Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.01.1903, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn
15
XVII, 4.
og því Ktið um aflalrögðin, einkuin við Út-Djúp-
ið. — Síðan á Þorláksmessu, kefir haldizt norð-
angarður og fa'nnkoma, og varla séz.t út úr dyr-
um, og frostið 5—15 gr, á C.
Fullyrt er, að enski Ward hafi i hyggju að
kaupa smáfisk hér við Djúp i vor, eins og að
undan förnu, en ekki hefir hann látið neittuppi
um verðið. — A hinn bóginn ætlar Arni kaupm.
Sveinsson nú einnig að kaupa tvær lileðslur af
þessum svo kallaða Wardsfiski, og befir hann
þegar boðið 34 kr. i sk#, en tjáist þó munu
borga 1 kr. hærra, en Ward, ef Ward geri yfir-
boð“. —
Mannalát.
Að Sveinseyri í Dýrafirði andaðist 3.
des. siðastl. ekkjan Porbjörg Ólafsdóttir,
80 ára að aldri, fædd 16. ág. 1822. —
Árið 1845 giptist hún síra Jóni Hákon-
arsyni, presti að Söndum í Dýrafirði, og
bjuggu þau hjónin lengstum að Sveins-
eyri, og eignuðust alls 9 börn, og eru 7
þeirra enn á lifi, og eru þau þessi: Sig-
urður Jónsson, skipherra í Haukadal,
Hákon Jónsson, bóndi í Haukadal, Olafur
Jónsson, bóndi á Sveinseyri, Sturla F.
Jonsson, skipherra á Isafirði, Þórdís Jóns-
dóttir, gipt Eggert bónda Andréssyni á
Skálará, Ástríður Jónsdóttir, gipt Magnúsi
Jochumssyni, fyrrum kaupmanni á Isa-
firði, og Etinbory Jónsdóttir i Haukadal.
I s. m. andaðist á Akureyri Sigurgeir
Sigurðsson, fýrrum bóndi á Öngulstöðum
í Eyjafiiði, vænn maður og vel látinn.—
31. s. m. andaðist í verzlunarstaðnum
Sauðárkrók, i hárri elli, ekkjan Johanna
HaUsdóttir, ekkja Jóns prófasts Hallssonar
i Grlaumbæ. —
Á ísafirði andaðist og 29. des. síðastl.
ekkjan Sigriður Jónsdóttir, 86 ára að aldri,
sem um mörg ár hefir dvalið í húsum
fósturdóttur sinnar, ekkjunnar Katrinar
Ólafsdóttur á Isafirði, og verður helztu'
æfiatriða hennar getið síðar í blaði þessu.
Þá er og látinn fyrir skömmu hrepp-
stjóri Jón Jónsson, bóndi á Narfeyri í
Snæfellsnessýslu, gildur bóndi og greind-
ur, bróðir Hallgrims Jónssonar dbr.manns
á Staðarfelli, og verður hans síðar getið
nákvæmar.
Skuldbmdmga-undirróður.
Svo segir „Norðurland" 13. des.: „Tilraunir
er farið að gera til þess, að fá kjósendur hér í
Eyjafjarðarsýslu, til að skuldbinda sig, til að
kjósa sýslumann ísfirðinga, Hannes Hafstein, á
þing næst.
Undirtektir eru áreiðanlega mjög daufar, enn
sem komið er. Kjósendur hafa ekki enn látið
sér skiljazt það, að þeim sé skylt að sækja á
annað landshorn þingmannsefni, sem er sýslu-
maður yfir tveimur kjördæmum, og treystir sér
í hvorugu þeirra, til að ná kosningu.
Svo bætir það ekki úr skák, að nokkuð kyn-
lega virðist vera að því unnið, að fá menn til
að skuldbinda sig. Svo er frá skýrt, að þeim,
sem sérstaklega er áhugamál, að halda sýslu-
manni Kl. Jónssyni, sem þingmanni kjördæmis-
ins, sé sagt, að ekki geti komið til nokkurra
mála annað, en að hætta við Stefán Stefánsson,
og kjósa sýslumennina báða. En aptur á móti
er þvi, að sögn, haldið að hinum, sem ráðnir
eru í að endurkjósa Stefán, að sjálfsagt sé, að
kjósa bóndann með' Isfirðinga-yfirvaldinu.
Erétzt hefir, að skuldhindinga-smalamaður
hafi farið um atlan Svarfaðardal, þar sem kjós-
endur eru hátt upp í 100, og fengið þar 6 menn,
til að skrifa undir .. .. “
Bæjai'fulltrúakosiiingar
fóru frarn á ísafirði 5. janúar síðastl.,
og hlutu þessir kosningu:
Magnús Ólafsson verzlunarstjóri 91 atkv.
Arni kaupm. Sveinsson ... 89 —
B. H. Kristjánsson skipherra . 88 —
Næstir þeim hlutu þessir atkvæði:
Sigurður Kristjánsson úrsmiður (83 atkv).,
stúdent Sig. Jónsson (83 atkv.) og Albert
Jónsson járnsmiður (75 atkv.). — Ymsir
hlutu og 1—2 atkv.
