Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1901, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1901, Blaðsíða 2
202 Þ JÓÐVILJINN. XIV, 51.-52. Islanclsljóð. Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna, farsæld og manndáð vek oss endurborna. Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna. * sfl $ Dagur er risinn, öld af öld er borin, aldarsól ný er send, að skapa vorin. Ardegið kallar, áfram stefna sporin. Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn. Aldar á morgni vöknum, til að vinna, vöknum og týgjumst, nóg er til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna. * * * Fjallkonan unga, yngst af Norðurlöndum, óminn fær heyrt af dáð frá systra ströndum; bíður með þrá, sem ástmey örmum þöndum eptir þeim svein, er leysi hana’ af böndum. Sólgeisla hár um herðar bjartar fellur, hátt móti röðli fannhvítt brjóstið svellur. Eidheitt í barmi æskublóðið vellur, aldanna hrönn að fótum henni skellur. Þróttinn hún finnur: Ofl í æðum funa, ólgandi fossa kynjamögnin duna. Auðlindir sævar ótæmandi bruna. Onotuð frjógnótt beizkju vekur muna. Veit ’ún að hún er ei af kotungskyni, kann og að fóstra marga vaska syni. Mænir nú hljóð gegn ungrar aldar skini — —'' A hún þar von á lengi þráðum vini? * * Sú kemur tíð, er upp úr alda hvarfi upp ris þú, Frón, og gengur frjálst að arfi. Öflin þín liuldu geysast sterk að starfi, steinurðir skreytir aptur grórðarfarfi. Sú kernur tið, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Sé jeg í anda knör og vagna kmiða krapti, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða’ og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða. * * * íslenzkir menn! Hvað öldin ber í skildi enginn fær séð, hve feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst, hún geymir Hel og Hildi. Hlifi þér, ættjörð, Guð í sinni mildi. Hitt er og víst, að áfram, áfram miðar. Upp, fram til ljóssins! tímans lúður kliðar. Öldin oss vekur ei til værðarfriðar. Ung er bún sjálf, og heimtar starf án biðar. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér i fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska og byggja og treysta á landið. Þá mun sá G-uð, er veitti frægð til forna, fóstuijörð vora reisa endurborna, þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsi’ónir rætast. Þá mun aptur morgna. H. H. Eitt erindi sýslumanna á þing. Það er farið að hlerast, að eitt erindi sýslumannagrúans á þingið eigi að vera í því fólgið, að fá launákjör syslumanna og bœjarfógeta bœtt. Þeir þykjast hafa of lítil launin, enda þótt fjölgun og hækkun tolla hafi víðast aukið þau að góðum mun á seinni árum. Nú á landssjóður að leggja fram fé til skrifstofukostnaðar, að sagan segir, lík- lega allt að 1000 kr. handa hverjum þeirra. Bændum, sem víðast hafa verið svo hjartanlega ásáttir um það, að taka sýslu- mennina fram yfir aðra til þingmennsku, enda þótt embættisstaða þeirra sé mjög háð geðþekkni yfirboðaranna, þykir þetta sjálfsagt vera nauðsynja nýmæli, eitt af því, sem þjóðin þarfnast fyrst og fremst á ný upp runnu öldinni! Það verða reyndar minnst 10—20 þúsund króna árleg útgjöld fyrir landið, útgjöld, sem vel mætti kornast af án. Fyrir það fé mætti taka ofan af nokkurum þúfnakollunum, sem gamla öldin hefur gefið oss að erfðum. En hvað er svo sem að því, að láta það sitja á hakanum, til að geðjast þeirn, sem völdin hafa? Það er sjálfsafneitun, sem íslenzkir kjósendur sýna nú um aldamótin! Kaupið „Djöiy.l Fimmtándi árgangur „Þjóðv.“ verður 52 nr., í sama broti, sem núver- andi árgangur. Nýir kaupendur, er senda borgun fyrir fimmtánda árgang fyrir fram, fá ókeypis sögusafn yfirstandandi árgangs, jafn skjótt er innheptingu þess er lokið. jjj. Það eru tvö hundruð blaðsíður af skemmtilegum sögum. Sögusafn „Þjóðv.“ hefur það alrnenn- ingsorð á sér, að taka sögusöfnum hinna blaðanna langt fratn. Eins og að undan förnu mun blaðið fylgja sjálfstjórnarmáli landsmanna öflug- lega fram, og auk þess gera sér sérstakt far um allt, er að eflingu atvinnuveqanna lytur. Banka-ástandið, sem nú er bændum, og öðrum atvinnurekendum, allsendis ó- nógt, vill blaðið gera sitt ýtrasta tii, að komið verði sem bráðast í viðunanlegt horf. „Þjóðv.“ er óháð og sjálfstætt blað, sem hefur fulla einur? á að víta það, sem afvega fer hjá landstjórnarmönnum. Um hver hinna blaðanna. verður slíkt sagt? Kaupið og eflið þvi „Þjóðv.“ Landar góðir. ---------------

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.