Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.08.1901, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.08.1901, Side 3
XY. 35.-36. Þjóðviljinn. 139 huga frv. um flutning gagnfræðaskólans á Möðruvöllum til Akureyrar, leggur eindregið á móti flutningi skólaus, nema einn nefndarmanna: Stefán kennari Stef- ánsson. Má þvi telja vist, að frv. þetta nái eigi fram að ganga. Ny frímerki. Ritstjóri Hannes Þor- steinsson ber fram þingsályktun þess efnis, að skora á stjórnina, að láta búa til ný íslenzk f'rimerki, að einhverju leyti frá- brugðin núgildandi frímerkjum, og lög- leiða þau, annaðhvort þegar í stað ein sór, eða þá samhliða núgildandi ísl. frímerkj- um, meðan frímerkjabirgðir þær endast, sem nú eru til. Frá bankanefndinni i neðri deild, eða réttara sagt frá meiri hluta hennar, hafa þessi frv. komið fram í neðri deild: 1, Frv. til laga um sparisjóð í Reykjavík. (Frv. fer þvi fram, að sparisjóðsfé það, sem nú er í landsbankanum, skuli ept- irleiðis raynda sórstakan sjóð, og skip- ar landshöfðingi stjórn sjóðsins: 1 fram- kvæmdarstjóra og 2 gæzlumenn. Af varasjóði landsbankans skulu sparisjóðs- stjórninni afhentar 40 þús. krónur, til varasjóðs sparisjóðsins, auk annara eigna, er til heyra sparisjóðsdeild lands- bankans). 2, Frv. til laga um heimild, til að veð- setja jarðeignir landssjóðs fyrir hlutum i hlutafélagsbanka. Landstjórninni heimilað, að skrifa sig fyrir hlutum í hlutafólagsbanka, er stofnaður kann að verða á Islandi, og veðsetja í því skyni jarðeignir lands- sjóðs. — Hlutaupphæðin má þó eigi nema meira, en 20 °/0 af virðingar- verði þeirra jarðeigna, sem veðsettar eru. 3, Viðaukalög við veðdeildarlögin. — Yeðdeildinni heimilað, að lána gegn 2. veðrétti í jarðeignum, sem veðbundnar kunna að verða fyrir hlutum í hluta- félagsbanka. Frv. þessi standa öll í sambandi við frv. um stofnun hlutafólagsbanka. Bann gegn því, að reka botnvörpuveið- ar frá Islandi. Sýslumaður Axel Tulinius hefur i efri deild borið fram frv. þess efnis, að öllum, hvort heldur einstökum mönnum eða hlutafélögum, sem reka veiðar með botnvörpu, skuli bönnuð bú- seta á Islandi. Aiikapóstferðir. Sk. Tlioroddsen ber fram í neðri deild þingsályktunartillögu þess efnis, að skora á landstjórnina, að hlutast til um: 1, Að aukapóstur verði látinn ganga milli Holts og Valþjófsdals í Önundarfirði. 2, Að aukapósturinn milli Isatjarðarkaup- staðar og Botns í Súgandafirði verði látinn ganga alla leið að Suðureyri í Suðureyrarhreppi. 3, Að aukapóstur sá, er fer milli ísa- fjarðarkaupstaðar og Traðar í Alpta- firði, fari alla leið að Eyri i Seyðis- firði. 4, Að aukapóstur só látinn ganga frá Stað í Grunnavik að Furufirði á Horn- ströndum, eptir komu aukapóstsins frá ísafirði. 5, Að aukapóstur fari jafnan frá Hesteyri i Sléttuhreppi að Höfn í sama hreppi, eptir komu aukapóstsins frá ísafirði til Hesteyrar. _________________ Framkvœmdarstjóri söfnunarsjóðsins fyr- ir næsta 6 ára timabil var á fundi sam- einaðs alþingis 16. ág. kosinn: Eiríkur Briem, prestaskólakennari. Gjafasjóður Jóns Sigurðssonar. I rit- nefnd þessa sjóðs voru kosnir á fundi sameinaðs þings 16. ág.: dr. Björn M. Olsen, Steingr. Thorsteinsen og Eir Briem. Ferðakostnaðarreikninganefnd. Til þess að úrskurða ferðakostnaðarreikninga al- þingismanna voru kosnir 16. ág.: Gutt. Vigfússon, Kl. Jónsson, Sig. Jensson, dr. Valtyr Guðmundsson og Þórður J. Thor- oddsen. Avarp til konungs. Efri deild sam- þykkti, eptir tillögu biskups HaUgr. Sveinssonar og Kr. Jónssonar yfirdómara, að skipa nefnd, til að semja ávarp til konungs, og mun ávarp það síðar birtast hér í blaðinu. Innjiutningur ósútaðra skinna og liúða. Efri deild hefur breytt bannlögum þeim, er neðri deild hafði samþykkt, á þá leið, að stjórnarráðinu fyrir ísland er að eins veitt heimild, til að banna slikan inn- flutning, nema trygging sé fyrir þvi, að ekki felist i þeim sóttnæmi. Hreindyra friðun. Effi deild hefur samþykkt frv. þess efnis, að hreindýr öll séu friðuð