Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.01.1901, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.01.1901, Blaðsíða 6
6 Þjóðtiljinn XV, 1.-2 stúlkur sótt um kennslu, en kostur var á að veita móttöku. Við aldamótin. Frá spítalahaldara Magnúsi Jochumssyni á Isaíirði heftir blaði voru borizt eptir fylgjandi kvæði, er hann orti við aldamótin: Upp er runnin öldin nýja, áfram líður tímans hjól. Yakni lýðir dáð að drýgja, dagar boða frelsis sól; hrindi af sér deyfðardrunga drótt hins kalda jökul-lands, hjartað slái, hreifist tunga, hitni blóð i æðum manns. Höfum trú og traust á drottni, trúum — fræga söguþjóð — þó að mótgangs bylgjur brotni, byr samt fái mál vor góð; elja, þol og eining manna, ættjarðar kann bæta kjör; ótal dæmi sýna, sanna, sundrung skapar apturför. Ljóst mun öldin liðna sanna, lengi frelsi höfúm þráð; þrumuraddir þingmannanna þó ei hafa getað náð réttum kröfúm þings og þjóðar, því mun eflaust snjallast ráð, bjóðist réttarbætur góðar, boðið þiggja’, og una’ í bráð. Hagsæld, frama, frið og eining, færi oss hin nýja öld. Það sé okkar ósk og meining innlend stjórn hér fái völd, sem að vilji velferð þjóðar, vilji landsins sanna gagn; lagabætur gjöri góðar, glæði fjör, og auki magn. Burt með trúar deyfð og doða! Drottins hjálp vér treystum á; sjálfs vor máttur svo mun stoða, sigri loksins þeim að ná: íslands krýnist byggðin blóma, blessist þjóð vor sérhvert ár. Island vaxi að sæmd og sóma, sjatni íslands neyð og fár. M annalát. Látinn er í Reykjavík 4. des. siðastl. fyrrum kaupmaður Eggert Vaage, fæddur 25. nóv. 1824. — Foreldrar hans voru: Magnús hreppstjóri Jónsson, Daníelssonar í Hlíð, og kona hans Guðrún Eggerts- dóttir, prófasts Guðmundssonar, er kvænt- ur var Gruðrúnu Bogadóttur, Benedikts- sonar í Hrappsey. — Eggert heitinn Vaage nam skólalærdóm, fór i Bessastaðaskóla 1846, en útskrifaðist úr Reykjavíkur lærða skóla 1S51. — Fékkst hann siðan við barnakennslu, meðal annars á Isafirði, en gekk síðan á verzlunarskóla í Kaup- mannahöfn, og var, að því námi loknu, forstjóri verzlunar M- Smith’s consúls í Reykjavík, árin 1854—58, unz hann hóf verzlun fyrir eigin reikning; rak hann þá atvinnu þó að eins fá ár, vegna fjárskorts, og gjörðist aptur verzlunarmaður hjá fyrri húsbónda sínum, og hafði þar bók- haldarastöðu til 1889. — Hann kvæntist 1858 ungfrú Kristínu Sigurðardóttur frá Stóra-Hrauni, sem dó fyrir fáum árum, og varð þeim hjónum 9 barna auðið, og lifa nú að eins 3 þeirra: Sigurður, kaupmaður í Reykjavík, Jens, cand. philos., og Halla; en meðal þeirra, sem látin eru, og upp komust, voru þær Guðrún, söngkona, og Kristín, fyrri kona Helga Jónssonar, núverandi starfsmanns við landsbankann. Eggert heitinn var hæglætismaður,. ljúfur og glaðlegur í viðmóti, og vel lát- inn af þeirn, er hann þekktu, en litt þótti hann á fyrri árum semja sig að Good-Templara háttum. — Ný frétt er einnig, að látizt hafi í Reykjavík i öndverðum þ. m. cand. theol.. Steingrímur Johnsen, söngkennari við lærða skólann í Reykjavík, og mörg þing skrif- stofustjóri alþingis, alþekkt ljúfmenni. — Hann dó af svefnlyfi, er hann í ógáti hafði tekið helzt til mikið af, og verður heiztu æfiatriða hans síðar getið hér í blaðinu. — I 38. nr. 14. árg. blaðs þessavarget- ið iáts síra Einars Yernharðssonar, er andaðist að Sútarabúðum i Grunnavikur- hreppi 16. okt. síðastl. — Hann var fædd- ur 25. apríl 1817, og var sonur síra Vernharðar Þorkelssonar, er siðast var prestur að Reykholti. Hann nam skóla- lærdóm að Bessastöðum, og útskrifaðist þaðan 