Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.11.1901, Blaðsíða 3
XY. 47.
Þ JÓÐVILJINN.
187
kernur ekkert annað, en aumingjar, og
svo á að „mennta“ þetta í „skólum“;
heimilið hirðir ekkert um þau, og allur
þeirra skólalærdómur er ónýtt kák. Það
hefir verið tekið fram, að ekki sjáist neitt
móta fyrir, að börnin hafi gengið í skóla.
Hér liggur því grundvöllurinn til alls
þess menntunarskorts, sem talað er um i
fyrirlestrinum. Það þyrfti að gæta að
heimilunum, að þau fari betur með börn-
in, en gert er; en „frelsið“, „frelsið!“,
hver vill leyfa sór að gægjast inn íyrir
dyrnar!? Og hér er aptur sá þröskuldur,
sem stendur fyrir allri verulegri meimt-
un, þeirri, að verða dugandi maður, >>g
það getur maður orðið, þó ekki sé l»>k-
leg kennsla, eða „kennaraskólar“. I tyr-
irlestrinum er og hvergi nefnt, kvernig
kennsluaðferðinni eigi að vera variö, og
næst liggur að ætla, að jafn ómögulegt
sé að kenna, að kenna, eins og að kt-nna
að stýra bát, eða skipi; eins og sjómaöur-
inn verður að haga stjórninni eptir old-
unum, sem engin ris, eins og önnur, eins
verður kennarinn að haga kennslunm epi.-
ir gáfnalagi og einkenni hvers nernau m.
og þar er enginn öðrum likur. H. . u
kennarar hafa aldrei gengið i neinn „ k>•; >
araskóla“, hafa enga hugmynd ha.lt.
slíkt. —
Það er ekki að óþörfu, að fyrirl>\st u
inn ávítar Islendinga fyrir skort a l> • -
arfýsn, skort á leskunnáttu og því Iimí.
Þetta er dagsanna. En það hefir og að-
ur optar en einu sinni verið tekið fram,
hversu öllu þessu hefir farið apt.ur, og
ekki sízt þegar allt ætlar að kafna í
„blöðum“. Eins og hver klutur hefir
sína björtu og dimmu hlið, eins hafa
blöðin líka sína skuggahlið, spillandi hlið.
Og þetta má segja um öll blöð. Þetta
hefir höfundurinn tekið fram, og sjálfur
hjáljiað til spillingarinnar, því þessu er
nú einusinni svo varið, að annað hvort
er, að fylgja strauminum, eða þá gefast
upp, ef ómögulegt er að hafa við hon-
um.
Dæmið um kennarann og prentvill-
una (á bls. 12—13) finnst mér ekkert
sanna, það er undantekning og sýnir ein-
ungis, að kennarinn gerir sér kennara-
st.arfið svo létt, sem hann getur, af því
það er eitthvert mesta slitverk, sem hugs-
azt getur.
Um kennslubækurnar talar höf. sum-
staðar, en gleymir að minnast þess, að
fólk vill eiginlega ekkert gefa fyrir neina
þekkingu. Þótt það geti keypt alls kon-
ar óþarfa, þá getur það ekki keypt bæk-
ur. Þar að auki er allt of mörgum bók-
um hrúgað upp á skólana, sumum hand-
ónýtum, eins og þessari náttúrusögu, sem
er jafn skaðleg vegna málsins, eins og
vegna alls fyrirkomulagsins — að ætla
að kenna náttúrusögu á bók, sem ekki
kostar nema eina krónu! Nær væri að
skylda öll börn til að eiga eina lestrar-
bók, sem hefði aðal-efni allrar þekkingar
inni að halda, eins og lestrarbók síra
Þórarins, og kenna eptir henni; þessa
bók ætti að gefa út aptur, og breyta ept-
ir þörfum, en með allri virðingu við höf-
undinn, og af einum manni, en ekki láta
marga káka við. Hver, sem veit, hvað
í þeirri bók stendur, er ekki þekkingar-
laus. En eg skal ekki fara hér frekar
út i það mál. Eg fellst heldur ekki á,
að málið á „Kvöldvökunum“ sé einhver
versta íslenzka, sem til er á Islandi; þá
mætti nefna ýmislegt helmingi verra,
sem nú er ritað, og einmitt af skóla-
gengnu mönnunum, sem rita miklu ver,
en bændur og kvennmenn, sem engrar
æðri „menntunar“ hafa notið. Um þenna
pistlalestur í heldri skólum hér er mér
ókunnugt. — (Meira.) X.
Bessastöðum 28. nóv. 1901.
