Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Blaðsíða 7
XY 44.-45.
Þjóðviljinn.
179
fólkið, áður en eldurinn næði að læsa sig
í baðstofuna, og tókst því að bjarga
henni, með því að logn var um nóttina.
Sá grnnur lagðist brátt á, að vinnu-
maður í Dölum í Fáskrúðsfirði, Sturla
Vilhjálmsson að nafni, myndi vera að
verki þessu valdur, og var hann því
tekinn til rannsóknar, og meðgekk hann
þá glæpinn, en sagði þó brennuna óvilja-
verk, er atvikazt hefði á þá leið, að log-
andi eldspita hefði dottið ofan í kistuna,
■er hann framdi peninga þjófnaðinn.
Af peningunum hafði Sturla þegar
varið 80 kr., til að kaupa hross fyrir, og
eytt 30 kr. á annan hátt, en 429 kr.
hafði hann falið undir steini í gili einu,
•og fannst það þar, eptir tilvísun hans.
---------------------------
Úr Álptiilii'ði, ísafjarðarsýslu, er skrifað 27.
okt.: „Síðan norðanhi-etið gekk til þurrðar 21.
þ. m. hafa verið frostalítil stillviðri, og í dag
suðaustan bleytukafald. Fiskfátt er hér í innri
veiðistöðunum, sem stendur, og það sem fiskast
mest smáfiskur og ísa. — Hvalveiðamaðuv P-
Herlufsen fór heimleiðis 22 þ. m., og hefir alls
allað 130 hvali á 3 báta. — Sagt er, að von sé
á nýju blaði frá ísafirði, — ékki samt framsókn-
•arblaði.
Mörgum er hér farið að bjóða við „Grettis11-
lyktinni af „Þjóðólfi“; og það ber ölium saman
um, að sira Sig. Gunnarsson í S tykkishólmi vaxi
se meir og meir í áliti hjá þjóðinni við hnúturn-
ar, sem „Þjóðólfur1* er látinn senda bonum . .. “
-------------------------
Staðfest lög’. Auk laga þeirra,
er getið var í 41. nr. blaðs þessa, hefir
konungur vor 27. sept. síðastl. enn frem-
ur staðfest þessi lög:
XIX. Fjáraukalög fyrir árin 1900 og
1901.
XX. Lög um bólusetningar.
XXT. Lög um fiskiveiðar hlutafélaga
í landhelgi.
Mannalát. 23. sept. síðastl. and-
aðist í Akureyrarkaupstað Sigfús kaup-
maður Jónsson, 66 ára að aldri, fæddur
að Hömrum í Eyjafjarðarsýslu 1835. Hann
stundaði lengi trésmíði, en hóf svo verzl-
un á Akureyri 1887, og rak þá atvinnu
til dauðadags. — Hann var tvíkvæntur,
og hót fyrri kona hans Asdís Jónsdóttir
(f 1891); eignuðust þau hjónin 7 börn,
og lifir nú að eins eitt þeirra: Þóra, gipt
kona á Akureyri. — Árið 1892 kvæntist
Sigfús heitinn í annað skipti, og gekk
þá að eiga Marsélíu Kristjánsdóttur, er nú
lifir hann.—Sigfús heitinn var maður
vel látinn, og mikilsvirður.
Aðfaranóttina 15. okt. síðastl. andaðist
og á Akureyri Stefán Oddsson Thorarensen,
fyrrum sýslumaður Eyfirðinga, 76 ára að
aldri, fæddur að Nesi á Seltjarnarnesi 4.
marz 1825. Foreldrar hans voru Oddnr
lyfsali Thorarensen, sonur Stefáns amtm.
Þórarinssonar, og kona hans Solveig
Bogadóttir frá Staðarfelli. Nam Stefán
skólalærdóm sinn í Kaupmannahöfn, og
tók þar stúdentapróf 1846, en las síðan
lögfræði við háskólann, og lauk þar em-
bættisprófi 1855. — Honum var veitt sýslu-
mannsembætti í Eyjafjarðarsýslu 1858,
og gegndi því embætti, ásamt bæjar-
fógetaembættinu á Akureyri frá 1863,
unz hann fékk lausn frá embætti 1891,
nema lítinn tíma, er hann var „suspen-
deraður“. Hann var kvæntur danskri
konu, sem látin var nokkrum árum á
undan honum. Meðal barna þeirra hjóna
er Oddur, lyfsali á Akureyri.
26 s. m. andaðist í Stykkishólmi lyf-
sali Carl Emil Oli Möller, 60 ára að aldri,
fæddur í Reykjavík 14 sept. 1841. Hann
var sonur Möllers lyfsala í Reykjavik
og konu hans, er siðar giptist lyfsala
Randrup. Til Stykkishólms fluttist Möller
árið 1861, og rak þar lyfsölu nær 40 ár.
