herlið sér til aðstoðar sem allra bráðast. Hersveit ein frá Kapnýlendunni var því þegar lögð af stað þangað norður, en óvíst, að sú liðsending verði einhlít, því Ashantar eru 4—5 milj. að tölu, og þykj- ast eiga sín í að hefna við Breta, er tóku höfuðborg þeirra Kumassí 1873, og hafa siðan eignað sér Giullströndina, er áður heyrði ríki Ashanta til. Sagt er, að Ashantar hafi nú all-góð vopn, og geti því orðið Bretum all-skeinu- hættir, enda bafa Bretar fátt herlið á þeim slóðum, og eiga nú við öðru að snúast í Suður-Afríku, sem kunnugt er. Noregsaflinn. Aflabrögð Norð- manna i Finnmörk hafa verið mjög góð í vor, svo að 25. maí var þar kominn á land helmingi meiri ajii, en um sama leyti í fyrra, og er því miður hætt við, að þetta hafi slæm áhrif á fiskverðið. Fréttir. Prestaköll veitt. Samkvæmt kosningum blutaðeigandi safnaða eru þessi prestaköll ný- lega veitt: Saurbœr á Hvalfjarðarströnd síra Einari Thorlacius í Fellsmúla, Mosfell í Grims- nesi síra Gísla Jónssyni í Meðallandsþingum, og Reynivellir í Kjós síra Halldóri Jónssyni, sem þar hefur verið aðstoðarprestur, síðan i fyrra. Drukknun. 1. júní þ. á. vildi það slys til, að Ólafur Sveinar Haukur Benediktsson, sýslu- manns Sveinssonar, drukknaði i ál einum hjá Elliðavatni. — Ólafur heitinn var bóndi á Vatnsenda, hafði tekið þar við húi, er faðir hans dó, en var á ferð úr Keykjavik að Elliða- vatni, til að vera við úttekt á jörð þeirri, er slysið bar að. — Var hann einn á ferð, svo að menn vita ógjörla, hvernig slysið hefur að bor- ið; en allt þykir þó benda á, að bann hafi ætlað að sundríða álinn, og losnað þá við hestinn. Ólafur heitinn var um tíma í lærða skólan- um, en hafði enga festu eða þreyju, til að ljúka þar námi, þótt ekki brysti hæfileika. — Hann lætur eptir sig ekkju: Sigríði Þorlaksdóttur, kaupmanns Johnson’s í Reykjavík, og eiga þau hjón eitt barn á lífi. — Hann var að eins á 28. ári, er hann dó. Enskir ijárkaupmenn. Stórríkt verzlunar- féiag, Parker og Fraser, í Liverpool og Birken- head á Englandi, ætlar á komanda hausti að kaupa hér á landi um 15 þúsund fjár, en vill að eins kaupa tveggja til fjögra vetra sauði, og borga í peningum. — Félag þetta hefur áður keypt sauði í Argentína i Suður-Ameríku, og haft i förum um 20 fjárflutningaskip, en hef'ur nú orðið að hætta fjárfiutningum þaðan, sakir fjárpestar, sem þar er. Hefur verzlunarfélag þetta þegar sent um- boðsmenn sína hér til lands. til undirbúnings viðskiptum þessum, og ætlar að hafa vanan mann við fjárkaupin í haust, Alexander Ponton að nafni, sem eitt sinn sá um fjárkaup fyrir R. Slimons. — Úveitt prestaköll: Meðállandsþing í Vestur- Skaptafellssýslu, metið 688 kr. 05 a., auk 200 kr. uppbót úr landssjóði. Landprestakall í Rangárvallasýslu, metið 765 kr. 44 a., sömuleiðis auk 200 kr. uppbótar úr landssjóði. ______ Slys. 25. maí vildi það siys til í Vest- mannaeyjum, að Einar Jónsson, verzlunarmaður þar á eyjunum, varð undir stóru lifrarkeri, og meiddist svo, að hann beið bana af litlu siðar. Skipsbruni á Reykjavíkurböfn. Eldur kom upp í gufuskipi á Reykjavíkurhöfn 1. júní. Skipið hét „Moss", skipstjóri B. Eriksen, og var alveg ný komið frá Mandal, fermt timbri, er sumpart átti að fara til Reykjavíkur, en sum- part til Ólafsvíkur og Hvarn msfjarðar. — Kom eldurinn upp á næturþeli í kolarúmi, rétt hjá