Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1902, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1902, Page 1
Yerð árgangsins (minnst | 52 arlcir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. — -|= Sextándi áegangub. =| —— -1-—RITST.T ÓRI: SKÚLI IHOBODDSEN. =|^-'- j Uppsögn skrifleg, ógild I nema komin sé til útgef- i anda fyrir 30. dag júni- j mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni I borgi skuld sína fyrir blaðið. M 51. Angnlæknir á Dingeyri. Undirritaður heíir stundað augnlækn- ingar í rúmt ár hjá Prof. Grrut Hansen og J. Bjerresen i Kaupmannahöfn, hefir öll nauðsynleg verkfæri, er til þeirra þurfa, og er enn fremur byrgur af gleraugum. Þingeyri í nóvember 1902. A. Fjeldsted. Deilurnar. Alyktanir friðarfundarins á Akureyri eru hvervetna velkomnar. Sjálfsagt væri mjög auðvelt, að fá þær samþykktar með almennu lófataki í hverjum einasta hrepp á íslandþ en hitt er annað mál, hvort ný friðaröld rynni þar roeð upp yfir þjóð vora. Það er hægra, að kenna heilræðin, en halda. Mergurinn málsins í þessari friðarfundargerð er, að láta allar þær deilur niður falla, er staðið hafa með þjóðinni hin síðustu ár. Þetta er vel meint, en ljósari finnst mér, að þessi á- lyktun hefði mátt vera. Fundurinn vill, að mér skilst, skera aliar þessar deilur niður við sama trogið. Að því leyti, sem hinar politisku deilur nú að undan- förnu (því að við þær inun átt vera), hafa beinzt að einstökum mönnum, með persónulegri áreit.ni, íllmælurn og rógi, eiga þær engan rétt á sér, og ættu sem fyrst að vera úr sögunni; að því leyti sem þær hafa snúizt um einstök atriði stjórnarskrármáisins, þá detta þær niður af sjálíu sér, þegar það mál er af dag- skrá þings og þjóðar; til þess þarf enga ályktun eða áskorun. Það var i raun og veru alls ekkert tiltökumál, þótt um Jþað mál yrðu skiptar skoðanir, er svo leiddu til nokkurrar orðasennu; stjornarskrármál- ið hafði að ýmsu leyti gott af þvi, þar sem deilur þessar urðu til þess, að skýra hugmyndir þjóðarinnar og leiðrétta ýmsa hleypidóma og misskilning á því máli. En að því leyti sem þessar deilur hafa verið milli framsóknarinnar og aptur- haldsins, þá hljóta þær og eiga að hald- ast, þangað til þjóðleg og þjóðholl fram- sókn getur stýlað friðarskilmálana gagn- vart allri óþjóðlegri og úreltri apturhalds- stjórn; að leggja vopnin fyr niður í þeirri deilu, af eljanleysi eður bráðlæti í friðinn, gengi fjörráðum næst við þjóð sína, Og það hefir sjálfsagt heldur ekki verið meining Akureyrarfundarins; en vel hefði það farið, að láta ekki allar þessar deilur eiga óskilið mál. Einlægir framfaramenn eru sjálfsagt í báðum hinum núverandi þingflokkum, um það geta líklega allir verið Akureyr- Bessastöbum, 19. DES. arfundinum samdóma, en hins tjáir held- ur ekki að dyljast, að apturhalds og skrif- stofuvaldsstjórnin hefir enn ekki all-lítið ríki hér á landi. Þótt framsóknarmenn- irnir séu loks komnir til valda í Dan- mörku, eptir langar og harðar deilur við apturhaldsstjórnina, þá er hér öðru máli að gegna. Hér innanlands er hin sama stjórn enn við stýrið, sem dyggastur var fulltrúinn Estrups ráðaneytisins alræmda, og harðast barðist lengstum undir merkj- um þess gegn sjálfstjórnarkröfum vorum. Hvort vér samfara stjórnarskrárbreyting- unni fáum sams konar stjórnarfarsbreyt- ing, og Danir nú hafa fengið, er óvíst. Yér getum, eins og Danir, átt fyrir hönd- um harða og langa baráttu við aptur- haldssama stjórn, þrátt fyrir það, þótt við fáum stjórnarskrárbreytinguna. Hin nýja stjórnarskipun vor útilýkur það engu fremur hjá oss, en danska stjórnarskip- unin hjá Dönum, — þótt hún sé tölu- vert líklegri til þess, en stjórnarskráin, er vér nú höfum óbreytt. Stjórnarskrár- breytingin má teljast vís, en þjóðholl, frjálslynd og dugleg stjórn, er ekki eins vís. Það er undir mörgum atvikuin komið, en ekki sízt því, hvernig kosn- ingarnar í vor