Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1902, Qupperneq 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1902, Qupperneq 8
29 ]?JÓÐV1LJINN . XVI. 4. 5. Mannalát. — Borgaraleg' greptrun. 26. nóv. siðastl. andaðist merkisbóndinn Sigurður Evncurs- son á Hánefsstöðum, hreppstjóri í Seyðisfjarðar- breppi í Norður-Múlasýslu. Hann hafði rnælt svo fyrir, að engar kirkju- legar athafnir mættu fara fram við greptrun sina, og var hann jarðaður hjá ibúðarhúsi sínui á Hánefsstöðum 6 des. siðastl., án þess prestur kæmi þar nokkuð að. Adventistinn Davíd Östlund “hafði þó mælt þar nokkur orð, og sunginn var sáimurinn ,,Allt eins og biómstrið eina", en sleppt þeim versum, þar sem Krists er getið, með þvi [að Sigurður sálugi mun eigi hafa trúað á guðdóm hans. Botnvörpuskip strandað. — Sænski Mlsson drukknar! Enskt botnvörpuskip, Anlaby að nafni, strandaði í Grindavik fyrir skömmu, og brotnaði í spón. Skipstjóri á „Anlaby“ var Nílsson sænski,|er olli manndauðanum í Dýraflrði baustið 1899. Hann var ný sloppinn úr betrunarhúsinu, ept- ir að hafa tekið þar út hegninguna, og réðst þegar, sem skipstjóri á „Anlaby“, og la'gði af stað í’rá Hull,í fyrstu veiðiferð sína, ájóladags- morguninn. Enginn vafi getur á því leikið, að skips- höfnin á „Anlaby“ hefir öll drukknað, enda voru tvö lík rekin i Grindavikinni, er síðast fréttist. Svo er að sjá, sem þeir félagar hafi verið að ólöglegum botnvörpuveiðum, því að botn- varpan var í sjó, en þá orðið of nærri landi, sakir þoku eða myrkurs, og skipið steytt á steini, og liðazt þar sundur, en skipverjar eigi fengið borgið sér til lands, sakir brims. Brottför Nílsson’s úr heimi þessum hef'ur því orðið all-kynleg og svaðaleg, — að drukkna þannig, er hann leitaði landsins aptur, fyrsta skipti, og var tekinn til fyrri iðju sinnar, ólöglegra landhelgisveiða. ? .írnessýslu 7. jan. 1902: Veðrátta fremui góð í haust, og víða lítið farið að gefa fé enn. — Bráðafár hefir viða gjört vart við sig, og þó mikið minna á bólusettu fé. — Sú tilraun, að verja fé sóttinni með bólusetningu, heppnaðist þó vfða ver, en í fyrra, og er helzt kennt um of sterku bóluefni, enda margir, sem þetta starf vinna, óvanir og stirðir. Fiskajli hefir verið all-góður á Stokkseyri og á Eyrarbakka í haust, en mest af aflanum isa. — Efnahagur fólks hér um svetir fer held- ur batnandi, og er það að þakka betra verði á sauðfé, og aukinni grasrækt, enda fjölgar nú nautgripum óðum til sveitanna. Skoðun á almennum málum hafa Árnesingar nú yfirleitt meiri og sjálfstæðari, en áður, enda ekki að ástæðulausu, þar sem blaða straumur- inn frá höfuðstaðnum gengur hvíldarlaust inn í sýsluna, þótt blöðin séu misjafnt lesin. — Um lestur nytsamra bóka mun aptur á móti minna, og verður það eigi til framfara talið, þótt líkt muni vera víðar um land. Pólitík er hér viða efst á baugi, einkum hjá hinum svæsnari, enda er víst enginn efi á þvi, að hinar væntanlegu kosningar í vor draga ekki úr þess háttar tali. Svo virðist, þótt eigi sé vel Ijðst, að hér séu tveir andstæðir flokkar, og muu hvor fiokkurinn hafa sín þingmanna- efni til taks á kjörþingi, til að beyja baráttuna. Sem þingrnannaefni mun mega telja þá Hannes ritstjóra og Sigurð búfr. sjálfsagða, og auk þess kvað annar flokkurinn hafa skorað á Agúst bónda í Birtingaholti, en hinn á Pr'tur kennara á Eyrarbakka, og eru þeir báðir mynd- arlegir menn, þótt um veruleg afskipti þeirra af þjóðmálum sé siður kunnugt. En hvað sem því líður, þá er hin mesta heimska, að deila nú mjög um aðferðina, til að fá bætta stjórn, er flestir virðast á eitt sáttir, og býst eg þó við, að hinir deilugjörnu finni sér eitthvað til í vor við kosningarnar“. Kunnugur. Konan mín hefir í mörg ár þjáðst af taugaveiklun og meltingarleysi; hiin hefir leitað margra