Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1903, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1903, Blaðsíða 2
82 Þjóbviljinn. XVII, 21. Þeir hafa verið fremur fátalaðir um það, apturhaldsliðshöfðingjarnir, hver or- sökin væri til hins mikla áhuga á þing- kosningum, sem hefir gripið þá svo hast- arlega siðustu árin, og lang-mest brögð- in virðast að i ár. Það hefir að vísu verið helzt á blöð- um þeirra að heyra, aðþessiáhugi þeirra væri sprottinn af umhyggju fyrir föður- landinu, þar sem þeir eru svo hræddir uin það, að vér framsóknarflokksmenn- irnir kynnum að búa yfir svikráðum við stjórnarskrármálið, og myndum einnig ef til vill vilja leggja niður landsbankann(l) En þar sem hér um bil hver bóklæs maður á landinu veit, að þessi ótti þeirra hefir ekki við neitt að styðjast, þar sem vér höfum svo margsinnis sýnt það, að oss er bæði annt um það, að stjórnar- skrárfrumvarpið verði samþykkt í sumar, og að landsbankinn geti þrifizt og blómg- azt sem bezt, þá sjá ailir, að þessi ótti þeirra getur ómögulega verið sanna á- stæðan til kosninga-áhugans þeirra, Sannleikurinn er, að það þykir ekki eiga við, að láta uppi sönnu ástæðuna, og því er hinu slegið fram. Sanna ástæðan gloppaðist á hinn bóg- inn óvart fram úr einum fylgismanni þeirra, kaupmanni E. Laxdal á Akureyri, á pólitískum fundi, er haldinn var á Ak- ureyri 27. marz síðastl. Það eru æðstu völdin hér á landi, er stjórnarskrárbreytingin kemst á, sem þeir vilja að launum taka, fyrir starfsemi sína á undanförnum þingum. Þeir vilja ráða meiri hluta atkvæða á þinginu í sumar, til þess að geta tryggt sér völdin, og skammtað sér launin sem riflegust, þar sem það er eitt af hlutverk- um aiþingis í sumar, að ákveða laun ráð- herrans og annara starfsmanna í ráða- neytinu. Spurningin, sem þjóðin á að leysaúr við kosningarnar í vor, er því sú, hvort hún vill verða við þessum tilmælum apt- urhaldsliðshöfðingjanna ? Hugsum vér oss Marjnús Stephensen, sem ráðherra, og t. d. Hafstein honum næstan, eða þá Hafstein, sem ráðherra, og Lárus „dánumann“ honum næstan, þá yrði réttlát stjórn í landi(!!) Þetta er það, sem fyrir apturhalds- liðshöfðingjunum vakir. Yill þjóðin styðja að því, að þessir gömlu Estrups-sveinar fái völdin? ísafirði 4. maí 1903: „Tíð er hér enn fremur köld, og optast frost að nóttu, en þó hefir snjó leyst vel í þ. m. að deginum, þegar sólar hefir notið, svo að víða er farin að verða nokkur snöp fyrir hross og sauðfé, og var þess full þörf, þar sem almenningur er mjög viða að þrotum kominn með hey. Síðustu dagana hefir verið nokkru tregara um afla i Bolungarvík, þó að en megi heita þar dágóð fiskreita. 