Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1902, Qupperneq 3
XYI, 47.
Þjóðyiljinn
187
skrármálið og hlutafélagsbankastofnunin
skemmra á veg komið, en nú er.
Úr unnustuljóðum.
Eptir
.1. Magnús Iíjarnason.
Og svo kom vorið tliða, með sólar-yl og söng,
og sætan ilm af blómum það leiddi’ umskógar-
göng;
það glitábreiðu breiddi á bala’ og engjár vænar,
og björk og kjaxrið færði i laufa-skikkjur grænar.
Þá kom jeg til þín, vina; þú stóðst um kvöld á
strönd,
og starðir út á vatnið, með blómstur þér í hönd;
svo fríð þú varst, sem vorið, með ást í ungu hjarta,
og æskuroða á kinnum, og gáfu-svipinn bjarta.
Jeg bað um samfylgd þína, og bauð þér hestinn
minn,
sem brosandi þú þáðir — því jeg var vinur þinn;
jeg setti þig í söðul, en sjálfur fótum léttum
við siðu hestsins gekk jeg um hríð í skógi þéttum.
Við ræddum margt, mín ljúfa, um lífsins von
og þrá,
og liljur hjartans ungar, sem þróast vinum hjá;
við reyndum til að ráða þá dýru ástar-drauma,
sem dreymdi okkur fyrrum við lygna æsku-
strauma.
Jeg veit það ekki, vina, hvort réðum við þá rétt;
að ráða slíka drauma ei veitist neinum létt:
því þykkt er þetta fortjald, sem framtíð lífsins
hylur,
og forlaganna þættina fyrir manni dylur.
Og dagurinn var liðinn; og þá var þrotin leið;
nú þurftum við að skilja — sem hjörtum okkar
sveið.
Er kvaddi jeg þig, svanni, þá sá jeg tár þín renna,
og sáran fann jeg harminn í hjarta minu brenna.
En loptið, sem var áður svo yndislegt og bjart,
var allt í einu orðið svo þungbúið og svart;
og steypi-regnið striða úr dimmu skýi dundi,
af drunum þungrar skruggu nú foldin græna
stundi.
Hvort var það okkar vegna, að vorið grét með þér?
og var þá þruman bergmál þess harms, sem
bjó í mér?
og var það tákn ins hulda, að foldin stundi fríða,
og fyrirboði þess, sem við verðum nú að Kða?
Um þingmennskuframboð heyrist
enn lítið talað, enda enn ærinn timi
til kosninganna, og líklegast, að ekki
komi verulegt líf i kosningabaráttuna,
fyr en fram á veturinn liður.
I flestum kjördæmum verða að lík-
indum gömlu þingmennirnir i boði, og
trúlegt, að víða verði fleiri keppinautar.
Um fáeina af gömlu þingmönnunum
er þó þegar fullyrt, að þeir bjóði sig eigi
fram aptur, og eru það þeir Sighvatur og
Jösajat gamli, Ólafur Davíðsson, Yopn-
firðingur, og Björn, sýslumaður i Dölum,
og ekki syrgir ,.Þjóðv.“ það.
En hverjir koma þá í staðinn?
í Húnavatnssyslu er mælt, að embætt-
isfylkingin víkverska vilji fá Jón Ják-
obsson, forngripavörð, kosinn, í stað Jósa-
fats gamla. en að likindum verður amt-
maður Páll Briem þar einnig í kjöri, eins
og í fyrra.
En sæti Sighvats gamla, i Rangárvalla-
sýslu, þykir enginn betur til fallinn, að
skipa, en Magnús Stephensen landshöfð-
ingi, sakir andlegs skyldleika nú orðið,
eður politisks steingjörvingsháttar. —
Mælt er, að Þorsteinn skáld Erlingsson
hugsi þar einnig til þingmennsku, og
verði má ske sleipur, þegar hann leysir
frá „skjóðunni“ sinni, sem fáir vita enn,
hvað í býr.
Auk þess þykir og sennilegt, að þeir
Magnús sýslumaður Torfason og Þórður
hreppstjóri Guðmundsson í Hala keppi
þar enn um þingmennskuna, að ógleymd-
um sira Eggert Palssyni, sem býður sig
fram aptur.
Sýslumaður H. Hafstein, sem lands-
höfðingjasveitin kýs öllum fremur á þing,
kvað og löngu vera farinn að leita fyrir
sér, fullyrt, að hann hafi þefað, eða látið
þefa fyrir sér i Eyjafjarðarsýslu, Húna-
vatnssýslu, Dalasýslu, Gullbringu- og
Kjósarsýslu, og jafn vel í Reykjavík, en
allsstaðar — fussað á móti.