Bindindisliðið í kaupstaðnum hafði að
þessu sinni viljað koma sínum mönnum
að í bæjarstjórnina, og er það að vísu
mjög eðlileg ósk, frá þess sjónarmiði, þar
sem bæjarstjórnin hefir úrskurðarvaldið,
að því er til vínveitingaleyfa kemur.
Fulltrúaefni bindindisliðsins voru: M.
ÓL, Sig. Kristj. og Sig Jónsson.
En þó að framsóknarmenn þeir, sem
ekki eru i bindindisliðinu, fylgdu margir
bindindismönnum að málum, gat þó ekki
hjá því farið, að þetta gerði tvístring,
ekki sízt þar sem einn þeirra manna, er
bindindismenn hóldu fram (Sig. Jónsson
stúdent) hefir jafnan verið mjög eindreg-
inn á bandi Ásgeirs- og sýslumannsliðs-
ins, og því síður en ekki ákjósanlegur í
bæjarstjórn, að bindindismálum slepptum.
JÞegar nú hór við bættist einnig, að
Ásgeirs- og sýslumannsliðið sá sér eigi
annan kost færan, til þess að afla Arna
kaupm. Sveinssyni fylgis, en að styðja,
jafnhliða honum, út úr neyð tvo menn
(Albert Jónsson og B. H. Kristjánsson),
sem báðir hafa fylgt framsóknarmönnum
við kosningar, þá var þess engin von, að
betur færi, en fór.
Hefðu bindindismenn látið sór nægja
12
„Það er mál, sem betur verður að hugsa“, mælti
Holmes. „En svo er lika annað atriði, sem strax er í
augum opið, og það er það, að Vilhjálmi hefir verið
sent brófið, þvi að hefði sá, er brófið ritaði, farið með
það sjálfur, þá hefði hann getað sagt Vilhjáimi munn-
lega, hvað hann vildi honum.
En hver hefir þá farið með brófið? Eða hefir það
verið sent, sem póstbróf?“
„Kptir þessu hefi eg grennslazt“, svaraði lögreglu-
embættismaðuriun. Viihjálmur fókk bróf i gær með
kveldpóstinum, en reif umslagið strax sundur“.
„Ágætt“, mælti Holmes, og klappaði á öxlina á
embættisbróður sinum „Þér hafið talað við póstþjóninn,
og er mór það sönn ánægja, að starfa með slikum mönn-
um“.
„En hór er nú húskytran hans Vilhjálms“, bætti
hann svo við, „og skal eg nú brátt sýna yður, ofursti
minn, hvar morðið var framið“.
Við gengum nú fram hjá litlu, laglegu húsi, og
gengum svo, eptir trjágöngum, upp að gamla herragarð-
inum, sem reistur hafði verið.á rikisstjórnarárum Önnu
drottningar.
Holmes, og embættisbróðir hans, fylgdu okkur nú
þangað, er morðið hafði verið framið.
Fyrir utan eldhúsdyrnar var lögregluþjónn á verði.
„Opnaðu dyrnar“, mælti Holmes við hann. „Sko!
Þarna í stiganum stóð Cunningham yngri, og var sjón-
.arvottur að því, er mennirnir áttust við, einmitt hórna,
sem vór stöndum núna.
En gamli Cunningham stóð þarna við gluggann —
9
hann upp af stólnum, og mælti: „Jeg held annars, að
mór væri bað ekkert óljúft, að fást ögn við málið, til að
vita, hvort sumt af því, sem mér dettur i hug, á við
nokkuð að styðjast.
Jeg ætla þvi, ofursti góður, að yfirgefa yður, og
Watson, vin minn, rótt sem snöggvast, og kem svo apt-
ur eptir hálfan kl.tíma“.
En nú leið ekki að eins hálf-tími, heldur kl.timi að auki,
áður en lögregluembættismaðurinn kom aptur, og þá var
Holmes ekki með honum.
„Hr. Holmes er á gangi hórna fyrir utan“, mælti
lögregluembættismaðurinn, „og væri honum kært, að þið
kæmuð báðir með mér, og að vér fylgdumst svo þangað
allir, fjórir".
„Hvort? Til Cunningham?“
„Já“.
„Hvers vegna?“
Lögregluembættismaðurinn yppi öxlum, og mælti:
„Jeg skal láta það ósagt, en yður að segja, þá er jeg
farinn að hallast að þeirri skoðun, að hr. Holmes sé enn
ekki búinn að ná sér eptir veikindin, því að hann hefir
hegðað sór hálf-kynlega, og virðist vera í töluverðri geðs-
hræringu“.
„Ekki held eg, að þér þurfið að óttast það“, svaraði
eg, „þvi að mér hefir jafnan fundizt, að full meining
væri i háttalagi hans“.
„Má vera, að öðrum sýnist svo“, nöldraði lögreglu-
embættismaðurinn i barm sér. „En hann er mjög áfram
um, að fara sem fyrst, svo að bezt væri, að þið kæmuð
strax með mér, ef þið eruð tilbúnir“.
Vór gengum nú til fundar við Holmes, sem var á