1 þ. m. hefir fiskur líka geng- ið inn í Djúpið, svo að Arndælingar o. fl. hafa fengið 1—2 hundruð á skip, og þar ura. — Hrognkelsaveiði hefir í vor verið í betra lagi. „Skálholt11 hefir aptur og aptur reynt að komast norður fyrir, en jafnan orðið frá að hverfa, sakir hafissins, og leggur þvi af stað héðan á- ætlunarferð sína suður 6. þ. m. — Skipið er með fullfermi af vörum til verzlunarstaðanna við Strandaflóa, og getur því ekki tekið hér neitt flutningsgóss, og er það mörgum bagi. Ekki er sýslumaður H. Hafstein enn kominn úr norðurför sinni, og mun hafísinn valda þvi, þar sem hvalveiðabátur frá H. Ellefsen, er átti að sækja hann norður, hefir ekki getað komizt. — Gizka sumir á, að sýslumanni þurfi ekki að verða biðin i Eyjafirði ónýt, ef hann húsvitjar þar eins rækilega á bæjum, eins og hann gerði hér í kjördæminu í fyrra, enda má ætla, að honum sé nú ekki minna kapp á ferðum, enþá, þar sem þetta eru síðustu kosningar, er fram fara, áður en ráðherrann verður skipaður. En ekki þurfum vér ísfirðingar að sakna þess, þó að heimkoma hans dragist, þar sem amtmað- ur Júlíus Havsteen hefir séð þörfum embættisins svo hagkvæmlega borgið, að hr. Grímur Jónsson, „G-rettis11 ritstjórinn gamli, sem nú er aðstoðar- bókhaldari við Ásgeirsverzlun, er settur af amt- inu til að gegna sýslumanns- og bæjarfógeta- störfunum, meðan Hafstein er fjærverandi. — Sýnir þetta, hve kunnugur amtmaður muni vera framkomu Gríms þessa á siðari árum, og áliti almennings hér vestra á honum, enda hefir sú til- laga heyrzt hér, og verið gerður að góður rómur, að réttast væri, að sameina sýslumanns- og bæjar- fógetastörfin við Asgeirsverzlun fyrir fullt og allt, sem ef til vill væri fáanleg til þess, að taka þau að sér fyrir ögn minni borgun, en landsjóð- ur leggur nú fram, og gæti það orðið landinu sparnaður. En stefnubreyting, að því er fram- kvæmd þessara embættisstarfa snertir, ætla menn, að sú breyting myndi tæpast valda til muna. — Mikill áhugi er hér hjá mörgum, að því er húsabyggingar snertir, og er i ráði, að byggð verði 10 eða 11 ný hús hér í kaupstaðnum í sumar. — „Motor“-bátum virðist og munu fjölga hér bráðlega, og virðist því bráðnauðsynlegt, að hér væri maður, er kynni að gera við slíkar vélar, þvi að ella eru menn illa staddir, ef eitt- hvað bilar í vélunum, sem vel getur komið fyrir“. ísafil’ði 5. maí ’03: „Hvalabátur frá Langeyri kom í nótt að norðan, og með honum kom sýslu- maður H. Hafstein úr kosningaleiðangrinum í Eyjafirði. — Skipverjar segja íslausan sjó, nema hrafl af hafís við Horn, er þeir urðu nokkrum sinnum að krækja fyrir. Á hinn bóginn gerði „Skálholt11 tilraun í gærmorgun, en sneri þá aptur við Kjögur, sakir hafíss, enda var veður þá eigi vel bjart. Að likindum er hafís því eigi mikill, þar sem hvalveiðabáturinn gat komizt nokkurn veg- inn óhindraður, en eitthvað ishrafl við Horn, og með ströndum fram Strandaflóanum11. Verðlagsskrármálið snæfellska. Sögu þess máls er nú svo langt kom- ið, að Lárus sýslumaður hefir eigi þorað að þverskallast gegn úrskurði landsyfir- dómsins, og kvað því hafa lýst þvi yfir. að hann víki dómarasæti í máli þessu. Amtmaður kvað þvi næst hafa falið sýslumanninum i Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, hr. Sigurði Pórðarsyni i Arnarholti, að framkvæma sakamálsrannsóknir þær. er landsyfirrétturinn hefir fyrirskipað, og beinist sú rannsókn jafn framt gegn Lárusi sjálfum, þar sem töluverð grun- semd hvílir á honum í falsmáli