takast. Takist þær þann- ig, að hinar tryggu leifar Estrups ráða- neytisÍDS hér á landi hafi ráð þingsins í hendi sór, eins og svo opt nú uppá síð- kastið, og það síðast á seinasta þingi, þá er hætt við, að stjórnarbótin verði fyrst um sinn meira í orði, en á borði. Þess er ekki að vænta, að gamlir Estrupsliðar, og þeirra fylgifiskar, gjörist hór, fremur en í Danmörku, forkólfar framtakssamr- ar og þjóðlegrar stjórnarstefnu. Um þess- ar mundir hlýtur það að vera hið mesta áhugamál þjóðarinnar að fá, samhliða stjórnarskrárbreytingunni, stjórnarfars- breyting, eins og Danir fengu 1901. Pyr- ir þessu þurfum vér að berjast, þótt það kosti harða baráttu, og hór má ekki nefna frið, fyr en síðustu leyfar aptur- haldsstjórnarinnar dansk-íslenzku eru ó- vígar orðnar, og framsóknarstefnan ræður friðarskilmálunum. Yið næstu kosningar mun þessi gamla apturhaldsstefna neyta allrar orku, til að afla ser fylgis á næsta þingi; með því móti býst hún auðvitað helzt við að halda völdunum framvegis, en geti hin- ir einlægu framfaramenn, sem nú er op- inberlega fullyrt, að sóu í báðum þing- flokkunum frá síðasta þingi, sýnt sig svo einlæga framsóknarmenn, að hefjast handa við næstu kosningar, og visa á bug öllurn slíkum tilraunum, þá er von- andi, að baráttan fyrir því, að fá breyt- ing á stjórnarfarinu, verði ekki mjög löng. En bindist fleiri eða færri af þeim, 19 0 2. annaðhvort vísvitandi eða óafvitandi enn undir merki apturlialdsstefnunnar gömlu, sem helzt vill enga stjórnarbót, og hugs- ar „bara um völdÍDu, þá duga ongir frið- arfundir, deilunum hlýtur að halda áfram, sé nokkurt líf í þjóðinni. Dansk-islenzka skrifstofu-ofríkið hefir ef til vill aldrei haft verri áhrif á þjóð- líf vort, en tvo síðustu áratugi 19. ald- arinnar; og úlfúðin og sundurlyndið í stjórnarskrármálinu þessi síðustu ár, er ekki hvað minnst þessum áhiifum að kenna, það hefir ljóst og leynt róið öll- um árura að því, að koma stjórnarbótinni fyrir kattarnef. Yið þessi áhrif ríður þjóðinni lífið á að losast, fyr er ekki að hugsa til eðlilegrar flokkaskiptingar í þjóðmálum vorum nó heilsusamlegs þroska sannarlegs þing- og þjóð-ræðis. S. St. Frá utlöndum. 22. nóv. síðastl. andaðist Alfred Krupp, eigandi fallbyssu- verksmiðjanna miklu í Essen á Þýzka- landi. Hann varð bráðkvaddur, eða því sem næst, dó úr hjartaslagi. Eaðir hans stofnaði fyrstur verksmiðj- urnar í Essen, og hafa þær efizt svo stór- kostlega, að mælt er, að Alfred Krupp hafi tiðast haft 10—-14 rnilj. krónaítekj- ur á ári, enda hafði hann jafnan marg- ar þúsundir manna i vinnu. Gfufuskipið „Knudu, er var dönsk eign, og átti heima í Alaborg, rakst ný skeð á annað gufuskip við Bretlands strendur, hjá mynni Tyne-fljótsins, og sökk þegar, og drukknaði skipstjórinn, og meiri hluti skipshafnarinnar. Stjórnmálaflokurinn daDski, „hinir átta“, hafa nú tekið sér nýtt flokksnafn, og kalla sig „fríkonservatívau, og liafa nú fjölgað um tvo, og eru þvi 10 að tölu; þykir ekki ósennilegt, að fleiri hægri- menn gangi i þann flokkinn, svo að Estr- upsliðum fækki. Hýlega var borið fram i ríkisþinginu frumvarp þess efnis, að leggja niður Eriðriksspítalann í Kaupmannahöfn, en reisa i hans stað ríkisspitala, er að öllu fullnægir kröfum nútímans, og fær það mál að líkindum góðan byr á þingi. Uppreisninni í lýðveldinu Columbia er nú lokið, komnar á sættir milli stjórnarinnar og uppreisnarliðsins. Há ritlaun. Ensk blöð segja, að hr. Jolm Morley fái 10 þús. pund sterling í ritlaun fyrir æfisögu Gladstone’s, og hefir margur rithöfund- urinn lotið að því, sem mun minna hefir verið. Gyðingum fjölgar stöðugt í borginni New York, og var talið, aðí síðastl. júnímánuði væru þar um 650 þús. gyðinga, og hafði þá tala þeirra tvöfaldazt á síðustu 10 árum, enda er mælt, að frá 1. júní 1900 til maíloka 1902 hafi 106 þús. gyðinga stígið þar á iand.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.