Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1903, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1903, Síða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.: og i Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. Þ JÓÐVILJINN. ——-, ' Seytjándi ÁRGANÖUR. = ' ...—=— _—gsr-p-1 RITST.TÓRI: SKÚLI THORODDSEN. - Uppsögn skrifleg, ógilcl nema komin sé til útgef- \ anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsógninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 25. ASþmgiskosningar. í Vestur-ísaíjarðarsýslu var kosinn 8. þ. m Jóhannes Ólafsson, hreppstjóri á Þingeyri, með 8 0 atkv. Sira Sig. Stefánsson i Vigur fókk 42 atkv. í Strandasýsln er kosihn G-uðjón cruðlaugseon með 2 8 atkv. Jósep Jónsson á Melum fékk 20 atkv. í Suður-Hingeyjarsýslu kosinn 3. þ. m. Pótur Jónsson á Gautlöndum. Ofrétt um atkv.tölu. í Vestmannaey jum er kosinn Jón Magnússon, landritari, með 34 atkv. Aðrir ekki i kjöri. í Skagaíjarðarsýslu voru kosnir 3. þ. m. Ólafur Briem, umboðsm. á Álfgeirs- völlum, og Stefán Stefánsson kennari. Atkv.tala ófrétt. í "Vestur-Skaptaíellssýslu er kosinn Guðlaugur sýslum. Guðmundsson með 3 6 atkv. Ekki aðrir í kjöri. í Borgaríjarðarsýslu var kosinn 6. þ. m. Síra Þórhallur Bjarnason með 9 9 atkv. Björn i (iröf fékk 60 atkv. í Eyjaíjarðarsýslu voru kosnir sama dag sýslumennirnir Klemenz Jón s son með 362 atkv. Og Hannes Hafstein með 213 atkv. Stefán í Fagraskógi fékk 192 atkv. I Snæíellsnestisýslui. var einn- ig kosið sama dag, og hlaut þar kosningu Lárus sýslum. Bjarnason meðl0 7 atkv. í kjöri var og Einar BSiedíktsson er fékk 31 atkv. Alþingi í sumar. ii. Eitt af þeim málum, er standa í nánu sambandi við stjórnarskrárbreytinguna, eru ráðherraábyrgðarlögin. Samning slíkra laga er mikið vanda- verk, og væri þvi í raun og veru eðli- legast, að slík lög væru búin undir af stjóminni sjálfri, ef vel ætti að fara; en þar sem Danir hafa enn ekki samið nein slík lög hjá sór, þá mun þess eigi að vænta, að stjómin leggi slíkt frumvarp fyrir þingið að þessu sinni. Á hinn bóginn er svo að sjá á ávarpi því, er „ heim astj óm arf 1 okkurinn u svo nefndi birti í fyrra sumar, sem honum hafi verið mál þetta mjög mikið áhuga- ipál, og má því ætla, að einhverjir þing- Bessastöðum, 17. JÚNÍ. menn, er til þess flokks töldust. muni hafa í huga, að flytja slikt frumvarp á þinginu, og ættu þá allir að leggjast á eitt, að reyna að gjöra þau lögin sem bezt úr garði. Sumir hafa látið þá skoðun i ljósi, að ekki væri auðið að koma fram ábyrgð á hendur ráðherranum, fyr en ábyrgðarlög- in væru til, en slíkt er mesti misskiln- ingur, þar sem ákvæði hegningarlaganna um embættisafbrot eiga að sjálfsögðu engu síður við ráðherrann, en aðra em- bætt.ismenn þjóðarinnar. En þrátt fyrir það, þá er það þó engu síður tryggara, að sérstök ráðherraábyrgð- ariög séu samin, og vilji menn fá ábyrgð- inni gegn ráðherranum komið fram við innlendan tandsdóm, i stað þess að láta hæztarótt rikisins dæma þau, þá þarf að lögleiða ákvæði um það í ráðherraábyrgð- arlögunum. 1 grein einni i „Eimr.“ síðastl. vetur heldur dr. Vattyr Guðmundsson þvi fram, að hollast só að láta ráðherraábyrgðarlög- in bíða, en eigi getum vér verið honum samdóma um það, því að óvíst er, að seinna verði hægra, t. d. ef kominn væri upp ágreiningur milli þingsins og stjórn- arinnar. Það er óvíst, að slík lög væru þá auð- fengin, en næsta ólíklegt að þau mættu mótspymu hjá stjórninni, ef þau yrðu stjórnarskrárbreytingunni samferða, og ekki tekur til slíkra laga, nema við þurfi. Þá er Icosningalagabreytingin, sem ó- hjákvæmilega hlýtur að verða stjómar- skrárbreytingunni samferða, þar