Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.01.1902, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) S kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og
i Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnbnán-
aöarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
:|= SeXTÁNDI ÍB8iN»OI.
--RITSTJÓIU: SKÚLI TBOBODDSE M. =|so6g-
Uppsögv skrifley, óyild
nema komin sé til útgeý-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupondi
samhliða uppsögninni
borgi slculd sína fyrir
blaðið.
M 3.
Bessastöðum, 21. JAN.
19 0 2.
Biðjið ætíð um:
Otto Monsteds
Danska siiijörlíki,
sem er alveg eins notadrjúgt. og bragðgott, eins og smjör.
löggiöfinni orðið sú, sem her að framan
verksmiðjan er hin elzta og
oefað hina beztu vöru og ódýrustu
(Framh.) Því rniður hreifir stjórnar-
bótin, sem nú er á dagskrá, helzt til lit-
ið við landshöfðingjavaldinu.
Vér segjum „því miður“, því að sú
stjórnarbót. væri sannarlega æskilegust,
sem kollvarpaði þessu valdi gersamlega,
eins og því er nú fyrir komið. —■
Landshöfðingjavaldið er í raun og
veru ekki annað, en uppvakningur frá
röinmustu einveldistímunurn hér á landi,
þegar útlenda valdið kreisti þjóðina sem
fastast heljargreipum. Þennan uppvakn-
mg magnaði danska ráðherrastjórnin árið
1872, með erindisbréfi landshöfðingjans,
°g tilgangur hennar þá var enginn ann-
ar, en sá, að sýna Islendingum sem
greinilegast i tvo heimana í sjálfstjórn-
ar baráttu þeirra; þetta nýja vald átti að
taka ur þeim mesta gassann, og sýna
þeim svart a hvitu, að þeir væru þegn-
ar þegnanna.
Þannig litu þá beztu menn vorir á
þetta embætti, og stofnun þess, og myndu
sizt hafa harmað, þótt það hefði þá þeg-
ar horfið úr landi, og á sinn fæðingar-
hrepp.
Það var þá, sem Jón heitinn Sig-
wrðsson sagði um erindisbróf landshöfð-
'ngjan8:
nÞað (erindisbréfið) á líklega að vera
meira, en títuprjónn, þvi það mun eiga
að vera fastasti naglinn í stjórnarböt
þeini á Islandi, Sem á að halda þangað
til alþingi beygir sigt 0g afneitar lands-
réttindum voi um , en þag retlnm vór að
aldrei muni veiða héðan af\ og því get-um
vér ehki spáð þessu stjórnarlagi miklu lang-
lífi, enda óslcum vér þess ehki...... Oss
virðist í stuttu máli a segja, að breyt-
ing sú á hinni umboðslegu stjórn á Is-
landi, sem hór er boðuð, só í öllura atr-
iðum öldungis bnýt oy ímerhileg, og í sum-
um þeirra til meiri tafar og óþæginda,
en það, sem nú er“. (Prjónakoddi stjórn-
arinnar, „Ný fólagsrit“ 29. ár bls. 161-163.)
*') Leturbre.ytingin gjörð af oss. — Höf.
itærsta í Danmörku, og býr til
í samanburði við gæðin.
Jón Sigurðsson hefir litið nokkuð
öðru visi á þetta vald, en þeir menn,
sem, nú um aldamótin, telj.i það land-
ráðum næst, að hreifa nokkra vitund við
þessu valdi, þótt einungis miði til þess,
að veita alþingi meira vald, en áður, yfir
þjóðmálum vorurn. —
Hann sá fullvel, að þetta vald, eins
og því var fyrir komið, hlaut að verða
hin bezta stoð gjörræðis og einræðis
dönsku stjórnarinnar hór á landi, og því
einkar vel fallið til þess, að drepa úr Is-
lendingum allan kjark í sjálfstjórnarbar-
áttu þeirra, og fá þá til að sætta sig við
hina valdboðng stjórnarbót, sem stöðu-
lögin voru fyrsti þátturinn í. —
Jón Sigurðsson var hór, sem endrar-
nær, nærgætur um mál vor.
Það getur hver sá séð, sem rólega
og hlutdrægnislaust athugar, hvernig
vald þetta hefir lengstum reyDzt íslend-
ingum.