gufuvélinni, og stóð skipið í björtu báli, er bæjarbúar í Reykjavík risu úr rekkju, og vissu skipverjar ekkert um eldinn, fyr en þeim var gert aðvart af skipverjum á „Heimdal", er lá þar á höfninni. — Björguðust skipverjar þá allir til lands, en skip og farmur hélt áfram að brenna allan 1. júni, og fram á næsta dag. Bæði skip og farmur var i sjóábyrgð. Fundin steinkoliináma. Englendingur nokk- ur, Black að nafni, þykist hafa fundið all-stóra steinkolanámu í tún jaðrinum í Stafholti i Borg- arfirði. — Segir hann kol þau, sem þar eru, vera gljákol („anthracít"), og eru þau kol talin mjög hitamikil. Hr. Black er nú farinn aptur til Englands, en ráðgerir að koma aptur í sumar, og rann- saka þá kol þessi nákvæmar. —sa a- Héraðsfundurinn Fiskisamþykktarbreytingin felld, Héraðsfundurinn á ísafirði 6. þ. m. var all- vel sóttur, eptir því sem vænta mátti, jafn ó- heppilega sem fundurinn var settur, i miðri viku, auk þess sem þá hittist svo á, að hlað- afli var í Bolungarvík, aðal-veiðistöð héraðsins. Alls sóttu fundinn 93 kjósendur, og urðu úrslitin þau, svo sem gizkað var á í síðasta nr. blaðs þessa, að fislcisaniþykktarb-eytingin var felld með miklum meiri hluta atkvæða. Fundurinn stóð að eins yfir i rúma 2 kl. tíma, og gekk frekur helmingur þess tíma til ræðuhaldanna. Það var þegar í fundarbyrjun auðsæt.t, að formælendur skelbeitu- og slægingar-heimildar- innar voru í miklum minni hluta, og mun þetta hafa verið aðal-orsökin til þess, hve hægt þeir höfðu um sig á fundinum, og hve slælega Bam- þykktarbreytingum sýslufundarins var fram fyigt- ÍJað voru að eins þrír menn: verzlunarstjóri Jón Laxdal, hreppstjóri Kolbeinn Jakobsson í Unaðsdal og hreppstjóri Brynjólfur Þorsteinsson á Sléttu, er lögðu tillögum sýslufundarins liðsyrði. Sem einn af frumkvöðlum, eða aðal-styðjend- um, samþykktarbreytinganna á sýslufundinum í síðastl. marzmánuði, þóttist hr. Jón Laxdal, sem eðlilegt var, þurfa eitthvað að segja, en bafði þá eigi annað frambærilegra máli sínu til stuðnings, en það, að niðurstaðan á öllu fiski- veiðastappinu við Faxaflóa hefði orðið sú, að fiskiveiðasamþykktin þar hefði verið úr gildi felld, og sama myndi niðurstaðan verða hér við Djúpið að lokum, og þvi hefði það fyrir sér vakað, að bezt væri, að Djúpmenn stígu spor þetta sem fyrst. — En á hverju hann byggði það, að niðurstaðan í fiskiveiðamálum Djúp- manna hlyti endilega að verða söm, sem við sunnanverðan Faxaflóa, um allt annað atriði, og þótt ástæður séu aðrar, varaðist hann að nefna einu orði! Hreppstjóri Kolheinn Jakobsson í Unaðsdal leitaðist á hinn bóginn við, að færa rök fyrir breytingum sýslufundarins, vildi eigi viður- kenna, að skelbeita í Út-Djúpinu spillti fiski- göngum inn í Djúpið, og taldi skelbeituna odýr- ustu beituna að öllu samanlögðu, einkum síðan byrjað hefði verið að afia þeirrar beitu „á floti", án þóknunar til landeiganda. Á móti samþykktarbreytingum sýslufundar- ins töluðu bændurnir Magnús Bárðarson í Kálfa- vík og Magnús Einarsson í Hattardal, formaður Árni Gíslason á ísafirði, Ásgeir Asgeirssoni Tröð, fyrrum hreppstjóri, o. fl., og sérstaklega Kristj- án bóndi Þorláksson í Múla, er vildi kenna skelbeitunni um það, hve lítt fiskur gengi nú orðið inn í Djúpið, í samanburði við það, er áður hef'ði verið, og kvað sörnu raun á orðna um þá beitu, eins og þegar fyrst