Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1902, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1902, Síða 2
186 Þjóðviljinn. XVI, 47. því snemma að kveða, og þar sem hann hefir verið mjög afkastasamur um dag- ana, þá er það ekkert smáræði, sem ept- ir hann liggur, eins og sjá má af því, að gert er ráð fyrir, að ljóðabókin komi út i 4 bindum, og að hvert bindi verði um 300 blaðsíður. Það er nú að vísu svo, að fá skáld munu hafa öðlast eins mikla þjóð- hylli, eins og síra Matthias hefir öðlazt hér á landi að maklegleikum; en eins og bókamarkaðurinn er um þessar mund- ir, þarf þó eigi lítið áræði til þess, að ráðast í jafn kostnaðarsama bókaút- gáfu, og frá því sjónarmiði má því vel kalla útgáfu þessa stór-fyrirtæki. Að því er ytri frágang hins nýlega útkomna 1. bindis snertir, þá er útgáfan mjög vönduð, hæði að pappír og prentun, og framan við þetta 1. bindi eru tvær brjóstmyndir af skáldinu, önnur frá ár- inu 1872, en hin frá 1898. Ljóðunum í þessu 1. bindi er skipt í 4 kafla, sem bera þessar fyrirsagnir: I. Frá yngri árurn (1850—1865). II. Við tímamót og önnur tœkifæri (1865—1875). III. Frá seinni árum (1887—1902). IV. Sýnishorn af lyriskum kveðskap Norðmanna síðan 1835. I fyrsta kaflanum eru, eins og fyrir- sögnin bendir til, ýms kvæði, sem ort eru á uppvaxtar- og skóla-árum skálds- ins, en þó mörgu sleppt, og yfir höfuð eru i þessum kaflanum fá kvæði frum- kveðin, er verulega kveður að, eða sem orðið hafa alþjóðareign. Aptur á móti er þar talsvert af þýddum kvæðum, er bera þess ljósan vottinn, hve einkar lagið síra Matth. hefir þegar á yngri árum verið það, að þýða kvæði snilldarlega, jafn mikið vandaverk, sem slíkt er þó, ef vel á að fara. I öðrum kaflanum er á hinn bóginn fjöldi frumsaminna snilldarkvæða, sem svo að segja hvert barnið kann; þar hitt- um vér hið tilkomumikla kvæði „Mar- teinn Luther“, hið angurblíða, meistaralega kvæði „Sorg“, og kvæðið „Móðir min“; enn fremur „Jón Arason á aftökustaðn- um“, kvæði „Við útfór Jóns Sigurðsson- ar og konu hans“ o. fl. Þá er og í þriðja kaflanum eigi síð- ur margt fagurra snilldarkvæða, t. d. „Haf- ísinnu, „Til Otto Wathne“, „Sumarmál 1899“, „Til Svafars litla“, o. fl. o. fl. Siðasti kaflinn, þýðingar úr kveðskap Norðmanna, er fullur þriðjungur þessa fyrsta bindis ljóðasafnsins; þar eru þýð- ingar á kvæðum eptir Velhaven, Henrik Wergeland, Björnstjerne Björnson, Ihsen, Jonas Lie, Ivar Aasen, A. Munch o. fl., og tíðast valin beztu og frægustu kvæði þeirra, t. d. „Þorgeir í Vík“ eptir Ihsen, „Ólafur Tryggvason“, „Noregsljóð“, „Bergljót“, „Vær glad, naar Faren vejer“, eptir Björnson, o. s. frv., og gefst ís- lendingum því góður kostur á, að kynn- ast ljóðagjörð Norðmanna, sem átt hafa svo mörg afbragðsskáld á öldinni, sem leið. Af frumkveðnu kvæðunum í þessu fyrsta bindi ljóðabókarinnar, hefir allur fjöldinn sézt áður á prenti, en nokkur kvæði eru þar þó, sem eigi hafa áður verið prentuð, að því er vér minnumst Sumum kvæðunum hefir sira Matthias nokkuð breytt frá því, er þau hafa áður verið prentuð, og kemur það sér ílla, að því er þau kvæðin snertir, sem þegar eru á hvers manns vörum, enda er það tiðast, að slíkar breytingar eru ekki til bóta, eins og líka er eðlilegt, því að slikar seinni breytingar eru vanalega að eins „mechaniskt“ erfiði, eða gjörðar án þess sú andagipt sé til staðar, sem lagði skáldinu orð í munn, er kvæðið var kveð- ið í fyrstu. Kvæðin „Til Svafars litla“, sem áður hefir verið prentað undir nafn- inu „Æskuljóð“, og þýðing kvæðisins „Yær glad, naar Faren vejer“, eru t. d. ólíku fegurri, eins og þau voru áður birt, og eins og menn nú kunna þau um land allt, og væri því óskandi, að ekki væri von á mörgum slíkum „revisionum“ í nýju útgáfunni. Nokkrar prentvillur hafa því miður slæðzt inn í bókina, og eru sumar þeirra leiðréttar aptan tilí bókinni, en sumarekki. Yerð þessa fyrsta bindis, í m.jög skrautlegu bandi, er 3 kr. 50 a. í lausa- sölu, en 3 kr. fyrir áskrifendur, og er það verð mjög lágt, eptir stærð bókar- innar, svo að vonandi er, að sem flestir kosti kapps um að eignast hana, til skemmtunar og uppbyggingar á heim- ilunum. „Salta“ er nafnið á nýju tafli, sem farið er að tíðkast mjög á Þýzkalandi, og smám saman er að ryðja sér til rúms á Frakklandi, og í öðr- nm löndum. — Tafl þetta er talið miklu vanda- minna, en manntaflið, en æfir þó einnig mjög hugann. