Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Side 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Side 7
XV 3. -4. ÞjÓÐ VILJINN. 15 þiggjandi, 41 ár, unz Röswkranz heitinn and- aðist árið 1891. Þeim hjónum varð alls 12 barna auðið, og dóu 3 þeirra í æsku, en 9 komust til t'ullorð- insára; var eitt þeirra Jón Rósinkranzson, er drukknaði fyrir nær 20 árum; en hin 8, sem á iifi eru, heita: 1. Sveinn, skipstjóri, bóndi á Hvylft í Önund- arfirði. 2. Kjartan, skipstjóri á Flateyri. 3. Páll, skipstjóri, bóndi á Kirkjubóli í Korpu- dal i Önundarfirði. 4. Rósinkranz, bóndi í Tröð í Önundarfirði. 5. Bergur, kaupmaður á Flateyri. 6. Guðfinna, gipt Guöm. beyki Pálssyni á ísafirði. 7. Málfríður, ekkja Páls heitins Guðlaugssonar á Flateyri, og 8. Kristín, gipt snikkara Jakob Ghiðmundssyni i Æðey, öll hin gjörvilegustu. Eptir lát manns síns bjó Guðlaug sáluga fá ár á nokkurum hluta Traðar, en var síðan hjá Rósinkranz, syni sínum, i Tröð, unz hún fyrir 3 árum fluttist að Flateyri, og dvaldi þar hjá Málfríði dóttur sinni til dauðadags. Guðlaug heitin var mesta atgjörvis- og mynd- arkona, stjórnsöm húsmóðir, ástrik, sem móðir og eiginkona, og mátti því með sönnu kallast merkiskona, og sómi í sinni stótt. Hún var jörðuð að Holtskirkju í Önundar- firði 18. þ. m. Eptir því sem frétzt hefur, ætla Súgfirðing- ar engan þátt að eiga í Flateyrarfundarhaldinu 2. febr. næstk., og þar sem talið er mjög hæpið, að Arnfirðingar sinni nokkuð fundarboðinu, þá verður þessi fundur að líkindum fremur fá- skipaður. Leiðréttingur. í ritgjörðinni: „Ritgjörð Páls Briems í „ísafold“, og nokkrar athugasemd- ir um búnað íslands“ hafa í 49.—50. nr. 14. árg. blaðs þessa orðið þessar villur, sem höf- undurinn hefur óskað, að leiðréttar verði: í 2. dálki bls. 194, í 35. og 36. línu að ofan hafa á eptir „hvern mann“ fallið úr orðin: er af búnaði lifir. í sama tölublaði, í 1. dálki á bls. 195, í 7. línu að ofan, og í 7 línu að neðan, á að standa „samhent“, i stað „samkvsem“. Til H0 Finup — En rig Dame, som er blevet 111 Uu 1/UlCt helbredet for Dövhed og Öre- susen ved hjælp af Dr. Nicholsons kunstige Trommehinder, har skænket hans Institut 20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke kunde kjöbe disse Trommehinder, kunde faa dem uden Betaling. Skriv til: Institut „Longcott“, Gunnersbury, London, W., England. iJakkarávarp. Við undir rituð vottum af heitu hjarta madtM Vigdísi Einarsdóttur á Faxastöð- um vort innilegasta alúðarþakklæti fyrir alla þá góðu hjálp og aðstoð okkur veitta, meðan við, að okkar veiku kröpt- um framlögðum, hjúkruðum vorum sár- þjáða deyjandi bróður og ástvin G-ísla Hirti Stefánssyni, sem í heilan mánuð þjáðist af sárustu kvölum. Hún var æ 3em ástríkasta móðir, okkur til hjálpar og huggunar, hjúkrandi hinum fyr nefnda ástvin okkar, af alúð, kærleika og ástúð- legri umhyggju, opt framar, en kraptar og ástæður leyfðu, ásamt allri þeirri að- stoð, er hún veitti okkur, á okkar sár- ustu saknaðar stundum. Fyrir alla þessa velgjörninga, biðjum við algóðan guð af ríkdómi sinnar náð- ar, að veita henni frið, huggun, björg og blessun, og skýla undir vængjum sinnar | miskunnar, svo að hvorki sorg ne mæða nái að snerta hennar særða hjarta, held- ur verði öll hennar ófarin æfi spor blíð og björt. Lárus M. Stefánsson, HaUdöra Bjarnadöttir. ÍJveðið við aldamótin. Jeg hef nú af