Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Blaðsíða 8
180 Þjóðviljinn. XY, 44.-45, steini sitt innilegasta hjartans þakklæti, fyrir þá höfðinglegu gjöf, er hún gaffé- laginu, áður en hún fór af iandi burt, nfl. 400 Q f'aðma úr eignarjörð sinni Dvergasteini. — Oskar íélagið henni, einn fyrir alla, og allir fyrir einn, allrar sannrar lukku og farsældar i bráð og lengd, í hennar nýja heimkynni, Nýja- íslandi i Canada. Hlíðarkoti 26. október 190 L. Sig. Bjarnason, skrifari félagsins. Til gamle og uuge Mænd anbefales paa det bedste det nylig i betydelig udvidet Udgave udkornne Skrift af Med.-Raad Dr. Múller om et FORSTYRRET j^ERVE- OG EXUAL-^YSTEM og om dets radikale Helbredelse. Priis incl. Forsendelse i Konvolut 1 kr. i Frimærker. C111■ t Rober, Braunschiveig. W fimburvGízlun í Noregi, sem hefir nægar birgðir, til að sinna pöntunum, óskar að komast í sam- band við kaupmann, eða „agent“, er selt getur heflaðan og óheflaðan húsavið, svo sem klæðningsborð, panel, gólfborð, ó- heflaða planka, borð og trjávið af öllum stærðum. Svar, er tiltaki ómakslaun, og greini meðmæli, merkt: „A. B. 3423“ sendist Aug. I. Wolff & Co Ann. Bur. Kjöbenhavn. \ ottorð. I rúm 8 ár hefur kona mín þjáðst mjög af brjóstveiki, taugaveiklun og slæmri meltingu, og hafði hún þess vegna reynt ýmisleg meðöl, en árangurslaust. Jeg tók þvi að reyna hinn heimsfræga Kína-lífs-elexír hr. Yaldemars Petersens í Friðrikshöfn, og keypti jeg því nokkrar flöskur hjá J. R. B. Lefoli á Eyrarbakka. Og þegar hún hafði brúkað 2 flöskur, tók henni að batna, meltingin skánaði, og taugarnar styrktust. Jeg get því af eigin reynzlu mælt með bitter þessum, og er viss um, ef hún heldur áfram að brúka þetta ágæta meðal, nær hún með tíman- um fullri heilsu. Kollabæ í Fljótshlíð, 26. jan. 1897. Loptur Loptsson. Við undir ritaðir, sem höfum þekkt konu L. Loptssonar í mörg ár, og séð hana þjást af ofan nefndum veikindum, getum upp á æru og samvizku vitnað að það er fullkomlega sannleikanum sam- kvæmt, sem sagt er í ofan rituðu vottorði hinum heimsfræga Kína-lífs-elexír til meðmæla. Bnrhtr Sigurðsson, Þorgeir Ouðnason, fyrverandi bóndi bóndi á Kollabæ. á Stöðlakoti. I v íii:í-1 iíx-elex íi-inii fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sem fyr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir flöskuna. — Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir þvi, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16 Kjöbenhavn. THE North British Ropework C°y, Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilóðir og fœri. Manilla og rússneska kaðla, allt sérlega vandað og ódýrt eptir gæðum. Einkaumboðsmaður fyrir Danmörk, ísland og Færeyjar. •Takob Cjrunnlögsson, Kjobenhavn K. óðv.“ ólicjrpis! Nyir kaupendur að 10.. árg. gcta fcngið ðkeyp- is þau nr., sem ókomin eru af yfirstandandi árgangi, auk sögusafns þ. á., ef borgað er að hálfu fyrir fram. PRBNTSMIÐJA PJÓÐVILJANS. 234 Flaug honum þá strax i hug, að amma sín værf dáin, leit því þegar á úrið sitt, og teiknaði hjá sér tím- ann, er þetta bar fyrir hann. Sköinmu siðar fékk hann svo bréf að heirnan, þar sem honum var frá þvi skýrt, að amma bans, er elskaði hann heitast allra barnabarna sinna, hefði dáið fljótlega. Sannaðist þá, að hún hafði einmitt dáið þenna sama kl. tímann, er fyrirburðurinn varð. Svona kvaddi amma gamla barnabarnið sitt, er ekki hafði minnstu hugmynd um það, að hún væri veik. III. Frú Féret, sem á heima í bænum Juvisy, og er móðir póstafgreiðslukonunnar, sem þar er, befir skýrt frá atburði þeim, er hér verður frá sagt. Hún segir svo: Það eru nú mörg ár, síðan fyrir mig bar atburð þann, sem eg ætla mér að segja hér frá, en engu að síður er hann mér þó jafn minnisstæður, sem gjörzt hefði í gær. Svo rnikil áhrif hafði hann á mig, að þó að eg yrði hundrað ára, myndi hann mér þó aldrei úr minni líða. Það var árið 1854, er Krimstríðið stóð yfir. Jeg átti þá heima í „Rue de la Tour“ í Passy. Fór eg þá ofan í kjallarann, er komið var undir hádegi. Það var gluggakytra á kjallaranum, er sólin skein inn um, svo að ljósbjarma lagði á gólfið. Virtist mér þá allt í einu, að sá hluti kjallaragólfs- ins, er ljósbirtuna lagði á, væri sendin sjávarströnd, og 235 sá eg þá einn frænda minna, er var sveitarforingi í hern- um, liggja þar á sandinum, sem dauður væri. Við sýn þessa varð eg svo hrædd, að mér var ó- mögulegt, að halda feti lengra, en drógst með naumind- um upp stigann. Heimilisfólkið, sem strax veitti því eptirtekt, hve föl eg var og óstyrk, gekk þá þegar á mig, hvað um væri að vera. Sagði eg því þá, hvað fyrir mig hefði borið, og gjörðu þá allir að eins háð og narr að mér. En fjórtán dögum síðar barst oss svo sú sorgar- fregn, að Solíer sveitarforingi, frændi minn, væri látinn. Hafði hann látizt, er hann var að stíga á land í Varna. Og lát hans hafði borið upp á sama daginn, er eg sá hann í kjallaranum, liggja endilangan á sandinum. IV. Frú Ulric de Fonvíelle sagði Flammarion 17. janúar 1899 frá fyrirburði einum, er bar fyrir hana sjálfa, og fjölskyldu hennar var kunnugt um. Hún átti heima í Rotterdam. Kvöld eitt, er klukkan var nær ellefú, var kvöld- bænin lesin hátt, að öllu heimilisfólkinu viðstöddu, svO' sem siður var til, og fór svo hver til síns herbergis. Frú Ulric de Fonvielle var háttuð fyrir örf'áum mínútum, og lá vakandi í rúmi sínu. Sér hún þá, að rúmtjaldið er dregið sundur til fóta, og birtist henni þar ein af æskuvinkonum hennar, er hún eigi hafði séð í þrjú ár, sakir einhvers sundurlyndis,- er vinkona hennar var orsök í.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.