Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1903, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1903, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkirj 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. \ Borgist fyrir júnímán- I aðarlok. ÞJOÐVILJINN. —■ = |= SeYTJÁND I ÁEGANÖTJB. =| =— —.%^|= RITST.7ÓRI: skúli THORODDSEN. =|®08*- - | Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- i anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og lcaupandi samhliða upps'ógninni | borgi skuld sína fyrir blaðið. M 21. Bessastöðum, 15. MAÍ. 19 0 3. Milli hverra er bardaginn? --«0»-- Milli iiverra stendnr kosningarimman liér á landi þessa dagana? Stendur liún milli framsóknar- og heirn astj órnarflokksins ? Því fer mjög fjarri, enda trúum vér eigi öðru, en að flestum kjósendum sé nú orðið það ljóst. Báðir þessir flokkar eru sammála í stjórnarskrármálinu, og þnrfa því eigi um það að deila frekar. Stefnuskrár beggja flokkanna, er birt- ar voru á síðastl. þingi, eru og í flestum greinum nauða líkar, þegar sleppt er orð- unum: „á sínum tíma“, sem ibaldshluti „heimastjórnarflokksinsa fékk skotið inn i stefnuskrá þess flokksins, til þess að geta ruglað frá þeim málum, sem bon- um sýndist. Baráttan stendur því engan veginn milli nefndra flokka, enda eru þeir marg- ir þingmenn í gamla „heimastjórnar- flokknum“, sem vér framsóknarflokks- mennirnir gjarna viljum, að á þingi séu, t. d. Pétur á G-autlöndum, síra Arni Jóns- son, Jón frá Sleðbrjót, o. fl. En milli bverra stendur baráttan þá? Hún stendur milli allra frjálslyndra manna annars vegar, hvorum hinna ofan nefndu flokka, sem þeir bafa áður fylgt, og mitti íhaldsmannanna hins vegar, — Estrupsþjónanna alræmdu (landshöfðingja, H. Hafstein’s, Lárusar Bjarnasonar, Tryggva bankastjóra, Júlíusar amtmanns, dr. Jón- asseris, og fylgifiska þeirra). Estrupsliðarnir vilja reyna að nota gamla flokkaríginn i stjórnarskrármálinu, til þess að tryggja sér æðstu völdin bér á landi, er stjórnarskrárbreytingin kemst á, en slika óhamingju vilja framsóknar- menn fyrirbyggja, ef auðið er. Þess vegna ríður nú á þvi, að kjós- endur taki þau loforð af þingmannaefn- unum í vor, að þeir styðji ekki á neinn hátt að því, að þjóðin fái apturhaldsstjórn. Gagngjörð stefnubreyting í löggjafar- og landsstjómarmálum þarf að verða sam- fara stjómarskrárbreytingunni, eigi hún í bráðina að geta orðið þjóðinni að þeim notum, sem vera ætti. Kjósendur Islands! Hafið þetta hug- fast. Látið ekki blekkja yður með gömlum flokkanöfnum, eða ýmis konar rógi apt- urhaldsmannanna, sem spunninn er íþví skyni, að reyna að seðja valdagimd þeirra. Styðjið allir að því, að land vort fái framfarastjórn. Látum valdadaga Estrupsleifanna hér á landi brátt vera talda! „ísfirzku kosningamálin“. Stutt svar til H. Hafstein. Út af grein minni, um „ísfirzku kosn- ingamálin“, er birt var i 1. nr. „Þjóðv.“ þ. á., hefir sýslumaður H. Hafstein þótzt þurfa að gjöra ögn hreinna fyrir dyrum sínum, og er honum það sízt láandi, ekki hreinna en þar var orðið, og er reyndar enn, þrátt fyrir allan kattarþvottinn i 12. nr. „Vestra“ þ. á* Aðal-vöm hans er í því fólgin, að hann hafi verið að gæta „embættisskyldu“ sinnar, er hann hóf þessar sakamálsrann- sóknir á hendur mér og kjósendum mínum. Jeg skal nú að vísu játa, að jeg þyk- ist hafa veitt því eptirtekt, að skoðanir hr. H. Hafsteiris um „embættisskyldu“ hans virðast opt töluvert einkennilegar**; en að því er til ofan nefnds máls kemur, munu fæstir i vafa um það, að þar hafi embættisskylda hans einmitt verið sú, að koma þar alls ekki nœrri, enda varð hann og að viðurkenna þetta að lokum, og vék því dómarasæti i málinu. Að hr. H. Hafstein hefði einurð og drengskap, til að viðurkenna, að hann hafi sjálfur verið potturinn og pannan í kæru vina sinna, Sigurðar factors Páls- sonar á Hesteyri og Brynjólfs hreppstjóra Þorsteinssonar