Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1902, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1902, Blaðsíða 1
Verð árgmigsins (minnst ] 52 arkir) S Tcr. 50 aur.; j erlendis 4 kr. 50aur.,og' í Ameríku doll.: 1.50. j Bm-gist fyrir júnímán- \ aðarlok. f — --1= Sextándi ÁROANGDB. --■■ ___s—>■ |= RITST.7 ÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|&osg- Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- \ anda fyrir 30. dag júní- I mánaðar, og kaupandi j samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. • M 47. Bessastöðum, 24. nóv. Biðjíð œtíð um: Otto Mensteds IJiiiiskcL smjörllki, sem er alyeg eins notadrjíigt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og atsersta í D a n m ö r k u, o g b ý r til óefað hina beztu vö ru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst nja Kaupmönnunum. Ansnlælmir á Dinpyri. Undirritaður hefir stundað augnlækn- ingar i rámt ár hjá Prof. Grut Hansen og J. Bjerresen í Kaupmannahöfn, hefir öll nauðsynleg verkfæri, er t.il þeirra þurfa, og er enn fremur byrgur af gleraugum. Þingeyri í nóvember 1902. A. Fjelclsstecl. W'WaHMWIHHHIMmilllill l.’|n|**ltt»lHlt»tt»tt«1l»tt»lt«*t«t*«mMt,l>,l|il'*l**l*'l**H*ltil,|l**l**»MMM»»MMM**l|‘»,*l,,IMMwl,,»t Sfling landbúnaðarins. Þeir, sem hafa kynnt sér stefnuskrá Framsóknarflokksins, er birt var i 36. nr. blaðs vors, munu hafa veitt því eptirtekt, að það málið, sem flokkurinn nefnir fyrst í stefnuskrá sinni, af því að hann telur það mestu varða, er efiinr/ landbúnaðarins- Landbiinaður vor Islendinga á, sem stendur, mjög örðugt uppdráttar, og liggja til þess margar orsakir, sem hér yrði of langt upp að telja, en sérstaklega má þó benda á það, hve miklu dýrara fólkshald- ið nú er orðið, en fyrir t. d. 20—30 ár- um. Bændur gera og nú orðið miklu hærri kröfur til þæginda lífsins, en áður, vilja hafa betri húsakynni, betri klæðnað, margbreyttara viðurværi, betri penings- hús o. s. frv. o. s. frv. Það er eðlileg afleiðing af vaxandi menningu, að þarfirnar vaxa; en þar sem arðurinn af landbúnaðinum vex eigi að því skapi, og umhirðingin er orðin miklu kostnaðarsamari, en áður, þá er skiljan- legt, að hagur margra, er af landbúnaði lifa, sé ærið örðugur. En þar sem landbúnaðurinn er þó aðal-atvinnuvegur meiri hluta þjóðarinn- ar, og heill þessa lands, eigi siður en annara þjóða, mjög mikið undir þvi kom- in, að bændastéttinni búnist sem bezt, þá er það sjálfsagður hlutur, að löggjaf- arvaldið láti það vera sitt fyrsta verTc, jafn skjótt er hinni stórpolitisku baráttu er lokið, og þjóðin orðin herra í sínu eigin húsi, að finna upp hyggileg ráð til þess, að hlynna sem bezt að landbúnað- inum, svo að bændastaðan geti orðið á- nægjulegri og arðsamari, en nú gerist almennast. Auðvitað má enginn vænta þess, að öllu verði kippt í lag með löggjöfinni; en lögin geta bæði stuðlað til þess, að styðja og fella, og það er skylda löggjaf- arvaldsins, að gera hið ýtrasta til þess, að gera löggjöfina þannig úr garði, að henni verði eigi með. rökum kennt um vankvæðin og örðugleikana, sem land- búnaðurinn á við að striða. Að þvi er stefnu framsóknarflokksins i þessum efnum snertir, þá sjáum vér, að það sem honum hefir hugkvæmzt, að gera beri fyrst í stað, landbúnaðinum til styrktar, felst i 1. gr. stefnuskrárinnar, sem segir svo: „1. Efling landbúnaðarins, sumpart með end- urskoðun á iand'búnaðarlöggjöfinni (t. d. að tryggja leiguliðum arð eða uppbót íyrirjarða- og húsabætur o. s. fry.), og sumpart með lin- un beinna skatta (sbr. tölulið 9), og ríflegum lánum og fjárveitingum, t. d. til jarða- og húsabóta, til að stofna fyrirmyndarbú, mjólk- urbú, slátrunarhús, útvega markað fyrir bús- afurðir o. s. frv.