Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.01.1901, Blaðsíða 4
4
Þjóðviljink.
XV. 1.—2.
að land vort liggur á einu fiskisælasta
svæðinu í Atlantshafi, sævi girt á allar
hliðar, þá mætti virðast liklegt, að þessi
atvinnuvegur ætti góða framtíö fyrir
höndum. Það væri hörmulegt að hugsa
til þess, ef útlendar þjóðir ættu hór ept-
ir, sem hingað til, að vera næstum ein-
ar um, að ausa upp miljónum króna um-
hverfis strendur vorar, en vér gengjum
með hendur í vösum á landi, horfandi á
þau ógrynni auðs, er þeir flytja héðan.
Framfarir Islands hljóta að miklu leyti
að byggjast á fiskiveiðum vorum; sjór-
inn okkar er frjóvsamari, en hjá flestum
öðrum þjóðum. En vór þurfum að stunda
hann, eins og landið, að dæmi annaraþjóða.
Sjávarútvegurinn hefur samt hingað til
verið mjög lítið styrktur af löggjafar-
valdinu, og miklu minna, en landbúnað-
urinn. Hann hefur fremur mátt teljast
olnbogabarn löggjafarvaldsins, sem hvað
ljósast sést af því, að lagður hefur verið
útflutningstollur á afurðir sjávarútvegs-
ins, sem landbúnaðurinn er alveg laus
við. Hiðeina, sem þingið hefur gjört, sjáv-
arútvegnum til verulegrar eflingar, er stofn-
un stýrimannaskólans fyrir nokkrum árum.
. Hve ójafnt sé skipt inilli þessara at-
vinnuvega, sést á nú gildandi fjárlögum;
i þeim eru veittar á fjárhagstimabilinu
til eflingar landflúnaðinum . . . kr. 97,580
til eflingar sjávarútvegnum (til stýri-
mannaskólans, lendingar i Þorláks-
höfn, og til fiskirannsókna) . . . kr. 14,340
Mismunur kr. 83,240
Þrátt fyrir þetta hefur þessurn at-
vinnuveg þó tiltölulega farið meira fram,
en landbúnaðinum, siðast undanfarin ár.
Þilskipum hefur víst fjölgað allt að
helmingi á síðustu 15—20 árum, og
bátaútvegurinn hefur í sumum sjávar-
sveitum landsins aukizt stórum, og tekið
að öðru leyti all-miklum framförum, bæði
hvað allan útbúnað og beituföng snertir,
þótt hann hafi minnkað sums staðar
Arið 1898 námu líka útfluttar sjávarvör-
ur 4,118,000, krónum en landvörur að
eins 2,477,000 kr.; voru sjávarvörur það
ár liðugar 61 af hundraði allra útfluttra
vara, en landvörur að eins 36,6 af hundr-
aði. Auðvitað stafar þessi mikli mis-
munur nokkuð af hvalaveiðum Norð-
manna hór við land, sem reknar eru að
miklu leyti með útlendu fó; en þar sem
bæði landssjóður og sveitasjóðir fá afar-
miklar tekjur af þessum atvinnuveg, auk
mikillar atvinnu, er hann veitir lands-
mönnum, þá má telja hann til framfara
sjávarútvegsins.
Fjölgun þilskipanna er mest þvi að
þakka, að kaupmannastóttin, einkum sú
innlenda, hefur gjörzt forkólfar þeirrar
atvinnugreinar; en hór, sem annars staðar,
eru kaupmenn þeir mennirnir, sem helzt
hafa bein i hendi til stærri atvinnufyrir-
tækja, og er fjölgun þilskipanna hér á
landi ljós vottur þess, hve þörf innlend
kaupmannastótt er landi voru, og að öll
framfór atvinnuveganna er eins mikið
komin undir atorku og dugnaði einstakl-
inganna, eins og miklum tjárframlögum
úr landssjóði. (Meira.) — S. St.
Þingför sýslumanna.
Nýtt þingfararbann,
1 31. gr. stjórnarskrárinnar frá 5. jan.
1874 segir svo:
„Embættismonn þeir, sem kosnir verða til
alþingis, þurfa ekki leyfi stjórnarinnar, til
þess að þiggja kosninguna, en skyldir eru
þeir til, án kostnaðar fyrir landssjóðinn, að
annast um, að embættisstörfum þeirra verði
gegnt á þann hátt, sem stjórnm'álitur nægja".
Þessa grein stjórnarskrárinnar er nú full-
yrt, að stjórnin hafi ákveðið að nota á
þann hátt, að gera það að skilyrði fyr-
ir þingför syslumanna, að þeir setji Vóg-
lœrda menn, til þess að gegna embættis-
störfunum, .meðan þeir eru á þingi.