var tekið að beita hrognkelsabeitunni, að því utar sem henni hefði verið beitt, því skemmra gengi fiskurinn inn. — Enn fremur mótmælti hann og þeim ummælum Kolb. Jakobssonar, að skelbeitan væri ódýrasta beitan, og kvað hana þvert á móti, hvað Út-Djúpsmenn snerti, mundu ‘reynast dýrustu beituna, vegna landleganna, er óhjá- kvæmilega hlyti að leiða af'öflun hennar í fjarska. Brynjólfur hreppstjóri Þorsteinsson á Sléttu andmælti skoðun Kr. Þorlákssonar um áhrif' skelbeitunnar á fiskigöngur, og kvaðst aldrei hafa orðið þess var, að hún hefði haft nein áhrif á fiskigöngur inn Jökulfirði, og væri hann þar þó nokkuð kunnugur, þar sem hann hefði róið þar í 27—28 ár. Þá tók og Arni kaupmaður Sveinsson á ísa- firði eindregið í þann strenginn, að samþykkja eigi takmarkalausa skelbeitu og slægingarheim- ild, og vakti sú ræða hans því meiri eptirtekt, sem kunnugt var, að hann hafði áður verið eindregið á gagnstæðri skoðun. Að umræðulokum var svo gengið til atkvæða, og urðu þá leikslokin, sem að ofan segir, og fagnaði allur megin þorri f'undarmanna því. Og sýslunefndin hugsar sig líklega betur um í næsta skipti, áður en hún hleypir nýju frumvarpi af stokkunum. --------------- Mannalát. í f. m. andaðist að Melurn í Hrútafirði bændaöldungurinn J'on Jönsson, kominn á áttræðisaJdur, son- ur Jóns heitins kammerráðs. Ekkja hans er Sigurlaug J'onsdottir, bónda Ólafssonar frá Helgavatni í Yatnsdal, og meðal barna þeirra hjóna, sem á lifi eru, er: prófastur og alþm. Jbn Jónsson í Stafa- felli og lngunn, kona Björns alþingis- manns Sigfússonar á Kornsá. í f. m. lézt og Oísli bóndi Oestsson á Hafrafelli í Reykhólasveit i Barða- strandarsýslu, gildur bóndi. Hann dó úr afleiðingum „influenza“-veikinnar; og fyr á þessu ári lézt bróðir hans Jbn Oestsson á Hríshóli. — Voru þeir bræður Péturs heitins hreppstjóra á Hríshóli. í Reykjavík er og nýlega látin ekkj- an Björg Þbrðardbttir, systir síra Bene- dikts heitins Þórðarsonar, er síðast var prestur í Selárdal. Meðal barna hennar var Árni heitinn Jbnsson, læknir á Vopna- firði, Björg, kona Markúsar F. Bjarna- sonar, forstöðumanns stýrimannaskólans i Reykjavík og Sigríður, ekkja síra Jóns heitins Steingrímssonar. -----cOO^OOo---- Skopleg ógreiöasemi. Mér var kunnugt um það, að póstgufubátur- inn „Ásgeir litli“ átti að fara aukaf'erð f dag, út í Bolungarvík; fór jeg því snemma í morgun um borð í hann, og f’ann skipstjóra. bað jeg hann um leyfí til að fá að vera með skipinu út í Vík, og sagði hann það velkomið; svo fór jeg beim; skömmu síðar, þegar jeg hélt skipið vera ferðbúið, fór jeg of'an á bryggju, í því skyni að fara með, samkvæmt fengnu leyfi; þegar jeg var kominn ofan á bryggjuna, kom skipseigand- inn, stórkaupmaður Á. Ásgeirsson, til mín; jeg heilsa honum hæversklega, hann gjörir mér það þá kunnugt, að þessi ferð gufuskipsins sé aukaf'erð: jeg svaraði honum með mestu kurt- eisi, að mér væri það kunnugt, en eg hefði leyfi skipstjóra til að fara með, en stórkaupmaðurinn sagði þá, að slíkt leyfi væri ónóg, jeg fengi ekki far með póstskipi sínu. Jeg þóttist vita, að af- svar eiganda hefði meira að þýða, en leyfi skip- stjóra, og hætti því við ferðina, en leyfði mór að spyrja hinn volduga skipseiganda, hvort eg mætti fá að tala við skipstjóra eitt orð; hann

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.