Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1902, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1902, Blaðsíða 2
14 Þjóðviljinn. XVI, 4.-5. sem getið er hér að framan, þá hefir þjóðin nú fyrirheít um staðfestingu á stjórnarskrárfrv. síðasta alþingis, ef það nær samþykki aukaþingsins í sumar. Apturhaldsliðið hafði margsinnis lýst því yfir, að frv. þetta væri algjörlega úr sögunni, og sér nú þjóðin, hvað satt er i því. En jafn framt því, að fá frv. síðasta al- þingis óbreytt gjört að lögum, þá gefur ráðherrann oss einnig kost á því, að taka upp í frv. ákvæði um búsetu ráðaneytis- ins hór á landi, ef vér kjósum það held- ur, og viljum leggja fram kostnað þann, sem því er samfara. Só ráðaneytisbúseta á ekkert skylt við búsetu þá, sem apturhaldsliðið var að þvæla um á siðasta þingi í því skyni, að reyna að hindra framgang stjórnar- skrármálsins, og þar sem gert var ráð fyrir dönskum ráðherra í Kaupmanna- höfn, er í reyndinni myndi hafa orðið yfirráðgjafi. Búsetutillagan, eins og hún kemur frá ráðherranum, fer þvert á móti fram á, að hérlendi ráðherrann verði eini milliliður- inn milli alþingis og konungsvaldsins, eins og bent var á i bréfi stjórnbóta- manna til ráðherrans, dags. 6. des. síð- astl., að óhjákvæmilegt væri íslenzka stjórnardeildin í Kaupmanna- höfn, sem löngum hefir verið ýmsum framfaramálum vorum Þrándur í Götu, leggst þá niður, og það er á sjálfs vors valdi, hvort vér viljum hafa þar stjórn- arskrifstofu, til að gæta þar hagsmuna vorra. Enginn neitar því, að búseta ráðherr- ans hér á landi hefir ýmsa kosti, sé henni svo fýrir komið, að þjóðinni só full- tryggjandi. Yandinn er auðvitað, að búa svo um hnútana, að hag vorum í ríkisráði só borgið, og að eigi beri aðrir fram mál vor þar, en þeir, sem beri ábyrgð gagn- vart alþingi, svo að búseta ráðherrans hér geti undir engum kringumstæðum dregið hann undan fullri ábyrgð á allri stjórn- arathöfninni yfir höfuð. Takist að koma þessu svo vel fyrir í frv. því, er ráðherrann ætlar sér að leggja fyrir þingið, að hagsmunum þjóðar vorr- ar só fyllilega borgið, þá má ætla, að þjóðin telji eigi kostnaðinn eptir. En úr því verður eigi til fullnustu skorið, fyr en frv. birtist. Að öðru leyti munum vér síðar ræða þetta nákvæmar, en nú eru tök, þar sem blaðið er á leiðinni í prentsmiðjuna. Ekki apturhaldsliði. Sýslumaður //. Hafstein hefir látið blað sitt „Yestra“ spyrja sig — en við- höfnin og látalætin hjá þessu fólki! —, hvort það væri ekki satt, sem „Stefnir“ sagði, í fylgisnepli sínum, að dr. Þorv. Thoroddsen hefði tjáð sig apturhaldsliðinu fylgjandi í stjórnarskrármálinu. Og sýslumaður er svo náðugur, sem vita raátti, að hann staðfestir það orði til orðs(!) Gagnvart þessu skulum vér láta oss nægja að segja, «4 vér höfum í höndum bréf frá dr. Þorv. Thoroddsen, sem stað- festir sögusógn vora, sbr. 40. nr. XV. árg. blaðs þessa. Það er því eitt af tvennu, að velborn- um sýslumanni og apturhaldsliðs-„erinds- reka“ Hannesi Hafstein hefir orðið það á, að kríta nokkuð liðugt um þetta — hann skáldaði, sem kunnugt er, svo afar-margt í hinni víðfrægu utanför sinni —, eða ummæli hans eru sprottin af misskiln- ingi á einhverjum meðaumkunnarorðum, er dr. Þorv. Thoroddsen kann að hafa látið falla, velnefndum „erindsreka“ til huggunar og harmalóttis, er hann eigraði um erlendis, farandi algjörða erindisleysu, og fáandi ekkert svar upp á sinn þjóð- lega(!) erindisrekstur, landshöfðingja-nafn- breytinguna m. m. Að öðru leyti er það kunnugt, að dr. Þorv. Thoroddsen, sem er vakinn og sof- inn í vísindastörfum, skiptir sér lítt af politík, og mun hann þvi sízt hafa vænzt þess, að „erindsrekinn“ blandaði svo nafni hans í stjórnarskrárdeilurnar hór á landi, sem raun er á orðin. En eitthvað varð „erindsrekinn“ að segja sór til frægðar, er hann kom úr siglingunni — „da liegt der Hund begra- ben!