Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.01.1903, Blaðsíða 4
4
Þjóbviljinn.
XVII, 1.
er ávallt Þezt,
og ætti því eigi ah vanta á neinu iieimili
Til þeBS að f ullnægja ofan greindu loforði,
um ,,frítt uppihald11, mun það og hafa verið, að
ókeypis veitingar fóru f ram i harnaskólahúsinu
hér í kaupstaðnum kjörfundardaginn, af hálfu
sýslumanns H. Hafstein’s, eða þess flokksins,
er honum fylgdi, og var húskonan Margrét
Magnúsdóttir hér í kaupstaðnum fengin til
þess, að veita þeim veitingum forstöðu.
En úr Auðkúlu- og Þingeyrar-hrepp um
höfðu þeir Hafstein og Matthías nær eindreg-
ið fylgi á kjörfundinum.
Mér hefir einnig verið skýrt frá þvi, að
hreppstjóri Guðm. Eiríksson á Þorfinnsstöðum
í Önundarfirði hafi haft sama á hoðstólum, ef
menn vildu kjósa þá Hafstein og Matthías.
Loks skal eg geta þess, að það orð leikur
á, að þilskipamenn úr Þingeyrarhreppi, er
sóttu hingað kjörfundinn, og kusu þá TLafstein
og Matthías, hafi, auk ofan greindra hlunninda,
fengið loforð um að halda óskertu kaupi sínu
þá dagana, er þeir væru fjarverandi frá skip-
um sínum, sakir kjörfundarsóknarinnar, og
virðast því hafa fengið daglaun, auk kostnað-
arlausrar farar.
Um leið og eg tilkynni yður þetta, velhomi
herra sýslumaður, skal eg geta þess, að svo
framarlega sem ákæruvaldið, samkvæmt rann-
sóknum þeim, er þegar hafa fram farið, skyldi
komast að þeirri niðurstöðu, að ekki sé ástæða
til þess, að framhalda rannsókn gegn mér, og
kjósendum þeim, er okkur síra Sigwrð Stef-
ánsson kusu, þá finn eg eigi ástæðu til þess,
að krefjast rannsóknar, út af ofan greindu; en
sé rannsókninni fram haldið gegn mér, og
kjósendum mínum, verð eg að krefjast þess,
að allir þeir kjósendur i Auðkúlu-, Þingeyr-
ar- og Mosvalla-hreppum, er Hafstein sýslu-
mann og Matthias verzlunarstjóra Ólafsson
kusu, verði ýtarlega yfirheyrðir, svo að geng-
ið verði úr skugga um það, hvort ofan greind
fjáreyðsla hafi lögleg verið, eins og jeg þá líka
geymi mér rétt til þess, að koma fram með
fleiri atriði, að því er kosningaundirhúning
mótflokksins snertir, og krefjast þar um rann-
sóknar.
p. t. Isafirði 2. okt. 1902.
Skúli Thoroddsen.
Til
sýslumanns Halldórs Bjarnasonar,skipaðs rann-
sóknardómara, út af kosningunum i
ísafjarðarsýslu og kaupstað 1902“.
Amtmaður hefir nú með bréfi sínu,
dags. 3. des. þ. á., er birt var i síðasta
nr. blaðs þessa, úrskurðað, að hann ekki
finni ástæðu til þess, að láta hefja rann-
sókn, út af téðri skýrslu minni, og lasta
eg það eigi, eins og þessum heimskulega
málatilbúningi sýslumanns H. Hafstein’s
á hendur mér, og kjósendum minum, nú
er komið.
Mér hefir aldrei verið það hughaldið,
að auka mönnum vandræði i ísafjarðar-
sýslu, og því var bréfið stýlað með vilja,
eins og það er.
En hitt var mér í huga, að láta ekki
misbjóða mér, eða politiskum skoðana-
bræðrum mínum í Isafjarðarsýslu, án þess
leikur kæmi leiki mót.
