Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.01.1903, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.01.1903, Blaðsíða 2
2 Þjóðviljinn. XVII, 1 enn við stýrið, og hafi stjórnarskrárbreyt- ingin í bráðina að eins þau áhrif, að Estrupsliðið festist nú enn betur í sessi, og fái meiri völd í hendur, en það nú hefir, þá verður stjórnarskrárbreytingin i bráðina ekki breyting til batnaðar, heldur breyting til hins verra, þar sem æðsta stjórn mála vorra er nú, sem stendur, í höndum frjálslynds ráðherra, þótt eigi sé hann vors þjóðernis. Stjórnarskrárbreytingin verður þá eigi byrjun nýs framfaratímabils, heldur upp- haf nýrrar baráttu, er að því stefnir, að fá Estrupsliðixm hrundið, og koma frjáls- lyndum manni í ráðherrasessinn. Það er ein af hinum mörgu óráðnu gátum nýja ársins, hvað ofan á verður í þessu efni. En því má þó eigi gleyma, að það er á valdi þjóðarinnar sjálfrar, að fá þá gát- una ráðna, sem bezt gegnir. Þjóðin verður að hafa það hugfast, þegar kosið er í vor, að kjósa þá eina, er ekki styðja Estrupsiiðið, þ. e. núver- andi landshöfðingja og fylgismenn hans, þegar á þing er komið. Gæti þjóðin þessa, þarf víst varla að efa, að gátan ráðist heppilega, því að það ræður að líkindum, að vinstrimannastjórn- inni í Danmörku myndi ekkert kærara, en að skipa dugandi og frjálslyndan mann í ráðherrasessinn. Og þá yrði árið 1903 í fyllsta skiln- ingi merkisár í sögu þjóðar vorrar, en ella að eins að hálfu. ^^•ZíEiíiii32ÍjI2iSiZiIííS!SSSZiiZi3iíS2Ii2^^ Frá ísfirzku kosningamálunum. Góði vin! .... Þú hefir óskað þess, að eg segði þór eitthvað af „ísfirzku kosningamálunum“, „ísfirzku mútumálunum“, eða „Skúlamál- unum nýju", er sum blöðin nefndu svo á síðastl. sumri. Eins og sóst af síðasta nr. „Þjóðv.“, þá eru þau málin nú þegar sofnuð „svefni hinna ranglátu“. En það er um gang málanna, og svo um það, hvernig svæfingin atvikaðist, sem þú vilt fá eitthvað að vita. Gott og vel þá! Sízt er mór um mál þessi launung, enda er það og í sjálfu sór sanngjarnt, að almenningur fái eitt- hvað um rnál þessi að vita, fyrst hann á að bera kostnaðinn af þeim. En jeg býst við, að þér sé þegar orð- ið það kunnugt af blöðunum, hvernig mál þessi hófust í öndverðum júlí, eptir kosninga-ófarir sýslumanns Hafstein’s í Isafjarðarsýslu, og sleppi eg því að minn- ast á það. Af þingtiðindunum hefirðu einnig fræðzt um það, hvernig þessi tilbúningur Hafstein’s var notaður á þinginu, þótt eigi tækist honum, að fá kjördæmið gjört þingmannslaust, enda þótt Lárusi, mági hans, tækist það mjög fimlega, að koma frændum hans og venzlaliði í kjörbréfa- nefndina, svo sem skýrt var frá í „ísa- fold“ á síðastl. sumri. Loks er þór og kunnugt um kæru okkar síra Sigurðar til amtmannsins í Yesturamtinu, og um kæru okkar til ráð- herrans, þegar amtmanninum, i vísdómi sínum, þóknaðist að leita álits frænda sins um það, hvort sinna skyldi kæru okkar(!) Ollu þessu get eg því sleppt, þótt eigi só það ósögulegt sumt, og ýmislegt, sem athuga mætti. En það verð eg þó að taka fram, að á því tel eg engan efa, að það var ein- göngu kæru okkar til ráðherrans að þakka, að amtmaður sá sór eigi annan kost færan — svo fjarri, sem hann tók þessu þó þingsetningardaginn —, en að láta Hafstein þoka dómarasæti, og að skipa síðan einnig sakamálsrannsókn, að þvi er snerti kosningaundirbúning H. Hafstein’s, og hans liða. Réttlætistilfinningu Asb'íípsliðsins hér á landi var það auðvitað samboðnast, að láta Hafstein sjálfan halda rannsóknunum áfram, og sinna að engu kærunni yfir honum! Það datt því eigi lítið ofan yfir Haf- stein vorn, er hann heyrði þessa ráðsá- lyktun vina sinna, og vildi þá víst feg- inn allt hafa ógert. Gallinn var, að hann hafði gleymt því í svipinn, að tímarnir voru breyttir, og að nú varð að leika: „Vinstrimenn íslands“. En þegar nú svona langt var komið, að Hafstein var hrundið úr dómarasess- inum, og rannsóknunum jafn framt beint gegn honum, og hans fylgismönnum, þá var sóð, hvað verða vildi. „Einn hrafninn kroppar sjaldan aug- un úr öðrum", og það gera eigi heldur -vinstrimenn íslands“. 