Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1901, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1901, Blaðsíða 5
XIV 51.—52 205 Minni konungs, Minni íslands, Minni Isafjarðar o. 0., og sungin: „Islandsljóð44 eptir H. H. /Þá heyrast og leikin og sungin þessi sönglög: Hldgamla ísafold, leikið af Garde Regimente í Berlín. La Paloma, leikið af Garde Bepu- blicaine í París. Violette de Cannes, leikið af Garde Republicaine í París. Trictrac Polka, leikið af Leipziger Musiker Vereini- gung. Beautiful Venicia, leikið af Gren- adier Gards Band í London. Marching to Pretoria, leikið af The niunicipal Band í London. Siingfuglarne, sungið: Sænskur kvartett. Kentucky Baby, sungið af Ameri- can Comedy Pour. I cannot think of nothing else, sungið af Atnerican Comedy Four). • Kl. c. 81., (eptir borðhaldið): Farið upp í G.-T.bús. Þar verða fyrst sungin þessi lög : 1. Rolle: Lofið guð, nú ljómar dagur 2. Mendelson: Þrjár alþýðuvísur 8. Wallin: Lilla Stina 4. Pacius: Islandslag. Þá verður leikinn gamanleikurinn: Frænka Cliarlesar. Því næst sungin þessi lög: 5. Sveinbjörnsson: Ó, guð vors lands 8. Mozart: Þá eik í stormi hrynur háa 7. Wéber: Skógargildi 8. J. L.: ísland (eptir H. H.). • Að þvi búnu, eða á að gizka kl. 11, verður gengið til bæjarþinghftssins aptur, og þar skemmt sér við: Ræðnköld, kljóðfæraslátt, daus, leiki o. fl. Fyrir hönd forstöðunefndarinnar bauð bæjarfull- trúi Jón Laxdal samsætismenn velkomna, og fór hátíðahaJdið síðan fram, samkvæmt „pro- graminu“, nema hvað „Islandsljóð" sýslumanns H. Hafstein voru eigi sungin, heldur lesin upp -aí honum, og þar við hnýtt nokkrum orðum, fyrir minni íslands. — Bæjargjaldkeri 8. J. Nielsen bað menn drekka skál konungsins, en ÞjÓÐVILJIKN'. * fyrir minni ísafiarðar mælti bæjarfulltrúi Arni Sveinsson. Ýmsar fleiri ræður voru og haldnar, og minni drukkin. Samsætismenn höfðu boðið ýmsum öðrum bæjarbúum, að taka þátt í hátíðahaldinu með sér, eptir borðhaldið og svo stóð samkoman fram undir morgun, með góðri skemmtun. Hátvðasalurinn í bæjarþingstofunni var prýddur mjög snoturlega, með fánum og blóm- sveigum, og luku allir upp um það einum munni, að forstöðunefndin hefði leyst verk sitt mjög vel aí hendi. Sótt urn lausn. Fullyrt er, að héraðslæknir Þorvaldur Jónsson á ísafirði hafi fyrir skömmu sótt um lausn frá héraðslæknisembætti sínu. Aldamótiisjóður. Á aldamótahátiðinni hér á ísafirði 1. þ. m. kom mönnum saman um að skjóta þá þegar saman nokkurum krónum, er leggja skyldi, til gamans, í söfnunarsjóð íslands, og verja, til að halda næstu aldamót hátíðleg hér í kaupstaðnum. Samskot þessi urðu alls 28—30 kr. Úr Dýralirði norðan verðum er skrifað 2. þ. m.: „Það eru fáar fréttir héðan úrfirðinum um þessar mundir, vetrarveðrátta all-þolanleg optast, en jarðlvtið, sökum áfreða, og jarðbann; þar sem ekki er því loðnara gras eða kvistur. Veður var stillt milli jóla og nýjárs, en á gamla- ársdag var austnorðan stórviðri, og síðari bluta dags, fram yfir miðja vöku, kafaldshríð mikil. Nítjánda öldin var að blása rykið af krökk- unum sínum, um leið og hún rétti þeim skiln- aðarkossinn, þá er hinn síðasti kvöldroði hennar hneig í tímans djúp. Börnin hennar höfðu bú- izt við skilnaðinum, og vildu kveðja gömlu kon- una, móður sína, með þeirri viðhöfn, sem föng voru á; var því fyrirhuguð kvöldsamkoma, með guðsþjónustugjörð í Mýrakirkju, og þó veðrið væri allt annað, en skemmtilegt, þá var sam- koman svo vel sótt að kirkjan var full af fólki, og var það allt úr Mýra- og Núps-sóknum. Kirkjan var öll uppljómuð, ljósum og haganlega fyrirkomið. Eptir að búið var að hringja, og söfnuðurinn aliur inn kominn. var fyrst sung- ið nr. 480 i hinni nýju messusöngsbók, og spil- að á orgel; stýrði Kristinn búfræðingur Guð- laugsson á Núpi söngnum, og hafði hann áður haldið söngfundi, til æfingar söngflokki sínum, í þeim söng, er við hafa skyldi við þetta tæki- færi. Að enduðum hinum fyrsta sálmi talaði Sighvatur Gr. Borgfirðingur nokkur orð, og 'ryfjaði upp fáein atriði úr sögu Islands á 19. öld, almenns efnis; en að því búnu var sungið nr. 58; þar eptir tónaði Friðrik hreppstjóri Bjarnason bæn, og var svo sungið nr. 479. Að því búnu flutti Kristinn búfr. Guðlaugsson tölu, og livatti menn einkum til ættjarðarástar og dugnaðar, og að yfirgefa ekki landið sitt, heldur að yrkja það, og taka liöndum saman til fé- lagsskapar og menningar, og gerði sér mjög miklar og glæsilegar vonir