Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.08.1901, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.08.1901, Blaðsíða 6
142 Þjóðyiljinn. land, út af embættisrekstri hans, eptir þeim málfærslureglum, sem gilda yið tóðan rétt. Fjárlaganefnd efri deildar lauk áliti sinu 16. ág., og eru þessar belztu breyt- ingatillogur hennar við l'rv.: Til yfirhjúlcrunarkonunnar við holdsveikra- spítalann 200 kr. lœkkun (úr 1000 kr. í 800 kr. árl.j. — Til spítála á Patreksfirði vill nefndin veita 200 kr. á ári, og veita Júlíusi lœkni J'lall- dórssyni 2500 kr. upphót, til þess að bæta hon- um fjártjón, er leitt hafi af flutningi hans frá Klömbrum, þar sem hann hafi byggt steinhús, og búið í 25 ár, en orðið nú að flytja að Blöndu- ósi, sakir læknaBkipunarlaganna nýju. — Til gufubátsferða á Isafjarðardjúpi vill nefndin að eins veita 3000 kr. árl., en ekki 3500 kr., sem neðri deild hafði samþykkt. — Aptur á móti vill nefndin hækka styrkinn til gufubátsferða á Breiðafirði, úr 7 þús. i í 8 þús. kr. — Til Gufudalsprestalcalls leggur nefndin til, að veitt só 300 kr. árl. uppbót, en vill að eins hafa upp- bótina til Reynistaðaprestakalls 200 kr. (ekki 300 kr.j á ári. — Fjárveitinguna til viðgerðar Möðru- vallaskóla vill nefndin lækka úr 2200 kr. í 1200 kr. — 4 þús. króna byggingarstyrkinn til kvennaskóla Húnvetninga vill nefndin fella, og sömuleiðis ársstyrkinn til Magnúsar organ- leikara Einarssnnar. — Sömul. vill nefndin fella styrkinn til unglingaskóla i Dalasýslu, og styrk- inn til útgáfu heimildarrita við söfnin í Rvík. — Styrk til fornleifafélagsins vill nefndin hækka um 100 kr., vegna rannsókna á afar-fornum hörgum í Þingeyjarsýslu, er félagið ætli að ráðast í. — Fjárveitingarnar til Þorst. Erlings- sonar skálds og Jóns sagnfr. Jónssonar vill nefnd- in fella, og sömuleiðis styrkinn til Sighv. Gr. Borgárðings, til rannsóknar prestaæfa. — Aptur á móti vill nefndin veita biblíufélaginu 1000 kr. árl. — Styrkinn til Einars myndasmiös Jónsson- ar vill nefndin lækka svo, að 1000 kr. fjárveit- ingin siðara árið falli burtu, og fái hann þvi að eins/2 þús. kr. fyrra árið. — Þá vill nefndin veita Halldóri Lárussyni hraðritara 400 kr. á ári, en lækka styrkinn til búnaðarfélags íslands úr 12 þús. í 10 þús. árl.— Nefndin vill og fella 2 þús. króna fjárveiting- una til undirbúnings slátrunarhúss og kjötsölu- tilrauna. — Til skógrœktunartilrawuc vill nefndin veita 6 þús. árl. (í stað 5 þús. -j- 6 þús.). Til varnar skemmdum á Örfirisey vill nefndin veita 4500 kr., í stað þess er neðri deild vildi láta hafnarsjóð Reykvíkinga loggja fram helm- inginn. — Þá vill nefndin veita Magnúsi dýra- lækni Einarssyni 200 kr árl. launabót, — Til þess að fá aðstoð kláðafróðs manns vill nefndin að eins veita 4 þús. krónur (ekki 6 þús.). — Til fiskirannsókna Bjarna Sœmundssonar vill nefndin að eins veita styrk fyrra árið, og telur, að rannsóknum þessum megi þá telja lokið. — Styrkinn til Rögnv. Ólafssonar vill nefndin hækka úr 600 kr. í 700 kr. á ári, en á hinn bóginn fella styrkinn (600 kr. árl.) til Balldórs Guðmundssonar. — Þá vill nefndin og fella elli- styrkinn til Jóhanns Halldórssonar refaskyttu, telur það auðsælega fátœkrastyrk, sem lands- sjóði sé óskylt að veita. Að því er ráðstöfun vegabótafjárins snertir, þá vill nefndin, að veittar séu 12 þús., til að fullgera Eyjafjarðarakbrautina, og 12 þús. til viðhalds öðrum akhrautum á ári, enn fremur til akbrautar á Fagradal i Múlasýslu 8 þús., og 6 þús. til flutningabrautarinnar upp Borgar- fjörð (f'rá Borgarnesi að Hábrekkum). — Til þjóðvegarins um Mýrar, frá Urriðaá að Hítará, vill nefndin veita að eins 20 þús., til Fjarðar- heiðar í Múlasýslu 6 þús., og 8 þús. til Hrúta- fjarðarbáls, en sleppa aptur Miðfjarðarhálsi. — Til vegarins frá Hrútafjarðarbotni að Gilsfjarð- arbotni 2 þús., og til óákveðinna vegabóta: í Múlasýslum 6 þús., í Norðuramtinu 20 þús. og í Suður- og Vestur-amtinu 13 þús. — Að öðru leyti vill nefndin falJast á fjárlaganefndar til- lögur neðri deildar, að því er fjárveitingar til vega og brúa snertir. XV, 35.