71 Málið var farið að dotta. — — — Að svo mæltu skal eg þá fara örfá- um orðum um róttarrannsóknir sýslu- manns Halldórs Bjamasonar, er skipaður var setudómari í málum þessum. Eg segi málum þessum, því að þótt undarlegt megi þykja, hafði amtmaður skipað svo fyrir, að rannsóknunum skyldi haldið algjörlega aðgreindum. Önnur rannsóknin beindist því gegn mór, og mínum flokksbræðrum, en hin gegn H. Hafstein, og liðsmönnum hans. Þetta var auðvitað rannsóknardómar- anum til töluverðrar tafar. En sjálfsagt hefir amtmaðurinn haft sínar ástæður. Yar ekki t. d. hugsanlegt, að annað málið félli niður, en hitt hóldi áfram? Ó, þú gullvæga von! Hve lengi held- ur þú eigi huganum uppi? I. Skúlamálið. Nú er þá á það að líta, hvað rann- sóknin í þessu máli leiddi í ljós. Við rannsóknir þessar sannaðist það, — sem að vísu var alls ekkert launung- armál —, að af 70 kr., er Sk. Th. hafði sent Árna bónda Sigurðssyni í Skáladal, til þess að greiða fargjöld þeirra kjósanda, er hefðu ásett sór að kjósa hann og sira Sigurð Stefánsson, hafði Árni bóndi not- að 55 kr. alls. Höfðu kjósendurnir fengið 2—5 kr. til farareyris hver, og verðum vór að játa, að það var miður rausnarlega úti látið, þar sem flestir kjósendurnir áttu yfir fjallveg að sækja, og þar á ofan fleiri vikur sjávar; en á hinn bóginn hÖfum vór oss það til afsökunar, að oss var það allsendis ókunnugt, hvað hver kjósandinn fékk, fyr en vér sáum það í prófunum, þar sem prófin hófust, áður en vér feng- um skilagrein frá Árna bónda. Allir báru kjósendur þessir það, að farareyrir þessi hefði engin áhrif haft á atkvæðagreiðslu þeirra*, enda farareyririnn að eins fram boðinn, og þeginn, af því að Hafsteinsliðið hafði gengið á undan í þessu efni þar nyrðra**. Verzlunarmaður P. M. Bjarnarson á ísafirði, er farið hafði sinna ferða norður í Sléttuhrepp, daginn fyrir kjörfundinn, haíði og á heimleiðinni gefið örfáum kjós- endum fargjöld úr sínum eigin vasa, og þó eigi fremur úr öðrum flokknum, en hinum, og af Sk. Th. hafði hann að eins verið beðinn þess, að líta eptir því, fyrst hann ætti ferðina á annað boið, að kjós- endur þeirra síra Sigurðar yrðu eigi tepptir, eða fylltir, af mótflokknum, við landtökuna á ísafirði, og má ske lokaðir inni, svo sem heyrzt hafði, að til stæði. Um annað, eða meira, en þetta, sner- ust rannsóknirnar eigi. Kærendurnir, Sig. factor Pálsson á Hesteyri og Brynjólfur hreppstjóri Þor- stdnsson á Slóttu, áttu talsvert í vök að verjast, með því að Þorbergur bóndi Jónsson í Efri-Miðvik, er þeir báru fyrir sig í kærunni, lýsti þá fyrst segja það ósatt, er þeir báru hann fyrir, og sem hann engan stað gat fundið, en með því að það upplýstist, að Þorbergur bóndi hafði verið fylltur, á hvalveiðistöð Od- land’s á Hesteyri, áður en þeir kumpán- arnir áttu tal við hann um kosningarnar, þá vissi hann mjög óglöggt, hvaða heimsku hann hafði blaðrað, og þorði því eigi að þrátta við þá til lengdar. Þegar Hafstein hélt próf sín i máli þessu í júlímánuði, hafði hann náð í bróf *) Eptir einum kjósandanum, Ouðna bónda Jónsteinssyni á Látrum, efna-bónda, er fengið bafði 3 kr. i farareyri hjá Áma bónda Sigurðssyni I Skála- dal, bafði Hafstein t. d., í enda framburðar bans, bókað þessi orð: „Hann játar þvi, að í þetta skipti bafi hann látið Sk. Thoroddsen og síra Sigurð fá atkvæði sitt fyrir þetta verð, sem að framan er skýrt frá“. — Hve trúlegt það er, að Guðna bónda bafi farizt þannig orð, felum vér öðrum um að dæma. En eitt er víst, að ekki kannaðist Guðni við það, er Halldór sýslumaður rannsakaði málið, að hann befði selt atkvæði sitt. Fleira mætti til tína, er sýnist benda á það, að Hafstein bafi gert rétt í því, að fara að þeirri bendingu amtmanns, að víkja sæti í máli þessu. **) Það er annars eptirtektavert, að Hafstein mun vera fyrsti maðurinn, er hóf þann siðinn bér á landi, að veita kjósendum fararefni á kjör- fund, er bann bauð sig fram, og féfl, við kosn- ingar í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1895. — í ísafjarðarsýslu þekktist þetta og eigi, fyr en við kosningarnwr 1900, er hann bauð sig þar fram. En annars var þessi siður við siðustu kosningar tiðkaður, að meira eða minna leyti, í meiii bluta kjördæma landsins, eins og alkunnugt er, og að flkindum hvergi minna, en af vorum flokki f ísafjarðarsýslu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.