IV. Ályktunar orð.
Að svo mæltu læt eg þá út talað um
þetta mál.
Laura, eða eitthvað annað gufuskip, tekur
kjósendur á Þingeyri þriðjudagskveldið 10. þ.
m., og vinir okkar Hafsteins hafa hoðið okkur
skip, til að flytja þá kjósendur heim aptur, að
afstöðnum kjörfundi, sem okkur veita lið við
kosningarnar.
Með vinsemd.
Yðar
Matthías Ólafsson.
Eg ann sýslumanni H. Hafstein gjama
sæmdar hans af málum þessum.
Hann hefir, að minni hyggju, áunnið
það, auk annars, að sýna almenningi hér
á landi þá hliðina á sér, sem víða var
áður óþekkt, en sem Isfirðingar þekkja
þess betur.
Bessastöðum 31. des. 1902.
Skúli Thoroddsen
Frú litlönclum fréttist með gufu-
skipinu rIsafold“, að vetur væri harðuri
sunnanverðri Evropu, og þar af leiðandi
víða töluverð bágindi meðal verkafólks,
einkum í Austurríki.
Bretar og þjóðverjar eiga i brösum
við Venezuela-lýðveldið í Suður-Ameríku,
út af ógreiddum skuldum, og hóta ófriði,
ef eigi séu greiddar. — Hafa Venezuela-
menn beðið Bandarikin að jafna ágrein-
ing þenna, en Bandamenn verið tregir
til þess.
Prestskosning er nýlega um garð gengin í
Arnarhælisprestakalli í Árnessýslu. Síra Einar
Þórðarson í Hofteigi, er var einn þeirra, sem í
kjöri skyldi vera, tók umsókn sína aptur, áður
en til kosninga var gengið, og fór þá kosningin
svo, að slra Ólafur Magnússon á Sandfelli var
kosinn.
Bessastöðum 2. jan. 1903.
Tíðarfar. Síðan um hátíðarnar hafa öðru
hvoru gengið kafaldsél, og norðangarður milli
hátíðanna, með allt að 9 stiga frosti suma dagana.
Bæjarfulltrúakosningar eiga að fara fram í
Reykjavík i þ. m., 5. og 10. janúar. — Pyrri
kjördaginn kjósa allir hæjarhúar, er kosningar-
rétt hafa, 7 hæjarfulltrúa, en seinni kjördaginn
eiga hæðstu gjaldendurnir (þ. e. þeir, sem gjalda
samtals tvo þriðju hluta hæjargjaldaj að kjósa
tvo fulltrúa.
Af þeim, sem í hæjarstjórninni hafa verið,
eiga fjórir sæti í bæjarstjórninni 3 ár enn:
Guðm. Björnsson héraðslæknir, verkfr. Sig. Thor-
oddsen, bankabókari Sighv. Bjarnason og síra Þór-
hallur Bjarnarson.
Svo er að heyra, sem all-mikið kapp verði
um kosningar þessar, þar sem komið hafa fram
fleiri tillögur um fulltrúaefnin, ein, sem „ísafold"
flytur, eptir samráði ýmsrakjósenda, önnur, sem
„Þjóðólfur" fylgh' fram, og nokkrar, sem festar
hafa verið upp á götuhornum í Reykjavik, en
ókunnugt er um faðernið að.
Virðist aðal-baráttan munu snúast um það,
hvort hr. Tryggvi Gunnarsson á aptur að halda
innreið sina í bæjarráðssalinn, efldur að liði, eð-
ur vera utan hæjarstjórnar, svo sem skapsmun-
um hans myndi hentast.
Útsriir hæðstu gjaldenda í Garðahreppi hér
í sýslu eru, samkværat síðustu niðurjöfnun, í
krónutali, sem hér segir:
August kaupm. Elygenring, Hafnarfirði 225-
— Árni Árnason s. st. 25. — Brydesverzlun S-
st. 550. — Böðvar bakari Böðvarsson s. st. 30-
— Einar J. Hansen s. st. 25. — Einar kaupm.