“ Bessastöðum 22. janúar 1902. Skúli Thoroddsen. tJtlöna. Með gufuskipinu „Laura“, er kom frá útlöndum 25. þ. m., eru þessi tíðindi helzt: Bretland. 16. janúar gengu Bret- ar á þing„ og bar stjórnin sig þá mjög borginmannlega, sem fyr, að því er Búa- ófriðinn snertir, en heldur þó enn áfram hersendingum suður þangað. — Seint í janúar áttu 1300 hermanna að leggja af stað frá Bretlandi til ófriðarstöðvanna, og Australíubúar höfðu lofað, að leggja enn til 1000 manna. 11. janúar áttu 500 fulltrúar fram- sóknarflokksins fund með sér í Derby, til að ræða þar ýms flokksmál sín, og duld- ist það eigi á þeim fundi, að frjálslyndi flokkurinn er tvískiptur, að því er til Búa-ófriðarins kemur, þar sem sumir fylgja keisarastefnunni („imperialisme“), og vilja, að Bretar láti til skarar skríða, en aðrir vilja unna Búum viðunanlegs friðar og sjálfsforræðis. Bólusótt hefir verið að stinga sór nið- ur hér og hvar í Lundúnum, síðan í sið- astl. ágústmánuði. írskir þingmenn hafa haldið æsinga- fundi víða á írlandi, og hvatt landseta til þess, að greiða eigi landsdrottnum leigu, nema þeir fengju sanngjarna nið- urfærslu, og hefir Tory-stjórnin því grip- ið til kúgunarráða, og fengið ýmsa þing- menn dæmda í fangelsi, svo sem þing- mennina O’DonneU, O’Keily, Tully o. fl.; en írskir þingmenn o. fl. héldu 11. jan- úar fjölmennan fund í Dublin, til að mótmæla aðförum stjórnarinnar, og hvetja hver annan. Redmond, foringi írska sjálfstjórnar- flokksins, brá sér til Ameríku seint í nóv., og hélt þar fundi í Chicago, og víðar, tíl styrktar sjálfstjórnarbaráttu íra, og komst þá meðal annars svo að orði, að velvild sú, er Búar mættu hvivetna, í baráttunni fyrir frelsi sínu, sýndi Irum, hvers þeir mættu vænta, og ætti því að skapa þeim hug, til að hefjast handa. Mælt er, að Játvarður konungur, og drottning hans, ætli að bregða sér til ír- lands seint í aprílmánuði næstk. Fyrir nokkru brá Chamberlain ráð- herra Þjóðverjum um það í ræðu, að þeirn færist ekki, að tala margt um ílla meðferð brezka hersins á Búum og fjöl- skyldum þeirra, því að ekki hefðu Þjóð- verjar hagað sór siðsamlegar, er her þeirra brauzt inn á Frakkland 1870, og hefir Bulow kanzlari svarað þeim um- mælum stygglega, og spunnizt af miklar deilur í enskum og þýzkum blöðum. f 23. nóv. síðastl. andaðist einn af merkismönnum Breta, John Eyre að nafni, fæddur 1815. — Hann var fyrrum land- stjóri Breta á New Zealandi, Jamaica, og víðar. —------- Búa-ófriðurinn heldur enn áfram og ekki sýnilegt, að neinna úrslita sé þar að vænta í bráð. — Búar hafa lið sitt í smáhópum hór og hvar um þessi miklu landflæmi, og lendir í smáorustum við og við. Mælt er, að hersveitir Búa muni vera alls um 70, sumar mjög fámennar, en í engri fleiri, en 1—2 þús. manna. I öndverðum desembermánuði átti hinn frægi Búaforingi De Wet orustu við Dartnell hershöfðingja í nánd við Landberg í Oranje-ríki, og var þá sigursæll, sem optar, og misstu Bretar margt manna. 20. des. róð og Louis Botlia, með 800 manna, á brezku foringjana Damant og Rimington suður í Oranje-ríki, og varð Damant sár í bardaganum, en 2 brezkir liðsforingjar fóllu, og 20 menn aðrir; en manntjón Búa er eigi kunnugt. í Transvaal eru Búaherforingjarnir Muller, Tricliaardts og Brand Smit einna atkvæðamestir, og eiga þar i smá-orust- um öðru hvoru. Annars eru allar fregnir af ófriðinum mjög óglöggar um þessar mundir, þar sem Bretar hafa fróttaþráðastöðvarnar á valdi sínu, og leyfa eigi, að aðrar hrað- fréttir sóu sendar, en þeim líka. Bretar banna og allar ferðir til Suður- Afríku, nema ferðamenn hafi áður fengið sórstakt leyfi þeirra. ------ Þýzkaland. í des. fór einn bank- inn enn á höfuðið, í Dresden, og nam sjóðþurrðurinn þar 7 milj. rígsmarka. Seint í nóv. brann stórt sykurgerðar- hús, og var skaðinn metinn 3 milj. marka.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.