-36. Til þilskipakaupa og ishússbygginga vill nefnd- in eigi, að lán séu veitt úr landssjóði i bráð, telur þess eigi brýna þörf, enda mjög hæpið. að landssjóður hafi fé til þess. — Á hinn bóg- inn vill nefndin láta landssjóð veita lán til prestakalla, þar sem örðugt sé að í'á slík lán annars staðar. Ýmsar málaleitanir til þings. (Frh. í'rá nr. 82). 39, Búfr. Guðm. Bergsson á ísafirði sækir um styrk til utanfarar, til að kynna sór vatns- veitingar. 40, Sagnfræðingur Jón Jónsson cand. philos. sækir um 1200 kr. ársstyrk, til sagnfræðis- rannsókna. 41, Halldór kennari Briem á Möðruvöllum sækir um styrk, til að rita kennslubók í sögu íslands. 42, Jóhann Halldórsson, refaskytta í Látravík á Hornströndum, sækir um ellistyrk. 48, Síra Jóh. Jóhannesson á Kvennabrekku vill losna við greiðslu prestsekkju-eptirlauna, og smella greiðslu þeirri á landssjóðinn. 44, Leikfélag Reykjavikur vill fá ársstyrk sinn hækkaðan, úr 300 kr. í 500 kt\ 45, Þórarinn málari Þorláksson vill gjarna fá áframhaidandi landssjóðsstyrk, til að æfa sig enn við málarastörfin. 46, Friðfinnur prentari Guðjónsson í Rvik sækir um utanfararstyrk, til að nema mynda- „ætsning'-. 47, Sjómannafélagið „Báran“ í Rvík vill fá styrk til skólahalds. 48, Stórstúkan sækir um að fá ársstyrk sinn úr landssjóði hækkaðan upp í 1500 kr. 49, Geir T. Zoega kennari sækir um styrk, til að fullgera ísl.-enska orðabók. 50, Sótt um eptirgjöf á 200 kr. árlegu gjaldi, er hvílir á Prestsbakkaprestakalli i Stranda- prófastsdæmi til landssjóðs. 51, Ólafur Þorsteinsson á Lækjarbotnum vill fá styrk fyrir átroðning af ferðamönnum. 52, Læknaskólakennari Guðrn. Magnússon sækir um 1500 kr. styrk til utanfarar, til þess að. kynna sér nýjungar í læknisfræði. 198 „Æ, þór — þór — eruð svo góður“, mæ’lti hún stamandi, „og jeg — svo slæm — svo slæm“. Hann ætlaði að segja eitthvað, en hún hrissti höf- uðið, og leit þó eigi upp. „Þór — hafið sagt — að jeg sé saklaus“, mælti hún, „og þó hefi jeg selt — stolnu munina“. Ósjálfrátt hopaði hann frá henni. — Það var þá glæpamaður, sem hann hafði fengið dæmdan sýknan. Henni duldist eigi, hvaða hugsanir nú bærðust í sál hans, og varð hún þá alveg utan við sig. Hún fór að gráta, barði sér á brjóst, og mælti svo í hálfum hljóðum: „Verið eigi reiður, kæri herra, reiðist mér eigi!“ Þetta mælti hún svo barnalega, og í þeim bænar- róm, að Heidenstein komst svo við, að tárin komu i augu honurn, og greip hann þá skyndilega í hönd henni, og mælti: „Jeg hefi varið yður, svo að mig þurfið þór alls eigi að óttast“. Hún þrýsti andlitinu að knjám hans. „Yfirgefið mig eigi“, mælti hún, „því að þá er mér glötunin vís“. Heidenstein skildi eigi, hvað hún átti við, en hugs- aði þó ósjálfrátt til þessara tveggja ógeðslegu manneskja, er skroppið höfðu út úr herberginu, þegar hann kom inn. „Var það móðir yðar, sem ný skeð gekk hér út úr herberginu?“ spurði hann. María hneigði sig, en þagði. „Og hver var hann?“ „Winkler frá Berlín“, svaraði hún skjálfandi, og i hálfurn hljóðum. 203 Hann kom ekki. Og þegar þau, yfirdómarinn og hún, sátu tvö að' kvöldverði, og yfirdómarinn sagði: „Mig furðar það, að Heidenstein skuli ekki koma“, þá gat hún ekki kom- izt hjá þvi, að standa upp, og fara að sýsla eitthvað við annað borð, með því að tvö stór tár runnu þá niður kinnar henni. Á meðan hún var inni hjá föður sínum, gætti hún sín þó, sem henni var frekast auðið, og talaði um hitt og þetta, sem engu mali skipti. En snemma fór hún að hátta kvöldið það, og er hún þá hugsaði til þess, hve tómlegt hafði verið þar þá. um kvöldið, þá runnu tárin i straumum, svo að koddinn. jafn vel vöknaði. í fyrsta skipti flaug henni þá í huga, að María Lucke væri líka stúlka, já, meira að segja lagleg stúlka. Henni flaug það þá einnig í huga, hve ánægð- ur Heidenstein hafði verið á svipinn, er hann sneri sér að Maríu, þegar sýknudómurinn var kveðinn upp. Aptur á móti hafði hann ekki svo mikið, sem einu sinni, litið til hennar. Þegar hún hugsaði til alls þessa, vaknaði hjá henni tilfinning, sem hún þekkti ekki áður, en fyllti nú huga hennar með hræðslu og kvíða. Það var afbrýðissemin. í dag fann hún í fyrsta skipti til þess, að hún gat óskað öðrum ílls, — óskað ílls h e n n i, sem h a n n hafði varið. En lieíði hann nú getað lesið í hjarta henni! Hún var íll, og óguðleg manneskja, i alla staði ó- samboðin honum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.