um framtið lands vors; má vera, að sumum hafi ekki þótt þær vonir með öllu fyrirsjáanlegar, eins og nú er ástatt með búnað landsins; að því búnu var sungið nr. 475. Eptir það var sungin fyrri vigslusöngur, Introítus. Gloría o. s. frv.; þar eptir tónaði prestur, síra Þórður Guðlaugsson, guðspjallið, Lúk. 2.; var svo sungið nr. 476: en þar eptir sté síra Þórður í stól, og flutti ágæta ræðu, einkar vel lagaða við þessi sjaldgæfu tímamót; eptir ræðu lians var sungið nr. 26, en þar eptir síðari vígslusöngur, Exidus, Halleluja o. s. frv.; en eptir blessun var sungið nr. 638, og að síðustu Sanctus; þar með var euibættis- gjörðinni lokið á vanalegan hátt með hringing- um; en áður en úr kirkju var gengið, las síra Þórður Ólafsson upp: „Samtal 19. og '20. aldar". 7 vísur hrynhendar, er Sighvatur Gr. Borgfirð- ingur hafði kveðið þann sama dag. Athöfn þessi fór öll mjög bátíðlega fram, og var miklu betur sótt, en nokkur líkindi voru til í því veðri, og munu þó eigi all-fáir hafa orðið að sitja heima, einkum þeir, er áttu yfir sjó að fara. Síðar um kvöldið batnaði veðrið, og létti hríðinni; voru þá á fjórum stöðum brennur miklar: ein i Hvammi, önnur á Þingeyri, þriðja i Haukadal og hin fjórða á melborgunum fyrir neðan Mýra-bæinn. Sagt er, að Norðmenn hafi einnig ætlað að kveikja á skari, við útför ald- arinnar, en sökum óveðurs fórst það fyrir á því kvöldi, en gjörðu þar á móti brennu á nýjárs- dagskvöld. 198 ■ög píla, ofan allan stiga, og kom fyrst aptur til sjálfs mín, er eg fann svalan næturvindinn næða mér um eyru. „Ja, hver fjandinn!“ kallaði héraðsdómarinn sýnilega all- æstur. „Trúið mér, yfirsmiður, að svo myndi og hverjum öðrum hafa farið, sem i yðar sporum hefði verið“. „Vitleysa engu að síður!" mælti lœknirinn, og ypti öxlum. ,,Það hefur verið haldið nógu mikið upp á afmœli unnustunnar, •og þá eru slíkar imyndanir skiljanlegur“, „Jeg sagði yður, að þér mœttuð gjarna kalla mig heigul“, sagði yfirsmiðurinn alvarlega, ,,því að sannast að segja, titlaðijeg sjálfan mig svo, þegar jeg í nœtur-myrkrinu, skjálfandi af tn-œðslu, kom aptur að húsinu, og þorði eigi að fara upp á herbergi mitt. Annars hefi jeg ekkert á móti þvi, að þér kallið sýnina hugarburð, enda þótt heilinn í mér vœri þá laus við öll vín- anda-áhrif. En hið óskiljanlega eða örlagakennaa, — hvort orðið sem yður fellur betur —• felst, að minni hyggju, ekki að eins í sýn- inni sjálfri, heldur öllu fremur í afleiðingunum, sem sýn þessi hafið. Af tilviljun, eða einhverri ósjálfráðri hvöt, rakst eg nefni- lega nótt þessa, er eg gekk eyrðarlaus götu lir götu, á hús það, er unnusta mín átti heima í. Hún bjó niðri í stofunni, svo að af götunni 'sást inii í herbergin. Jeg varð þess þá áskynja, sem mig furðaði mjög, að þar var enn ljós, og að gluggarnir stóðu opnir. Og er eg kom nœr, sá eg, að unnusta mín, og móðirhenn- ar, voru að taka til í stofunni, eptir fœðingardágshátíðahaldið. • Það er eitthvað einkennilega freistandi, að geta óséður horft þannig á kvennmann, sem er að taka til í herbergi. Áður hefur maður ef til vill, þótt hún eigi síðar að verða konan manns, að eins séð hana í samkvœmi, eða við einhverja handavinnu, en nú sér maður hana við innanhitss-störfin, og get- ur þá ekki að sér gjört, að láta sér detta í hug, þegar hún tekur við húsmóðurstörfunum á manns eigin heimili. Það hitar manni um hjartarcéturnar, eg Vekur hjá manni viðkvœmar tilfinningar. Svona fór fyrir mér. 195 I eindrægni og kærleika er ætt þín nú sameinuð“. Þá var mér, sem heyrði eg þytinn í laufi trjánna, er hljómaði, sem hreinn og mildur hörpu-ómur. Mér íánnst hann syngja um ættir, sem hverfa og skapast, og allar renna að lokum í órannsakanlega eilífðardjúpið. Ský bárust um loptið, fyrir vindi. Allt í einu dreifðust þau, og sólargeizla skaut nið- ur, er varpaði unaðshýrum ljóma á síðasta hvílurúm kaupmannsins gamla. Þá þaut vindurinn aptur gegnum trjálaufið, og mér var, sem heyrði eg rödd hljóma að ofan, er hvellt og skært lét óma mér í eyrum: „Requiescat. in pace!14* Hvernig hann varð örlagatrúar. Þegar fimmta flaskan af Rínarvininu er tæmd — ekki sfzt sé vinið ágætt, eg að eins þrír um leikinn —, þá fara tilfinning- arnar all-optast að verða nokkuru örari. Ber þá og stundum sitt hvað á góma, sem annars er þagað sem vasdlegast yfir. Sjötta flaskan var ný sett. á borðið, og B ... héraðsdómari *) „Hvili hann í friði“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.