meublum margt, já, marg slags srníði, er virðist þarft. Komið, skoðið, kaupið nú, hver sem þarf að færa í bú, stofugögn, er glanza ný, sem gjörð af eik og mahogni. Af hjónarúmum hef jeg nóg, er hafa má bæði breið og mjó, með renda stólpa, og rifluð spjöld, „raritet“ á nýrri öld; þau sýnast vera af sedrus-við, sig má spegla í hverri hlið. Kommóður jeg konum sel, ef koma þær og biðja vel, já, ef að jeg drepst ekki úr hor, jeg eflaust líð þær fram á vor; þær eru mesta stofustáss, stórar, en þurfa ei mikið pláss. Þá eru skápar, þá eru borð, og það marg slags, sem fer af orð, að séu vildis velti-þing, er varla fáist land um kring, sleip sem gler og gljáand^ej, gjörð af fínasta nuðutré. Af ýmsu fleiru eg hef vel, 20 Sá hann, að frú Richardson sat þar, og sneri að honum bakinu. Hún var að lesa í bók, og átti sér einskis ílls von. Greiddi hann henni þá slíkt höfuðhögg með spor- járninu, að hún hné þegar hljóðalaust ofan á gólfið, og stakk hana þá með hníf sínum, til frekari fullvissu. I mest.a snatri braut hann síðan upp alla skápa og skúfíúr, stakk á sig peningum og gripum, og fór svo út um götudyrnar. Hann var spurður, hvernig hann hefði getað fengið sig til þess, að vera við staddur, er saklaus maður yrði sakfelldur, og svaraði hann þá ofúr-rólega, að sig hefði langað til þess, að fá um það fulla vissu, að enginn minnsti grunur hefði fallið á sig sjálfan. Róttvísin eilífa hafði nú óvænt viljað haga þessu öðru vísi. Einn sólargeisla hafði hún notað, til þess að koma UPP um þenna harðsnúna morðjngja, í þinghúsinu sjálfu. Úrslitin urðu auðvitað þau, að Jim var líflátinn fyrir þenna voðalega glæp, en Richardson var sleppt úr varðhaldinu. Nokkurir góðir menn tóku mannaumingjann að sór í þeim tilgangi, að reyna aptur að gera mann úr honum. En slarkaralif hans í ótal mörg ár, hafði alveg far- ið með beilsu hans. Varðbaldsvistin, og annað, sem af morði konu hans leiddi, hafði og fengið mjög á hann. Hann andaðist því skömmu eptir það, er máli hans var lokið. 17 En rótt í sömu svipan, rofaði til í lopti, svo að sólin skein beint framan í manninn. Maðurinn var náfólur að sjá, og jeg stóð, sem steini lostinn. Sólskinið hafði gert honum glýjur, og lokaði bann þá að eins öðru auganu, en hitt stóð upp glennt, og kastaði frá sór svo kynlegum glampa, eins og það varp- aði sólarljósinu frá sér. Það var óefað glerauga. Maðurinn hafði, er hann sneri sór við, auðsjáanlega gert það i þeim tilgangi, að reyna að laumast burtu, án þess á því bæri, en honum varð ekki kápan úr því klæðinu, með því að fáeinir knálegir drengir öptruðu því. „Komið strax hingað með manninn“, kallaði nú dómsforsetinn, og gengu þá nokkrir hermenn þegar að honum. Fylgdist hann þá nauðugur með þeim, en þorði þó ekki, að beita neinum mótþróa. „Það er hann eineygði J i m “, heyrði eg einhvern hvisla rétt hjá mór. „Það væri rótt eptir honum, að hafa framið þetta voðalega morð“. Hermennirnir leiddu hann nú þegar inn í klefa þann, sem vitnunum var ær.laður, og dómsforsetinn lagði þar þegar fyrir hann þessar vanalegu spurningar, um nafn, stöðu, aldur, heimili o. fl. Jim svaraði þeim spurningum mjög önuglega. „En hverju svarið þór svo ákæru þeirri, sem ákærði hefúr beint að yður ?“ spurði dómsforsetinn enn fremur. „Engu öðru, en því, að það er bansett lýgi aði hinn. anz

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.