Tlðarfar. 23. þ. m. sneri til suðaustan
storma, bleytukafaldsjelja, eða rigninga, er hald-
izt hafa lengstum til þessa.
Hvívetna enn alauð jörð hér syðra.
Jarðarför frú Elízabetar Egilsson fór fram að
Garðakirkju hér í sýslu mánudaginn 25. þ. m.
— Dómkirkjuprestur Jóhann Þorkelsson flutti
húskveðju að heimili hinnar látnu í Reykjavík,
og var líkið síðan flutt þaðan á vagni að Görð-
um. — Þar hélt próf. Jens Pálsson aðal-líkræð-
una, og síra Jóh. Þorkelsson talaði einnig nokk-
ur orð.
Fjöldi fólks fylgdi, svo að Garðakirkja rúm-
aði tæpast alla likfylgdina.
Til flþ DiÍVP — rl£ f*anle: somerblevet
111 UC DUYC. heibredet for Dövhed og Öre
susen ved hjælp af Dr. Nicholsons kunstige
Trommehinder, har skænket hans Institut
20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke
kunde kjöbe disse Trommehinder, kunde faa
dem uden Betaling. Skriv til
Institut „Longcott", Gunnersbury,
London, W,, England.
248
var afi minn eigi heima, því hann hafði farið að heim-
an kvöldið fyrir, með því nð mágur hans, læknirinn, lá
hættulega veikur.
Hafði hann sagt ömmu minni, móður minni, þrem
frændsystrum, og tveimur frændum mínum, að sín væri
eigi að vænta heim, nema hann hitti svo vel á, að mági
sínum væri farið að batna.
Engu að síður, og svo meðtram af því, að annar
frænda minna var ný kominn heim úr herförinni til
Cochinkína, sat þó allt skyldfólkið í borðstofunni
fram á nótt, og var að spjalla saman.
Öllum fannst nóttin líða fljótt, og enginn fann til
iþreytu.
En er klukkan sló tvö, heyrðu allir, sem í borð-
stofunni voru, að hurð var skellt lá- i daglegu-stofunni,
er var næsta herhergi, til hliðar vm borðstofuna.
Þetta heyrðu allir glögglega, þar á meðal frændur
mínir, er báðir voru hugrakkir hermenn, og lausir við
alla hjátrú.
Og svo var hurðinni skellt hart, að allir hrukku við.
Hurðin, er skellt var, gekk úr daglegu-stofunni
fram á ganginn, og þar sem þetta var rétt hjá borð-
stofunni, þá var óhugsandi, að fólkinu gæti skjátlazt.
Móðir mín hefir opt. sagt mér frá þessu með svo-
felldum orðum:
„Vér heyrðum hurðina skellast, rétt eins og voða-
leg vindþota hefði staðið gegnum húsið, og lent svo á
hurðinni með heljar-afli“.
Ættingjum mínum fannst þeir flnna gustinn á and-
litum sér, og sló út um þá isköldum svitanum.
Samræðan þagnaði þegar í stað.
245
XI.
Hr. B o u 1 n o i s , kennari i Pont-Saint Maxence, hef-
ir skýrt frá því, er hér fer á eptir.
I maímánuði 1896, er eg var hjá einum vina minna,
hitti eg þar hr. Contamine, sem er lyfsali i Comm-
entry.
Sagði þá lyfsali þessi frá atburði þeim, er hér fer
á eptir, og kvaðst ábyrgjast, að sannur væri, enda komst
hann sýnilega mjög við, er hann sagði söguna.
Hann kvaðst einu sinni hafa setið í herbergi sínu,
fyrir framan skáp einn, er á voru spegilhurðir.
Hann var að færa sig í stígvélin, og sá hann þá
greinilega i speglinum, að hurðin að baki hans var opn-
uð, og sá hann einn vina sinna koma inn í herbergið.
Hann var i stássfötunum, og yfir höfuð mjög prýði-
lega búinn.
Hr. Contamine sneri sér þá við, til að rétta vini
sínum hendina, en brá þá eigi lítið, er hann sá engan i
herberginu.
Hleypur hann þá út, og kallar á þjón sinn, sem
var þar í stiganum, og segir:
„Mættuð þér ekki hr. X... hérna rétt á þessari
minútunni. Hann gekk núna út úr herberginu mínu;
hvar er hann?“
„Jeg hefi alls engan séð, um það get eg fullvissað
yður“, svaraði þjónninn.
„Yíst hafið þér séð; hann var að fara frá mér“. —
„En jeg er handviss um, að enginn hefir gengið
um herbergisdyrnar yðar, hvorki út né inn“, mælti
þjónninn aptur.