1842, og með því að stúdentar frá þeim skóla höfðu rétt til prestsem- bætta, án frekara náms, þá vígðist hann sama ár til aðstoðarprests hjá föður sin- um, er þá var prestur í Hítarnesþingum. Arið 1846 fékk hann veitingu fyrir Sanda- prestakalJi í Dýrafirði, og þjónaði því embætti, unz hann 1852 fékk veitingu fyrir Staðarprestakalli í Grunnavík, og var hann þar prestur í frek 30 ár, unz hann 1883 fékk lausn frá prestskap, fyrir elli sakir. — Hann var kvæntur Kristínu G uðmundsdóttur, prófasts Jónssonar á Staðarstað, systur sira Þorgeirs í Glólundi, sem Jónas Hailgrimsson kvað um, og er hún dáin fyrir mörgum árum. — Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en fóst- 4 Engu að síður unni hún honum samt, og var hann svo óskammfeilinn, að nota sér það. Sóaði hann vonum bráðar búshluta sjálfs sín, og dró svo fram lifið á fjárstyrk þeim, er hann hafði út úr frúnni. Ef til vill hafði sá fjárstyrkur, nú upp á síðkastið, ekki verið svo riflegur, sem hann myndi óskað hafa. Þetta gat því verið orsökin til þess, að hann hefði gripið til þeirra örþrifsráða, að myrða frúna, og ræna fjármunum hennar, til þess að komast yfir þá alla í einu. Þessi grunur gömlu vinnukonunnar virtist alls ekki ósennilegur, og skipaði yfirmaður minn mér þess vegna, að gera mitt ýtrasta, til að hafa þegar uppi á morðingjanum, og taka hann fastan. Jeg tók nú þegar til starfa, og lét einskis ófreist- að, til að hafa uppi á morðingjanum. Allar íllræmdustu veitingaholur og gistihús í borg- inni hornaði eg, hvað af hverju. Að þrem dögum liðnum fann eg svo loks þann, er leitin var gjör að. í einu lang-íllræmdasta veitingahúsi borgarinnar sat hann einn sér, með brennivínsglasið fyrir framan sig. Jafn skjótt er eg sá hann, þóttist eg þess full vís, að þetta væri rétti maðurinn. Allt útlit hans bar órækan vott um gjörsamlega eyðilagt lif. Rauða nefið, augun rauð og sljó, og andlitið fólt og þrútið, lýsti allt greinilega drykkjufýsn hans, sem orðin var að versta lesti. Fyrirspurnir mínar, er eg beindi til veitingamanns- ins, ataðfestu þann grun minn, að þetta væri Richardson. 9 á hæð, herðabreiður, tötralega til fara, og hafi tindrandi augu; en slíka menn sér maður hundruðum saman. Ef þér eigi eruð fær um, að skýra frá fleiri ein- kennum á honum, þá er yður snjallast, að vera við því búinn, að komast í kynni við böðulinn“. Það fór hryllingur um hann. „Nei, fleiri einkenni á honum man eg nú eigi, en hann var morðinginn, og enginn annar“. Meðan á þessari samræðu stóð, voram við komnir að fangahúsinu, og skilaði eg þar félaga mínum af mér. Skýrði eg síðan yfirmanni mínum frá samtali okk- ar Richardson’s, og lét þann grun minn í ljósi, að verið gæti, að hann væri saklaus. Yfirmaður minn yppti öxlum, og sagði, að rann- sókn málsins myndi leiða það í ljós. Fékk hann mér þvi næst annan starfa, sem leysa þurfti fljótt af hendi. Engu að síður gat eg þó eigi fengið samræðu okk- ar Richardson’s úr huga mér. Jeg hugsaði lengi um málið, «g fannst mér þá, að einkum skipti miklu, að komast fyrir, hvaða leið morðinginn hefði farið, og hvernig hann hefði getað komizt inn í hús frúarinnar. Að nokkrum kl.timum liðnum, er eg hafði lokið ■tarfi þvi, er mér hafði verið á hendur falið, flýtti eg mér því þangað, sem morðið hafði framið verið. Gamla vinnukonan fullvissaði mig um það, að bæði forstofúhurðin, og hurðin, sem vissi út að húsgarðinum, hefðu verið tvílæstar allt kvöldið. Morðinginn hlaut því að hafa komizt inn i húsið á einhvern annan hátt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.