Þorgilsson s. st. 150. — Fil. Eilippusson s. st-
28. — Pinnur Gíslason s. st. 65. — Guðm. Eyj-
ólfsson, Hlið 20. — Guðjón Gíslason, Lamhhaga
45. — Guðm. T. Guðmundsson, Þýzkuhúð 50. —
Guðrún Hannesdóttir, Óttarsstöðum 35. — Gísli
Jónsson, hafnsögumaður, Hafnarfirði, 25.— Guðm.
Helgason s. st. 22. — Guðjón Sigurðsson, Ótt-
arsstöðum 35. — Hindrik J. Hansen, Hafnarfirði
22. — Halldór Halldórsson, Sethergi 35. — Hró-
mundur Jósepsson, skipstjóri, Hafnarfirði 30. —
Ingvar . skipstj. Jóelsson s. st. 30. — Jakob Eir-
íksson, Hofsstöðum 20. — Jörgen kaupm. Han-
sen, Hafnarfirði 70.—Jóhannes Sigfússon, kenn-
ari s. st. 80. — Jón E. Matthiesen, verzhm. s.
st. 30. — Jón Jónsson s. st. 22-Jón Þórar-
insson, skólastj. s. st. 110. — Jón Sigurðsson s.
st. 22. — Próf. Jens Pálsson, Görðum 140. —
Jón Jónsson, Dvergasteini, Hafnarfirði 22. —
Jörundur Þórðarson, smiður s. st. 20. — Jón
Þórðarson s. st. 20. — Jón Steingrímsson, tré-
smiður s. st. 20. — Jón Gunnarsson, faotor Si
st. 65. — Jóhannes Reykdal, trésmiður s. st. 25
— Kristinn Kristjánsson s. st. 20. — Markús
Gislason s. st. 35. — Ólafur Böðvarsson, verzlm.
s. st. 20. — Ólafur Jónsson s. st. 22. — Páll
Einarsson, sýslumaður s. st. 150' — P. J. Thor-
steinsson’s verzlun s. st. 325. — Run. Þórðar-
son, verzlm. s. Bt. 20. — Sig. Arnfinnsson, Yif-
ilsstöðum 20. — Sigurgeir Gislason, Hafnarfirði
35. — Steingr. Jónsson s. st. 20. — Sigfús Berg-
mann, factor s. st. 60. — Sig. Sigurðsson, Ótt-
arsstöðum 30. — Sveinn kaupm. Sigfússon, Hafn-
arfirði 275. — Svend Hall, verzl.m. s. st. 20.—
Timhurverzlun Þ. Egilss. s. st. 40. — Útgerð-
arfélagið við Hafnarfjörð 100. — Þorlákur Þor-
láksson s. st. 25. — Þorsteinn skipstj. Sveins-
son s. st. 35. — Ögmundur Sigurðsson, kennari
s. st. 50.
Gjaldendur alls 204, og upphæð aukaútsvara
um 4900 kr., en 86 gjaldendur greiða að eins
2—12 kr. útsvar.
Gufuskipið „Isafold“ kom 26. des. til Reykja-
víkur, með saltfarm til Brydesverzlunar.
Gufuskipið „Pervie“ lagði af stað frá Reykja-
vík 23. f. m., og ætlaði til ísafjarðar, en hleypti
inn á Hafnarfjörð, og hélt svo þaðan vestur á
jóladaginn.
THÉ
North British Ropework C°y
Kirkcaldy
Contractors to H. M. Government
b ú a t i 1
rússneskar og ítalskar
fiskilínur og fœri,
allt úr bezta efni og sérlega vandað.
Fæst hjá kaupmönnunum. — Biðjið'
því ætið um KLirclcalcly fiskilínur
og færi hjá kaupmanni þeirn, er þér verzl-
ið við, því þá fáið þér það, sem bezt er..
PrentHmiðja Þjóðvilja.iiH.