Samkvæmt erindisbrófi landshöfðingj-
ans hefir hin danska ráðherrastjórn í
Höt’n, hvervetna töglin og hagldirnar í
hinni æðstu stjórn Islands; ekkert var
því sjálfsagðara, en að vald þetta yrði i
reyndinni veigalitið og ósjálfstætt gagn-
vart stjórninni i Höfn. En á hinn bóg-
inn var því svo fyrir komið á þá hliðina,
er að Islandi vissi, að það gat orðið
harðrátt og gjörræðisfullt gagnvart Is-
lendingum. í valdi þessu var ekkert af
þjóðlegum toga spunnið, og þjóðinni því
ekki með þvi veittur nokkur minnsti
þáttur i stjórn landsins eða löggjöf, held-
ur allt sniðið eptir dönskum apturhalds-
og skrifstofuvalds-kreddum. —
Þótt vald þetta væri dubbað upp að
nýju með því, að grafa það inn í stjórn-
arskiána 1874, upp á ábyrgð ráðherrans
í Höfn, þá varð það litlu líklegra til að
efla sannarlegt þingræði í landinu, eða
auka í nokkru sjálfstæði þjóðarinnar; til
þess er það of háð dönsku stjórninni, en
of óháð íslenzku þjóðinni. Þaðan hefir
þvi kveðið við sama apturhaldstóninn,
og hjá hægrimannastjórninni í Danmörku.
Þess vegna hefir og hlutdeild þess í
er vikið að.
En litlu glæsilegri verður ferill þess
í umboðsstjórnmni. Tveir stórþættir í
landstjórnarsögu vorri á siðustu tveim
tugum 19. aldarinnar, sem nefudir hafa
verið Fensmarksmálið og Skúlamálið,
munu jafnan sýna hirðuleysi, gjörræði og
ábyrgðarleysi landstjórnarinnar á Islandi,
í mjög svo ógeðslegri mynd. Ekki virð-
ist og heldur vera neitt sérlega bjart yfir
meðferðinni á fé landsins i vegabóta-
málinu, nú upp á siðkastið, eða gjafsókn-
arveitingum undir ægishjálmi landshöfð-
ingjavaldsins.
Það verður því vart talið of hart til
orða tekið af Jóni Sigurðssyni, um stofn-
un landshöfðingjaembættisins, að sú breyt-
ing á umboðsstjórninni sé bæði ómerki-
leg og ónýt; hún hefur að minnsta kosti
reynzt landssjóðnum lítil féþúfa.
Það verður ekki vel séð, hvað þeir
menn hafa til síns máls, er helzt vilja
hlynna sem bezt að þessu valdi, og am-
ast því við þeim breytingum á stjórnar-
fyrirkomulaginu, er bæði beinlínis og ó-
beinlínis miða til þess, að auka vald
þjóðarinnar gagnvart því. —
Þrátt fyrir það, þótt stjórnarbótin,
sem nú er á dagskrá, hreifi beinlínis
ekkert við hinni umboðslegu hlið lands-
höfðingjavaldsins, þá hlýtur þó kunnug-
leiki ráðherrans, ásamt ábyrgð hans,
komist þessi breyting á, að tryggja þjóð-
ina betur gagnvart allri vanbrúkun þessa
valds, heldur en hið núverandi stjórn-
arfyrirkomulag, þar sem ókunnugleiki
Hafnarstjórnarinnar lætur landshöfðiugj-
ann lítið hafa að óttast, þótt honum
kunni að verða það á, að verða nokkuð
nærgöngull réttlætinu í umboðsstjórninni.
Fyrir ráðrikan og óhlutvandan lands-
hötðingja getur því þetta fyrirkomulag
verið töluvert óþægiiegra, en það, sem
nú er. En fáir munu telja það þjóðinni
óhagkvæmara, og ekki er það líklegt, að
það sé þetta, sem vakir fyrir þeim, sem
hæzt hrópa um flutnÍDg þessa valds út
úr landinu, þótt það liggi óneitanlega
nokkuð nærri, að láta sér detta slíkt í hug.
Sérhver rýrnun á landshöfðingjavald-
inu, með tilsvarandi auhning á valdi þjöð-
arinnar og þingsins í löggjafar- og stjórn-
málum vornni, er stjórnarbót. En sérhver
auhning þessa valds, eða uppdubbun, hvort
sem er með ráðgjafanafnböt, eða öðru
stássi, án verulegrar ábyrgðar, og endi-
legs úrskurðarvalds í öllum sérmálum
vorum, er stjórnarspillir, hvað rnikið sem
hjalað er um kosti hérlendrar búsetu,
sem með því fyrirkomulagi verður hé-
góminn einber. — S. St.
Peest UJá liaxipmöipniiiiiim.
Yaldið út úr landinu.
Landshötðingjavaldið.