á Sléttu, datt mér auðvit- að alls eigi í hug að búast við, eptir þeim kynnum, sem eg hefi haftafhrein- lyndi hans, fyr og síðar; en það verður hann að afsaka, þó að eg byggi fremur á öðrum gögDum um þetta efni, en sjálfs hans sögn. Að menn, sem hafa tjáð sig jafn und- irgefna smjaðrara H. Hafstein’s, sem þeir Brynjólfur hreppstjóri og Sig. Pálsson, hefðu farið að hreifa þessu máli, nema eptir samráði við hann, dettur víst eng- um í hug, sem til þekkir, enda er það kunnugt, að kæran skapast einmitt sama daginn, sem hann heldur manntalsþing á Sléttu, og nógir mexrn til vitnis um leyniskrafið milli sýslumannsins og kær- andanna á þingstaðnum, eptir að mistek- izt hafði að fá Halldór bónda Þeófilusson i Miðvík, til að hreifa þessu hjartans máli ■ýslumannsins á þinginu, enda þótt einn af kunningjum sýslumannsins byði hon- um fé til þess. A prófnefnu sína í máli þessu — sem er markleysan einber, þar sem hann var eigi bær að fjalla um málið — ætti hr. *) Grein þe.BSÍ birtist í „Vestra“, meðan eg dvaldi erlendis í vetur, og hefi eg þvi fyrst rek- izt k hana ný skeð af tilviljun. Sk. Th. **) Shr. t. d. hinar annáluðu rannsóknir hans i Samsonarmálinu, út af kæru Samsonar yfir sjálfum honum til ráðherrans(i) — Sk. Th. H. Hafstein alls ekki að minnast, en láta sér nægja, að hugsa til þess minnisvarð- ans, sem hann þannig reisti sér, eptir kosninga-ófarirnar i fyrra, og gleðja sig yfir heppilegu(!) vali réttarvotta sinna, er hann treystir nú til þess, að eiðfesta allar „skriptir“ sinar orði til orðs*. Að hr. H. Hafstein, og lagsbræður hans á Isafirði, héldu sér i skefjum, og heyrðust naumast draga andann, meðan rannsóknir setudómarans stóðu yfir, get eg hvorki talið honum né þeim til gildis, þvi að það kom vafalaust hvorki af umhyggju fyrir mér, né kjósendum mínum, heldur af öðrum mjög auðskild- um ástæðum. Að öðru leyti nenni eg ekki að vera að eltast við þessa grein hr. H. Hafstein’s, eða við ósannindavefinn, sem hann þar vefur, en get þó að lokum eigi bundizt þess, að láta þess hér getið, að í stað þess að hreyta að mér illindum, þá hefði hr. H. Hafstein miklu fremur ástæðu til þess, að vera mér þakklátur fyrir það, að eg hefi — af vorkunnsemi við flas hans og fljótfæmi — enn eigi krafizt þess, að ött meðferð hans á máli þessu yrði tekin á alvarlegri hátt, þar sem jeg hefi í hönd- um vottorð tveggja manna, gefið undir eiðstilboð, er fer í þá átt, að hr. H. Haf- stein hafi — daginn eptir kosningarnar í fyrra, eða tæpum mánuði áður, en hann hóf þessar merkilegu(!) rannsóknir sínar — látið orð falla á þá leið, að hannvonaði: „að guð gsefi, að hann gæti hefnt sín á kjós- endum fyrir það, að þeir hefðu eigi kosið hann, enda hefði það eigi verið nema skríllinn, er Skúla Thoroddsen hefði kosið . . .“ Að vísu ber vottorð þetta það með sér, að sýslumaður hafi þá verið „talsvert ölvaður, en þó ekki svo, að hann reik- aði að mun, eða drafaði“, en engu að síður virðast þó ofan nefnd ummæli, ef sönnuð væm, geta varpað all-einkenni- legu ljósi yfir optnefndan málatilbúning, eða að minnsta kosti benda í þá áttina, að sýslumaður H. Hafstein hefði átt að halda sér frá rannsóknum þessum. Að svo mæltu kveð eg Hafstein minn, með óskum maklegs gengis við kosning- amar i Eyjafirði i vor. eða þar sem hann annars kynni að bera niður, og vona, sjálfs hans vegna, að ekki hlaupi aptur í hann sami fitonsandinn, sem í fyrra þótt svo kynni til að takast, að hann reynd- ist enn valtur á fótunum. p. t. ísafirði 30. april 1903. Skúli Thoroddsen. *) Við rannsóknit- sinar í Sléttuhreppi not- aði hr. B. Hafstein síra Kjartan, guðsmanninn i Grunnavík, sem „ferðavott" sinn 9.—10. júlí, og þess utan einkum skólapiltinn Guðm. Hann- esson frá Iðavelli, og lækni Jón Þorvaldsson á Hesteyri, — allt saman æsta atkvæðasmala hans við kosningarnar 1900 og 1902. — Sk. Th.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.