“. Menn sjá, að hér er vikið að. ýmsu, sem til góðra bóta horfir, og ættu menn sízt að vantreysta því, að takast megi, að skapa landbúnaðinum glæsilega framtíð, ef beztu og vitrustu menn þjóðarinnar leggjast á eitt i þvi efni, en eyða eigi tíma sínum og kröptum í hneixlanlegu rifrildi, úlfúð og tortryggni, eins og þvi miður hefir um of viljað brydda á að undan förnu. I 9. gr. stefnuskrárinnar er vikið að því, að minnka bein gjöld, er þungt hvíla á landbúnaðinnm, og teljum vér það mjög mikilsvert atriði. Beinu gjöldin eru almenningi miklu tilfinnanlegri, en óbeinir skattar, enda má um tollgjöldin segja, að hver maður geti að miklu leyti ráðið þvi sjálfur, hvort hann leggur þau á sig að meira eða minna leyti, og sú byrðin, sem menn takast sjálfviljugir á herðar, verður jafnan ljúf- ari, en hin, sem eigi verður undan komizt. Peningaeklan, sem verið hefir hér á landi svo tilfinnanleg, og sem hætt er við, að enn loði við um hrið i ýmsum 19 0 2. sveitum landsins, gerir það og að verk- um, að bændum er opt næsta örðugtum allar beinar skattagreiðslur. Þvi verður og ekki neitað, að opin- ber gjöld koma þyngra niður á bændum, en á kaupstaðafólki, og er það eðlileg afleiðing af því, að lögin eru til orðin á þeim tíma, þegar öðru vísi háttaði, en nú. En þar sem nú er kominn sá rek- spölurinn á, að fjöldi fólks sækir til verzl- unarstaðanna, og vill eigi við landbún- aðinn fást, þá sér hver maður, að það er ekkert réttlæti i þvi, að sveitamenn verði harðara úti, að því er til opinberra gjalda kemur. Það er annars næstum hlægilegur þessi eltingaleikur, sem — samkvæmt úreltri löggjöf — á sér enn stað, að þvi er sveitamenn snertir. Hafi bóndinn nokkrar rollur, eða geml- inga, sér til lífsviðurværis, ekki vísari eign, en þetta er, þá skal hann borga út af rollunni til landssjóðs, jafnaðarsjóðs, prests, kirkju og fátækra. Og ekki má hann hafa í friði hund- inn sinn, sem honum er þó ómögulegt án að vera, eigi hann eigi að missa kind- umar, þenna eina bjargræðisstofn sinn, út úr höndunum á sér, heldur verður að borga fyrir hann tvær krónur árlega, og þurrabúðarmaðurinn, sem eigi telst fyrir jarðarábúð, jafn vel fimmfalt það gjald! Og svo er jöfnuðurinn mikill, eða hitt þó heldur, að t. d. 90 leigufærar ær eru gjörðar jafnar 50 tonna hvalveiðagufubát, þó að annar atvinnustofninn sé að eins um 1000 kr. virði, en hinn 50—60 þús- unda. Yfir höfuð virðist oss, að þessi elt- ingaleikur gjaldheimtumanna landssjóðs- ins, velæruverðugra presta, kirkjuhaldara o. fl., að því er snertir kindur, og annan búpening manna, œtti alveg að hverfa kr sögunni. Sú gjaldheimta er þegar orðin úrelt, og stór furða, að hún er eigi löngu hætt. L j ó ð m æ I i Matth. Joehumssonar. (Ný úftráfa.) Hr. Davíð Östlund, sem nú hefir prent- smiðju sina á Seyðisfirði, hefir ráðizt í það mjög þarfa stór-fyrirtæki, að gefa út ljóðasafn’ síra Matthíasar Jochumssonar, svo að íslendingar eigi aðgang að ljóð- um þessa mikilsmetna þjóðskálds síns í einni bók, í stað þess að leita þeirra hór og hvar, í eldri ljóðabókinni, tímaritum og blöðum, auk þess er nýja útgáfan fiytur fjölda ljóðmæla, er áður hafa hvergi birzt á prenti. Síra Matthías er þegar kominn á efri ár, en var maður bráðgjör, og byrjaði

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.