lækna, til að fá bót á þess- um kvillum, en allt árangurslaust. Eg tók því það ráð, að láta hana reyna hinn heimsfræga Kínalífs-elixír frá herra Waldemar Petersen í Friðrikshöfn, enda batnaði henni til muna, þegar hún hafði tekið úr 5 glösum. Hún hefir nú tekið inn úr 7 glösum og er orðin allur annar maður; þó er eg sannfaerður um, að hún má ekki án íyfsins vera fyrst um sinn. Þetta votta eg eptir beztu samvizku og vil eg því ráða hverjum þeim manni, er þjáður er af sams konar kvillum og konan mín, að nota þetta alþekkta hoilsu- iyf- Einar Árnason, í Norðurgarði. Xvina.-líís-el©xirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sem fyr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir ilöskuna — Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir því, að —standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen, Prederikshavn. — Kontor & Lager Nyvej 16. Kjöben- havn. PRENTSMIÐJA Þ JÖÐ VILJAN.S. 22 Frægur lögregluembættismaður - eg ætla, að hann héti Dankert,— var sendur hingað úr höfuðborginni. Hann var i Beutlingen vikunum saman, og yfir- heyrði nálega hvert mannsbarn þar, og í grenndinni. Jeg held jafn vel, að þeir hafi rótað um hverjum bletti í „Þjófabælinu“, til að leita peninganna, en allt kom fyrir ekki, enda þekkti hvorki Heiwald né Gottlieb neinn af morðingjunum“. i „En var þá enginn grunaður?“ spurði Steinert. „Grunaður?“ tók veitingamaðurinn upp aptur. „ Jú, góði hr. Steinert. — Hugsununum hefir enginn neitt á, og grunsemd vaknar opt, sem getur verið bæði rétt og röngu. „Segið, hver er yðar skoðun, hr. Brun, þvi að þér vitið, að jeg misbrúka það eigiu, mælti hr. Steinert. „En komið nú með eina flöskuna enn þá, stúlka litla“, bætti hann svo við, „því að ekki tjáir annað, en að halda hálsinum rökum, þegar um svona morðsögur er að ræðau. Stúlkan kom að vörmu spori með flöskuna, og Steinert fyllti glasið hjá gestgjafanum, er áður var tómt orðið, enda var það bezta ráðið, til að liðka á honum málbeinið. Gestgjafinn hélt þá áfrarn máli sínu á þessa leið: „Jú, grun höfðu menn, að minnsta kosti margir. Sú sagan gekk, að hr. Heiwald þingmaður hefði skömmu áður verið i peningavandræðum, og hefði bróðir hans þá hjálpað upp á vandræðin. En nokkrum vikum síðar, eða rétt á eptir póst- þjófhaðinn, borgaði hann 6 þús. króna í klingjandi mynt, til lúkningar víxilskuld einniu. 23 „En hvernig leizt þá lögreglumanninum, hr. Dan- kert, á þetta?u spurði hr. Steinert. „Var Heiwald eigi tekinn fastur? Lögreglustjórar eru þó ekki vanirlþvi, að hvimpa sér við slíkuu. „Nei, ekki við smámenninu, svaraði gestgjafinn, „en þegar maður í hans stöðu, af tignurn ættum, og með band í hnappagatinu, á hlut að máli, þá setja þeir upp betri vetlingana. Hr Dankert yfirheyrði bræðurna, sem vitni, sem aðra, en varð svo aldavinur þeirra vonurn bráðar. Hann snæddi mörgum sinnum miðdegisverð hjá hr. Karli af Heiwald, á Grombergi, og fór svo héðan, að ó- loknu erindi. Eptir að hann var faonn hélt borgmeistarinn einn- ig stóreflis veizlu, og er það þó ekki vani hans. Bauð hann til veizlu þeirrar aðalsmönnum öllum, er búa hér í grenndinni, og þá auðvitað Heiwöldunum, enda var veizlan víst mest til þess gjör, að sýna, að eng- inn grunur hvíldi á þeim. Sá tilgangurinn náðist nú eigi alls kostar, þyí að menn hafa nú sarot sína skoðun. * í Beutlingen vilja menn eigi umgangast, hr. Hei- walrl, og lifir hann því einmanalega á Grombergi, sem annars er fegursta stórbýli. Ungu aðalsmennirnir forðast hann, og þó að dóttir hans sé fögur, þá fær hún víst samt að bíða. Og nýjasta sagan kórónar nú allt annað Blindur mætti sá vera, er eigi nú sér það, sem allir sjá. En hvort lögreglustjórnin sér það, það er nú auð- vitað nokkuð annað málu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.