Niðurstaðan kvað því orðin sú, að
Guðjón vor, Strandamaður, hefir tjáð em-
bættisflokknum vikverska, að hann sé
þess albúinn, að gjöra það kærleiksverk-
ið á „höfðingjanum landlausa“, að styðja
hann af alefli til kosningar i Strandasyslu,
en freista sjálfur að brjótast til valda í
Dalasýslu, og annaðtveggja sigra þar,
eður dauður falla.
En sigurvonir hr. H. Hafstein’s í
Strandasýslu byggjast þá á því, að þrjú
stórveldi hjálpist þar að málum: Guðjón,
venzlafólk landshöfðingja á Borðeyri, og
sýslumannsvaldið þar, þvi þeir Maríno
og Hannes eru bræður.
Og fyrir þessu sameinaða áhlaupi stór-
veldanna þriggja, ætla menn, að litið
verði úr Strandamönnum.
En af þvi að hr. H. Hafstein er svo
alveg ómissandi á þingi, meðal annars,
„til að vera við uppkomuna, þegar farið
verður að skammtau, eins og komist var
að orði í niðpésanum, sem stráð var út í
Undarlegt lík.
„Því lengur sem eg hugsa um það, því betur finnst
mér jeg sannfærast um það, að hér eru einhver svik í
tafliu, mælti hr. Thomas Reid, sem var umboðsmað-
ur lífsábyrgðarfélags eins í Lundúnum.
Þetta var árla morguns, og var eg þá staddur á
skrifstofu þessa góðvinar míns, því hann hafði beðið
mig að finna sig, af því hann kvaðst hafa sterkan grun
á þvi, að lífsábyrgðarfélagið hefði verið svikið á all-ein-
kennilegan hátt.
Hann skýrði því næst stuttlega frá því, að fyrir
rúmu ári, hefði maður nokkur, Robert Finlay að
nafni, tryggt líf sitt hjá félaginu, og var tryggingarupp-
hæðin 3 þús. sterlingspunda.
Maður þessi var þá um þrítugt, og kvaðst reka litla
verzlun, en vera ný kvæntur, og vilja því tryggja líf
sitt, af því að hann hefði heitið tengdaforeldrum sín-
um því.
Hann var að vísu eigi hraustbyggður maður, en
virtist eigi ganga með neinn sérstakan sjúkdóm, svo að
dauði hans, á bezta skeiði, kom all-óvænt.
En þegar lífsábyrgðarfélagið var krafið um ábyrgð-
arupphæðina, var allt í reglu, og Finlay sálugi jarðaður
daginn fyrir.
Lífsábyrgðarfélagið varð því að sjálfsögðu að borga
ábyrgðarféð, ofan nefnd 3 þús. pund sterling.
206
Jeg hafði nú fengið nýja sönnun, og ók þvi þegar
til lögreglustöðvanna.
Þar fékk eg tvo lögregluþjóna til fylgdar, og fór
svo til hr. Wilson’s.
Jeg sagði honum i snatri, að eg hefði ástæðu til
þess, að gruna Fraser um morðið, og bað hann að gjöra
boð eptir honum.
Hann gjörði svo.
Fraser var grunlaus, og var að söngla visu, er
hann kom inn.
Jeg vatt mér þegar að honum, og mælti:
„Þér eruð tekinn fastur, og eruð grunaður um, að
hafa myrt frú Rennieu.
Fraser bliknaði, og titraði á beinunum.
Hann reyndi þvinæst að hlaupa út, en lögregluþjón-
amir gripu hann þá þegar, og settu á hann handjárn.
Hann nísti tönnum, stundi þungan, og æpti svo,
sem óður væri:
„Asninn þinn! þú skalt fá þetta borgaðu.
Jeg brosti að eins að ógnunum hans, og þóttist nú
enn vissari um það, að hann væri sekur.
Það var nú farið með hann rakleiðis í varðhalds-
klefann, og mælti hann eigi orð frá munni á leiðinni.
Jeg gerði nú boð eptir Aroher prófessor, og er hann
kom, tók eg fram rauðu skegghárin.
En er Fraser sá þetta, og gat sér þess til, hver til-
gangur vor væri, varð hann, sem villidýr, og hræðilegt,
að sjá hann í framan.
Þetta sannfærði mig enn betur um það, að hann
væri morðinginn, því að að eins slíkum manni gat eg
trúað til þess, að hafa framið jafn voðalegan glæp.