Nokkur ár hafði hann og verzlun, sam-
hliða lyfjasölunni. Á Isafirði hafði hann
og lyfsölu í 1 ár, en ýmsra atvika vegna
lánaðist það eigi, sem skyldi.
Möller var kvæntur Málfríði Jónsdóttir frá
Krossnesi, sein nú lifir hann, ásamt
þremur uppkomnum dætrum: Dórótheu,
Emilíu og Kristenzu.
Möller heitinn var einkar vel að sér
í meðalafræði, og hafði gott vit á lækn-
ingum. Hann vnr og gæðamaður í raun,
og mun þvi saknað af mörgum, er hann
þekktu.
Tll fiP DíÍVP — rl£ Oame, som er blevet
111 UC lfUYC. helbredet for Dövbed og Öre
susen ved bjælp af Dr. Nieholsons kunstige
Ti'ommebinder, bar skænket bans Institut
20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke
kunde kjöbe disse Trommehinder, kunde faa
dem uden Betaling. Skriv til
Institut „Longcottu, Gunnersbury,
London, W,, England,
S n an din avi s 11
Bxpor Surrogat
Kjabenhavn. — F. Hjorth & Co.
Bindindisfélagiö „Morgunstjarn-
anu við Álptafjörð, vottar hór með ung-
frú Sigríði Quðmundsdóttur frá Dverga-
236
En nú sá hún hana þarna jafn greinilega, eins og
maður horfir á hverja aðra lifandi manneskju.
Hún var í hvítri, siðri morguntreyju, og hrafnsvart
hárið fóll henni um herðar niður.
Hún leit á frú Ulric de Fonvielle með stóru, dökku
augunum sínum, rótti að henni hendina, og mælti á
hollenzku:
„Frú, nú fer jeg burtu. Getið þór fyrirgefið mér!u
Urú Ulric de Fonvielle settist upp i rúminu, ætlaði
að rétta henni hendina, og svara henni einhverju, en
sýnin hvarf þá samstundis.
í herberginu logaði á náttlampa, og allt, sem þar
var inni, sást ljóslega.
Strax á eptir sló klukkan tólf.
Morguninn eptir sat frú Ulric de Fonvielle, og var
að segja einni frændsystur sinni frá þessari undarlegu
sýn, þegar tekið er í dyrabjölluna, svo að hún hringir
Var þá komið inn með hraðskeyti frá Haag, er
var svo látandi:
„María dó í gærkveldi, er klukkuna vantaði eitt
kortér í tólf“.
Hr. Ulric de Fonvielle staðfestir það, að allt þetta
sé óhrekjanlegur sannleiki.
Um ráðning gátunnar erum vjer öll á hinn bóginn
jafn fróð.
Y.
Frú M..., er var gipt frakkneskum manni, og
komin af alkunnri, frakkneskri lækna-ætt, var kona mjög
sannsögul, er aldrei vildi ósatt orð segja.
233
G-reifinn var af holsteinskum aðalsættum, og voru
þeir Vogler og greifinn nær jafnaldra.
I einni háskólaborginni á Þýzkalandi, er þeir komu
til, ætluðu þeir sér, að halda kyrru fyrir þar um tíina,
og leigðu sér þar því dálítið hús.
Bjó greifinn þar í stofuherbergjunum, en Vogler á
fyrsta lopti, og höfðu sinar götudyrnar hvor.
Nótt eina, er Vogler var háttaður, en lá og las í
rúmi sinu, heyrði hann allt í einu, að götudyrahurðin
var opnuð, en lokað svo aptur.
Vogler gaf þessu svo engan frekari gaum, með því
að hann^kugði, að það hefði verið vinur sinn, greifinn,
sem gekk um.
Nokkuru síðar heyrir hann svo, að komið er upp
stigann, og að fótatakið er þreytulegt, rétt eins og dreg-
ist sé með veikum burðutn áfram.
Fótatakið þagnar svo, er komið er að hurð hans.
Sór hann svo, að hurðin er opnuð, og heyrir, að
fótatakið heldur áfram að rúmi hans, þótt engan sjái
hann manninn.
Ljósið logaði skært í herberginu, og þó sá hann
engan.
En er honum þótti, sem fótatakið væri komið alla
leið að rúminu, heyrði hann, að stunið var þungan.
Hann kannaðist þá vel við þessa stunu; það var
hún amma hans, sem andvarpaði svona.
En hún hafði verið hraust og heilbrigð, er hann
fór frá Danmörku.
Og hann þekkti nú lika fótatakið.
Það var engu líkara, en að hún amma hans gamla
væri að dragast þarna áfram.