hór á landi í 10 ár, og varð- ar 50 kr. sekt fyrir dýr hvert, ef drep- ið er. Frv. þetta má telja afar-nauðsynlegt, þar sem hreindýrum fer óðum fækkandi, svo að hætt er við, að þau dæju út inn- an fárra ára, ef algjörðri friðun þeirra væri frestað. Fjárlaganefnd var kosin í efri deild 12., ág. og var við höfð hlutfallskosning. Kosnir voru: Kr. Jónsson yfirdómari sira Magnús Andrósson — Sig. JenssoD — Eir. Briem og Gruðjón Guðlaugsson, og eru þrír hinir fyrst nefndu úr flokki stjórnbótamanna. Formaður nefndarinn- ar er Eiríkur Briem, en skrifari Kr. Jónsson. Framkvœmd kosningarlaganna frá 14. sept. 1877. — Ritstjóri blaðs þessa hef- ur borið fram þingsályktunartiliögu þess efnis, að skora á landsstjórnina, að brýna fyrir öllum alþingiskjörstjórnaroddvitum, að fylgja nákvæmlega fyrirmælum laga nr. 16, frá 14. sept. 1877. Tilefnið til þingsályktunartillögu þess- arar eru misfellur þær, sem brydda þótti á í stöku kjördæmum við kosningarnar í fyrra. Skipting kjördæmis. —- Frv. fellt. Frv. um skipting Isafjarðarsýslna í tvö kjör- dæmi þannig, að Vestur-ísafjarðarsýsla kysi 1 alþingismann, en Norður-ísafjarð- arsýsla og ísafjarðarkaupstaður annan þingmanninn, var fellt við aðra umr. í efri deild 17. ág., með 6 atkv. gegn 5. Bæði í neðri og efri deild komu fram tillögur um skiptingu ýmsra annara kjör- dæma, er 2 alþingismenn kjósa, og þótti þá réttast, að láta málið i heild sinni bíða, þar sem nú stendur til, samkvæmt stjórnarskrárfrumvarpinu, að þingmönn- um verði fjölgað, og þá samin ný skipt- ing kjördæma um land allt. Verður þá að öllum líkindum sú nið- urstaðan, að kjördæmi það, er hér um ræðir, fær 3 þingmenn, og kjósa þá Vestur-ísfirðingar óefað einn þeirra. Að öðru lejdi verður síðar skýrt ná- kvæmar frá gangi máls þessa á þinginu, þvi sögulegur mátti hann að ýmsu leyti heita, þar sem apturhaldsliðar fylgdu skipting þessa eina kjördæmis, sem einn maður. Ofriðun á sel, Nefnd sú, er fjallaði um frv. þetta, hefur eigi orðið á eitt mál sátt. Meiri hluti nefndarinnar (Sk. Th. og Þ. Gruðm.) telur ógjörlegt, að ófriða sel, þar sem lax gengur, nema selveiða- eigendum væru þá jafn framt ákveðnar fullar skaðabætur, og telur eðlilegast, að slikar skaðabætur væru greiddar af lax- veiðaeigendum, er hag hafa af sela-ófrið- uninni á hverjum stað, nema heppilegra kynni að þykja, að auka útflutningsgjald af laxi, sem skaðabótunum nemur, og láta þá greiða þær úr landssjóði; en þar sem vafasamt sé, hvort laxveiðieigendum myndi þykja þetta tilvinnandi, og skýrsl- ur um arð af selveiði eigi nægar fyrir hendi, leggur meiri hluti nefndarinnar það til, að frv. só fellt. Minni hluti nefndarinnar (Sig. búfr. j Sigurðsson) ræður aptur á móti til þess, í að frv. um ófriðun á sel só samþykkt ó- breytt. í =========== Breyting' fiskiveiðiisainþykkta. Efri deild. i samþykkti lagafrumvarp þess efnis, að fiski- veiðasamþykktir skuli aldrei gilda lengur, en 10 ár í senn, nerna þœr séu þá endurnýjaðar á sama hátt, sein þœr eru settar. Þó skyldu fiskiveiðasamþykktir, sem þegar eru í gildi, eigi falia úr gildi, fyr en ár vœri liðið frá því, er lögin öðlast gildi. Út af frv. þessu spunnust nokkrar umræð- ur i neðri deild, og vildi Sk. Th. eigi láta á- kvœði frumvarpsins ná til eldri fiskiveiðasam- þykkta, og bar því fram breytingatillögu þess efnis, en sú tillaga var felld, en aptur á mótt samþykkt sú varatillaga frá Sk. Th., að fiski- veiðasamþykktir, sem nú eru, skyldu eigi úr gildi falla, fyr en 5 árum eptir það, er lögin nœðu gildi. Framkvæind kesningarlaganna. — 1‘iiigsá- lyktun felld. Á fundi neðri deildar 20. ág. spunnust nokkrar umrœður, út af þingsálykt- unartillögu Sk. Thoroddsen, að skora á land- stjórnina, að brýna fyrir öllum alþingiskjör- stjórnaroddvitum landsins, að fylgja nákvœm- lega fyrirmœlum kosningarlaganna frá 14. sept. 1877. Taldi Sk. Th. þœr misfellur hafa á orðið við síðustu kosningar, einkum í Dalasýslu, að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.