Eins og meun muna, notaði núver-
andi landshöfðingi þetta sama ráð árið
1887, er hepta skyldi framgang stjórnar-
skrármálsins.
Afleiðingin varð þá sú, að einn þing-
maður varð að sitja heima um þingtím-
ann, en annar afsalaði sór þingmennsku,
með því að þá var eigi löglærðra manna
kostur, er sýslumenn þessir gætu sett í
sinn stað.
Nú mun að visu nokkuru greiðara um
það, en þá, en þó fráleitt svo, að allir
þessir 8 sýslumenn geti fullnægt skil-
yrðinu.
Það er því rnjög hætt við því, að eitt
eða fleiri kjördæmi verði þingmannslaus
á þingi, ef skilyrði þessu verður strang-
lega fylgt fram, og gæti það liaft mjög
óheppiieg áhrif, að því er ýms mest varð-
andi máiefni þjóðar vorrar snertir, svo
2
lítandi, hringja dyrabjöllunni hjá frúnni, og var honum
þá hleypt þar inn, en laumaðist svo jafnan, að stundar-
korni liðnu, mjög flóttalega út þaðan aptur.
Hvað áttinúfrúin, og landeyða þessi, saman að sælda?
Ura það hringsóiuðu ýmis konar tilgátur manna á
milli, og voru sumar þeirra engan veginn sem notaleg-
astar í frúarinnar garð.
En villtur er sá, sem geta skal, og hvað sannast
var, vissi enginn.
Sannleikanum var ætlað að koma i ljós á annan,
mjög hræðilegan hátt.
Kvöld eitt, er nokkuð var orðið áliðið, kom gamla
vinnukonan frúarinnar, afar-æst á svipinn, hlaupandi inn
á lögreglustöðina, með öndina i hálsinum, og skýrði frá
þvi, að hún hefði þá rétt ný skeð fundið húsmóður sina
myrta, og hefðu allir skápar og skúfíur i herbergjum
hennar verið upp brotið.
Það var nú í skyndi sent eptir lögreglulækninum,
er framkvæma skyldi likskoðunina, sem venja er til, og
héldum við síðan þrír: læknírinn, jeg, og yfirmaður minn,
ásamt gömlu vinnukonunni, þangað sem morðið hafði
frarnið verið.
Frú Richardson lá dauð á gólfinu, fljótandi i
blóði sínu.
Hér og hvar á gólfinu lágu og hinir og þessir
munir, sem auðsætt var, að tættir höfðu verið í flýti upp
úr skúffum og hirzlum, og grýtt svo hér og hvar hirðu-
leysislega.
Líkskoðunin virtist benda til þess, að frúin — sem
likur þóttu til, að setið hefði, og verið að lesa í bók. er
nn lá opin á bórðinu, — hefði verið slegin í höfuðið
11
þar staddur, til að taka á móti mánaðarfó sínu, heyrt
vinnukonuna kvarta yfir glugganum við frúna.
Vinnukonuna innti eg eptir því, hvort hún hefði
strax brugðið við, og farið inn í herbergi frúarinnar,
er hún heyrði hljóðið, eða hún hefði fyrst sýslað eitt-
hvað í eldhúsinu, og kvaðst hún hafa farið strax.
Það rar því ljóst, að hljóðið gat ekki komið frá
frúnni, sem myrt var, enda fóllst gamla vinnukonan á
það, að svo hefði eigi getað verið.
En var það þá trúlegt, að morðinginn hefði látið
slíkt hljóð frá sér heyra, að eins sem svarar fimm mín-
útum eptir það, er morðið hafði f’ramið verið, og meðan
hann stóð með vasana fulla af ránsfénu?
Tæplega.
Með því hefði hann þá verið að gefa öðrum, sem
í húsinu voru, til kynna, að hann væri þar nær staddur
Það vantaði því minnst á, að jeg væri sannfærður
um það, að sú sögusögn Richardson’s væri sönn, að það
hefði verið hann, sem upp hefði hljóðað, og að hann
væri því saklaus.
Jeg skýrði nú yfirmanni mínum frá þessum at-
hugunum mínum, og lofaði hann að gera rannsóknar-
dómaranum aðvart um þær.
Fanginn hafði strax verið rannsakaður, er hann
var settur í varðhald, en ekki hafði neitt fundizt i vörzl-
um hans, er gruninn gæti styrkt.
Allir peningarnir, sem i hans vörzlum fundust,
vorú fáeinir koparhlunkar.
Virtist þetta því einnig benda til þess, að hann
væri saklaus.
51ér brá því eigi lítið í brún, er eg, þrátt fyrir