þessu, eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. Óvíst jnun enn, hvenær Sigurður Þórðarson sýslumaður getur byrjað rann- sóknir þessar, einkum þar sem sá tími stendur^mi yfir, er sýslumenn eiga sem annríkast, sakir , manntalsþinghaldanna, svo að mjög fer rannsókn mals þessa a annan veg, en landsyfirrétturinn ætlaðist til, er hann kvað upp úrskurð sinn i vet- ur, og mælti svo fyrir, að skipa j slcyldi setudómara þá þegar. Amtmaður Júlíus Havsteen hefir ann- ars í máli þessu reist sér mjög óbrot- gjarnan minnisvarða(!), sem hans var von og visa, lögvitringsins. Lausn frá prestskap hafa fengið prestarnir Friðrik Hallgrímsson á Útskál- um, er fer til Ameriku, og Lngvar Niku- lásson i Gaulverjabæ, vegna heilsubrests. 100 kr. sekt og málskostnað hefir rit- stjóri „Þjóðólfs“ verið dæmdur í fyrir undirrétti, í máli því, er Jón Jenssonjí- irdómari höfðaði gegn honum út af vörn hans fyrir snæfellska yfirvaldið i verð- lagsskrármálinu. Þilskipa-aíiinn á vertíðinni hér syðra hefir orðið í meðallagi. Hæzt fiskatala á skip mun hafa orðið um 32 þús. en lægst 8000. Eiskurinn er sagður i vænna lagi. Lyfsalapróf, fyrri hluta, hefir Sig. Sigurðsson tekið í Kaupmannahöfn með 1. eink. Mannalát. Hinn 4. þ. m. lézt að Saurbæ i Efri- Holtaþingum uppgjafapresturinn Bene- dikt Eiríksson, bróðir Stefáns sál. alþm. í Árnanesi, en móðurbróðir meistara Eiríks Magnússonar i Cambridge. Hann var fæddur 12. nóv. 1806, og var elztur allra lærðra manna hér á landi. Hann útskrif- aðist úr Bessastaðaskóla 1832 og prest- vígðist næsta ár, en lausn frá embætti fékk hann 1884 og þjónaði þannig em- bætti i full 50 ár; var hann lengstum prestur í Efri-Holtaþingum. Kvæntur var sr. Benedikt Málfríði Brynjólfsdóttur prests i Kálfholti, og áttu þau saman 10 börn, en flest þeirra dóu i æsku. 6. þ. m. lézt séra Jósep Kr. Hjörleifs- son frá Breiðabólsstað á Skógarströnd 37 ára að aldri. Hann var sonur Hjörl. próf. Einarssonar á Undirfelli, var prestur í Otrardal frá 1888—1890, en síðan á Breiðabólsstað. í vor fékk hann lausn frá embætti sökum heilsuleysis. Hann var kvæntur Lilju Ólafsdóttur, fyrrum kaupmanns í Hafnarfirði, og lifir hún mann sinn ásamt 7 börnum. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu andaðist ekkjan Sigríður Jönsdóttir að heimili sínu í Isafjarðarkaup- stað 28. des. síðastl., og var hún þá orð- in háöldruð, þar sem húu var fædd að Kvíum í Grunnavikurhreppi árið 1817. Að eins þriggja nátta gömul var hún tekin til fosturs af merkisprestinum síra Eyjófi KoTbeinssyni, er þá var prestur að Stað í Grunnavík, og með honum flutt- ist Sigríður sáluga til ísafjarðar árið 1822, er síra Eyjólfur hafði fengið veitingu fyr- ir Eyrarprestakalli, og dvaldi síðan jafn- an á heimili hans, unz hún 11. okt. 1840 giptist Þóroddi Jónssyni seglmakara, og dvöldu þau hjónin á Isafirði allan sinn hjúskap, unz Þóroddur andaðist, rúmlega áttræður, 23. apríl 1884. Þau hjónin eignuðust að eins eitt barn, er dó i æsku, en tvö fósturbörn tóku þau, og er annað þeirra húskonan

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.