sem nýja stjórnarskráin mælir svo fyrir, að fjölgað skuli tölu kjóðkjörinna þingmanna um fjóra. Um þetta atriði vitum vér, að stjórn- in leggur frumvarp fyrir alþingi í sum- ar, og inni heldur það frumvarp jafn- framt ákvæði um leynilega atkvæða- greiðslu, og um kjörstað í hreppi hverj- um. Má telja víst, að það frv. mæti eigi mótspymu, þegar litið er á það, hve greiðlega líkt fmmvarp náði fram að ganga á síðasta alþingi. Eklii er samt ótrúlegt, að nokkur á- greiningur verði um það, hvar þing- mannafjölgunin eigi helzt að koma niður á landinu, hvort kaupstaðimir fjórir eigi að fá sinn þingmanninn hver, eins og til var ætlast á síðasta alþingi, eða aðr- ar sýslur njóta góðs af henni að ein- hverju leyti. Um þetta atriði er hætt við, að skoð- anir manna verði nokkuð skiptar, nema líklega þó eigi, að því er snertir ísa- fjarðarsýslur og kaupstað, því að þar batt I þingið hendur sinar á síðaeta þingi, er 19 0 3. þriðjungur kjördæmisins — B hreppar af 15 — var slitinn frá, og gjörður að kjör- dæmi sér, því að ekki getur sú rang- sleitnin á neinn hátt staðizt, að Norður- Isafjarðarsýsla og kaupstaður kjósi að eins einn þinginann. Annað atriði í þessu máli, sem virð- ist þurfa að íhuga, er það, hvort það muni heppilegt, að búta landið í öll þessi smáu kjördæmi, er kýs sinn þingmann- inn hvert, í stað þess að hafa kjördæmin stærri, og kjósa heldur fleiri þingmenn i hverju, eða í sumum þeirra. Það gæti jafn vel verið íhugunarefni, hvori. ekki væri réttast, að allt landið væri eitt kjördæmi, og væra þeir rétt kjörnir þingmenn, er flest atkvæði hlytu um land allt. Það bregst naumast, að þessi stefna verði einhvern tíma ríkjandi, því að ;sú mun raunin á verða, að því smærri, sem kjördæmin eru, þvi hættara er við því, að á þingið verði valdir ýmsir „hreppa- politíkusara, þ. e. menn, hverra sjón- deildarhringur er eingöngu, eða mest- megnis, bundinn við lítinn skika af land- inu, og reyna hver um sig að draga taurn síns kjördæmis, í stað þess er þing- menn þurfa að hafa glöggt og vakandi auga á þörfum landsins i heild sinni. En, sem stendur, munu hugir manna að vísu vera svo bundnir við kjördæma- kosningarnar gömlu, að hætt er við, að aðrar tillögur hafi lítinn byr í bráðina. (Meira.) Frá kjörfundi Norður-ísflrðinga. i. Með kosninga-ófarirnar árið 1902 í fersku minni kafði íbaldsliðið í ísafjarðarkaupstað séð í hendi sér, að ekki myndi til neins, að fara að etja kappi, til þess að reyna að koma að manni úr sínu sauðahúsi, og því var það nú til bragðs tekið, að reyna að vinna það með launung og slægð, sem engin tiltök voru, að unnizt gæti, ef beitt væri drengilegri baráttu. Ráðið, sem nú var tekið, var það, að láta svo í veðri vaka, að enginn yrði í kjöri, nema rit- stjóri „Þjóðv.“, svo að óþarft væri, að fjölmenna á kjörfundinn, þar sem ,,betri(!) meimimir“ — eins og „Vestri“ kemst svo spaklega að orði — „myndu láta kosninguna hlutlausa“. Þessum og þvílikum ræðum var haldið mjög áspart á lopti rétt fram að kjörfundinum, til að gera menn sem andvaralausasta, því að mein- ingin var, að reyna nú að koma kjósendum á óvart, en fjölmenna á hinn bóginn liði sínu í kyrrþey sem mest, og hafa svo framhjóðanda á boðstólum, er á kjörfund kæmi. Laugardaginn fyrir bvítasunnu (30. mai), þótti þó loks tíminn kominnjtil framkvæmdanna, og voru þá sendir tveir menn á báti til „her- kóngsins“ á Hesteyri í Jökulfjörðum, og skyldi það ferðalag fara sem leyndast. Engu að síður komst þó eitthvað kvis á um ferð þessa, og var þá látið í veðri vaka, að ferð- in væri stofnuð til „fiskkaupa“(!), af verzluninni „Edinborg“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.