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari teflir opt „salta“, og því er það má ske meðfram að þakka, hve algengt það er orðið Þýzkalandi. En ekki er það á allra færi, að eignast jafn dýrt og vandað „salta“-tafl, eins og taflið keisarans er, því að það kostaði 108 þús. króna, enda eru taflmenn- irnir úr gulli, og taflhorðið víða sett demöntum og öðrum dýrindis gimsteinum. Það er alkunnugt, að Egyptar kunnu í forn- öld að gjöra gler svo eldtryggt, að það þyldi hvers konar hita, en hvaða aðferð þeir neyttu til þess, hefir mönnum nú öldum saman verið allsendis ókunnugt um. En nú hefir maður nokkur í Richmond í Bandaríkjunum, Louis Kauffeld að nafni, fundið upp óyggjandi aðferð í þessu efni, hýr til eld- unarpotta úr gleri, sem reynast ágætlega, o. s. frv. í júlímánuði slðastl. var sýning haldin i Lundúnum, þar sem Býndir voru gimsteinar, og aðrir skrautgripir, einkum gamlir gripir, sem eru í eign aðalsmanna, og annara ríkismanna á Bretlandi, og má geta nærri, að þar hafi verið margan dýran og eigulegan skrautgripinn að sjá. Ágóðinn af sýningu þessari gekk til styrktar sjúkrahæli, sem ætlað er heilsubiluðum hörnum. Bandaincnn auka drjúgum herskipaflota sinn um þessar mundir, og eru sum herskipin, sem í smíðum eru, alls ekkert smásmiði, þvi að stærstu skipin eru 16 þús. tonna að stærð, og er talið, að slik skip kosti þar í landi um 27 milj. króna. ______ Á Þýzkalandi voru árið 1840 búin til 8 þús. tonna af rófusykri, en 1860 var frarnleiðslan orðin 128 þús. tonna, og árið 1901 var fram- leiðslan orðin l1/^ milj. tonna á ári. Mjög mikil hefir og framförin verið að því leyti, hve miklu meira sykur fæst nú úrrófun- um, en áður, sakir betri áhalda og vaxandi þekk- ingar i efnafræði, þar sem 1840 fékkst ekki meira, en 5'/2 °/0 af sykri úr 100 tL, en nú orð - ið 13 °/0 . _________ Lækning með bláu ljósi. Blaðið „Staats Zeitung11 i New York skýrir ný skeð frá til- raunum, er dr. Kaiser hafi gjört við ýmsa berkla- veikissjúklinga, og þykja þær sýna, að hláu ljósgeislarnir drepi tæringarberkla. EYNILEGAE þingkosningar og „skrifstofuvaldshöfðingjarnir“. Eptir því sem ritstjóra „Þjóðv.“ hefir verið skýrt frá, úr áreiðanlegri átt, reynir skrifstofu- valdsliðið að koma þvi til leiðar við ráð- herrann, að frv. síðasta alþingis um leyni- lega atkvæðagreiðslu við þingkosningar verði synjað staðfestingar. Að koma því til leiðar er þó töluvert vandaverk, þar sem ráðherra vor fyjgir yfir höfuð þeirri reglu, að synja eigi frv. alþingis, nema mjög Jmýjandi ástœður séu til. Allt er því undir þvi komið, að slík- ar ástæður verði fundnar, eða skapaðar, og í því skyni er þvi reynt að skýra lögin þannig, að þau komi í ýmsum greinum i bága við stjórnarskrána(!) Sumum kann nú ef til vill að þykja það undarlegt, að landshöfðingi skyldi ekki víkja að þessu einu orði á þinginu, sem þá hefði getað lagfært það, sem var- hugavert þótti. En það getur verið þægilegra, að koma heldur í baksegl. Málið var á þinginu slíkt áhugamál, ekki að eins framsóknarflokksins, heldur og ýmsra hinna framsóknarfúsari úr „heimastjórnarliðinu“ svo nefnda, að ekki voru nein tiltök til þess, að svæfa málið þar, og svo var það lika töluvert hættu- legt, kjósendanna vegna, þar sem kosn- ingar fóru í hönd. En hver veit, hvað bruggað er svona bak við tjöldin, einkanlega sé þá svo hyggilega að farið, að láta heldur íslenzku stjómardeildina í Kaupmannahöfn beit- ast fyrir mótspyrnunni ? Tillögur landshöfðingja geta orðið lýðum ljósar í Stj.tíðindunum, ef frv. er synjað, og það er strax lakara, en um tillögur ísl. stjórnardeildarinnar i Kaup- mannahöfn er öðru máli að gegna(!) En þó að „skrifstofuvaldsliðið“ leggi sig í líma, þá er auðvitað mjög tvísýnt, hver árangurinn af störfum þess verður, og því hefir það nú all-öran æðaslátt, meðan allt er i óvissu um það, hvað ráð- herrann gjörir. Hinir gömlu, góðu dagar, þegar hægri- mannastjómirnar sátu við völdin eru nú því miður horfnir, má skrifstofuvaldsliðið sanna(!) Hr. Albertí hefir þegar margsinnis sýnt það, að það er hann, sem ræður, og fer sinu fram, hvað sem skrifstofuvalds- sveitinni sýnist. Yæri svo eigi, þá væri bæði stjórnar-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.